Setja modular plug á Ethernet snúru

Skjámynd

Höfundur
Krissinn
1+1=10
Póstar: 1122
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 21:19
Reputation: 1
Staðsetning: RNB
Staða: Ótengdur

Setja modular plug á Ethernet snúru

Pósturaf Krissinn » Lau 13. Okt 2012 18:53

Ég er að flytja í nýtt húsnæði og ég er búinn leggja ethernet kapal inní stofu fyrir IPTV myndlykilinn. Málið er að ég þurfti að klippa modular plug-ið af þeim enda sem fór í gegnum gatið á veggnum því kapallinn komst ekki í gegnum gatið með plug-inu á... Það var loftnetssnúra fyrir sem ég tók í burtu. Þetta er burðarveggur og ég er ekki með borvél til að stækka gatið þannig að ég þurfti að gera þetta. Málið er hvernig á að koma nýju plug-i á endann núna? Þarf endilega að koma svona klippur til að gera þetta eða? er ekki alveg að fara að borga um 4 eða 5 þús fyrir svona klippur sem ég mun bara nota einusinni. Þetta er Cat5e kapall býst ég við... Þarf ekki þá að kupa cat5e modular plug? Eða eru þessi plug alveg eins sem eru fyrir Ethernet kapla? Er líka verra að nota svona steyptan kapal sem er búið að klippa af öðru megin og setja svo annað á?




Blackened
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
Reputation: 14
Staðsetning: Babýlon norðursins
Staða: Ótengdur

Re: Setja modular plug á Ethernet snúru

Pósturaf Blackened » Lau 13. Okt 2012 19:07

Þú þarft sérstaka töng til að klemma tengið á kapalinn.. cat5e og ethernet kapall er basicly slétt sami hluturinn :) þarft bara 8pinna kló og töng.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Setja modular plug á Ethernet snúru

Pósturaf AntiTrust » Lau 13. Okt 2012 19:08

http://www.computer.is/vorur/2704/

Ekki svo dýrt, og um leið og maður kaupir sér töng byrjaður maður að gera alla sína kapla sjálfur.




playman
Vaktari
Póstar: 2001
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Reputation: 76
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Setja modular plug á Ethernet snúru

Pósturaf playman » Lau 13. Okt 2012 19:13

En klærnar eru soldið dýrar, 166kr stk síðast þegar að ég verslaði


CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9

Skjámynd

Klaufi
Stjórnandi
Póstar: 2350
Skráði sig: Mán 28. Des 2009 04:44
Reputation: 54
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Setja modular plug á Ethernet snúru

Pósturaf Klaufi » Lau 13. Okt 2012 19:16

playman skrifaði:En klærnar eru soldið dýrar, 166kr stk síðast þegar að ég verslaði


Hvar í andskotanum keyptir þú þær á þessu verði?


Mynd


playman
Vaktari
Póstar: 2001
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Reputation: 76
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Setja modular plug á Ethernet snúru

Pósturaf playman » Lau 13. Okt 2012 19:20

Klaufi skrifaði:
playman skrifaði:En klærnar eru soldið dýrar, 166kr stk síðast þegar að ég verslaði


Hvar í andskotanum keyptir þú þær á þessu verði?

Ljósgjafanum hérna á AK


CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9

Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Setja modular plug á Ethernet snúru

Pósturaf tdog » Lau 13. Okt 2012 19:21

AntiTrust skrifaði:http://www.computer.is/vorur/2704/

Ekki svo dýrt, og um leið og maður kaupir sér töng byrjaður maður að gera alla sína kapla sjálfur.


Mögulega lélegasta mod45 töng sem ég hef EVER notað. Þarft að klemma saman c.a 3. sinnum til að allir endarnir nái sambandi. Myndi ekki kaupa svona töng til mikilla nota undir 6 þúsundkalli.




playman
Vaktari
Póstar: 2001
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Reputation: 76
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Setja modular plug á Ethernet snúru

Pósturaf playman » Lau 13. Okt 2012 19:36

tdog skrifaði:
AntiTrust skrifaði:http://www.computer.is/vorur/2704/

Ekki svo dýrt, og um leið og maður kaupir sér töng byrjaður maður að gera alla sína kapla sjálfur.


Mögulega lélegasta mod45 töng sem ég hef EVER notað. Þarft að klemma saman c.a 3. sinnum til að allir endarnir nái sambandi. Myndi ekki kaupa svona töng til mikilla nota undir 6 þúsundkalli.

Maður á bara ekki að spara í verkfærum, nema að maður sé að fara að nota verkfærið einusinni og svo ekkert meyr.
Góð verkfæri eiga að endast manni í mörg ár en ekki eitt verk.


CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9

Skjámynd

Höfundur
Krissinn
1+1=10
Póstar: 1122
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 21:19
Reputation: 1
Staðsetning: RNB
Staða: Ótengdur

Re: Setja modular plug á Ethernet snúru

Pósturaf Krissinn » Lau 13. Okt 2012 19:51

Já okey, Þá verð ég víst að splæsa í eina góða svona töng :p En það liggur ekkert á þessu strax. Ég flyt ekki fyrr en í þarnæstu viku í mesta lagi. En svo er ég að fara aftur á eftir og leggja 3 kapla í viðbót, Þetta er svona gólflisti sem maður getur losað frá veggnum og það er ábyggilega hægt að setja 4 - 5 kapla á baðvið svo smellir maður listanum á svotil gerðar járn eða álspennur sem eru á veggnum. En spurningin er hvort það myndist truflun á að hafa 4 ethernet kapla þétt saman á bakvið svona lista? Það er þessi kapall sem fer inní stofu fer frá símainntaki sem er við hurðina sem í einu horninu á herberginu og kapallinn fer samsagt þaðan og útí næsta horn og svo frá því horni yfir í næsta horn og svo beint meðfram þeim vegg og inní stofu, semsagt ekki alveg hring í herberginu, Svo næsti kapall fer frá símainntaki og útí næsta horn og aðeins frá því horni og endar þar, hann er einnig fyrir IPTV myndlykil, Svo fer annar kapall frá símainntaki og útí næsta horn og svo í næsta horn og endar þar og ætla ég að nota hann fyrir turnvél, Svo er einn annar í viðbót sem fer frá símainntaki og úti fyrsta horn og endar líklega þar. Þannig að þeir liggja ekki saman nema á köflum.




Olli
Gúrú
Póstar: 573
Skráði sig: Sun 04. Mar 2007 14:19
Reputation: 25
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Setja modular plug á Ethernet snúru

Pósturaf Olli » Lau 13. Okt 2012 20:00

það sem þú varst að lýsa krefst teikningar ef þú vilt nákvæm svör, ég gat allavega ekki með neinu móti skilið þetta




axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1794
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 82
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Re: Setja modular plug á Ethernet snúru

Pósturaf axyne » Sun 14. Okt 2012 20:48

Þarft ekki að hafa neinar áhyggjur að hafa marga Cat kappla saman í þessum lista.


Electronic and Computer Engineer


biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Setja modular plug á Ethernet snúru

Pósturaf biturk » Sun 14. Okt 2012 21:36

ef þú ert á ak þá get eg gert þetta fyrir þig


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!

Skjámynd

sakaxxx
FanBoy
Póstar: 752
Skráði sig: Fim 24. Jan 2008 16:22
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Setja modular plug á Ethernet snúru

Pósturaf sakaxxx » Sun 14. Okt 2012 22:09

ég mæli með þessari http://www.computer.is/vorur/2705/
ég á svona notaði hana reyndar bara einu sinni en þetta svínvirkaði og þetta virðist vera gæða vara :happy


2600k gtx780 16gb

sjónvarps Intel Core2 Quad q6600 @3.0 Gtx660
  ▲
▲ ▲

Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Setja modular plug á Ethernet snúru

Pósturaf tdog » Sun 14. Okt 2012 22:18

sakaxxx skrifaði:ég mæli með þessari http://www.computer.is/vorur/2705/
ég á svona notaði hana reyndar bara einu sinni en þetta svínvirkaði og þetta virðist vera gæða vara :happy

Ég á líka svona töng, rubbish.



Skjámynd

Höfundur
Krissinn
1+1=10
Póstar: 1122
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 21:19
Reputation: 1
Staðsetning: RNB
Staða: Ótengdur

Re: Setja modular plug á Ethernet snúru

Pósturaf Krissinn » Sun 14. Okt 2012 22:21

biturk skrifaði:ef þú ert á ak þá get eg gert þetta fyrir þig


Ég er í Keflavík.... :(




logih
Græningi
Póstar: 27
Skráði sig: Þri 07. Ágú 2012 00:45
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Setja modular plug á Ethernet snúru

Pósturaf logih » Mán 15. Okt 2012 10:07

Ég get alveg lánað þér svona töng (góða), ef þú nennir að sækja í Hafnarfj. Get líka alveg splæst á þig tengi.



Skjámynd

Höfundur
Krissinn
1+1=10
Póstar: 1122
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 21:19
Reputation: 1
Staðsetning: RNB
Staða: Ótengdur

Re: Setja modular plug á Ethernet snúru

Pósturaf Krissinn » Mán 15. Okt 2012 11:57

Ég fór í gær og kláraði að leggja þessa kapla á baklvið gólflistann.Þetta lítur svona út:

Mynd
Hérna mun routerinn verða.


Mynd
Þarna er kapallinn kominn sem liggur inní stofu fyrir IPTV-ið.


Mynd
Séð yfir leiðina fyrir kaplana.


Mynd
Allir kaplarnir komnir.


Mynd
Kaplar fyrir Auka IPTV og PC Turn komnir á réttan stað.


Mynd
Kapall fyrir IPTV í stofu rétt áður en hann fer í gegnum vegginn.


Mynd
Búið að koma kaplli sem fer inní stofu á bakvið listann.


Mynd
Kapallinn sem vantar modular plugið á, Stofumegin.


Mynd
Svona lítur þetta út í heildina þegar allir kaplar eru komnir á sinn stað.



Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Setja modular plug á Ethernet snúru

Pósturaf tlord » Mán 15. Okt 2012 12:42

krissi24 skrifaði:Ég er að flytja í nýtt húsnæði og ég er búinn leggja ethernet kapal inní stofu fyrir IPTV myndlykilinn. Málið er að ég þurfti að klippa modular plug-ið af þeim enda sem fór í gegnum gatið á veggnum því kapallinn komst ekki í gegnum gatið með plug-inu á... Það var loftnetssnúra fyrir sem ég tók í burtu. Þetta er burðarveggur og ég er ekki með borvél til að stækka gatið þannig að ég þurfti að gera þetta. Málið er hvernig á að koma nýju plug-i á endann núna? Þarf endilega að koma svona klippur til að gera þetta eða? er ekki alveg að fara að borga um 4 eða 5 þús fyrir svona klippur sem ég mun bara nota einusinni. Þetta er Cat5e kapall býst ég við... Þarf ekki þá að kupa cat5e modular plug? Eða eru þessi plug alveg eins sem eru fyrir Ethernet kapla? Er líka verra að nota svona steyptan kapal sem er búið að klippa af öðru megin og setja svo annað á?


Það er hægt að skítmixa þetta án þess að vera með töng. Kliptu bara endann af stuttri snúru og splæstu endana saman. Einangraðu svo með málingarteipi til að þetta lúkki rétt!!



Skjámynd

Höfundur
Krissinn
1+1=10
Póstar: 1122
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 21:19
Reputation: 1
Staðsetning: RNB
Staða: Ótengdur

Re: Setja modular plug á Ethernet snúru

Pósturaf Krissinn » Mán 15. Okt 2012 14:22

tlord skrifaði:
krissi24 skrifaði:Ég er að flytja í nýtt húsnæði og ég er búinn leggja ethernet kapal inní stofu fyrir IPTV myndlykilinn. Málið er að ég þurfti að klippa modular plug-ið af þeim enda sem fór í gegnum gatið á veggnum því kapallinn komst ekki í gegnum gatið með plug-inu á... Það var loftnetssnúra fyrir sem ég tók í burtu. Þetta er burðarveggur og ég er ekki með borvél til að stækka gatið þannig að ég þurfti að gera þetta. Málið er hvernig á að koma nýju plug-i á endann núna? Þarf endilega að koma svona klippur til að gera þetta eða? er ekki alveg að fara að borga um 4 eða 5 þús fyrir svona klippur sem ég mun bara nota einusinni. Þetta er Cat5e kapall býst ég við... Þarf ekki þá að kupa cat5e modular plug? Eða eru þessi plug alveg eins sem eru fyrir Ethernet kapla? Er líka verra að nota svona steyptan kapal sem er búið að klippa af öðru megin og setja svo annað á?


Það er hægt að skítmixa þetta án þess að vera með töng. Kliptu bara endann af stuttri snúru og splæstu endana saman. Einangraðu svo með málingarteipi til að þetta lúkki rétt!!


Mun þá IPTV-ið ekkert lagga eða? :P




playman
Vaktari
Póstar: 2001
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Reputation: 76
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Setja modular plug á Ethernet snúru

Pósturaf playman » Mán 15. Okt 2012 14:31

krissi24 skrifaði:
tlord skrifaði:
krissi24 skrifaði:Ég er að flytja í nýtt húsnæði og ég er búinn leggja ethernet kapal inní stofu fyrir IPTV myndlykilinn. Málið er að ég þurfti að klippa modular plug-ið af þeim enda sem fór í gegnum gatið á veggnum því kapallinn komst ekki í gegnum gatið með plug-inu á... Það var loftnetssnúra fyrir sem ég tók í burtu. Þetta er burðarveggur og ég er ekki með borvél til að stækka gatið þannig að ég þurfti að gera þetta. Málið er hvernig á að koma nýju plug-i á endann núna? Þarf endilega að koma svona klippur til að gera þetta eða? er ekki alveg að fara að borga um 4 eða 5 þús fyrir svona klippur sem ég mun bara nota einusinni. Þetta er Cat5e kapall býst ég við... Þarf ekki þá að kupa cat5e modular plug? Eða eru þessi plug alveg eins sem eru fyrir Ethernet kapla? Er líka verra að nota svona steyptan kapal sem er búið að klippa af öðru megin og setja svo annað á?


Það er hægt að skítmixa þetta án þess að vera með töng. Kliptu bara endann af stuttri snúru og splæstu endana saman. Einangraðu svo með málingarteipi til að þetta lúkki rétt!!


Mun þá IPTV-ið ekkert lagga eða? :P

Fer bara eftir því hverninn þú gerir þetta.
Ef ég myndi fara þessa leið (sem ég myndi ekki gera), þá myndi ég lóða alla víranna samann og setja á þá herpihólka.


CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9

Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Setja modular plug á Ethernet snúru

Pósturaf tlord » Mán 15. Okt 2012 14:53

playman skrifaði:
krissi24 skrifaði:
tlord skrifaði:
krissi24 skrifaði:Ég er að flytja í nýtt húsnæði og ég er búinn leggja ethernet kapal inní stofu fyrir IPTV myndlykilinn. Málið er að ég þurfti að klippa modular plug-ið af þeim enda sem fór í gegnum gatið á veggnum því kapallinn komst ekki í gegnum gatið með plug-inu á... Það var loftnetssnúra fyrir sem ég tók í burtu. Þetta er burðarveggur og ég er ekki með borvél til að stækka gatið þannig að ég þurfti að gera þetta. Málið er hvernig á að koma nýju plug-i á endann núna? Þarf endilega að koma svona klippur til að gera þetta eða? er ekki alveg að fara að borga um 4 eða 5 þús fyrir svona klippur sem ég mun bara nota einusinni. Þetta er Cat5e kapall býst ég við... Þarf ekki þá að kupa cat5e modular plug? Eða eru þessi plug alveg eins sem eru fyrir Ethernet kapla? Er líka verra að nota svona steyptan kapal sem er búið að klippa af öðru megin og setja svo annað á?


Það er hægt að skítmixa þetta án þess að vera með töng. Kliptu bara endann af stuttri snúru og splæstu endana saman. Einangraðu svo með málingarteipi til að þetta lúkki rétt!!


Mun þá IPTV-ið ekkert lagga eða? :P

Fer bara eftir því hverninn þú gerir þetta.
Ef ég myndi fara þessa leið (sem ég myndi ekki gera), þá myndi ég lóða alla víranna samann og setja á þá herpihólka.



hei! við erum að tala um skítmix mér.

bara af-einangra endana með tönnunum (eða eldhúshníf), snúa þá saman og binda um draslið með málingarteipi

klikkar ekki ef þetta er gert sæmilega (grínlaust)




playman
Vaktari
Póstar: 2001
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Reputation: 76
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Setja modular plug á Ethernet snúru

Pósturaf playman » Mán 15. Okt 2012 15:01

tlord skrifaði:
playman skrifaði:
krissi24 skrifaði:
tlord skrifaði:
krissi24 skrifaði:Ég er að flytja í nýtt húsnæði og ég er búinn leggja ethernet kapal inní stofu fyrir IPTV myndlykilinn. Málið er að ég þurfti að klippa modular plug-ið af þeim enda sem fór í gegnum gatið á veggnum því kapallinn komst ekki í gegnum gatið með plug-inu á... Það var loftnetssnúra fyrir sem ég tók í burtu. Þetta er burðarveggur og ég er ekki með borvél til að stækka gatið þannig að ég þurfti að gera þetta. Málið er hvernig á að koma nýju plug-i á endann núna? Þarf endilega að koma svona klippur til að gera þetta eða? er ekki alveg að fara að borga um 4 eða 5 þús fyrir svona klippur sem ég mun bara nota einusinni. Þetta er Cat5e kapall býst ég við... Þarf ekki þá að kupa cat5e modular plug? Eða eru þessi plug alveg eins sem eru fyrir Ethernet kapla? Er líka verra að nota svona steyptan kapal sem er búið að klippa af öðru megin og setja svo annað á?


Það er hægt að skítmixa þetta án þess að vera með töng. Kliptu bara endann af stuttri snúru og splæstu endana saman. Einangraðu svo með málingarteipi til að þetta lúkki rétt!!


Mun þá IPTV-ið ekkert lagga eða? :P

Fer bara eftir því hverninn þú gerir þetta.
Ef ég myndi fara þessa leið (sem ég myndi ekki gera), þá myndi ég lóða alla víranna samann og setja á þá herpihólka.



hei! við erum að tala um skítmix mér.

bara af-einangra endana með tönnunum (eða eldhúshníf), snúa þá saman og binda um draslið með málingarteipi

klikkar ekki ef þetta er gert sæmilega (grínlaust)

Skítamix er fínt til Þess að redda sér í smá tíma, ekkert af því sossum ;)
En þar sem að hann er að leggja þetta svona vel á bakvið lista og alles, þá er best að gera þetta bara almennilega strax, til þess að koma í vegfyrir
framtíðar vandamál :happy


CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9

Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Setja modular plug á Ethernet snúru

Pósturaf tlord » Mán 15. Okt 2012 15:08

hættu þessu nöldri! Hann er með enda sem þarf að tengja í myndlykilinn, það er ekki inn í vegg.




N0N4M3
Nýliði
Póstar: 10
Skráði sig: Mið 10. Nóv 2010 10:42
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Setja modular plug á Ethernet snúru

Pósturaf N0N4M3 » Mán 15. Okt 2012 19:21

Best að venja sig ekki á skítamix, munar engu í tíma að gera þetta vel.
Kaplarnir verða ekki fyrir truflun af hvorum öðrum, þeir verða hinsvegar við truflun af "venjulegum" húsaraflögnum þ.s. straumurinn er meiri. Hærri amperegildi = öflugra segulsvið.
Annars eru smá vísindi á bakvið hvernig cat kaplarnir eru gerðir. Það er ákveðinn snúningur á þeim fyrir ákveðna tíðni og ákveðið viðnámsgildi fyrir lengdareiningu..
Það gerir kannski ekki mikið að splæsa kaplinum saman á einum stað en ef þú ætlar að fokka mikið í þessu þá ertu að skjóta þig í fótinn.

Kaupið molana frekar í ískraft/s.guðjónsson/rönning eða öðrum raflagnaheildverslunum. Minnir að ég keypti 100stk af þessu á 500 kall, að vísu með afslætti.




dadik
Tölvutryllir
Póstar: 639
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 112
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Setja modular plug á Ethernet snúru

Pósturaf dadik » Mán 15. Okt 2012 19:46

Hvar fær maður þá almennilega crimp töng?


ps5 ¦ zephyrus G14