NOVA - Ábyrgðarskilmálar

Allt utan efnis

Höfundur
krummo
Nörd
Póstar: 146
Skráði sig: Þri 28. Okt 2008 13:16
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

NOVA - Ábyrgðarskilmálar

Pósturaf krummo » Fös 26. Okt 2012 12:58

Hefur einhverju reynslu á ábyrgðarskilmálum Nova og hvernig þeim er framfylgt?

Ég fór með 5 mánaða gamlan HTC One X síma í viðgerð til þeirra áðan vegna þess að það var búin að myndast gulur blettur á skjánum.

Mér var tilkynnt að það tæki allt að mánuð að laga símann því það þurfi að senda alla HTC síma út (gott og blessað) og að það mundi lang líklegast vera kostnaður á viðgerðinni.

Ég spyr þá í sakleysi mínu hvort það sé ekki verið að framfylgja lögbundinni tveggja ára neytendaábyrgð þar sem síminn hafi aldrei orðið fyrir nokkru hnjaski og fæ því þá svarað að þar sem skemmdin sé nálægt USB portinu þá gæti raki hafa komist inn (þrátt fyrir að hafa aldrei orðið blautur, rakur eða lent úti í rigningu) eðahann orðið fyrir hnjaski án þess að hafa endilega dottið eða reksist í.

Kannist þið við þessi vinnubrögð? Er þetta ekki alveg sér íslenskt fyrirbæri að fyrirtæki reyni að komast svona út úr ábyrgðarskuldbindingum sínum?

Ég spyr að leikslokum með hver þeirra niðurstaða verður í þessu máli, en ef það kemur á daginn að þeir ætli að rukki mig um viðgerðina þá komast þeir ábyggilega upp með það og jú, þeir eiga eftir að hafa sparað sér einhverja þúsundkalla, en ég mundi aldrei skipta við þetta fyrirtæki aftur..



Skjámynd

Glazier
BMW
Póstar: 2511
Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
Reputation: 14
Staðsetning: Mosó
Staða: Ótengdur

Re: NOVA - Ábyrgðarskilmálar

Pósturaf Glazier » Fös 26. Okt 2012 13:03

Ég veit ekki hvort það gildi um alla síma.. en allavega í einhverjum Samsung símum er pinku lítill hvítur pappír inni í símanum sem verður bleikur þegar hann blotnar.

Þannig sjá viðgerðarmenn hvort um rakaskemmd er að ræða eða ekki.
Spurning bara hvað þarf mikið til svo þetta pappírs snifsi verði bleikt, gæti verið nóg að fara með símann úr miklum kulda inní 20°C heitt hús?
Og bara það að þessi pappír sé bleikur er nóg til að þeir geti sagt að síminn sé bara raka skemmdur.


ATH!
Er ekki 100% viss um að þetta sé rétt sem ég er að segja en sá sem sagði mér þetta hljómaði mjög trúverðugur ;)


Tölvan mín er ekki lengur töff.

Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: NOVA - Ábyrgðarskilmálar

Pósturaf tdog » Fös 26. Okt 2012 13:05

Þetta er þvæla, ef að tækið er ekki hannað betur en að raki geti komist inn í það um USB portið þá ber HTC alla ábyrgð á rakaskemmdum á tækinu. Þú skalt hafa samband við Neytendasamtökin ef að þeir ybba sig meira um svona lagað.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: NOVA - Ábyrgðarskilmálar

Pósturaf dori » Fös 26. Okt 2012 13:06

Þegar hluturinn er í ábyrgð þá eiga þeir að þurfa að sýna fram á að bilun eða skemmd á tæki sé af þínum völdum ef mig misminnir ekki rosalega. Slík sönnun þyrfti að vera meira en að einhver starfsmaður í afgreiðslu bendi á að það sé blettur á skjánum sem er nálægt usb porti.

Also, getur gulur blettur í LCD/LED skjá (ég veit ekki hvernig skjár er á One X) orsakast af bleytu? Þeir hljóta að þurfa að sýna fram á það líka.

Miðað við snögga leit þá virðist gulir blettir/doppur vera þekkt vandamál á þessum símum þannig að Nova eru ekki í rosalega sterkri stöðu þarna. Vertu bara ákveðinn (ekki dónalegur) og stattu fast á þínu.




hrolfur09
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Fös 26. Okt 2012 13:03
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: NOVA - Ábyrgðarskilmálar

Pósturaf hrolfur09 » Fös 26. Okt 2012 13:08

Hef aldrei þurft að fara með ábyrgðarmál til þeirra enn ég vissi af þessu með HTC símanna að þeir þurfa allir að fara erlendis í viðgerð vegna þess að það er ekkert viðurkennt þjónustuverkstæði fyrir þá á Íslandi. Hinns vegar ber í raun HTC kostnaðinn af því, þ.e.a.s sendingarkostnað og viðgerð ef þetta er tekið inn sem ábyrgðarmál. Það er hins vegar mat HTC hvort þetta sé í ábyrgð eða ekki, Nova ræður engu um það. Eina sem ég heyrt með Nova er að þeir eru frekar liðlegir í svona málum.



Skjámynd

Glazier
BMW
Póstar: 2511
Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
Reputation: 14
Staðsetning: Mosó
Staða: Ótengdur

Re: NOVA - Ábyrgðarskilmálar

Pósturaf Glazier » Fös 26. Okt 2012 13:12

hrolfur09 skrifaði:Hef aldrei þurft að fara með ábyrgðarmál til þeirra enn ég vissi af þessu með HTC símanna að þeir þurfa allir að fara erlendis í viðgerð vegna þess að það er ekkert viðurkennt þjónustuverkstæði fyrir þá á Íslandi. Hinns vegar ber í raun HTC kostnaðinn af því, þ.e.a.s sendingarkostnað og viðgerð ef þetta er tekið inn sem ábyrgðarmál. Það er hins vegar mat HTC hvort þetta sé í ábyrgð eða ekki, Nova ræður engu um það. Eina sem ég heyrt með Nova er að þeir eru frekar liðlegir í svona málum.

En svo er ekkert víst að það gildi sömu reglur um ábyrgð þarna úti hjá HTC og hérna heima..

T.d. segja flestir skjáframleiðendur að skjár sé ekki gallaður nema það séu amk. 5 dauðir pixlar í honum en skv. íslenskum lögum er hann gallaður ef það er 1 dauður pixl í honum.
Þannig þó HTC segi að síminn sé ekki í ábyrgð þá geta neytendasamtökin hér heima sagt annað!


Tölvan mín er ekki lengur töff.

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16491
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: NOVA - Ábyrgðarskilmálar

Pósturaf GuðjónR » Fös 26. Okt 2012 13:27

krummo skrifaði:þá gæti raki hafa komist inn

Ég hélt að Síminn hefði einkaleyfi á "rakaskemmdaafsökuninni"
Unglingurinn á heimilinu keypti sér einhvern 30k Nokia síma með snertiskjá fyrir c.a. 2 árum og nokkrum vikum síðar dó síminn.
Hann fór með hann til NOVA en viðgerðarmaður þar sagði að ábyrgðna ekki gilda þar sem hann "héldi" að batteríið hefði verið sett ÖFUGT í símann!!
Ég hvatti pjakkinn til að fara með þetta í Neytendasamtökin eða amk. gera eitthvað mál en hann nennti því ekki, fleygði símanum og keypti sér Samsung.

Ég er 100% viss um að batteríið fór aldrei öfugt í þennan síma, þetta var ein ömurlegasta afsökun til að komast hjá viðgerðarþjónustu eða ábyrgðarskilmálum sem ég hef á ævi minni heyrt, verra en öll þau skrilljón rakaskemmdardæmi sem maður hefur heyrt um frá Símanum.




Höfundur
krummo
Nörd
Póstar: 146
Skráði sig: Þri 28. Okt 2008 13:16
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: NOVA - Ábyrgðarskilmálar

Pósturaf krummo » Fös 26. Okt 2012 13:29

Þetta er mjög áhugaverð umræða að taka því þetta snýst eiginlega mest um hvernig fyrirtækið vill spegla sig út í samfélagið.

Það má nefnilega vel gera eðli verksmiðjuábyrgðar að þrætuefni því að það er svo grátt þetta svæði sem liggur á milli framleiðslugalla og skemmdar vegna notkunar. Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að það er frekar ströng tveggja ára neytendaábyrgð byggð beint inn í Íslensk lög.

Fyrir mér er málið kannski frekar að þegar svona kemur upp þar sem sími hefur ekki dottið í jörðu, ofan í vatnsglas, lent í úrhellis rigningu eða neitt sem bendir til beinna orsaka á bilun - hvort það væri ekki eðlilegri viðbrögð hjá fyrirtækinu að segja bara sorrí og redda málinu, þá sérstaklega í ljósi þess að þetta er innan við háls árs gömul vara sem kostaði yfir 120þ krónur.

Til að nefna algjöra andstæðu þá keypti ég fyrir mörgum árum skjá hjá Tölvutek. Eftir nokkra mánuði byrjaði hann að vera með myndtruflanir en ég var samt algjör trassi og fór ekki með hann í viðgerð fyrr en eftir vel rúmlega ár. Þar mættu þeir mér og sögðu bara "Ekkert mál, fyrirgefðu þetta og hérna er nýr skjár". Ég labba fáránlega sáttur út með bæði viðmótið og þjónustuna og það varð til þess að ég hef eiginlega ekki verslað við annað tölvufyrirtæki.

Þetta er því líka spurning um hvernig þú vilt að heildræn upplifun neytandans sé af fyrirtækinu þínu, ekki bara hvaða aura þú getur kreist úr einhverjum vafaatriðum.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: NOVA - Ábyrgðarskilmálar

Pósturaf dori » Fös 26. Okt 2012 13:35

Vá... Bara vá. Batterí öfugt í síma? wat?

Reverse polarity protection er svo einföld rás að ef þú setur það ekki í tæki eins og síma þá ætti leyfið til að framleiða síma að vera tekið af þér. Ég er reyndar nokkuð viss um að það sé í öllum símum sem þú getur keypt. Also, ég myndi halda að þeir þyrftu væntanlega að sýna fram á það að eitthvað hafi grillast, það er mjög augljóst þegar þú grillar eitthvað með að stinga hlut öfugt í samband (mitt aðal áhugamál eru fjarstýrðir bílar og þar er ekki reverse polarity protection í flestu af því að það myndi "draga úr krafti", þegar reykurinn sleppur þá fer það ekki á milli mála).



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16491
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: NOVA - Ábyrgðarskilmálar

Pósturaf GuðjónR » Fös 26. Okt 2012 13:38

dori skrifaði:Vá... Bara vá. Batterí öfugt í síma? wat?

Reverse polarity protection er svo einföld rás að ef þú setur það ekki í tæki eins og síma þá ætti leyfið til að framleiða síma að vera tekið af þér. Ég er reyndar nokkuð viss um að það sé í öllum símum sem þú getur keypt. Also, ég myndi halda að þeir þyrftu væntanlega að sýna fram á það að eitthvað hafi grillast, það er mjög augljóst þegar þú grillar eitthvað með að stinga hlut öfugt í samband (mitt aðal áhugamál eru fjarstýrðir bílar og þar er ekki reverse polarity protection í flestu af því að það myndi "draga úr krafti", þegar reykurinn sleppur þá fer það ekki á milli mála).


Já þessi skýring var gjörsamlega út úr kú, þegar ég segist vera 100% viss þá er það út af því að ég var að handleika símann þegar hann dó og það var ekkert verið að fikta í batteríinu....síminn bara slökkti á sér og dó. Svo einfalt var það.



Skjámynd

hfwf
Vaktari
Póstar: 2026
Skráði sig: Sun 16. Okt 2011 20:29
Reputation: 79
Staða: Ótengdur

Re: NOVA - Ábyrgðarskilmálar

Pósturaf hfwf » Fös 26. Okt 2012 13:45

GuðjónR skrifaði:
dori skrifaði:Vá... Bara vá. Batterí öfugt í síma? wat?

Reverse polarity protection er svo einföld rás að ef þú setur það ekki í tæki eins og síma þá ætti leyfið til að framleiða síma að vera tekið af þér. Ég er reyndar nokkuð viss um að það sé í öllum símum sem þú getur keypt. Also, ég myndi halda að þeir þyrftu væntanlega að sýna fram á það að eitthvað hafi grillast, það er mjög augljóst þegar þú grillar eitthvað með að stinga hlut öfugt í samband (mitt aðal áhugamál eru fjarstýrðir bílar og þar er ekki reverse polarity protection í flestu af því að það myndi "draga úr krafti", þegar reykurinn sleppur þá fer það ekki á milli mála).


Já þessi skýring var gjörsamlega út úr kú, þegar ég segist vera 100% viss þá er það út af því að ég var að handleika símann þegar hann dó og það var ekkert verið að fikta í batteríinu....síminn bara slökkti á sér og dó. Svo einfalt var það.


Þú hefur ekki sagt kauða að stökkva út í epli og kaupa sér iFone( ekkert batterýissue þar hvað varðar að snúa öfugt eða ekki ) sorry had 2 ;)



Skjámynd

FuriousJoe
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1623
Skráði sig: Mið 24. Mar 2010 20:34
Reputation: 20
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: NOVA - Ábyrgðarskilmálar

Pósturaf FuriousJoe » Fös 26. Okt 2012 13:57

hfwf skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
dori skrifaði:Vá... Bara vá. Batterí öfugt í síma? wat?

Reverse polarity protection er svo einföld rás að ef þú setur það ekki í tæki eins og síma þá ætti leyfið til að framleiða síma að vera tekið af þér. Ég er reyndar nokkuð viss um að það sé í öllum símum sem þú getur keypt. Also, ég myndi halda að þeir þyrftu væntanlega að sýna fram á það að eitthvað hafi grillast, það er mjög augljóst þegar þú grillar eitthvað með að stinga hlut öfugt í samband (mitt aðal áhugamál eru fjarstýrðir bílar og þar er ekki reverse polarity protection í flestu af því að það myndi "draga úr krafti", þegar reykurinn sleppur þá fer það ekki á milli mála).


Já þessi skýring var gjörsamlega út úr kú, þegar ég segist vera 100% viss þá er það út af því að ég var að handleika símann þegar hann dó og það var ekkert verið að fikta í batteríinu....síminn bara slökkti á sér og dó. Svo einfalt var það.


Þú hefur ekki sagt kauða að stökkva út í epli og kaupa sér iFone( ekkert batterýissue þar hvað varðar að snúa öfugt eða ekki ) sorry had 2 ;)



Út með svona rugl.


Lenovo Legion Y540 - intel Core i7 9750H HexaCore @3.6Ghz - 16GB DDR4 - Nvidia RTX 2060 - 512MB M.2 + 2TB HDD


Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: NOVA - Ábyrgðarskilmálar

Pósturaf Tbot » Fös 26. Okt 2012 14:12

Það er nú svo að í ansi mörgum símun er einungis hægt að setja battery í á einn hátt. Aðrir möguleikar ná ekki að koma við snerturnar.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6352
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 160
Staða: Ótengdur

Re: NOVA - Ábyrgðarskilmálar

Pósturaf AntiTrust » Fös 26. Okt 2012 14:18

Tbot skrifaði:Það er nú svo að í ansi mörgum símun er einungis hægt að setja battery í á einn hátt. Aðrir möguleikar ná ekki að koma við snerturnar.


Nákvæmlega, aldrei komist í kynni við síma þar sem það er hægt að setja rafhlöðu í á þann hátt að það geti sent vitlausan straum/skemmt tækið.

Til OP, ekki láta þér detta í hug að greiða fyrir viðgerðina án þess að fá amk ráðleggingu frá neytendasamtökum fyrst. Ég hef heyrt sögur um NOVA sem eru lygum líkastar, alveg álíka fáránlegar og batterýdæmið.



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6372
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 455
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: NOVA - Ábyrgðarskilmálar

Pósturaf worghal » Fös 26. Okt 2012 14:20

er ekki soldið erfitt að snúa batterýi vitlaust í símum?
er ekki bæði hak í batterýinu svo það sé ekki hægt og eru pólarnir ekki hlið við hlið öðru hvoru megin svo að þótt það snúi öfugt þá fær það enga tengingu í símann?

A.K.A
 _________-_+_
|█████████|
|█████████|
|█████████|
 ¯¯¯¯¯¯¯¯¯¯¯¯


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow


playman
Vaktari
Póstar: 2001
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Reputation: 74
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: NOVA - Ábyrgðarskilmálar

Pósturaf playman » Fös 26. Okt 2012 17:11

worghal skrifaði:er ekki soldið erfitt að snúa batterýi vitlaust í símum?
er ekki bæði hak í batterýinu svo það sé ekki hægt og eru pólarnir ekki hlið við hlið öðru hvoru megin svo að þótt það snúi öfugt þá fær það enga tengingu í símann?

A.K.A
 _________-_+_
|█████████|
|█████████|
|█████████|
 ¯¯¯¯¯¯¯¯¯¯¯¯

Hérna eru 2 tipical battery í nokia
http://static.myce.com/images_posts/201 ... attery.jpg
http://upload.wikimedia.org/wikipedia/c ... attery.jpg
Maður er ekkert að fara að snúa batterýinu óvart öfugt í símann, þú gætir það ekki einusinni þó að þu reyndir það.
Og svo ef að þér einhvernveiginn tækist það þ´s mun það sjást mjög vel á tækinu ef að það er ekki með "reverse polarity protection" því að eithvað
myndi brenna yfir og sjást, og það myndi vera brunalykt af tækinu.

Mér fynst að það ætti að sekta fyrirtæki sem reyna að koma sér undann ábyrgðar tryggingu.


CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16491
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: NOVA - Ábyrgðarskilmálar

Pósturaf GuðjónR » Fös 26. Okt 2012 17:20

playman, mig minnir að þetta hafi verið eins og battery A hjá þér...
Auðvitað var þetta bull og rugl, það var ekki nokkur leið að snúa batteríinu öfugt jafnvel þó viljinn væri einbeittur.
Ef ég hefði átt símann þá hefði ég ekki komið NOVA upp með þetta...en pjakkurinn nennti ekki veseninu og það var hans mál.




playman
Vaktari
Póstar: 2001
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Reputation: 74
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: NOVA - Ábyrgðarskilmálar

Pósturaf playman » Fös 26. Okt 2012 17:23

GuðjónR skrifaði:...en pjakkurinn nennti ekki veseninu og það var hans mál.

Þetta er það sem að fyritækin reyða sig á, að fólk nenni ekki að standa í svona málum.


CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16491
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: NOVA - Ábyrgðarskilmálar

Pósturaf GuðjónR » Fös 26. Okt 2012 17:55

playman skrifaði:
GuðjónR skrifaði:...en pjakkurinn nennti ekki veseninu og það var hans mál.

Þetta er það sem að fyritækin reyða sig á, að fólk nenni ekki að standa í svona málum.

Já það er alveg rétt hjá þér.



Skjámynd

BjarniTS
Vaktari
Póstar: 2266
Skráði sig: Fim 06. Ágú 2009 01:51
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: NOVA - Ábyrgðarskilmálar

Pósturaf BjarniTS » Fös 26. Okt 2012 19:39

Nova staðið sig fullkomlega í mínum ábyrgðarmálum.
Fékk árs gamlan htc wildfire endurgreitt eftir að síminn bilaði hjá mér.

Það er eðlilegt að þú sért látinn vita af smávægilegu gjaldi ef að í ljós koma skemmdir af þínum völdum.
Best er að halda vatni og raftækjum aðskildum , nema ef um rafknúin vatnsbúnað sé að ræða.


Nörd


wicket
FanBoy
Póstar: 777
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Reputation: 75
Staða: Ótengdur

Re: NOVA - Ábyrgðarskilmálar

Pósturaf wicket » Fös 26. Okt 2012 21:17

GuðjónR skrifaði:
krummo skrifaði:þá gæti raki hafa komist inn

Ég hélt að Síminn hefði einkaleyfi á "rakaskemmdaafsökuninni"
Unglingurinn á heimilinu keypti sér einhvern 30k Nokia síma með snertiskjá fyrir c.a. 2 árum og nokkrum vikum síðar dó síminn.
Hann fór með hann til NOVA en viðgerðarmaður þar sagði að ábyrgðna ekki gilda þar sem hann "héldi" að batteríið hefði verið sett ÖFUGT í símann!!
Ég hvatti pjakkinn til að fara með þetta í Neytendasamtökin eða amk. gera eitthvað mál en hann nennti því ekki, fleygði símanum og keypti sér Samsung.

Ég er 100% viss um að batteríið fór aldrei öfugt í þennan síma, þetta var ein ömurlegasta afsökun til að komast hjá viðgerðarþjónustu eða ábyrgðarskilmálum sem ég hef á ævi minni heyrt, verra en öll þau skrilljón rakaskemmdardæmi sem maður hefur heyrt um frá Símanum.


Þú ruglast þarna á Símanum og Hátækni. Síminn hefur ekki verið með verkstæði í mörg herrans ár, þeir eins og öll hin símafélögin senda símana til umboðsaðila sem sjá um þetta. Hátækni eru konungar raka og höggskemmda.



Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3760
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: NOVA - Ábyrgðarskilmálar

Pósturaf Pandemic » Lau 27. Okt 2012 02:59

Þetta er ekki mikið mál að sjá hvort síminn hafi orðið fyrir raka skemmdum eða ekki. Það eina sem þarf að gera er að opna símann og skoða rakavarana sem eru svona hvítir límmiðar sem verða svartir/bleikir. Eina vandamálið er það að þeir eru oft staðsettir inní símanum sjálfum svo það er ómögulegt að komast að því nema rífa hann í sundur og verkstæðið hjá Hátækni myndi örugglega aldrei gera það þar sem þá fá þeir símann ekki úr ábyrgðarviðgerð þó svo að þeir opni hann á sínu verkstæði.

Í raun ekkert hægt að segja nema senda til framleiðanda og fá úr því skorið hvort þetta sé UID




Höfundur
krummo
Nörd
Póstar: 146
Skráði sig: Þri 28. Okt 2008 13:16
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: NOVA - Ábyrgðarskilmálar

Pósturaf krummo » Lau 27. Okt 2012 11:43

Já, ég er eiginlega viss um að það komi engar rakaskemmdir í ljós, en þeir munu væntanlega skoða það.

Það er kannski rétt að árétta að Nova tekur enga ákvörðun varðandi ábyrgðarmálið þar sem Hátækni er ábyrgðaraðili vörunar.