Er í fartölvu hugleiðingum þessa stundina. Þannig er mál með vexti að tíma mínum er skipt milli tveggja heimila, á öðrum stað hef ég góða borðtölvu (sem þyrfti þó að uppfæra bráðlega) og á hinum gamla fartölvu. Er þ.a.l. búinn að vera skoða þann möguleika að versla mér öfluga leikjafartölvu til að taka á milli. Það er ekki í boði að eiga né reka borðtölvu á báðum stöðum nota bene.
Ég veit að margir eru skeptískir á 17" "fartölvur" en þær koma engu að síður til greina þar sem ég hygg ekki á mikil ferðalög með hana. Þetta er fyrst og fremst til að geta spilað tölvuleiki á 2 heimilum.
Búinn að vera vafra mikið undanfarið, aflandi upplýsinga, og hef dáldið verið að skoða þessar "high end" vélar frá fyrirtækjum á borð við MSI og Alienware en, sem algjör amatör í þessum efnum, langar mig í innslag varðandi það hvort það sé eitthvað vit í að vera borga 300 þúsund eða meira fyrir fartölvu og ef ekki hvað annað getur fullnægt leikjaþörfinni? Ég þarf alls ekki endilega að eiga það allra besta, en ég vil þó geta spilað þessa nýjustu og helstu leiki í góðum gæðum.
Öll hjálp yrði vel þegin
Er eitthvert vit í þessum "high end gaming" fartölvum?
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 15
- Skráði sig: Fös 17. Nóv 2006 23:02
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 998
- Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
- Reputation: 41
- Staða: Ótengdur
Re: Er eitthvert vit í þessum "high end gaming" fartölvum?
ASUS ROG fartölvur eru víst með þeim betri leikja fartölvum. 15-17" skjáir á þeim.
Gætir samt örugglega keypt mjög góða og meðfæranlega µATXm jafnvel itx tölvu og verið með miklu stærri skjái á báðum stöðum fyrir þann pening sem færi í góða fartölvu (Þá þyrftir þú bara að þvælast með tölvukassann en ekki skjáinn) og auðveldara að uppfæra seinna án mikils tilkostnaðar.
Gætir samt örugglega keypt mjög góða og meðfæranlega µATXm jafnvel itx tölvu og verið með miklu stærri skjái á báðum stöðum fyrir þann pening sem færi í góða fartölvu (Þá þyrftir þú bara að þvælast með tölvukassann en ekki skjáinn) og auðveldara að uppfæra seinna án mikils tilkostnaðar.
Kóði: Velja allt
"There's an adapter for that"
Re: Er eitthvert vit í þessum "high end gaming" fartölvum?
Ég mæli með ASUS g75 vélunum. Er sjálfur með G74SX og er alveg helsáttur með hana.
-
- Gúrú
- Póstar: 573
- Skráði sig: Sun 04. Mar 2007 14:19
- Reputation: 25
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Er eitthvert vit í þessum "high end gaming" fartölvum?
tek undir mini-turn og skjá fyrir mismuninn
-
- Græningi
- Póstar: 26
- Skráði sig: Mið 25. Feb 2004 15:04
- Reputation: 0
- Staðsetning: Iceland
- Staða: Ótengdur
Re: Er eitthvert vit í þessum "high end gaming" fartölvum?
Er það ekki rétt skilið hjá mér að MSI eru fremstir í skjákortum fyrir fartölvur. Hafa þeir ekki verið leiðandi á markaðnum á þessum high end leikjavélum?
never sharpen a boomerang
Re: Er eitthvert vit í þessum "high end gaming" fartölvum?
Helfari :
það hefur verið mikið um kvartanir gagnvart skráningu á tölvunni (þ.e.a.s. skrá sig á msi með að þú sért eigandi tölvunnar fyrir costumer support og þess háttar) Fólk þarf að skanna inn nótu með undirskrift og senda þeim sem getur tekið sinn tíma að fá í gegn..
Þetta er helsta vesenið sem ég hef heyrt um MSI lappana og verð ég að segja.. það er ekki mikið ^^,
það hefur verið mikið um kvartanir gagnvart skráningu á tölvunni (þ.e.a.s. skrá sig á msi með að þú sért eigandi tölvunnar fyrir costumer support og þess háttar) Fólk þarf að skanna inn nótu með undirskrift og senda þeim sem getur tekið sinn tíma að fá í gegn..
Þetta er helsta vesenið sem ég hef heyrt um MSI lappana og verð ég að segja.. það er ekki mikið ^^,
-
- Græningi
- Póstar: 26
- Skráði sig: Mið 25. Feb 2004 15:04
- Reputation: 0
- Staðsetning: Iceland
- Staða: Ótengdur
Re: Er eitthvert vit í þessum "high end gaming" fartölvum?
KristoferK varðandi leikjafartölvur þá kvaddi ég turnvélina fyrir 6 árum og hef verið að spila á fartölvum síðan. Fínt líka þegar maður fer upp í sveit og svona þá er maður með allt með sér.
never sharpen a boomerang