Einhverntíma í fyrra (ef ég man rétt) fékk ég kunningja minn sem vinnur 'hjá símanum' til að prófa tengihraða minn við símstöð, og kom þar upp að línan þolir upp í 2400kB/s.
Það sem ég geri er að hringja niður í símann og spyrja hvort hægt sé að hækka aðeins hraðann á tengingunni minni þar sem ég sé fyllilega meðvitaður um það að línan geti borið meira en hún hafi verið að gera, og þá er hraðanum breytt (og sést það inni á routernum, úr 16.000 í 19.174).
Eftir að hafa séð netið (niðurhal) hægara síðustu daga ákveð ég að kíkja inn á routerinn og sé að þá er búið að breyta niðurhalshraðanum mínum úr 19,174, niður í 12.158
Og það sem ég er að pæla í núna er hvurslags stælar þetta séu eiginlega, ég er skráður með 16mb tengingu, en þrátt fyrir það er hraðinn hjá mér lækkaður niður í 12

Spurning hvort maður segi þessu ekki bara upp og hafi samband við Hringdu.
Með fylgja skjáskot.
Tæknileg aðstoð fær allavega símtal frá mér á morgun.