AntiTrust skrifaði:DJOli skrifaði:Án þess að hafa prufað windows 8 þá verð ég að segja að mér líkar ekki parturinn með samanlagða gagnageymslu.
Ég er einn af þeim sem flokka það sem þeir eru með í tölvunni.
Sér diskur undir öryggisafrit, sér diskur undir tónlist, sér diskur undir það sem ég er að vinna í hverju sinni, og svo nokkrir diskar, hver diskur tileinkaður því efni sem fer á hann (t.d. þættir, kvikmyndir, tónlistarmyndbönd) et cetera.
Ugh, kallaru það að flokka, sér diskur fyrir hvert material?
Storage pools eru klárlega málið fór stórnotendur, sbr. raid og aðrar drive extender lausnir. Storage Spaces er e-ð sem ég kem klárlega til með að nýta mér umfram dýrar raidstæður í serverunum hjá mér. Er búinn að prufa það núna í nokkra mánuði í virtual umhverfum og það virðist vera þokkalega solid, góðir r/w hraðar og parity möguleikinn í þessu er sambærilegur við RAID5 og virkar vel sem slíkur, so far.
Ég hef í mörg ár haft þetta allt poolað eða raidað á einn eða annan hátt og get ekki ímyndað mér að hafa þetta öðruvísi. Svo er ég með sér raidstæðu sem sér um afrit.
Já, ég er með það mikið af efni að ég get ekki lengur haft alla diskana tengda samtímis.
Ætla annars að skella mér á server einhverntíma á næstu misserum og ætla þá að fá mér WD Red diska.