Ég var að hugsa, ég hef 40 þús krónur til að eyða í síma, nýjan eða notaðan, helst Android og nokkuð öflugan.
endilega komiði með uppástungur

svanur08 skrifaði:Voðalega eru eitthvað margir á móti vörum frá LG.
Yawnk skrifaði:svanur08 skrifaði:Voðalega eru eitthvað margir á móti vörum frá LG.
Því símar frá LG hafa yfirleitt reynst illa..
dori skrifaði:Rosalega skrýtin þörf hjá mörgum hérna að vilja alltaf benda á hluti sem eru 50% dýrari en uppgefið budget. Ef það er beðið um besta símann sem völ er á fyrir 40 þúsund þá er ekki hægt að gera fyrir því að aðilinn hafi 20 þúsund meira í vasanum sem hann er til í að láta í þetta og þekki einhvern sem er á leiðinni í gegnum fríhöfnina á næstunni.
Also, það þarf að borga gjöld af svona dýrum hlutum þó að þeir séu keyptir í fríhöfn.
k0fuz skrifaði:er nú einfaldlega baaaaaaaara að benda á þá valmöguleika sem eru í stöðunni... hann biður um nokkuð öflugan síma og oft á tíðum vilja menn púnga út aðeins meiri aur og fá þá meira "high-end" vöru.. Einnig rosalega skrýtin þörf hjá sumum að vera væla útaf öllu
Ps. borgar ekkert af vörunni ef þú ert sniðugur..
dori skrifaði:k0fuz skrifaði:er nú einfaldlega baaaaaaaara að benda á þá valmöguleika sem eru í stöðunni... hann biður um nokkuð öflugan síma og oft á tíðum vilja menn púnga út aðeins meiri aur og fá þá meira "high-end" vöru.. Einnig rosalega skrýtin þörf hjá sumum að vera væla útaf öllu
Ps. borgar ekkert af vörunni ef þú ert sniðugur..
Og ef þér mistekst að vera sniðugur borgar þú 2x aðflutningsgjöld og 15% álagningu ofan á það.
Ég er bara að benda á að þetta er gegnumgangandi þema í þráðum þar sem fólk biður um ráð. Það er alltaf skotið yfir markið og aðilanum sagt að finna bara það sem vantar upp á einhversstaðar.
svanur08 skrifaði:Yawnk skrifaði:svanur08 skrifaði:Voðalega eru eitthvað margir á móti vörum frá LG.
Því símar frá LG hafa yfirleitt reynst illa..
Ég er ekki að tala um síma bara allt.