Sælt veri fólki.
Ég er með Asus tölvu sem fór skyndilega að vera með eithvað sambandsleysi í powerplugginu, hún hefur ekki að mínu viti lent í neinu hnjaski, en það þarf að halda fast við tengið svo hún hlaði, eins á sama tíma hefur LAN snúru tengið verið með vesen líka. Ég veit ekki hvort þetta séu tengd vandamál. Hvaða verkstæði er best að fara á og láta skoða þetta, eru menn almennt með frítt skoðunargjald ?
Vesen með powerplug og LAN tengi á ASUS
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 5
- Skráði sig: Fim 06. Sep 2012 22:33
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6354
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 161
- Staða: Ótengdur
Re: Vesen með powerplug og LAN tengi á ASUS
Hljómar eins og AC tengið á lappanum sé orðið lélegt eða lóðningin á því slæm - Myndi spjalla við Tölvuland, hann er mjög sanngjarn á svona viðgerðir, sem eru yfirleitt í dýrari kantinum.
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 919
- Skráði sig: Fim 13. Mar 2008 00:39
- Reputation: 17
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Vesen með powerplug og LAN tengi á ASUS
Mæli líka með www.tolvuland.is hann Þórarinn er ekki lengi að laga þetta fyrir þig.
Ekki treysta því að fólk skilji þig þó að það setji upp gáfulegan svip og segji já.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1725
- Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
- Reputation: 20
- Staða: Ótengdur
Re: Vesen með powerplug og LAN tengi á ASUS
Lenti í þessu með Acer fartölvuna mína, þar var vandamálið bara hleðslutækið
Síðast breytt af capteinninn á Þri 30. Apr 2013 09:42, breytt samtals 1 sinni.
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 5
- Skráði sig: Fim 06. Sep 2012 22:33
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Vesen með powerplug og LAN tengi á ASUS
Já þetta er ný tölva og hefur ekki lent í neinu sem gæti útskýrt þetta, ekki að mér vitandi allavega, mig langar að láta áháðan aðila skoða hana fyrst og fá álit áður en ég fer með hana þangað sem hún er keypt. Ég kíki á tolvuland. Takk fyrir svörin
Re: Vesen með powerplug og LAN tengi á ASUS
methylman skrifaði:Mæli líka með http://www.tolvuland.is hann Þórarinn er ekki lengi að laga þetta fyrir þig.
Var að skoða þessa síðu.
Það þarf að rykhreinsa allar fartölvur á að lágmarki 3 mánaða fresti og jafnvel oftar.
Seriously?
-
- Vaktari
- Póstar: 2001
- Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
- Reputation: 75
- Staðsetning: Akureyri
- Staða: Ótengdur
Re: Vesen með powerplug og LAN tengi á ASUS
beggi90 skrifaði:Það þarf að rykhreinsa allar fartölvur á að lágmarki 3 mánaða fresti og jafnvel oftar.
Seriously?
Þetta er kanski aðeins of extreme, en náttúrulega fer þetta eftir notkun og notkunarsvæði.
Það er liðið eitt ár síðan að ég hreynsaði mína ferðavél og það sést varla á henni.
Góð leið til þess að sjá hvort að það þurfi að rykhreynsa hana er að taka vasaljós og lýsa inní viftuopið og horfa svo inní þar sem að
kæliristin er staðsett.
Ef þú sérð ljós þá ertu í góðum málum, ef ekki þá þarftu að láta rykhreinsa hana.
Ég fékk eina vél til mín um árið, og þegar að ég var búin að opna viftuna þá blasti við mér tæplega centimeters þykkt "teppi"
fyrir ristinni.
CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6354
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 161
- Staða: Ótengdur
Re: Vesen með powerplug og LAN tengi á ASUS
beggi90 skrifaði:methylman skrifaði:Mæli líka með http://www.tolvuland.is hann Þórarinn er ekki lengi að laga þetta fyrir þig.
Var að skoða þessa síðu.Það þarf að rykhreinsa allar fartölvur á að lágmarki 3 mánaða fresti og jafnvel oftar.
Seriously?
Þetta er nú kannski ekki e-ð sem ég myndi alhæfa svona - En mæla með klárlega. Ryk og meðfylgjandi hitamyndum hefur alveg ótrúleg áhrif á líftíma á fartölvum, ég rykhreinsa mínar vélar aldrei sjaldnar en á 6mánaða fresti.
Re: Vesen með powerplug og LAN tengi á ASUS
Ég held að það sé algjör óþarfi að rykhreinsa tölvu oftar en árlega nema þú sért að nota hana í skrýtnum aðstæðum. Eða ef þú átt hund/kött, þá væri ekki úr vegi að fara kannski helmingi oftar.
Að segja að 3ja mánaða frestur sé lágmark finnst mér svolítið mikið ýkt.
Bætt við
Viðbót #2:
Kíkti fyrst á síðuna eftir að ég las þennan þráð. Þar er verið að tala um rykhreinsun með því að blása þrýstilofti í gegnum viftuna og losa þannig um stýflur og eitthvað ryk. Ef það er þannig sem fólk hreinsar tölvunar sínar þá gæti ég örugglega tekið undir að það sé eitthvað sem ætti að gera oftar en árlega (enda fer örugglega í mesta lagi 50% af rykinu virkilega út þannig).
Að segja að 3ja mánaða frestur sé lágmark finnst mér svolítið mikið ýkt.
Bætt við
Við áhugamenn sem getum gert þetta sjálfir gerum það auðvitað. En að gefa neytendum almennt þá hugmynd að það þurfi að gera þetta svona oft er spes. Reyndar er kannski í lagi að "hræða" þá til að þeir fari þá kannski árlega með hana og finnist þeir samt vera að fara sjaldan með hana í hreinsun. En samt ekki...AntiTrust skrifaði:Þetta er nú kannski ekki e-ð sem ég myndi alhæfa svona - En mæla með klárlega. Ryk og meðfylgjandi hitamyndum hefur alveg ótrúleg áhrif á líftíma á fartölvum, ég rykhreinsa mínar vélar aldrei sjaldnar en á 6mánaða fresti.
Viðbót #2:
Kíkti fyrst á síðuna eftir að ég las þennan þráð. Þar er verið að tala um rykhreinsun með því að blása þrýstilofti í gegnum viftuna og losa þannig um stýflur og eitthvað ryk. Ef það er þannig sem fólk hreinsar tölvunar sínar þá gæti ég örugglega tekið undir að það sé eitthvað sem ætti að gera oftar en árlega (enda fer örugglega í mesta lagi 50% af rykinu virkilega út þannig).