Skil ekki svona "umræðu"
Atvinnurekandi er aldrei kúni eða viðskiptavinur,
bara aldrei. Ef einhver x-aðili er að bjóða sína vinnu og skila staðgreiðslu á annað borð, það er, ekki vinna svart,
þá verður að vera atvinnurekandi á bak við hann (lögaðili með kennitölu). Ef viðkomandi er einn, þá er hann að sjálfsögðu sá aðili líka, hvort sem hann rekur sig sem ehf, sf með öðrum eða notar eigin kennitölu og skilar þá reiknuðu endurgjaldi.
Hér eru fyrstu tvær málsgreinar af RSK:
REIKNAÐ ENDURGJALD
Almennt
Maður sem starfar við eigin atvinnurekstur á að reikna sér endurgjald (laun) fyrir þá vinnu. Með þessi laun fer á sama hátt og almennar launagreiðslur til launþega, þ.e. reikna þarf af þeim staðgreiðslu opinberra gjalda, greiða tryggingagjald og iðgjald í lífeyrissjóð.
Reglan á bæði við um mann sem stundar atvinnustarfsemi í eigin nafni (eigin kennitölu) og mann sem starfar við atvinnurekstur eða starfsemi sem rekin er í sameign með öðrum, eða við atvinnurekstur lögaðila þar sem hann er ráðandi aðili vegna eignar- eða stjórnunaraðildar.
Það hvernig sumir lesendur fara að því að skilgreina kúna sem atvinnurekanda er svo gjörsamlega nýtt fyrir mér að mér hefur aldrei í allri minni sögu sem forritari og þar á meðal á 3 útgáfum eða gerðum af launakerfum og minnst 2 útgáfum eða gerðum af verktaktakerfum, dottið önnur eins vitleysa í hug.
En.. alltaf lærir maður eitthvað nýtt!
ps. til einföldunar. Ef vinur "bixers" væri að gera nákvæmlega það sama og hann, nema löglega (undir einhverju formi af atvinnurekanda), þá þyrfti hann að rukka 3000 krónur á tímann ef hann er undir VSK viðmiðunum en 4000 krónur á tímann ef hann er með VSK nr, til að fá sömu upphæð í vasann sem launþegi.