[Mod] Project Helios

Skjámynd

Höfundur
Lunesta
Gúrú
Póstar: 568
Skráði sig: Mán 30. Nóv 2009 16:16
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

[Mod] Project Helios

Pósturaf Lunesta » Fim 10. Jan 2013 22:13

Sælir vaktarar, ég er í þann veg að leggja af stað í mitt fyrsta casemod
og mig langaði að deila því með ykkur :)

Vélbúnaður:
Nzxt Phantom
4x4gb 1600mhz ripjaws
i5 2500k
hyper 412s
asrock extreme4 z77
msi twin frozr ii 580
500gb hdd
samsung 830 ssd - 120gb
850w thermaltake smart

Vatnskæling:
síðar :D

Fyrsta skiptið mitt svo ég held ég hendi bara nokkrum myndum,
hugmyndum og plönum inn og sé svo bara hvað gerist :)


Kassin:

front
Mynd

vinstri hlið
Mynd

ofan á
Mynd

opinn kassi :)
Mynd


Það fyrsta sem ég fór í að gera var að installa 2 viftum. Það vildi samt
svo leiðinlega til að önnur var með brotinn viftuspaða og þarf ég því að bíða eftir nýrri.
Sá það ekki einu sinni fyrr en ég var búinn að skrúfa hana í og þá var spaðinn ennþá í kassanum ](*,)
Mynd


Hin var hinsvegar ekkert mál, 140mm red led vifta sem ég setti í frontið.
Mynd

Svo fór ég bara yfir í að skrúfa niður móðurborðið og fleira, á tímabili langaði mig bara að negla móðurborðið
í kassan því standoff skrúfurnar voru alltaf svo skakkar :mad.
setti líka inn aflgjafan og smá cable management og tók mynd.
Mynd


Innstallaði svo restinni af búnaðinum og tók aðra mynd. Ætla ekki að segja aðcable-managementið mitt hafi verið
frábært en fyrir fyrstu tilraun mína í cable management á ævinni var ég nokkuð sáttur :) (laga kanski síðar)
Mynd


Eftir það var bara að setja tölvuna upp og keyra hana í gang. Og það gekk greinilega fyrst ég er að
skrifa þetta á henni. Lítil mynd af hvernig þetta lítur út núna:
Mynd




Svo erum við loksins kominn að moddinu sjálfu. Er að vísu ekki búinn að gera neitt því ég
gerði allt hitt bara í fyrradag og er orðinn smá blankur núna :(
Ætla að selja gömlu tölvuna og fleira til að reyna að smala mér inn smá pening fyrir moddinu.


Todo listinn og hugmyndir:

-setja glugga inn:
er að plana á að hafa han c.a. eins og myndin fyrir neðan sýnir.
Þetta mun þó ekki alveg líta svona út geri ég ráð fyrir en planið er að láta
efra hornið enda hjá drivebay-inu og neðri rönd enda sama stað og aflgjafinn
endar/byrjar (eftir því hvernig þú lítur á það, vona að þið skiljið mig)
Svo ætla ég að hafa rauðagúmmí rönd ( svona u-laga) í kringum gluggan.
Mynd

(næstu 4-5 hlutir til að gera eru líka á myndinni) afsaka líka myndina, teiknað í
skólanum svo þetta verður líklega ekki alveg eins.

-akrýlering á hlið ( :lol: )
fyrst þá ætla ég að taka inntake vifturnar á hliðinni og nota í vatnskælinguna
svo tek ég gridið í burtu (því það er alveg semi ljótt :/) sker út akrýl, set carbon
fynyl (kann ekki að skrifa þetta) á og mála svo rautt nema með c.a. 1cm svartri rönd
á köntunum. Mér finnst það bæði flottara og svo sjást svartar skrúfur talsvert verr :happy
gert báðum meginn

-vatnskæling
Pælingin er að nota hinar vifturnar (skipti samt líklega í einhverjar hljóðlátari) og setja
radiatorinn niðri undir hdd bracketnum. Löng lýsing svo það er lýklega best að þið skoðið
bara þessa grein ef þið hafið áhuga á því hvernig það eigi að gera þetta.
http://www.overclock.net/t/1089921/nzxt ... st14552716
flottara væri að hafa internal tube reservoir og láta það standa upp svo maður sægi það á hægri hlið gluggans koma og hverfa :D
-rauður vökvi ef ég nota tube reservoir annars rauð rör

-"logo"
langaði að taka upp pælinguna hjá acid rain með að hafa sér merki á öllum sínum moddum og ég valdi e-ð dót sem ég átti
sem hálsmenn af þegar ég var krakki og fannst hellað nett. Heitir Vapatra eða e-ð svoleiðis og þýðir víst transformation of elements
(væri betra ef ég væri með sama kælikerfi og ískápar í tölvunni :) )
Ætla að hafa það annaðhvort á hliðinni eins og myndin sýnir eða aðeins stærra og framan á hurðinni.
Fínt að fá mat á það, ætla samt bara að gera annað hvort.. less is more.

-botn
Ef þið berið saman alvöru myndina og þessa sem ég teiknaði sjáiði 2 breytur.
1.Ætla að hafa 2 cut-in í viðbót á standinn til að koma meira lofti til radiatorsins
2. ætla að mála þunna rönd af botninum rauða. bara fyrir smá slick look (mér finnst það allavega)

-ofan á
lengst til hægri í "skugga myndarinnar" má sjá e-rs konar rauðan ferhyrning.
þetta á semséð að vera akrýll þakinn carbon F málað svart (skipti um skoðun og þess vegna er hitt rautt)
og síðan skorið loft göt í formi rendna(?). Pælingin er bara að hindra ekki loft flæðið um of en mér finnst ekkert
gaman að horfa inní top-ið og sjá ekkert nema viftur.

-framan á:
eins og fyrr kom fram verður kanski "logo" ið þar en fyrir utan það er ég að hugsa um að mála svæðið kringum
viftuna svart (að innan) svo maður sjá led-ið frá viftunni en (helst) ekkert annað.

-psu cover
kemur þar sem gluggin hættir svo ef þú horfir að ofan inní gluggan þá sérðu bara psu cover-ið aukalega. allt annað á að sjást fyrir.
ætla að setja og beygja akrýl, carbon F-a og mála hvítan inn í kassan langar soldið að herma eftir þessum því þetta
er bara of flott : http://www.overclock.net/t/1228392/proj ... m-diffuser
langar samt helst að gera smá breytingu á þessu. Mér finnst nefnilega eins og þessi "veggur" hindri loftflæðið (ágískun) og því
langar mig að taka e-ð af þessu meshi sem ég var búinn að fjarlægja, spreyja hvítt, rautt eða svart og setja í: botnin á drive bay,hliðina
upp við hdd bracket og kansk hjá reservoirnum en þar sem ég verð væntanlega ekk með jafn stóran reservoir bæði vegna staðsetningar
á radiatornum og sökum þess að ég þarf að reyna að spara ef ég á að geta gert þetta.

-sleeves
Þarf að fjárfesta í sleeves, væri kanski búinn að panta framlengingar en veit bara ekki hvaða lita skema ég ætti að taka
allavega hvítt. Svo í boði er hvítt/svart, hvítt/rautt eða hvítt/svart/rautt, hvað finnst ykkur?

-aað lokum nafn tölvunnar.
eins og myndin að neðan sýnir teiknaði ég nafnið á project-inu upp á cool vegu (finnst mér) fyrir utan hel##%v S-ið en það reddast
eina vandamálið með það er að ég veit ekkert hvert ég að setja það :S
langaði að gera soldið eins og mundi og skera það úr carboon-f einhversstaðar og setja ljós á bakvið :droolboy
Mynd

Öll ráð eru mjög vel þeginn þar sem þó ég hafi lesið slatta er ég með 0 practical reynslu og eflaust margir betri í þessu en ég :)
Hvað finnst ykkur annars?

Takk, Lunesta



Skjámynd

mercury
Besserwisser
Póstar: 3364
Skráði sig: Fös 31. Júl 2009 16:15
Reputation: 64
Staða: Ótengdur

Re: [Mod] Project Helios

Pósturaf mercury » Fim 10. Jan 2013 22:36

veit ekki hvort að það borgi sig að taka fyrsta mod á kassanum sem þú ert með uppi á borði. ég myndi byrja á að gera svipaða hluti við annan kassa því jú menn læra af reynslunni og lægnin kemur bara með tímanum.



Skjámynd

AciD_RaiN
Tölvuskreytingameistari
Póstar: 3942
Skráði sig: Lau 22. Nóv 2008 11:14
Reputation: 0
Staðsetning: Siglufjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: [Mod] Project Helios

Pósturaf AciD_RaiN » Fim 10. Jan 2013 22:42

Ég er ekki að ná að búa mér til mynd af þessu í hausnum á mée eftir að hafa lesið þetta þannig þú verður að vera duglegur að pumpa inn myndum ;) Með sleevaða kapla þá mæli ég með að nota MDPC-X sleeves (eða bara kaupa AciD_RaiN extensions ;) )

Ef þú gerir einhver mistök ekki berja þig niður fyrir það heldur vertu stoltur af því að hafa lært eitthvað nýtt í leiðinni ;)

Gerist áskrifandi að þessum þræði :happy


Asus Sabertooth P67 | Intel Core i7 2700K 3.5Ghz @ 5.2GHz | Custom WC GREEN | Corsair Vengeance 16GB 1866MHz @ 2133MHz | Geforce GTX 680 2048MB | C: Samsung 830 256GB | Corsair AX850 | CM Storm Trooper (Autob0t Sk1ds) | Logitech G700 | Corsair Vengeance K60 |rigmods.com

Skjámynd

Höfundur
Lunesta
Gúrú
Póstar: 568
Skráði sig: Mán 30. Nóv 2009 16:16
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: [Mod] Project Helios

Pósturaf Lunesta » Fim 10. Jan 2013 22:44

skil hvað þú átt við en ég bara hvorki hluti né auka pening sem ég gæti notað fyrir mod.
Fyrir utan það þá eru flest moddin sem ég er með þarna voðalega hættulaus, eina sem ég
hef trú að ég geti skemmt með er vatnskælingin (að ég faili þar), hvort topp pælinging skemmi
en þá get ég alltaf bara sett gamla meshið aftur. og hvort botns breytingin geri tölvuna halta,
safni meira ryki og þess háttar. Þess vegna kom ég líka með þráðinn hingað, til að fá ráð frá öðrum
um hvað ég ætti að gera og þess háttar. :) ætla að halda áfram með þetta
mod en það væri gott að æfa mig eins og þú sagðir. Annars er ég með fín sambönd í bygginga geiranum
og ef ég kemst að því að ég er algjörlega óhæfur í þetta þekki ég alveg færa smiði sem gætu e.t.v.
hjálpað mér :).


edit:
AciD_RaiN skrifaði:Ég er ekki að ná að búa mér til mynd af þessu í hausnum á mée eftir að hafa lesið þetta þannig þú verður að vera duglegur að pumpa inn myndum ;) Með sleevaða kapla þá mæli ég með að nota MDPC-X sleeves (eða bara kaupa AciD_RaiN extensions ;) )

Ef þú gerir einhver mistök ekki berja þig niður fyrir það heldur vertu stoltur af því að hafa lært eitthvað nýtt í leiðinni ;)

Gerist áskrifandi að þessum þræði :happy


:) btw hvernig eru 3-lita sleeveaðir kaplar að koma út vs 2-lita?
annars var ég nú að stefna í framlengigar frá þér :D

Takk fyrir ráðleggingarnar,
Lunesta



Skjámynd

mundivalur
Vaktari
Póstar: 2327
Skráði sig: Fim 02. Apr 2009 13:16
Reputation: 82
Staðsetning: South side
Staða: Ótengdur

Re: [Mod] Project Helios

Pósturaf mundivalur » Fim 10. Jan 2013 23:12

Lýst vel á þetta :happy
Gleymdi að segja að hvítt/rautt og svart sleeve er mjög flott saman :)



Skjámynd

Höfundur
Lunesta
Gúrú
Póstar: 568
Skráði sig: Mán 30. Nóv 2009 16:16
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: [Mod] Project Helios

Pósturaf Lunesta » Fim 10. Jan 2013 23:31

mundivalur skrifaði:Lýst vel á þetta :happy
Gleymdi að segja að hvítt/rautt og svart sleeve er mjög flott saman :)


takk :) þá stefni ég á 3lita sleeves. Held líka að það verði hellað flott :D

Lunesta