Bílapælingar.
-
Höfundur - Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 394
- Skráði sig: Fös 01. Jún 2012 03:29
- Reputation: 0
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Staða: Ótengdur
Bílapælingar.
Sælir.
Ég fer líklega að fá bílprófið einhvertíman "fljótlega" þó að ég gæti nú reyndar löngu verið kominn með það, en ætla ekki að fara að útskýra hvað hefur dregið þetta svo á langinn.
Fyrst ég er að fara að fá bílpróf langar mig mikið að skoða þann valkost að kaupa mér bíl um leið. Bæði til að þurfa ekki að vera að væla bílinn út úr mömmu og svo er það kannski líka svona smá sport að eiga þetta sjálfur
Ég held ég sé eiginlega ekki með neinar kröfur nema þá að ég vil að bíllinn sé beinskiptur og þokkalega útlítandi. Ég er semsagt að leita að einhverjum ódýrum bíl sem að er ekki forljótur, er beinskiptur, og er í "ágætis" ástandi.
Mér er sama um aldurinn á bílnum en það væri mjög vel þegið að fá ábendingar frá ykkur um hvaða týpur eru að duga vel og bila lítið eða er ódýrt að fá varahluti í.
Svo er ég ekki endilega að leita að einhverju einu tilboði á bíl heldur frekar hugmynd að hverju ég á að fara að leita að þegar ég fer út í þessi kaup.
Edit: Vil líka helst hafa bílinn í sparneytnari kantinum ef það er hægt.
Með fyrirfram þökk og von um góða aðstoð
Ég fer líklega að fá bílprófið einhvertíman "fljótlega" þó að ég gæti nú reyndar löngu verið kominn með það, en ætla ekki að fara að útskýra hvað hefur dregið þetta svo á langinn.
Fyrst ég er að fara að fá bílpróf langar mig mikið að skoða þann valkost að kaupa mér bíl um leið. Bæði til að þurfa ekki að vera að væla bílinn út úr mömmu og svo er það kannski líka svona smá sport að eiga þetta sjálfur
Ég held ég sé eiginlega ekki með neinar kröfur nema þá að ég vil að bíllinn sé beinskiptur og þokkalega útlítandi. Ég er semsagt að leita að einhverjum ódýrum bíl sem að er ekki forljótur, er beinskiptur, og er í "ágætis" ástandi.
Mér er sama um aldurinn á bílnum en það væri mjög vel þegið að fá ábendingar frá ykkur um hvaða týpur eru að duga vel og bila lítið eða er ódýrt að fá varahluti í.
Svo er ég ekki endilega að leita að einhverju einu tilboði á bíl heldur frekar hugmynd að hverju ég á að fara að leita að þegar ég fer út í þessi kaup.
Edit: Vil líka helst hafa bílinn í sparneytnari kantinum ef það er hægt.
Með fyrirfram þökk og von um góða aðstoð
Síðast breytt af CurlyWurly á Þri 16. Okt 2012 00:34, breytt samtals 1 sinni.
CM 690 II Adv | i5 2500K @ 3,3 Ghz | GA-Z68XP-UD4 | GTX 560 Ti Twin Frozr II | 2x4 GB Corsair Vengeance | Corsair HX750 |128GB Samsung 830 SSD | 500GB HDD
- CurlyWurly//HB
- CurlyWurly//HB
-
- Geek
- Póstar: 825
- Skráði sig: Fim 13. Jan 2011 01:04
- Reputation: 0
- Staðsetning: Grafarvogur
- Staða: Ótengdur
Re: Bílapælingar.
Hvað ertu tilbúinn að eyða miklum peningum í bíl?
Haf X- i7 2600k @ 4,4 ghz - Noctua NH-D14 - Asus p8p67pro - 2x4GB Kingston - Sapphire HD 6970 2GB - Corsair HX 850w - 120gb SSD
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 936
- Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
- Reputation: 152
- Staða: Ótengdur
Re: Bílapælingar.
Ég myndi fá mér Benz.
Þeir eru fallegir (ef þú finnur gott eintak), ekkert rosalega dýrir, ganga endalaust og heill hellingur til af varahlutum í þá, og ef þú ert heppinn með eintak þá geta þeir eytt furðu litlu m.v. aldur og fyrri störf
Þeir þurfa bara ást og umhyggju og þá geta þeir gengið eins lengi og þú vilt (næstum (getur verið óheppinn á einstaka bíla)).
Ég vildi frekar kaupa fallegann og virðulegann Benz sem mér myndi þykja vænt um og hugsa vel um sem fyrsta bíl, frekar en að fara þá leið sem flestir vinir mínir gerðu (og flestir unglingar?), sem var að kaupa einhverja druslu sem rétt gengur..
Reyndar eru þeir flestir hér á landi sjálfskiptir, en skil ekki afhverju það ætti að vera fráhrindandi.. bara þægindi að vera á sjálfskiptum
Ég var í sömu hugleiðingum og þú fyrir einu og hálfu ári og ég fékk mér 190E Benz, '91 módel, 1.8 lítra vél sem var ekinn tæp 280 þúsund og þótti rosalega vænt um hann.. fallegt boddý og skemmtilegur bíll (frekar kraftlaus reyndar..).
Svo ári seinna uppfærði ég í E290 turbodiesel Benz, '98 módel, 2.9 lítra sem er að ganga í 424 þúsund kílómetra og gengur enn eins og engill (fyrrum leigubíll).
Þeir eru fallegir (ef þú finnur gott eintak), ekkert rosalega dýrir, ganga endalaust og heill hellingur til af varahlutum í þá, og ef þú ert heppinn með eintak þá geta þeir eytt furðu litlu m.v. aldur og fyrri störf
Þeir þurfa bara ást og umhyggju og þá geta þeir gengið eins lengi og þú vilt (næstum (getur verið óheppinn á einstaka bíla)).
Ég vildi frekar kaupa fallegann og virðulegann Benz sem mér myndi þykja vænt um og hugsa vel um sem fyrsta bíl, frekar en að fara þá leið sem flestir vinir mínir gerðu (og flestir unglingar?), sem var að kaupa einhverja druslu sem rétt gengur..
Reyndar eru þeir flestir hér á landi sjálfskiptir, en skil ekki afhverju það ætti að vera fráhrindandi.. bara þægindi að vera á sjálfskiptum
Ég var í sömu hugleiðingum og þú fyrir einu og hálfu ári og ég fékk mér 190E Benz, '91 módel, 1.8 lítra vél sem var ekinn tæp 280 þúsund og þótti rosalega vænt um hann.. fallegt boddý og skemmtilegur bíll (frekar kraftlaus reyndar..).
Svo ári seinna uppfærði ég í E290 turbodiesel Benz, '98 módel, 2.9 lítra sem er að ganga í 424 þúsund kílómetra og gengur enn eins og engill (fyrrum leigubíll).
-
Höfundur - Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 394
- Skráði sig: Fös 01. Jún 2012 03:29
- Reputation: 0
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Staða: Ótengdur
Re: Bílapælingar.
halli7 skrifaði:Hvað ertu tilbúinn að eyða miklum peningum í bíl?
Það fer svolítið eftir hversu mikið lof bíllinn/tegundin fær en mig langar helst bara að sleppa undir 200 þús... þeas ef það er hægt að fá bærilegan bíl fyrir þann pening. Undir 100 væri geggjað en ég held að það fáist ekkert nema brotajárn fyrir svoleiðis pening.
CM 690 II Adv | i5 2500K @ 3,3 Ghz | GA-Z68XP-UD4 | GTX 560 Ti Twin Frozr II | 2x4 GB Corsair Vengeance | Corsair HX750 |128GB Samsung 830 SSD | 500GB HDD
- CurlyWurly//HB
- CurlyWurly//HB
-
Höfundur - Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 394
- Skráði sig: Fös 01. Jún 2012 03:29
- Reputation: 0
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Staða: Ótengdur
Re: Bílapælingar.
Orri skrifaði:Ég myndi fá mér Benz.
Þeir eru fallegir (ef þú finnur gott eintak), ekkert rosalega dýrir, ganga endalaust og heill hellingur til af varahlutum í þá, og ef þú ert heppinn með eintak þá geta þeir eytt furðu litlu m.v. aldur og fyrri störf
Þeir þurfa bara ást og umhyggju og þá geta þeir gengið eins lengi og þú vilt (næstum (getur verið óheppinn á einstaka bíla)).
Ég vildi frekar kaupa fallegann og virðulegann Benz sem mér myndi þykja vænt um og hugsa vel um sem fyrsta bíl, frekar en að fara þá leið sem flestir vinir mínir gerðu (og flestir unglingar?), sem var að kaupa einhverja druslu sem rétt gengur..
Reyndar eru þeir flestir hér á landi sjálfskiptir, en skil ekki afhverju það ætti að vera fráhrindandi.. bara þægindi að vera á sjálfskiptum
Ég var í sömu hugleiðingum og þú fyrir einu og hálfu ári og ég fékk mér 190E Benz, '91 módel, 1.8 lítra vél sem var ekinn tæp 280 þúsund og þótti rosalega vænt um hann.. fallegt boddý og skemmtilegur bíll (frekar kraftlaus reyndar..).
Svo ári seinna uppfærði ég í E290 turbodiesel Benz, '98 módel, 2.9 lítra sem er að ganga í 424 þúsund kílómetra og gengur enn eins og engill (fyrrum leigubíll).
Einhversstaðar heyrði ég að maður ætti ekki að kaupa bíl sem að er ekinn yfir 200 þúsund. Það er gott að það eru ekki allir sammála því, gerir það mun auðveldara að finna flottan bíl!
Og svo er kannski gott að henda því inn að það er ekki slæmt ef að bíllinn er í sparneytnari kantinum.
Edit: Langar aðallega í beinskiptan til þess að geta "leikið" mér aðeins og svo líka bara til þess að halda mér í æfingu á beinskiptum eftir að ég fæ prófið. Veit um of marga sem hafa fengið sér sjálfskiptan og geta varla keyrt beinskipta bíla eftir það.
Síðast breytt af CurlyWurly á Þri 16. Okt 2012 00:38, breytt samtals 1 sinni.
CM 690 II Adv | i5 2500K @ 3,3 Ghz | GA-Z68XP-UD4 | GTX 560 Ti Twin Frozr II | 2x4 GB Corsair Vengeance | Corsair HX750 |128GB Samsung 830 SSD | 500GB HDD
- CurlyWurly//HB
- CurlyWurly//HB
-
- Kóngur
- Póstar: 4257
- Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
- Reputation: 192
- Staðsetning: við talvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Bílapælingar.
CurlyWurly skrifaði:halli7 skrifaði:Hvað ertu tilbúinn að eyða miklum peningum í bíl?
Það fer svolítið eftir hversu mikið lof bíllinn/tegundin fær en mig langar helst bara að sleppa undir 200 þús... þeas ef það er hægt að fá bærilegan bíl fyrir þann pening. Undir 100 væri geggjað en ég held að það fáist ekkert nema brotajárn fyrir svoleiðis pening.
þrátt fyrir að þú færð þér ódýran spsrneytinn bíl skaltu ekki halda að það sé ódýrt að reka hann.
þarft að borga tryggingar,dekkjakostnað,viðhald og margt meira. mjög margir sem gera þau mistök að kaupa sér bíl eftir að hafa safnað og eiga svo ekki neitt fyrir rekstri.
og fyrir þennan pening skaltu gleyma bmw og benz.
-
Höfundur - Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 394
- Skráði sig: Fös 01. Jún 2012 03:29
- Reputation: 0
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Staða: Ótengdur
Re: Bílapælingar.
vesley skrifaði:...
Ég veit að það er mjög mikið af hliðargjöldum, það er meðal annars ástæðan fyrir því að ég held að það verði erfitt fyrir mig að geta eytt meira en 200 þúsund í bílinn sjálfan. Þarf að sanfa/eiga svo mikið fyrir öllum þessum útgjöldum.
CM 690 II Adv | i5 2500K @ 3,3 Ghz | GA-Z68XP-UD4 | GTX 560 Ti Twin Frozr II | 2x4 GB Corsair Vengeance | Corsair HX750 |128GB Samsung 830 SSD | 500GB HDD
- CurlyWurly//HB
- CurlyWurly//HB
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 936
- Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
- Reputation: 152
- Staða: Ótengdur
Re: Bílapælingar.
CurlyWurly skrifaði:Einhversstaðar heyrði ég að maður ætti ekki að kaupa bíl sem að er ekinn yfir 200 þúsund. Það er gott að það eru ekki allir sammála því, gerir það mun auðveldara að finna flottan bíl!
Og svo er kannski gott að henda því inn að það er ekki slæmt ef að bíllinn er í sparneytnari kantinum.
Edit: Langar aðallega í beinskiptan til þess að geta "leikið" mér aðeins og svo líka bara til þess að halda mér í æfingu á beinskiptum eftir að ég fæ prófið. Veit um of marga sem hafa fengið sér sjálfskiptan og geta varla keyrt beinskipta bíla eftir það.
Ég er ekki hissa á að þú hafir heyrt þetta.
Íslendingar eru almennt mjög hræddir við þessa kílómetratölu.
Það er ekki af ástæðulausu afhverju flestir leigubílar eru Benz. Það er einfaldlega vegna þess að þeir eru svo ótrúlega áreiðanlegir, þeir endast og endast (tala nú ekki um útlitið, klassann o.fl.).
Ef þú hefur grunn kunnáttu á viðhald bíla þá áttu að geta haldið þessum bílum góðum í mörg ár. Vissulega á þetta við marga aðra bílaframleiðendur líka (Toyota t.d.), en ég vill yfirleitt tala um Benz þar sem ég hef reynslu af þeim.
Ég veit t.d. fyrir víst að það er w210 boddý af Benz (sama boddý og minn) á leigubílastöðinni Hreyfli, sem er ekinn yfir 700 þúsund kílómetra, enn með original vél og sjálfskiptingu.
Minn er kominn í 423 þúsund kílómetra og gengur enn snuðrulaust
Með sparneytnina þá er minn 2.9 lítra bíll að eyða ekki nema 7-9 lítrum á hundraðið innanbæjar Gamli 190E var reyndar kominn í 12 lítra á hundraðið en það var aðallega útaf því að vélin var svo kraftlaus..
Og með beinskiptinguna þá er það eins og að læra að hjóla, lærir það einusinni og gleymri því aldrei.. Ég keyri sjálfskiptann bíl á hverjum degi og er búinn að gera í síðan ég fékk bílprófið en á ekki í neinum erfiðleikum með að keyra beinskiptann bíl..
-
- Vaktari
- Póstar: 2730
- Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
- Reputation: 159
- Staða: Ótengdur
Re: Bílapælingar.
Þessir benzar komast nú allir til tunglsins og ofstast til baka, tala nú ekki um ef þeir eru diesel. '89 300D er að eyða sirka 10l hjá mér innanbæjar, ekinn hátt í 400.000.
-
Höfundur - Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 394
- Skráði sig: Fös 01. Jún 2012 03:29
- Reputation: 0
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Staða: Ótengdur
Re: Bílapælingar.
Sýnist á öllu að ég eigi að gefa skít í peningatöluna mína og bara safna í Benz. Lífið er erfitt en ætla rétt að vona að það borgi sig þá.
Haldið samt endilega áfram umræðunni og að henda inn hugmyndum, mér leiðist þetta ekkert
Haldið samt endilega áfram umræðunni og að henda inn hugmyndum, mér leiðist þetta ekkert
CM 690 II Adv | i5 2500K @ 3,3 Ghz | GA-Z68XP-UD4 | GTX 560 Ti Twin Frozr II | 2x4 GB Corsair Vengeance | Corsair HX750 |128GB Samsung 830 SSD | 500GB HDD
- CurlyWurly//HB
- CurlyWurly//HB
-
- Gúrú
- Póstar: 565
- Skráði sig: Mán 25. Jan 2010 23:54
- Reputation: 45
- Staða: Ótengdur
Re: Bílapælingar.
Ég mæli með að bíða með að kaupa bíl. Peningar munu hverfa... bókstaflega.
Ég var að reka bíl í tæpt ár þangað til að kúplingin fór svo ég losaði mig við hann og hef ekki fengið mér bíl síðan. Þetta var 2008.
Síðan þá hef ég farið til Mexíkó í ár sem skiptinemi, heimsreisu (Kúba, Mexíkó, Kólumbía, Bólivía og Perú) og bara yfirhöfuð eytt meiri pening í miklu skemmtilegri hluti heldur en að reka bíl. Ég var á skítalaunum að vinna í búð með skóla og finnst ágætt að hafa getað allavega ferðast þetta skuldlaust og ég veit ég hefði aldrei getað gert það ef ég hefði haldið áfram þessu bílaævintýri.
Það er ömurlegt að sjá peningana hverfa í bensín, tryggingar, viðgerðir o.fl.
Annars er ég farinn að pæla samt í bíl, orðið erfitt að vera í þungu háskólanámi og vinnu á þannig tíma að erfitt er að taka strætó... en þá mun ég líka safna mér fyrir bíl og vel það.
Too long didn't read version: Ekki kaupa bíl, það er dýrt.
Ég var að reka bíl í tæpt ár þangað til að kúplingin fór svo ég losaði mig við hann og hef ekki fengið mér bíl síðan. Þetta var 2008.
Síðan þá hef ég farið til Mexíkó í ár sem skiptinemi, heimsreisu (Kúba, Mexíkó, Kólumbía, Bólivía og Perú) og bara yfirhöfuð eytt meiri pening í miklu skemmtilegri hluti heldur en að reka bíl. Ég var á skítalaunum að vinna í búð með skóla og finnst ágætt að hafa getað allavega ferðast þetta skuldlaust og ég veit ég hefði aldrei getað gert það ef ég hefði haldið áfram þessu bílaævintýri.
Það er ömurlegt að sjá peningana hverfa í bensín, tryggingar, viðgerðir o.fl.
Annars er ég farinn að pæla samt í bíl, orðið erfitt að vera í þungu háskólanámi og vinnu á þannig tíma að erfitt er að taka strætó... en þá mun ég líka safna mér fyrir bíl og vel það.
Too long didn't read version: Ekki kaupa bíl, það er dýrt.
Re: Bílapælingar.
Það er vissulega satt að það er ekkert óalgengt að sjá benza keyrða vel yfir 500þúsundin, en ég ætla að leyfa mér að vera aðeins raunsærri og leggja til ágæta litla Toyota Corollu eða jafnvel Yaris. Vissulega ekki næstum jafn skemmtilegt að segjast eiga Toyotu og að geta montað sig af því að eiga Benz en ég ætla bara að fullyrða að þú finnur ekki góðann Benz undir 200þúsund kallinum. Þú getur hinsvegar fundið þér ágætis Corollu fyrir þann pening sem eyðir litlu, er einföld og ódýr í viðhaldi og líka furðu skemmtileg fyrst þú vilt aðeins geta leikið þér (farðu nú samt varlega )
Well, thats my 2cents!
Annars er líka sniðugt ef þú býrð í bænum hvorteðer að geyma bílakaupin, þú kemst þá hvorteðer á milli án hans
Well, thats my 2cents!
Annars er líka sniðugt ef þú býrð í bænum hvorteðer að geyma bílakaupin, þú kemst þá hvorteðer á milli án hans
-
Höfundur - Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 394
- Skráði sig: Fös 01. Jún 2012 03:29
- Reputation: 0
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Staða: Ótengdur
Re: Bílapælingar.
Veit ekki hvort að ég er bara að leita á vitlausum stað (bilasolur.is) en mér sýnist að það sé ekki nema um 60 þúsund króna munur á ódýrustu corollunni þarna og ódýrasta Benzinum... og Benzinn er bara svo sexy!
Corolla á 190 þúsund
Benz c 220 á 250 þúsund.
Finnst þessi munur ekki skiljanlegur, benzinn minna keyrður og bara voðalega glæsilegur.
Einhver sem getur útskýrt þetta fyrir mér eða bent mér á stað þar sem að corollurnar eru ódýrari?
Corolla á 190 þúsund
Benz c 220 á 250 þúsund.
Finnst þessi munur ekki skiljanlegur, benzinn minna keyrður og bara voðalega glæsilegur.
Einhver sem getur útskýrt þetta fyrir mér eða bent mér á stað þar sem að corollurnar eru ódýrari?
CM 690 II Adv | i5 2500K @ 3,3 Ghz | GA-Z68XP-UD4 | GTX 560 Ti Twin Frozr II | 2x4 GB Corsair Vengeance | Corsair HX750 |128GB Samsung 830 SSD | 500GB HDD
- CurlyWurly//HB
- CurlyWurly//HB
-
- Skrúfari
- Póstar: 2401
- Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
- Reputation: 153
- Staðsetning: Árbærinn
- Staða: Tengdur
Re: Bílapælingar.
CurlyWurly skrifaði:Veit ekki hvort að ég er bara að leita á vitlausum stað (bilasolur.is) en mér sýnist að það sé ekki nema um 60 þúsund króna munur á ódýrustu corollunni þarna og ódýrasta Benzinum... og Benzinn er bara svo sexy!
Corolla á 190 þúsund
Benz c 220 á 250 þúsund.
Finnst þessi munur ekki skiljanlegur, benzinn minna keyrður og bara voðalega glæsilegur.
Einhver sem getur útskýrt þetta fyrir mér eða bent mér á stað þar sem að corollurnar eru ódýrari?
Ef þu skoðar allar myndirnar af benz þa er mynd af skoðunarvottorði. Það eru nokkrir hlutir að honum.
i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180
Re: Bílapælingar.
Ekki blekkja sjálfan þig. Það kostar minnst 50 þúsund með öllu á mánuði að eiga bíl (tryggingar, viðhald, bensín) en 70 þúsund er eiginlega mun líklegri tala.
Ég veit að það er skemmtilegt að vera á bíl (sérstaklega rétt eftir bílprófið) en áttu efni á þessu? Það er kannski alveg nóg að kaupa bara strætókort og fá bílinn hennar mömmu lánaðan við og við.
Ég veit að það er skemmtilegt að vera á bíl (sérstaklega rétt eftir bílprófið) en áttu efni á þessu? Það er kannski alveg nóg að kaupa bara strætókort og fá bílinn hennar mömmu lánaðan við og við.
-
- Vaktari
- Póstar: 2347
- Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
- Reputation: 59
- Staðsetning: 105 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Bílapælingar.
CurlyWurly skrifaði:Veit ekki hvort að ég er bara að leita á vitlausum stað (bilasolur.is) en mér sýnist að það sé ekki nema um 60 þúsund króna munur á ódýrustu corollunni þarna og ódýrasta Benzinum... og Benzinn er bara svo sexy!
Corolla á 190 þúsund
Benz c 220 á 250 þúsund.
Finnst þessi munur ekki skiljanlegur, benzinn minna keyrður og bara voðalega glæsilegur.
Einhver sem getur útskýrt þetta fyrir mér eða bent mér á stað þar sem að corollurnar eru ódýrari?
Ég prufukeyrði þennan benz.
hraðamælirinn virkaði ekki.
búið að kítta spegilinn farþegameginn fastann.
ljótt rið sumstaðar. sílsum, hurðum og svo buið að reyna að laga i skotti.
kom útvarpinu ekki i gang.
og svo er þetta með skoðunarlistann allt í bremsum.
Re: Bílapælingar.
CurlyWurly skrifaði:Veit ekki hvort að ég er bara að leita á vitlausum stað (bilasolur.is) en mér sýnist að það sé ekki nema um 60 þúsund króna munur á ódýrustu corollunni þarna og ódýrasta Benzinum... og Benzinn er bara svo sexy!
Corolla á 190 þúsund
Benz c 220 á 250 þúsund.
Finnst þessi munur ekki skiljanlegur, benzinn minna keyrður og bara voðalega glæsilegur.
Einhver sem getur útskýrt þetta fyrir mér eða bent mér á stað þar sem að corollurnar eru ódýrari?
Nú veit ég ekki hvernig notaði markaðurinn með bíla stendur í dag en þegar ég keypti mér bíl fyrir 2 árum síðan þá gat maður hreinlega gleymt því að fá skoðunarhæfan bíl fyrir minna en 200 þús og eiginlega gleymt því að sjá skoðunarhæfa Corollu á minna en 300 þúsund, og það var ef maður keypti beint af viðkomandi en ekki í gegnum bílasölu.
Mér finnst þetta verð á Corollunni (190 þús) alveg merkilega lágt og sérstaklega í ljósi þess að þetta er í gegnum bílasölu. Verðið fær mann til að halda að það sé eitthvað að bílnum. Því þú sérð að næsta Corolla sem stungið er upp á er á 290 þús og 250 þús.
Eins ef þú skoðar bílana að þá ættirðu ekki bara að prufukeyra þá heldur líka skríða undir þá og sjá athuga hvernig ástandið á undirvagninum er með tilliti til ryðs. Það er kannski erfitt ef þú veist ekkert um bíla, en þá er spurning að þú fengir einhvern með þér sem hefur meira vit á þessu. Eins að vera leiðinlegi gaurinn og fikta í öllum rofunum í mælaborðinu til að sjá hvort að allt eða mestallt virkar ekki eðlilega. (Rúðumótorar, rúðuþurrkur, rúðupiss, ljós, blásarar, ...)
OG já, spyrja út í tímareimarskipti (tímakeðjuskipti). Þetta er eitthvað sem þarf að gera á c.a. 100. þús km fresti eða (+/-).
OG OG þú þarft að öllum líkindum að byrja á því að punga út fyrir vetrardekkjum svona um það bil sem þú kaupir kerruna. (20-50 þús kr. kannski)
Og eins viltu mögulega skoða það kaupa bíla sem koma utan af landi. Þeir eru yfirleitt ekki jafn ógeðslega ryðgaðir og bílarnir sem hafa verið í sollinum allt sitt líf.
Re: Bílapælingar.
um 2 mánuðum eftir að ég fékk bílpróf fékk ég mér 190E 91', 2l á um 300 kallinn. hann eyðir jú eitthvað milli 11-14l/100 útaf slitin véll og allt það en viðgerðarkostnaður í bílinn hefur kostað mig hingað til um... 300-400 þúsund (5 ár) með dekkjum, smurningu og öllu "viðhaldi". Hef ekkert verið að keyra hann einhverja 50-100 km á dag þar sem ég tók nú líka strætó í skólann þegar snjórinn var þyngstur (eini ókostur benz er snjórinn, en 2 sandpokar í skottið gerðu helling)
Ég mæli með benz þar sem ég hef ekki enn verið svikinn af þeim
Ég mæli með benz þar sem ég hef ekki enn verið svikinn af þeim
Re: Bílapælingar.
ég mæli með corollu það eru lang bestu bílanir fyrir peningin þeir Eiða litlu halda verðinu mjög vel varahlutir eru hræódýrir,
mjög einfalt að gera við ef eitthvað klikkar sem gerist sjaldan hellingur af þeim á partasölum og allar varahluta verslanir eru með helling af corollu dóti
og besta umboðið
ég á eina corollu 1994 ekna 245þús mjög solid en ómerkilegur akstursbíll
http://www.live2cruize.com/spjall/showt ... a-xli-1994 það eru alveg til flottar corollur
http://www.carsurvey.org/reviews/toyota/corolla/
mjög einfalt að gera við ef eitthvað klikkar sem gerist sjaldan hellingur af þeim á partasölum og allar varahluta verslanir eru með helling af corollu dóti
og besta umboðið
ég á eina corollu 1994 ekna 245þús mjög solid en ómerkilegur akstursbíll
http://www.live2cruize.com/spjall/showt ... a-xli-1994 það eru alveg til flottar corollur
http://www.carsurvey.org/reviews/toyota/corolla/
2600k gtx780 16gb
sjónvarps Intel Core2 Quad q6600 @3.0 Gtx660
▲
▲ ▲
sjónvarps Intel Core2 Quad q6600 @3.0 Gtx660
▲
▲ ▲
-
- Gúrú
- Póstar: 564
- Skráði sig: Mið 29. Ágú 2007 17:07
- Reputation: 3
- Staðsetning: Mosfellsbær 270
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Bílapælingar.
fyrsti bíllinn minn var e250d benz W124 body og hann eyddi ekki nema í kringum 7 l flottur bíll í alla staði og svo er nóg af þeim á götunni og mjög auðvelt að finna varahluti í þá og ekki það dýrir fannst mér þekkti ekkert annað reyndar.. en sá bíll var keyrður 615 þúsund og átti annað eins eftir það eru alveg ótrúlega margir svona benzar sem hreinlega núllast aftur og meir en það... algjörlega kraftlaust en vel þess virði því hann eyddi engu gangi þér vel !
Og takk fyrir mig
Intel DZ68BC - Intel I7 2700K - Asus HD 7950 - G.Skill Ripjaws 16 gb 1600mhz - Intel 510 series 120 GB - 4TB Hdd - Corsair HX1050 - BenQ 22* - 42" FullHD - XSPC Rasa RS360 - HAF X Blue Edition
Intel DZ68BC - Intel I7 2700K - Asus HD 7950 - G.Skill Ripjaws 16 gb 1600mhz - Intel 510 series 120 GB - 4TB Hdd - Corsair HX1050 - BenQ 22* - 42" FullHD - XSPC Rasa RS360 - HAF X Blue Edition
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1780
- Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
- Reputation: 142
- Staða: Ótengdur
Re: Bílapælingar.
Stærstu mistökin sem ég gerði þegar ég var 17 ára var að kaupa mér bíl (hefði auðveldlega geta notast við strætó + fá foreldrabíl einstökusinnum)
Ef þú getur, dragðu það eins lengi og þú getur að kaupa þér bíl! Þegar þú verslar þér fyrsta bíl myndi ég versla mér Yaris, Corollu eða sambærilegan japanskan bíl. Ekki hlusta á þessu dellu hérna um að versla þér eldri benz (hef tekið þann pakka).
Þú getur alltaf verslað þér fínni bíl þegar þú verður eldri og ert með stöðugri og meiri tekjur!
Ef þú getur, dragðu það eins lengi og þú getur að kaupa þér bíl! Þegar þú verslar þér fyrsta bíl myndi ég versla mér Yaris, Corollu eða sambærilegan japanskan bíl. Ekki hlusta á þessu dellu hérna um að versla þér eldri benz (hef tekið þann pakka).
Þú getur alltaf verslað þér fínni bíl þegar þú verður eldri og ert með stöðugri og meiri tekjur!
PS4
Re: Bílapælingar.
olafurfo skrifaði:um 2 mánuðum eftir að ég fékk bílpróf fékk ég mér 190E 91', 2l á um 300 kallinn. hann eyðir jú eitthvað milli 11-14l/100 útaf slitin véll og allt það en viðgerðarkostnaður í bílinn hefur kostað mig hingað til um... 300-400 þúsund (5 ár) með dekkjum, smurningu og öllu "viðhaldi". Hef ekkert verið að keyra hann einhverja 50-100 km á dag þar sem ég tók nú líka strætó í skólann þegar snjórinn var þyngstur (eini ókostur benz er snjórinn, en 2 sandpokar í skottið gerðu helling)
Ég mæli með benz þar sem ég hef ekki enn verið svikinn af þeim
3-400 þúsund á 5 árum hljómar rosalega vel sloppið fyrir allt viðhald á bíl í 5 ár (sérstaklega "svona" bíl) og eflaust öfunda þig margir af því.
Það sem þarf samt að hafa í huga er að setja allt þetta reikningsdæmi upp og vera ekki að horfa í það hvað maður borgar fyrir bílinn þegar hann er keyptur sem stærsta þáttinn (sérstaklega þegar þú skoðar svona ódýra bíla). Það er rosalega auðvelt að vilja kaupa bíl og skrapa saman einhverjum krónum en þú þarft að eiga fyrir rekstrinum líka.
Smá reikningsdæmi (mjög einfaldað, þetta gæti verið aðeins undir/yfir einhversstaðar): Það að kaupa bensín (m.v. 12l/100 eyðslu og 1000 km á mánuði og 250 kr/l) er 30 þúsund á mánuði. Þú þarft að borga tryggingar sem eru minnst einhver 10 þúsund á mánuði. Það þarf að fara með bílinn í smurningu ca. 2x á ári sem er 10 þúsund á hvert skipti. Bifreiðagjöld eru 10 þúsund 2x á ári. Dekkjanotkun kannski 30 þúsund kall á ári (60 þúsund fyrir ný dekk annað hvert ár, það er kannski hægt að fá þetta ódýrara en samt ekkert útúr kú held ég).
12*30000+12*10000+2*10000+2*10000+30000=550000 á ári - stærsti þátturinn, bensín, miðast við frekar litla notkun (á frekar eyðslufrekum bíl samt)
Það gera þá um 45 þúsund á mánuði. Ef þú getur ekki keypt betri bíl en fyrir 200 þúsund þá ættirðu bara að spara þangað til í vor. Fólk vill hvort eð er alltaf frekar selja bíla á vorin því að þá eru allir svo bjartsýnir á að nenna að labba/taka strætó. Gætir þannig fengið betri díl ef þú bíður.
-
- Kóngur
- Póstar: 4273
- Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
- Reputation: 67
- Staða: Ótengdur
Re: Bílapælingar.
dori skrifaði:Ekki blekkja sjálfan þig. Það kostar minnst 50 þúsund með öllu á mánuði að eiga bíl (tryggingar, viðhald, bensín) en 70 þúsund er eiginlega mun líklegri tala.
Ég veit að það er skemmtilegt að vera á bíl (sérstaklega rétt eftir bílprófið) en áttu efni á þessu? Það er kannski alveg nóg að kaupa bara strætókort og fá bílinn hennar mömmu lánaðan við og við.
Veit ekki alveg hvernig þú ert að eyða 70 kalli á mánuði í bílinn þinn.
Ég keyri nú sæmilega mikið (1000+ km í mánuði) og ég er oftast að eyða í kringum 30.000 (tryggingar og bensín) á mánuði. Mér sýnist á bókhaldinu að ég hafi einu sinni farið yfir 50.000 kall.
Og ég er að keyra '99 VW Golf sem eyðir um 10L innanbæjar.
Svo eru náttúrulega aukagjöld eins og dekkjakostnaður, bifreiðagjöld, viðhald, skoðun, smur og annað, en ef þú deilir þessu yfir árið þá kannski nær þetta að bæta 5-10.000 krónum við mánaðarlega.
Og bílar eiga það náttúrulega til að bila, en þá er bara málið að eiga pening til hliðar fyrir því þar sem það er ekkert hægt að reikna með því hvort eða hvenær það gerist.
Skólakrakki með helgarvinnu þénar alveg nóg á mánuði til að reka bíl og eiga smá afgangs.
-
- 1+1=10
- Póstar: 1109
- Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
- Reputation: 3
- Staðsetning: Akureyri
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Bílapælingar.
Keypti Toyotu Yaris fyrir nokkru (stelpan mín er að taka bílprófið). Beinskiptur og með 1000cc vél. Eyðir innan við 7l á hundraði. Sérstaklega endingargóðir bílar og margir til á sölum keyrðir langt yfir 200k
Ég hef einnig mikla reynslu af Bens, á einn 240E týpuna og þetta eru eðalvagnar, þótt vissulega séu "the glory days over"
Margt smátt sem er að bila í þeim. Topplúgan festist snemma. Fer mikið með ljósaperur. Hækka takkinn á útvarpinu er með einhverja fáránlega hönnun, hækkar og lækkar til skiptis þótt í sömu átt sé snúið, bílstjórasætið byrjaði að rifna við 100k og eitthvað meir sem mér finnst frekar kauðalegt af MB eftir að hafa átt eldri módel.
Sterkasti bíllinn sem ég hef átt og á ennþá er Toyota Landcruiser VX80 árg. 1993, mæli samt ekki með honum fyrir skólafólk. Yaris-inn er hinsvegar eðal lausn og þarf ekki kosta mikið þar sem hægt er að versla töluvert af notuðum varahlutum í þessa bíla.
Ég hef einnig mikla reynslu af Bens, á einn 240E týpuna og þetta eru eðalvagnar, þótt vissulega séu "the glory days over"
Margt smátt sem er að bila í þeim. Topplúgan festist snemma. Fer mikið með ljósaperur. Hækka takkinn á útvarpinu er með einhverja fáránlega hönnun, hækkar og lækkar til skiptis þótt í sömu átt sé snúið, bílstjórasætið byrjaði að rifna við 100k og eitthvað meir sem mér finnst frekar kauðalegt af MB eftir að hafa átt eldri módel.
Sterkasti bíllinn sem ég hef átt og á ennþá er Toyota Landcruiser VX80 árg. 1993, mæli samt ekki með honum fyrir skólafólk. Yaris-inn er hinsvegar eðal lausn og þarf ekki kosta mikið þar sem hægt er að versla töluvert af notuðum varahlutum í þessa bíla.
Re: Bílapælingar.
Skoðaðu hvaða "reiknivél" sem er og veltu fyrir þér hvað þú eyðir í alla liði sem þeir taka fyrir. Og ekki gleyma afskriftum og viðgerðum. Þá ertu alveg snöggur að komast upp fyrir 50 þúsund kallinn.KermitTheFrog skrifaði:dori skrifaði:Ekki blekkja sjálfan þig. Það kostar minnst 50 þúsund með öllu á mánuði að eiga bíl (tryggingar, viðhald, bensín) en 70 þúsund er eiginlega mun líklegri tala.
Ég veit að það er skemmtilegt að vera á bíl (sérstaklega rétt eftir bílprófið) en áttu efni á þessu? Það er kannski alveg nóg að kaupa bara strætókort og fá bílinn hennar mömmu lánaðan við og við.
Veit ekki alveg hvernig þú ert að eyða 70 kalli á mánuði í bílinn þinn.