Vefsjónvarp bufferast ekki


Höfundur
axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1794
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 82
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Vefsjónvarp bufferast ekki

Pósturaf axyne » Þri 18. Des 2012 23:40

Horfi reglulega á sjónvarpsfréttirnar bæði á rúv og stöð2 í gegnum browser og það fer í taugarnar á mér að vefspilarinn bufferi ekki.
þegar álag er mest, venjulega þegar fréttatímarnir eru sýndir og frameftir kvöldi þá er oft ekkert hægt að horfa því það er stöðugt stop/start. Því horfi ég venjulega á fréttirnar seint á kvöldin þar sem allt spilast smooth.

Því spyr ég hvort það sé einhver einföld lausn við þessu, stillingaratriði, browser-addon eða dedicated spilari ?


Electronic and Computer Engineer


Höfundur
axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1794
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 82
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Re: Vefsjónvarp bufferast ekki

Pósturaf axyne » Mið 19. Des 2012 21:05

Enginn með þetta?


Electronic and Computer Engineer

Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2567
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 476
Staða: Ótengdur

Re: Vefsjónvarp bufferast ekki

Pósturaf Moldvarpan » Mið 19. Des 2012 21:34

Ég horfi oft á fréttatímana á netinu, og þá oftast í beinni. Ég hef ekki lent í þessu svona oft eins og þú lýsir.

Það kemur fyrir að þeir klikka hjá RÚV, og myndin frostni og hljóðið haldi áfram. Hef lent í því örsjaldan að nýlega eftir að ég byrja að streama, þá stoppi straumurinn og ég þarf þá bara að kveikja á honum aftur og hann hefur verið til friðs eftir það.

En það er svosem ágætt líka að hægri smella á spilarann, fara þar í settings og leyfa playernum að geyma meiri gögn á disknum.




Höfundur
axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1794
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 82
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Re: Vefsjónvarp bufferast ekki

Pósturaf axyne » Mið 19. Des 2012 21:58

Ég býst við að ég sé að lenda í þessu þar sem ég er erlendis og fréttaveiturnar séu með takmarkaða bandbreidd út. er á 100 Mbit ljósi þannig ég efast þetta sé tengingin mín.

Hef prófað þessa stillingu sem þú nefnir, breytir eingu. Það er ekki hægt að ýta á pásu og leyfa þessu að malla.
Var að spá hvort þetta væri einhver öryggisfídus til að koma í veg fyrir að hægt sé að hlaða niður efninu, bara streama beint.


Electronic and Computer Engineer