Erlent net bara hægt á WiFi


Höfundur
AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6350
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Erlent net bara hægt á WiFi

Pósturaf AntiTrust » Mán 31. Des 2012 03:23

Já, ég veit hversu stupid þessi titill hljómar - en..

Ég hef verið að furða mig á því undanfarið afhverju í fjandanum lapparnir á heimilinu hafa átt svona erfitt oft á tíðum (alls ekki alltaf samt) með að buffera saklaus SD/HD video, youtube etc. Eftir nokkrar vikur af furðugangi fór ég að gera nokkrar prufanir:

LAN tengdur server A: (Nýuppsett hrein VM)
Innlent:
Reykjavík @ Vortex: 0ms / 98Mbps DL / 94Mbps UL

Erlent:
Boston MA @ Comcast: 120ms / 36Mbps DL / 18Mbps UL
Bournemouth @ DreamServers: 65ms / 85Mbps DL / 30Mbps UL
Stockholm @ SpaceDump: 53ms / 53Mbps DL / 32Mbps UL

WLAN tengdar fartölvur A/B: (tvær nákvæmlega eins T420)
Innlent:
Reykjavík @ Vortex: 9ms / 34Mbps DL / 23Mbps UL @2.4Ghz
Reykjavík @ Vortex: 6ms / 80Mbps DL / 75Mbps UL @5Ghz

Erlent:
Boston @ Comcast: 125ms / 1.3Mbps DL / 2Mbps UL @ 5Ghz
Bournemouth @ DreamServers: 81ms / 40Mbps DL / 25Mbps UL @ 5ghz
Stockholm @ SpaceDump: 123ms / 0.5Mbps DL / 2Mbps UL @ 5ghz

Ég er búinn að marg, margendurtaka flest testin og öll eru þau á þessum nótum. Það er ekkert WMM QoS á routernum, búið að endurræsa router og telsey margoft og factory resetta router amk 1x. Er með Cisco E4200.

Þetta er svo undarlegt að ég veit varla hvar ég á að byrja. Hugmyndir?



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3118
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 454
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Erlent net bara hægt á WiFi

Pósturaf hagur » Mán 31. Des 2012 09:40

Odd .... þú ert semsagt búinn að prófa að tengja lappana með vír, bara til að útiloka að þetta sé eitthvað við þá sjálfa (þ.e ekki endilega WIFI-ið á þeim) ?



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3139
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 541
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Erlent net bara hægt á WiFi

Pósturaf Hjaltiatla » Mán 31. Des 2012 09:59

hagur skrifaði:Odd .... þú ert semsagt búinn að prófa að tengja lappana með vír, bara til að útiloka að þetta sé eitthvað við þá sjálfa (þ.e ekki endilega WIFI-ið á þeim) ?


Grunar að þetta er eitthvað flóknara en það, miðað við þessar tölur á innlendu download-i hjá honum.

"WLAN tengdar fartölvur A/B: (tvær nákvæmlega eins T420)
Innlent:
Reykjavík @ Vortex: 9ms / 34Mbps DL / 23Mbps UL @2.4Ghz
Reykjavík @ Vortex: 6ms / 70Mbps DL / 75Mbps UL @5Ghz"

Edit: Sá hvað þú ert að meina núna ,my bad


Just do IT
  √


Höfundur
AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6350
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Erlent net bara hægt á WiFi

Pósturaf AntiTrust » Mán 31. Des 2012 16:01

hagur skrifaði:Odd .... þú ert semsagt búinn að prófa að tengja lappana með vír, bara til að útiloka að þetta sé eitthvað við þá sjálfa (þ.e ekki endilega WIFI-ið á þeim) ?


Jebb.

T420 tengd með GbE beint við router (cat6):

Boston @ Comcast: 90ms / 22Mbps DL / 12Mbps UL
Stockholm @ SpaceDump: 74ms / 84Mbps DL / 26Mbps UL

Gerði hraðaprufanir á báðum serverum á WiFi bæði fyrir og eftir, bæði 2.4 og 5Ghz, tölurnar þar svipaðar og ég sagði frá í byrjun, USA serverar enda jafnvel á timeout. SWE serverinn spækar upp í 40-50Mbps en endar með avg. 3-4Mbps.

Þetta stangast á við öll tölvulögmál sem ég þekki, og er algjörlega glórulaus.



Skjámynd

hfwf
Vaktari
Póstar: 2024
Skráði sig: Sun 16. Okt 2011 20:29
Reputation: 78
Staða: Ótengdur

Re: Erlent net bara hægt á WiFi

Pósturaf hfwf » Mán 31. Des 2012 17:03

Ef ekki gert áður þá nota útilokunarregluna, eitt tæki prufa, næsta tæki prufa and so on. gæti alveg veirð að routerinn sé ekki að höndla traffíkina t.d




Höfundur
AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6350
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Erlent net bara hægt á WiFi

Pósturaf AntiTrust » Mán 31. Des 2012 17:20

hfwf skrifaði:Ef ekki gert áður þá nota útilokunarregluna, eitt tæki prufa, næsta tæki prufa and so on. gæti alveg veirð að routerinn sé ekki að höndla traffíkina t.d


Að High-End Cisco consumer router sem er spekkaður fyrir 250Mbit ljós ráði ekki við meira en 1Mbps á 300Mbps WiFi ? :p

Sérð það að ég er að ná 90% hraða á innlendum serverum á WiFi svo ég held að við getum útilokað WiFi eininguna sem slíka. Ætla hinsvegar að smella öðrum router í Telsey á eftir og ath. hvernig hann hegðar sér, annars er ég að safna pakkagögnum til nokkurra servera hér og þar, ætla að sjá hvað kemur útúr því.



Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3759
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Erlent net bara hægt á WiFi

Pósturaf Pandemic » Mán 31. Des 2012 19:12

Breytir það einhverju ef fartölvurnar eru á rafmagni eða rafhlöðu?



Skjámynd

Maniax
Ofur-Nörd
Póstar: 228
Skráði sig: Þri 24. Júl 2012 14:59
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Erlent net bara hægt á WiFi

Pósturaf Maniax » Þri 01. Jan 2013 01:40

var eitthvað vesen ef þú varst með kveikt á QOS á einhverjum cisco routerum sem var patchað nú á sínum tíma




raekwon
Nörd
Póstar: 110
Skráði sig: Mán 07. Jan 2008 13:04
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Erlent net bara hægt á WiFi

Pósturaf raekwon » Þri 01. Jan 2013 03:31

pæling á hugmynd væri eitthvað á þá leið að leið og myndast smá ping tími þá margfaldi hann sig einhvernvegin og valdi hraðatapi á wifi meira en lan við að "hoppa" gegnum loftið




Höfundur
AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6350
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Erlent net bara hægt á WiFi

Pósturaf AntiTrust » Þri 01. Jan 2013 18:08

Pandemic skrifaði:Breytir það einhverju ef fartölvurnar eru á rafmagni eða rafhlöðu?


Nei, engu, tékkaði akkúrat á því, datt í hug að power savings væri að leik. Að sama skapi hefði það verið fáránlegt hefði það breytt e-rju á meðan ég næ 80Mbps á innlendu neti á max battery settings.

Maniax skrifaði:var eitthvað vesen ef þú varst með kveikt á QOS á einhverjum cisco routerum sem var patchað nú á sínum tíma


Ég er búinn að prufa að hafa QoS á og af, breytir engu. Routerinn er með nýjasta firmware.

raekwon skrifaði:pæling á hugmynd væri eitthvað á þá leið að leið og myndast smá ping tími þá margfaldi hann sig einhvernvegin og valdi hraðatapi á wifi meira en lan við að "hoppa" gegnum loftið


Það er vissulega hærra latency oft á tíðum á WiFi - og væri vandamálið mikið auðveldara viðureignar væri ég að lenda í sömu vandræðum á innanlandssambandi.



Skjámynd

hfwf
Vaktari
Póstar: 2024
Skráði sig: Sun 16. Okt 2011 20:29
Reputation: 78
Staða: Ótengdur

Re: Erlent net bara hægt á WiFi

Pósturaf hfwf » Þri 01. Jan 2013 18:08

Nú spyr maður bara, er líklegt að routerinn er einfaldlega gallaður?




Höfundur
AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6350
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Erlent net bara hægt á WiFi

Pósturaf AntiTrust » Þri 01. Jan 2013 18:13

hfwf skrifaði:Nú spyr maður bara, er líklegt að routerinn er einfaldlega gallaður?


Ég hreinlega veit það ekki, er um það bil að fara að smella öðrum router í Telsey samhliða Cisco-inum og keyra þessi próf í gegnum hann.



Skjámynd

hfwf
Vaktari
Póstar: 2024
Skráði sig: Sun 16. Okt 2011 20:29
Reputation: 78
Staða: Ótengdur

Re: Erlent net bara hægt á WiFi

Pósturaf hfwf » Þri 01. Jan 2013 18:14

AntiTrust skrifaði:
hfwf skrifaði:Nú spyr maður bara, er líklegt að routerinn er einfaldlega gallaður?


Ég hreinlega veit það ekki, er um það bil að fara að smella öðrum router í Telsey samhliða Cisco-inum og keyra þessi próf í gegnum hann.


Doit doit strax, ekki seinna en strax, finnst þetta einkar skrítið.




gettra
Nýliði
Póstar: 18
Skráði sig: Þri 06. Des 2011 11:32
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Erlent net bara hægt á WiFi

Pósturaf gettra » Þri 01. Jan 2013 22:11

Er að lenda í mjög svipuðu (hef þó ekki farið í svona nákvæmar mælingar).

Tók eftir því um 20 des að sumar erlendar síður voru orðnar gífurlega hægvirkar. Bæði í að buffera myndbönd en einnig bara í að sækja upplýsingar af síðum, t.d. það eitt að fara inn á bbc.com gat tekið par mínútur.
Heyrist ég vera með svipaða uppsetningu:
Ljósleiðara og Telsey box
Cisco 4200 router

Er bara að nota þráðlaust þannig að ég hef ekki samanburð við vírað.

Sameinað úr neðra kommenti:
og nei... ég var ekki búin að maxa erlent download. Langt frá því.



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Erlent net bara hægt á WiFi

Pósturaf tdog » Þri 01. Jan 2013 22:16

Ekki ræna þræðinum, gettra.




SkaveN
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 317
Skráði sig: Þri 02. Des 2003 00:26
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Erlent net bara hægt á WiFi

Pósturaf SkaveN » Þri 01. Jan 2013 22:22

Ertu bara að lenda í þessu á T420? Ef þú ert með Win7 þá geturu prófað að fara í Power Options og breytt "Wireless Adapter Settings" úr Maximum Power Saving í Maximum Performance. Ætti að lagfæra þetta vandamál.




gettra
Nýliði
Póstar: 18
Skráði sig: Þri 06. Des 2011 11:32
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Erlent net bara hægt á WiFi

Pósturaf gettra » Þri 01. Jan 2013 22:36

OK - núna er ég að ræna þræðinum en ég tel mig ekkert vera að því áðan.
Þverrt á móti - það er gagnlegt í greiningu að vita að aðrir með sambærilega uppsetningu eru að lenda í sambærilegu vandamáli. Eins og ég bendi á þá er ég með (að mér heyrist) svipaða uppsetningu og að lenda í svipuðum vanda. Ef þetta er þráðrán tdog þá legg ég til að þú sendir mér skilaboð og útskýrir þitt mál. Við skulum ekki gera það hér - enda viljum við hvorugur ræna þráðinum er það?




Höfundur
AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6350
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Erlent net bara hægt á WiFi

Pósturaf AntiTrust » Þri 01. Jan 2013 22:44

SkaveN skrifaði:Ertu bara að lenda í þessu á T420? Ef þú ert með Win7 þá geturu prófað að fara í Power Options og breytt "Wireless Adapter Settings" úr Maximum Power Saving í Maximum Performance. Ætti að lagfæra þetta vandamál.


Ég er með tvær T420, eina á W7 og eina á W8. Ótrúlegt en satt, þá virðist þetta laga vandamálið, á bæði 2.4 og 5Ghz með max power er ég að fá sambærilegan hraða og með vélina snúrutengda. Þetta var reyndar eitt af því fyrsta sem mér datt í hug enda algeng lausn, og smellti vélinni því yfir á High Performance power plan. Hinsvegar, eins fáránlegt og það er þá haggast ekki þessi WiFi stilling þegar power planinu er breytt.

Frábært að hafa komist nokkurnvegin að þessu, takk fyrir ábendinguna - en ég get ekki að því gert að hugsa núna:

Afhverju í fjandanum fæ ég 80Mbps á innlendum server á Maximum Power Saving en 1Mbps á erlendum með sömu stillingu - Hvernig getur power stilling haft áhrif á erlent vs innlent samband? #-o

Þetta fór úr skrýtnu yfir í stórskrýtið.



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Erlent net bara hægt á WiFi

Pósturaf tdog » Þri 01. Jan 2013 22:46

Þú átt ekki við svipaðan vanda að stríða, því þú ert ekki búinn að prófa þetta yfir kapal.

AntiTrust, ég held að routerinn þinn sé hreinlega bara að QoSa þráðlausu MAC addresssurnar.

Edit: eftir að nýjasta innlegg AntiTrust kom

Þetta hlýtur að vera 2013 vandinn!




SkaveN
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 317
Skráði sig: Þri 02. Des 2003 00:26
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Erlent net bara hægt á WiFi

Pósturaf SkaveN » Þri 01. Jan 2013 23:05

AntiTrust skrifaði:
SkaveN skrifaði:Ertu bara að lenda í þessu á T420? Ef þú ert með Win7 þá geturu prófað að fara í Power Options og breytt "Wireless Adapter Settings" úr Maximum Power Saving í Maximum Performance. Ætti að lagfæra þetta vandamál.


Ég er með tvær T420, eina á W7 og eina á W8. Ótrúlegt en satt, þá virðist þetta laga vandamálið, á bæði 2.4 og 5Ghz með max power er ég að fá sambærilegan hraða og með vélina snúrutengda. Þetta var reyndar eitt af því fyrsta sem mér datt í hug enda algeng lausn, og smellti vélinni því yfir á High Performance power plan. Hinsvegar, eins fáránlegt og það er þá haggast ekki þessi WiFi stilling þegar power planinu er breytt.

Frábært að hafa komist nokkurnvegin að þessu, takk fyrir ábendinguna - en ég get ekki að því gert að hugsa núna:

Afhverju í fjandanum fæ ég 80Mbps á innlendum server á Maximum Power Saving en 1Mbps á erlendum með sömu stillingu - Hvernig getur power stilling haft áhrif á erlent vs innlent samband? #-o

Þetta fór úr skrýtnu yfir í stórskrýtið.


Já þessi stilling er frekar leiðinleg, það þarf alltaf að breyta henni sérstaklega. Nokkrar ThinkPad týpur sem lenda í þessu..



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Erlent net bara hægt á WiFi

Pósturaf tdog » Þri 01. Jan 2013 23:07

ertu búinn að spyrjast fyrir á reddit?