Sælir vaktarar.,,
Lét setja X-ið við númerið mitt í símaskránni, hélt að það myndi stoppa ALLA símasölu hjá mér, áðan hringdi svo gaur frá tryggingar og ráðgjöf. Ég hélt að ég væri laus við þá líka, ætti svo ekki að vera. Hann mundi ekki hver yfirmaður hanns var þegar ég spurði og heldur ekki hvað tryggingasölumaðurinn hét sem hann sagði stuttu áður að hann vildi hitta mig.
Hef ég eithvað lagalegt með mér ef þeir halda áfram???
edit. ca 6mán síðan ég fékk X-ð
X-ið við nr. í símaskránni.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3835
- Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
- Reputation: 157
- Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
- Staða: Ótengdur
Re: X-ið við nr. í símaskránni.
vesi skrifaði:Sælir vaktarar.,,
Lét setja X-ið við númerið mitt í símaskránni, hélt að það myndi stoppa ALLA símasölu hjá mér, áðan hringdi svo gaur frá tryggingar og ráðgjöf. Ég hélt að ég væri laus við þá líka, ætti svo ekki að vera. Hann mundi ekki hver yfirmaður hanns var þegar ég spurði og heldur ekki hvað tryggingasölumaðurinn hét sem hann sagði stuttu áður að hann vildi hitta mig.
Hef ég eithvað lagalegt með mér ef þeir halda áfram???
edit. ca 6mán síðan ég fékk X-ð
Þeir gætu hafa fengið útprent af þjóðskrá eða verið með gamla útgáfu eða borið fyrir sig að annar hafi bent á þig. Osfrv. Þú getur voðalega lítið gert og það besta sem þú gætir fengið útúr því væri líklega afsökunarbeiðni.
Best að pirra sig bara ekkert of mikið á svona símtölum og skella beint á þegar maður kemst að því um hvað málið snýst. Mögulega til öryggis segja fyrst "vinsamlegast ekki hringja aftur í þetta númer" svo þeir fari ekki að hringja aftur haldandi að sambandið hafi slitnað.
-
- Nörd
- Póstar: 111
- Skráði sig: Mán 05. Mar 2012 23:51
- Reputation: 0
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: X-ið við nr. í símaskránni.
Þetta x er bara ábending um að þú munir ekki svara svona sölumennsku. Þeir sjá þetta bara ef þeir nota símaskrána yfir höfuð, þetta x fer ekki inn í þjóðskrá. Fékk símhringingu frá Gallup og þeir sögðu að ég þyrfti að tala beint við þjóðskrá um að senda ekki mínar persónuupplýsingar til svona aðilla. Þeir geta samt alltaf hunsað það eða þetta x og hringt, ekkert ólöglegt við það.
-
Höfundur - Bara að hanga
- Póstar: 1521
- Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
- Reputation: 132
- Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
- Staða: Ótengdur
Re: X-ið við nr. í símaskránni.
þetta x er semsagt soldið tilgangslaust..
ætti að vera "þú selur þessum ekkert" merki bara
ætti að vera "þú selur þessum ekkert" merki bara
MCTS Nov´12
Asus eeePc
Asus eeePc
-
- Besserwisser
- Póstar: 3089
- Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
- Reputation: 65
- Staða: Ótengdur
Re: X-ið við nr. í símaskránni.
vesi skrifaði:þetta x er semsagt soldið tilgangslaust..
Nei alls ekki það kemur að því að þetta hættir það tekur nokkra mánuði ég fæ engin svona símtöl lengur.
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3835
- Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
- Reputation: 157
- Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
- Staða: Ótengdur
Re: X-ið við nr. í símaskránni.
Domnix skrifaði:Þetta x er bara ábending um að þú munir ekki svara svona sölumennsku. Þeir sjá þetta bara ef þeir nota símaskrána yfir höfuð, þetta x fer ekki inn í þjóðskrá. Fékk símhringingu frá Gallup og þeir sögðu að ég þyrfti að tala beint við þjóðskrá um að senda ekki mínar persónuupplýsingar til svona aðilla. Þeir geta samt alltaf hunsað það eða þetta x og hringt, ekkert ólöglegt við það.
Xið í símaskránni er bara fyrir "beina markaðssetningu". Svona skoðanakönnunarfyrirtæki mega hringja sem og góðgerðarfélög. Um að gera að skella á þau líka.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1725
- Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
- Reputation: 20
- Staða: Ótengdur
Re: X-ið við nr. í símaskránni.
Ég var einmitt að fá hringingu núna frá lifandi vísindi að bjóða mér blaðið á 15 kr
Þarf bara að muna að afskrá mig innan 3 vikna
Þarf bara að muna að afskrá mig innan 3 vikna
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16491
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2105
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: X-ið við nr. í símaskránni.
Þú getur kært þetta á http://www.pfs.is/
Ég var með óskráð símanúmer í 12 ár, einmitt til að losna við áreyti frá sölumönnum sem yfirleitt hringja á kvöldin en þá vil ég fá frið.
Fyrir 2-3 árum ákvað ég að skrá númerið mitt aftur og þá með rauðu X en sölumenn virða það ekki og hringja og þykjast svo ekkert vita þegar maður bendir þeim á rauða X ið. Ég mun aldrei kaupa vöru eða þjónustu af söluaðila sem virðir ekki X ið fyrir framan númerið mitt þannig að þetta áreyti hefur þveröfug áhrif.
Ef þú vilt ekki áreyti þá verður þú að afskrá númerið, því miður.
Ég var með óskráð símanúmer í 12 ár, einmitt til að losna við áreyti frá sölumönnum sem yfirleitt hringja á kvöldin en þá vil ég fá frið.
Fyrir 2-3 árum ákvað ég að skrá númerið mitt aftur og þá með rauðu X en sölumenn virða það ekki og hringja og þykjast svo ekkert vita þegar maður bendir þeim á rauða X ið. Ég mun aldrei kaupa vöru eða þjónustu af söluaðila sem virðir ekki X ið fyrir framan númerið mitt þannig að þetta áreyti hefur þveröfug áhrif.
Ef þú vilt ekki áreyti þá verður þú að afskrá númerið, því miður.
-
- Kóngur
- Póstar: 4273
- Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
- Reputation: 67
- Staða: Ótengdur
Re: X-ið við nr. í símaskránni.
Xið merkir í raun bara að símasölumenn og aðrir slíkir megi ekki taka númerið þitt úr símaskránni eða af ja.is.
Ef númerið þitt er í einhverjum gagnagrunni hjá þeim eða þeir fá listann einhvers staðar annars staðar frá þá er ekkert sem hindrar það að þeir hringi í þig.
Þetta voru allavega leiðbeiningarnar sem ég fékk þegar ég var að vinna við svona síma sölumennsku.
Ef númerið þitt er í einhverjum gagnagrunni hjá þeim eða þeir fá listann einhvers staðar annars staðar frá þá er ekkert sem hindrar það að þeir hringi í þig.
Þetta voru allavega leiðbeiningarnar sem ég fékk þegar ég var að vinna við svona síma sölumennsku.
Síðast breytt af KermitTheFrog á Mið 31. Okt 2012 21:08, breytt samtals 1 sinni.
Re: X-ið við nr. í símaskránni.
Það er hægt að afskrá sig algerlega með því að hafa samband við Þjóðskrá/Hagstofu. Eftir það verður nafnið þitt aldrei á listum sem svona aðilar gætu mögulega fengið frá þjóðskrá.
Það er eitthvað sérstakt eyðublað einhversstaðar á heimasíðu þjóðskrár/hagstofu.
En þetta X er svo til gagnslaust þar sem aðilar fá yfirleitt hringilistana frá þjóðskrá en ekki símaskránni.
Það er eitthvað sérstakt eyðublað einhversstaðar á heimasíðu þjóðskrár/hagstofu.
En þetta X er svo til gagnslaust þar sem aðilar fá yfirleitt hringilistana frá þjóðskrá en ekki símaskránni.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16491
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2105
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: X-ið við nr. í símaskránni.
KermitTheFrog skrifaði:Xið merkir í raun bara að símasölumenn og aðrir slíkir megi ekki taka númerið þitt úr símaskránni eða af ja.is.
Ef númerið þitt er í einhverjum gagnagrunni hjá þér þá er ekkert sem hindrar það að þeir hringi í þig.
Þetta voru allavega leiðbeiningarnar sem ég fékk þegar ég var að vinna við svona síma sölumennsku.
Það er bara afsökun sem þeir nota en stenst ekki, því þeir eiga að tékka á ja.is áður en þeir hringja í þig.
-
Höfundur - Bara að hanga
- Póstar: 1521
- Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
- Reputation: 132
- Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
- Staða: Ótengdur
Re: X-ið við nr. í símaskránni.
Takk fyrir svörin.. vona þetta taki einhverntíman allveg enda. Þetta virðist samt koma svona í skömtum, Ætla skrá þetta í excel og sjá svo hvernig þetta verður yfir jólinn.
MCTS Nov´12
Asus eeePc
Asus eeePc
-
- FanBoy
- Póstar: 777
- Skráði sig: Mið 05. Maí 2010 15:23
- Reputation: 45
- Staðsetning: Grafarholt
- Staða: Ótengdur
Re: X-ið við nr. í símaskránni.
Setja á blacklist í símanum (Ef hann bíður upp á það), er nánast alveg laus við þetta áreiti eftir að ég byrjaði að gera það
Fractal Design R4 White | MSI Z270 Gaming Pro Carbon | i7 7700K @4.5GHz | Noctua NH-D15 | 32GB Corsair DDR4 @3200MHz | MSI GTX 1080 Ti Gaming X 11GB | 250GB Samsung 850 EVO SSD | Corsair RM750x | 27" ASUS PG279Q | Presonus 22VSL | M-Audio BX5a
Fractal Design R5 Black | FreeNAS | Gigabyte M3 Sniper | i7 3770K @3.9GHz | Noctua NH-U12s | 24GB DDR3 | 10TB | Eaton 5SC 1000i UPS
Fractal Design R5 Black | FreeNAS | Gigabyte M3 Sniper | i7 3770K @3.9GHz | Noctua NH-U12s | 24GB DDR3 | 10TB | Eaton 5SC 1000i UPS
Re: X-ið við nr. í símaskránni.
http://www.skra.is/pages/1212
Málið leyst.
Ég gerði þetta fyrir 6 árum líklegast. Hef ekki heyrt í símasölumanni síðan eða Gallup/MMR/...
Þjóðskrá skrifaði:Hjá Þjóðskrá Íslands getur fólk undanþegið sig því að vera á úrtakslistum úr þjóðskrá vegna markaðsstarfsemi. Til þess að svo verði er nóg að senda tölvupóst til Þjóðskrár með nafni og kennitölu.
Rannsóknir sem falla undir svokallaðar vísindarannsóknir eru undanskildar.
Málið leyst.
Ég gerði þetta fyrir 6 árum líklegast. Hef ekki heyrt í símasölumanni síðan eða Gallup/MMR/...
-
- Skrúfari
- Póstar: 2397
- Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
- Reputation: 153
- Staðsetning: Árbærinn
- Staða: Tengdur
Re: X-ið við nr. í símaskránni.
Ég er að vinna í samskonar fyrirtæki og tryggingar og ráðgjöf sem heitir tryggingamiðlun íslands.
Þetta x sem er sett við símanúmerið þitt bannar sölumönnum að hringja í þig og þú getur held ég kært þá ef þeir hunsa það. En þar sem þjónustan sem tryggingar og ráðgjöf eru að veita er frí eru þeir í raun ekki að selja neitt og þurfa því ekki að taka mark á þessri merkingu. Hjá tryggingamiðlun íslands er hinsvegar ekki hringt í fólk sem er með þetta merki. Reyndar hefur það komið fyrir að fólk sem allavega segist vera x mert sé á listanum hjá okkur en það er þá þeim sem skaffaði okkur listan að kenna.
Síðan gerist það stundum að þeir sem fá ráðgjöf skrifa niður nöfn og símanúmer hjá fóli sem það þekkir. Það er náttúrulega óháð öllum símaskrám.
Þetta x sem er sett við símanúmerið þitt bannar sölumönnum að hringja í þig og þú getur held ég kært þá ef þeir hunsa það. En þar sem þjónustan sem tryggingar og ráðgjöf eru að veita er frí eru þeir í raun ekki að selja neitt og þurfa því ekki að taka mark á þessri merkingu. Hjá tryggingamiðlun íslands er hinsvegar ekki hringt í fólk sem er með þetta merki. Reyndar hefur það komið fyrir að fólk sem allavega segist vera x mert sé á listanum hjá okkur en það er þá þeim sem skaffaði okkur listan að kenna.
Síðan gerist það stundum að þeir sem fá ráðgjöf skrifa niður nöfn og símanúmer hjá fóli sem það þekkir. Það er náttúrulega óháð öllum símaskrám.
i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180