tdog skrifaði:"Sæll,
Samkvæmt 3. gr. höfundarlaga nr. 73/1972 hefur höfundur einkarétt til að gera eintök af verki sínu og til að birta það í upphaflegri mynd eða breyttri. Til að Netflix öðlist rétt til að selja þeim sem búsettir eru á Íslandi áskrift af sinni þjónustu þarf fyrst að afla leyfis frá rétthöfum og greiða fyrir þá notkun, en það hefur Netflix ekki gert. Vegna ofangreindra ástæðna, þá selur Netflix ekki áskrift til Íslands og hefur aldrei gert, enda væri slíkt athæfi ólöglegt, enda í andstöðu við ofangreint lagaákvæði.
Netflix er ekki rétthafi á efni sem þér sýna hér á íslandi þó þeir séu það í BNA.
Kveðja
Snæbjörn"
Aðspurður hvort það sé skýr lagabókstafur fyrir áðurnefndum dreifingar og sýningarrétti.
Smáís er þá líklega milliliður réttahafa í þessu máli (innheimtir gjöld?). Hvað ætli þessi rétthafagjöld væru há á íslandi? Svona ef maður hefði áhuga á að stofna "netflix.is" síðu með 100% sama efni (og þá ekkert innlent). Ætli þau séu fast gjald per selt eintak, föst upphæð eða? Nú veit ég að til er Filma.is og þar eru verðin ekkert sérstaklega spennandi á net-legan mælikvarða en vel samkeppnishæf á íslenskan mælikvarða. Er rétthafinn kannski Sena/XXX? og þeir rukka gríðarlegt gjald?
Afhverju ætli það sé ekki kominn grunnur fyrir "flatt gjald á mánuði fyrir hvað sem þú vilt" á íslandi? Mig langar rosalega að kynna mér þetta mál almennilega, en ég er orðinn of gamall til að verða mjög reiður yfir einhverju og hef því ekkert voðalega mikla nennu í mér til að skoða málið nánar.