Sælir
Ég er með þráðlausa fjarstýringu á Media Center boxinu mínu sem að er að gera mig alveg geðveikann
Þetta er svona græja sem að ég keypti fyrir nokkrum mánuðum hjá Tölvutek
Málið er að hún er alltaf að detta út, virðist allt í einu ekki ná sambandi þannig að ég þarf alltaf að ýta á takkann sem að lætur hana finna nýja rás sem að er frekar hvimleitt þar sem að takkinn fyrir það er undir hlífinni fyrir batterýin og stundum þarf ég að taka batterýin úr til að fá fjarstýringuna inn ef að takkinn vill ekki finna móttakarann, þetta angrar mig mjög mikið þar sem að það er ekki lyklaborð eða mús tengt við vélina
Það litla sem að manualinn segir er að ef að einhver vandræði verða þá verði að ýta á takkann til að fá hana til að skipta um rás en annars ekkert, mér finnst þetta frekar asnalegt, ég er kanski að ýta niður með örvatakkanum til að skoða skrár og þá dettur hún allt í einu út og hættir að virka
Kanski er bara eitthvað svaka conflict í gangi hérna og mig langar ekkert að fara með fjarstýringuna aftur í Tölvutek og svo finna þeir jafnvel ekkert að henni, ég hef áður verið með Media Center fjarstýringu frá Kísildal og hún virkaði fínt, ég er með þráðlaust lyklaborð og mús í næsta herbergi og það virkar fínt, aldrei nein vandræði þar.
Það eru oft tengdar margar þráðlausar vélar hérna en það virðist ekki skipta fjarstýringuna neinu máli hvort að það sé 1 eða miklu fleiri (það eru 5 vélar tengdar þráðlaust á netið hérna núna)
Ég er með Ljósleiðara og er með Edimax Router frá Hringdu, að meðaltali 3 fartölvur tengdar þráðlaust við hann og svo er þráðlaust sett, lyklaborð og mús tengd við dokku inní herbergi hjá mér, einn Vodafone smart sími og Kindle tölva líka tengd þráðlaust, allt af þessu virkar fínt svo eru endalaus vandræði á fjarstýringunni
Vélin sem að fjarstýringin er tengd við hefur eftirfarandi spekka ef að það skyldi hjálpa eitthvað, móttakarinn er tengdur í USB2 tengi en ekki USB3
Shuttle XPC SZ68R5
Intel i7 3770K
8 GB DDR3-1600
1 GB GTX 460
128 GB Corsair Force3
2 TB Seagate HDD
Blu-Ray skrifari
Einhverjar hugmyndir, er þetta bilað eða er ég ekki að fatta eitthvað hérna?
Vandræði með þráðlausa Media Center fjarstýringu
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3079
- Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
- Reputation: 46
- Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Vandræði með þráðlausa Media Center fjarstýringu
Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3079
- Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
- Reputation: 46
- Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Vandræði með þráðlausa Media Center fjarstýringu
Enginn?
Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16545
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2127
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Vandræði með þráðlausa Media Center fjarstýringu
Ég er með svona fjarstýringu, keypti hana á ebay fyrir nokkrum árum síðan.
Til að fá hana til að virka þá ýti ég alltaf á "i" takkann áður en ég geri nokkuð annað, það virðist vekja hana úr "sleep mode".
Til að fá hana til að virka þá ýti ég alltaf á "i" takkann áður en ég geri nokkuð annað, það virðist vekja hana úr "sleep mode".
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3079
- Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
- Reputation: 46
- Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Vandræði með þráðlausa Media Center fjarstýringu
Ég sá þetta núna, ég hef ekki prufað þetta með i takkann
Eftir að ég las þetta þá prufaði ég, það virðist vera nóg fyrir mig að gera mikið með fjarstýringunni, ég prufaði að skrolla mikið upp og niður þangað til að fjarstýringin hætti að virka, hún vill ekki koma inn aftur ef að ég ýti á i takkann
Eftir að ég las þetta þá prufaði ég, það virðist vera nóg fyrir mig að gera mikið með fjarstýringunni, ég prufaði að skrolla mikið upp og niður þangað til að fjarstýringin hætti að virka, hún vill ekki koma inn aftur ef að ég ýti á i takkann
Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.