Nýjar innstungur

Allt utan efnis

Höfundur
Rektor
Nýliði
Póstar: 15
Skráði sig: Fim 26. Júl 2012 14:26
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Nýjar innstungur

Pósturaf Rektor » Fim 02. Ágú 2012 12:19

Sælir,

Er einhver rafmagnsmeistari sem þekkir hvort það sé mikið mál að fjölga innstungum (jafnvel draga úr einni og setja aðra við hliðiná utanáliggjandi)? Vantar fleiri innstungur í stofu m.a. fyrir powerline plögga.



Skjámynd

Oak
Bara að hanga
Póstar: 1590
Skráði sig: Fim 15. Okt 2009 16:51
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Nýjar innstungur

Pósturaf Oak » Fim 02. Ágú 2012 12:26

Fer allt eftir því hvort að veggurinn sé steyptur eða ekki, en annars er þetta ekkert mál. 73mm bor, mát dósir og smá vír. :D


i7 950 @ 3.2 GHz | Scythe Yasha | GA-X58A-UD3R | Mushkin 12GB kit (3x4GB) DDR3 1333MHz | PNY GTX570 | HDD 1 TB | Tacens 700W | 24" ViewSonic | W7 x64


Höfundur
Rektor
Nýliði
Póstar: 15
Skráði sig: Fim 26. Júl 2012 14:26
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Nýjar innstungur

Pósturaf Rektor » Fim 02. Ágú 2012 13:18

Þetta er steyptur veggur, nenni ekki að fara að bora fyrir nýrri innstungu svo ég myndi heldur vilja draga úr þeirri sem er fyrir í nýja við hliðiná, sem má þá liggja utaná veggnum. Myndi það e.t.v. vera of mikið load á línuna, þekkið þið það?



Skjámynd

Benzmann
Bara að hanga
Póstar: 1567
Skráði sig: Þri 11. Nóv 2008 14:58
Reputation: 41
Staðsetning: Breiðholt
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nýjar innstungur

Pósturaf Benzmann » Fim 02. Ágú 2012 13:27

Rektor skrifaði:Þetta er steyptur veggur, nenni ekki að fara að bora fyrir nýrri innstungu svo ég myndi heldur vilja draga úr þeirri sem er fyrir í nýja við hliðiná, sem má þá liggja utaná veggnum. Myndi það e.t.v. vera of mikið load á línuna, þekkið þið það?


fer allt eftir því hve þykk línan er (þú villt ekki kveikja í húsinu þínu) og svo hversu stórt öryggi þú ert með á línunni, minnir að hámarkið sé 13 eða 14 ampera öryggi sem er leyfilegt í íbúðarhúsum


CPU: Intel i9 13900K | MB: Asus ROG Strix Z790-E Gaming| GPU: Asus TUF RTX 3080 OC 10gb | Case: Corsair 7000D| PSU: Corsair RM850x 850W | RAM: Kingston Fury 5600mhz 64gb |Storage: 2x Samsung 980Pro 2Tb| OS: Windows 11 Enterprise E5 64bit


Gislinn
FanBoy
Póstar: 769
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 01:07
Reputation: 50
Staða: Ótengdur

Re: Nýjar innstungur

Pósturaf Gislinn » Fim 02. Ágú 2012 18:12

Benzmann skrifaði:
Rektor skrifaði:Þetta er steyptur veggur, nenni ekki að fara að bora fyrir nýrri innstungu svo ég myndi heldur vilja draga úr þeirri sem er fyrir í nýja við hliðiná, sem má þá liggja utaná veggnum. Myndi það e.t.v. vera of mikið load á línuna, þekkið þið það?


fer allt eftir því hve þykk línan er (þú villt ekki kveikja í húsinu þínu) og svo hversu stórt öryggi þú ert með á línunni, minnir að hámarkið sé 13 eða 14 ampera öryggi sem er leyfilegt í íbúðarhúsum


16 amper er mjög algengt öryggi á eldavélar, þvottavélar og þurkara, þannig að 13-14 er rugl. :-)

Annars þá hafa menn verið að leggja 3-fasa rafmagn á 20 amperum í bílskúra hjá sér en það þarf oftast sérstakt leyfi til þess.

Inntak til hús má ekki vera meira en 63A, 25A er max fyrir eldavél og bakaraofn og slíkt, þvottavél og þurkarar meiga vera 16A og ljós eru max 10A.


common sense is not so common.

Skjámynd

OliA
Fiktari
Póstar: 97
Skráði sig: Mið 19. Mar 2003 01:23
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nýjar innstungur

Pósturaf OliA » Fim 02. Ágú 2012 21:06

Að bæta við tenglum er ekkert stórmál, getur m.a. fengið þér tvöfaldan tengil sem passar í dósina (73mm gat) eða fjórfaldann og hægt er að fá þá báða sem svona semi innfelda. Það er lang auðveldasta lausnin á þessu vandamáli.

Hér er mynd af svona fjórföldum tengli

Annars er bara að setja tvöfaldan tengil og bora sig inn í dós sem er rafmagn og leggja kapal þangað.

Best er alltaf að fá fagmann til að gera þetta.

Svo til að svara þessu með sverleika á vírum og öryggjum sem einn benti á :

Sverleiki er mældur í mm2, eða oftast kallað kvaðrat hjá rafvirkjum og er án efa þrír 1,5mm2 vírar í tengilinn hjá þér.
13A öryggi eru að verða algengari og er ekki óalgengt að sjá þau í töflum í dag.
Inntök í íbúðarhús má vera meira en 63A, en er sjaldnast meira en 50A (sem er það minnsta sem hægt er að fá hjá Rarik og Norðurorku).
Öryggi fyrir ljósagreinar eru yfirleitt ekki stærri en 10A, þ.e.a.s. þau öryggi sem skaffa þér ljós og tengla.
Tengar fyrir þvottavélar og þurrkara eru oftast 16A, þar sem þau tæki vinna fljótar á hærri straum (Hægt er að stilla mörg tæki í dag til að draga annaðhvort 10A eða 16A).
Helluborð í dag geta tekið 7500W-9000W og þurfa þessvegna stærri öryggi en 25A (9000/230 eru u.þ.b 40A).

Þess má geta að allar stærri breytingar, eins og raflögn í bílskúr þarf að tilkynna og fá rafvirkja til að framkvæma hana. Rafvirkjameistari ber ábyrgð á húsinu frá það er byggt og það rifið, nema annar aðili taki við. Samanber þessa frétt http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/02/02/fekk_raflost_i_badinu/


The real problem with hunting elephants is carrying the decoys.


Höfundur
Rektor
Nýliði
Póstar: 15
Skráði sig: Fim 26. Júl 2012 14:26
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Nýjar innstungur

Pósturaf Rektor » Fös 03. Ágú 2012 00:32

Takk kærlega fyrir svörin




Arnarr
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 367
Skráði sig: Þri 12. Okt 2004 21:28
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Nýjar innstungur

Pósturaf Arnarr » Sun 05. Ágú 2012 23:54

Gislinn skrifaði:16 amper er mjög algengt öryggi á eldavélar, þvottavélar og þurkara, þannig að 13-14 er rugl. :-)

Annars þá hafa menn verið að leggja 3-fasa rafmagn á 20 amperum í bílskúra hjá sér en það þarf oftast sérstakt leyfi til þess.

Inntak til hús má ekki vera meira en 63A, 25A er max fyrir eldavél og bakaraofn og slíkt, þvottavél og þurkarar meiga vera 16A og ljós eru max 10A.


Fyrirgefðu en hvaða bull er þetta??




Gislinn
FanBoy
Póstar: 769
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 01:07
Reputation: 50
Staða: Ótengdur

Re: Nýjar innstungur

Pósturaf Gislinn » Mán 06. Ágú 2012 00:27

Arnarr skrifaði:Fyrirgefðu en hvaða bull er þetta??


Upplýsingar sem ég fékk hjá rafvirkja sem vinnur við þetta alla daga. Myndi treysta honum töluvert betur heldur en meirihluta notenda vaktarinnar varðandi þessi mál. :happy


common sense is not so common.

Skjámynd

Gunnar
Vaktari
Póstar: 2344
Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
Reputation: 59
Staðsetning: 105 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Nýjar innstungur

Pósturaf Gunnar » Mán 06. Ágú 2012 00:56

ef einhver veit um reglugerðina þá má hann linka á hana hér. þá getið þið hætt að rífast um hver hefur rétt fyrir sér og lesið hana.