gissur1 skrifaði:Ok, segjum að einhver taki þá 100.000kr símann með á verkstæðið, hvað hefur hann að gera við hann þar? Þegar ég fer með bílinn minn á verkstæði er ég þá að borga starfsmönnum laun fyrir að hanga í símanum og spila Angry Birds?
Komið með eina gilda ástæðu fyrir því að hafa 100.000kr síma með sér við slíkar aðstæður.
Aðilinn þarf að hafa snjallsíma á sér til að geta tekið á móti og svarað e-mail fyrirspurnum sem tengjast rekstrinum?
Aðilinn þarf auðveldlega að geta tekið góðar myndir, s.s. af skemmdum til að sýna viðskiptavin um hvað ræðir eða til að flýta fyrir að taka niður upplýsingar af ýmsum pörtum, s.s. módel/týpunúmer o.s.frv.?
Aðilinn vill hafa greiðan aðgang að netinu þegar hann á lausa stund, s.s. í kaffitíma, hádegishlé, klósettferð eða öðrum lögbundnum frítíma í vinnu?
Hættu að reyna að vera með leiðindi og rökleysu.