Varasalvi skrifaði:DJOli skrifaði:mér finnst eins og verið sé að setja mig í sæti brjálæðings, og ökuníðings þegar ég tala um að hafa verið tekinn skakkur, og sviptur.
Ég var á 50 kílómetra hraða, á 90 götu.
Að segja að það sé mér að kenna ef einhver bombar aftan á mig hljómar bara eins og út úr kjafti hræsnara sem keyrir sjálfur eins og hauslaus hæna.
Ég lagði aldrei nokkurn mann í hættu með 'fíkniefnaakstrinum mínum' enda keyrði ég aldrei lengur en í tæpan klukkutíma undir áhrifum. Ég fór aldrei yfir löglegan hámarkshraða, hvað þá ef ég komst nálægt honum vegna þess að mér fannst allt fara hraðar en það var. Ef eitthvað, miðað við frásögn mína, þá ætti ég að hafa keyrt 100 sinnum út af, en slík er raunin ekki. Ég hvorki lenti í, né olli slysi á meðan ég keyrði svona.
Mér er vitanlega sama um þennan fíkniefnaakstur minn, og mér er sama um sektina sem ég fékk, en það þýðir ekki að mér sé 'sama' um að keyra á kannski 100 á 35 götu. hvað þá 100 á 50 götu, eða bara 10 yfir innanbæjar, sérstaklega í hýbýla eða skólahverfum.
Ef ég keyri hratt (edrú, auðvitað) þá geri ég það utanbæjar, og þá geng ég úr skugga um að sjá almennilega fyrir framan mig. Ég er ekkert að fara að gefa í ef blindhæð er framundan. Ég er of mikil 'skræfa' til þess.
Ef bíll er fyrir framan mig, og ég hef þá 'löngun' í að keyra hratt þá einfaldlega fer ég fram úr þeim bíl, stefnuljós með góðum fyrirvara, og fer svo upp í eins og kannski 100-110. Þegar ég svo er kominn fyrir framan bílinn, langt fyrir framan, þá gef ég í.
En sjái ég annan bíl framundan, þá auðvitað hægi ég á mér.
Afsakið langt svar, þetta var bara að naga mig.
Ég kann að keyra eins og maður. Það kemur akstri undir áhrifum kannabis ekkert við.
bætt við:
Því ættu radarvarar að vera ónauðsynlegir. Þeir eru einfaldlega fyrir þá sem vilja fara hratt innanbæjar, þar sem ekki er ætlast til að fólk fari yfir hámarkshraða. Af augljósum ástæðum.
Þú getur léttilega stórslasað og þessvegna drepið manneskju á 50km hraða. Er það ekki rétt hjá mér að keyra skakkur er svipað slæmt og að keyra fullur? Bæði geta lengt viðbragðtímann um helling, og minkar einbeitingu? Ef það er rétt hjá mér þá sé ég ekki hvernig sé hægt að seiga að keyra skakkur sé allt í lagi, sama hversu hægt þú keyrir.
Jú, það er mjög létt að drepa manneskju á 50km hraða, hvort þú sért edrú, fullur, skakkur, á spítti, kóki eða hverju öðru, eiturlyfið skiptir ekki máli. Hraðinn hvorki eykst né lækkar. Það er ekki eins að keyra fullur og að keyra skakkur. Undir áhrifum áfengis fá flestir aukna hvöt í að keyra hraðar, á meðan kannabis gerir hið andstæða (á við um marga, en ekki alla).