Sælir,
ég er að reyna að búa til lítið led ljós í skreytingu sem þarf bara að vera einnota og vatnshelt. Kunningi minn setti saman test unit með einni grænni díóðu og tveimur SR44 1,55V rafhlöðum.
Vatnheldni parturinn af hönnuninni er alveg klár en það sem ég tók eftir þegar ég var að taka tímann á endingu rafhlaðnanna var að ljósið dofnaði strax eftir ca 3 tíma. Eftir það þá lifði það töluvert lengi en birtan er ekki nægileg fyrir þá notkun sem ljósið er ætlað í.
Getur einhver snillingur sagt mér kannski hvernig bæta megi þetta til að fá led til að lýsa í ca 10 tíma án þess að missa mikinn styrk. Eins og fyrr þá á þetta að vera einnota en hlutirnir sem voru notaðir í testið voru til í vinnunni hjá kunningja mínum. Kannski er hægt að fá annarskonar díóður td í Íhlutum.
Er einhver rafeindasnillingur hérna?
Re: Er einhver rafeindasnillingur hérna?
http://allenergies.net/lighting/ledlight.html
gædir gert breitingar á þessu og sett 1 9 volta raflöðu iní (:
gædir gert breitingar á þessu og sett 1 9 volta raflöðu iní (:
-
- Vaktari
- Póstar: 2105
- Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
- Reputation: 175
- Staðsetning: Heima
- Staða: Ótengdur
Re: Er einhver rafeindasnillingur hérna?
Ég myndi segja að besta uppsprettan fyrir led ljós sé á tölvuverkstæðum. Þar ættirðu að geta fengið að gramsa og taka led ljós úr ónýtum tölvukössum til dæmis, og þá eru þau oftast í tveim litum (sér litur fyrir power/loading ljós).
i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1794
- Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
- Reputation: 82
- Staðsetning: DK
- Staða: Ótengdur
Re: Er einhver rafeindasnillingur hérna?
Sleppa þessum rafhlöðum og nota 2x AAA fyrir hverja díóðu.
Færð aldrei lengri endingu nema uppfæra rafhlöðurnar eða minnka ljósstyrkinn.
Færð 1000–1200 mAh í staðinn fyrir 200mAh
Færð aldrei lengri endingu nema uppfæra rafhlöðurnar eða minnka ljósstyrkinn.
Færð 1000–1200 mAh í staðinn fyrir 200mAh
Electronic and Computer Engineer
-
Höfundur - FanBoy
- Póstar: 725
- Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
- Reputation: 42
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Staða: Ótengdur
Re: Er einhver rafeindasnillingur hérna?
axyne skrifaði:Sleppa þessum rafhlöðum og nota 2x AAA fyrir hverja díóðu.
Færð aldrei lengri endingu nema uppfæra rafhlöðurnar eða minnka ljósstyrkinn.
Færð 1000–1200 mAh í staðinn fyrir 200mAh
Það er alveg séns, slíkar rafhlöður eru líka ódýrari en þær litlu. Myndiru halda að það þyrfti að setja "resistor" á milli. Minnir að þessar díóður séu 2V en með tvær AAA rafhlöður ertu komin með 3V?
Ég er novice, leiðréttu mig ef ég fer með rangt mál
IBM PS/2 8086
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1794
- Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
- Reputation: 82
- Staðsetning: DK
- Staða: Ótengdur
Re: Er einhver rafeindasnillingur hérna?
Grænar díóður fella frá 1.9 til 4.0 V yfir sig Wikipedia
Ef þú ert með tengd við 2x 1.5V batterý og vilt reikna fyrir viðnámi þá er yfirleitt miðan við 20mA straum í gegnum 5mm ljósdíóður og gefum okkur það séu 2V sem falla yfir díóðuna þína og því þarf 1V að falla yfir viðnámið.
viðnámið, R = 1V / 0.02 = 50ohm sem þú ert með tengd í seríu við ljósdíóðuna.
Ef þú ert með tengd við 2x 1.5V batterý og vilt reikna fyrir viðnámi þá er yfirleitt miðan við 20mA straum í gegnum 5mm ljósdíóður og gefum okkur það séu 2V sem falla yfir díóðuna þína og því þarf 1V að falla yfir viðnámið.
viðnámið, R = 1V / 0.02 = 50ohm sem þú ert með tengd í seríu við ljósdíóðuna.
Electronic and Computer Engineer