uppfærslur hjá búðum

Hugmyndadeild, kvartanadeild og gleðideild

Höfundur
Jon210
Nýliði
Póstar: 12
Skráði sig: Mán 14. Júl 2003 17:58
Reputation: 0
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

uppfærslur hjá búðum

Pósturaf Jon210 » Mán 21. Jún 2004 15:56

Ég var að pæla hvort að fjórar búðir á vaktinni séu hættar að uppfæra.
task uppfærði síðast 31/5
boðeind uppfærði síðast 21/5
kt tölvur uppfærði síðast 18/5
kk tölvur uppfærði síðast 29/4

svo er eitt annað.
Það er smá villa í verði á 250GB (7.2 RPM) disk hjá computer.is. Hjá ykkur kostar hann 227051 KR en ódýrasti 250GB dskurinn hjá þeim er á 22.705 KR
Bara að koma þessu á framfæri


Jón Bjarni

Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Mán 21. Jún 2004 16:34

kannski eru svo litlar verðbreytingar búnar að vera? hvernig er vaktin m.v. verðin hjá þessum búðum?




Runar
Ofur-Nörd
Póstar: 298
Skráði sig: Fös 27. Jún 2003 19:31
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Pósturaf Runar » Mán 21. Jún 2004 18:57

Mér finnst bara svo lítið hægt að fara eftir þessum verðum í dag á vaktinni.. nokkrar tölvubúðir sem uppfæra aldrei, sumar sem eru uppfærðar af vaktinni á 2 vikna fresti..

Svo eru svo margar villur í þessu.. sérstaklega það sem vaktin sjálfir uppfæra.. stundum er eins og þeir fara of hratt yfir þetta og sjá ekki lægstu verðin.. hver verður þá tilgangurinn með þetta?

Svo eru skjákortin í hakki.. mörg GF FX kort.. sum sem eru listuð sem venjulegt kannski FX5600 sem er svo low budget útgáfa ( klukku hraðinn miklu lægri en á venjulegu kortunum ) og þess vegna ekkert hægt að bera þau saman.. og ekki bara þetta kort.. mörg önnur.. það eru til svo mörg heiti á þetta.. XT, Pro, LE og fleirra.. það þarf að vita nákvæmlega hvað þetta allt þíðir til að vita hvaða kort á heima í hvaða flokki..

Það þarf virkilega að fara taka á þessu finnst mér..

Ég skil alveg sumar tölvubúðir að þær hafa ekki tíma í að láta starfsmenn vera fylgjast með breytingum allan tímann á vörum hjá sér til að fara á vaktina og uppfæra.. þetta krefst mikla vinnu ef það á að halda þessu alltaf uppfærðu.. bæði fyrir starfsmenn tölvubúðanna og þá sem sjá um vaktina.

Ég er ekki að meina neitt illt með þetta.. en þetta eru bara staðreyndir.. mjög einfalt.



Skjámynd

OverClocker
spjallið.is
Póstar: 419
Skráði sig: Mið 04. Des 2002 22:30
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf OverClocker » Mán 21. Jún 2004 19:23

Sumar verslanir (t.d. @, Start og Tölvuvirkni) virðast uppfæra næstum daglega þannig að þá hljóta hinar að geta það líka. Ég segi út með þessar verslanir sem uppfæra sjaldan, eru miklu dýrari en aðrar verslanir eða eru með fáar vörur inni, td KK og KT , með fullri virðingu fyrir þessum verslunum þá bara eiga þær ekki heima á vaktinni.


Svo mætti banna að setja noname vörur í listann, td vinnsluminni. Enginn sem veit eitthvað um tölvur kaupir noname minni, en það gefur pottþétt grænt á vaktinni og gefur villandi mynd af verðmun milli verslana.



Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf kiddi » Mán 21. Jún 2004 19:38

Ég ítreka aftur að Verðvaktin er aðallega til að veita dæmi um verðþróun, það er útilokað að sjá til þess að Verðvaktin sé rétt að öllum stundum, nema hafa mann í fullri vinnu við þetta.. og meiraðsegja þá er ekki hægt að passa að þetta sé rétt. Verslanirnar sem uppfæra sjálfar, gera það ekki alltaf í takt við uppfærslur á þeirra eigin heimasíðum, að auki sem verslanir eiga það til að merkja vörur rangt.

Sumar þær verslanir sem virðast ekki hafa uppfært í töluverðan tíma, hafa oft einfaldlega ekki uppfært verðin sín.

Ef við förum að stjórna Vaktinni eftir hlutum eins og... hvað er no-name, hvað er drasl og hvað er gott, setja inn bara búðirnar sem eru að standa sig vel í verðum og uppfærslum, þá verður ekki mikið varið í hana. Hlutleysið verður að vera algjört, og hún verður að spanna eins mikið
af markaðnum og mögulegt er.

Fyrir þá sem hafa mikið út á skjákortahlutann að setja, vinsamlegast prófið að setja þessa töflu upp í Excel og uppfærið hana sjálfir. Það er hreint út sagt _kvikindislegt_ af framleiðendunum að leiða okkur svona út í buskann með öllum þessum útgáfum og villandi vöruheitum, þetta getur meiraðsegja verið svo flókið að verslanirnar sjálfar átta sig ekki á hvað þær eru með nákvæmlega. Við erum að gera okkar besta, en auðvitað getum við ekki tekið ábyrgð á þeim verslunum sem sjá sjálfar um uppfærslurnar.

Fyrir þá sem hafa út á 2-vikna uppfærslutímann að setja, þá kæmi ykkur kannski á óvart að breytingar eru vægast sagt sjaldgæfari en ykkur myndi gruna, og þær breytingar sem eiga sér stað á 2-6 vikna fresti eru oft innan 5% marka.

Verðvaktinni er ætlað að sýna ykkur hvað er til, í hvaða búðum og á ~ca hvaða verði.

Lífið er ekki alltaf eins og best er á kosið :) Okkur langar að bæta við fullt af vöruflokkum, en því miður eru bara örfáar verslanir sem myndu hugsanlega styðja við það, og við sjálfir höfum einfaldlega ekki tíma til að bæta fleiri flokkum við dagskrána hjá okkur.




Höfundur
Jon210
Nýliði
Póstar: 12
Skráði sig: Mán 14. Júl 2003 17:58
Reputation: 0
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Jon210 » Mán 21. Jún 2004 22:09

en hvað með verðið á disknum hjá computer.is á ekkert að breyta því


Jón Bjarni


Runar
Ofur-Nörd
Póstar: 298
Skráði sig: Fös 27. Jún 2003 19:31
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Pósturaf Runar » Þri 22. Jún 2004 11:29

Sagði náttúrlega aldrei að þetta væri auðvelt =]

En það er satt.. framleiðendur villa of mikið fyrir með þessar auka merkingar.. t.d. á skjákortum með þetta XT og Pro og þess háttar.. margir sjá ATI skjákort sem er XT og það er betra en Pro.. en svo fer maður yfir í FX kortin og þá er þetta öfugt.. þetta er náttúrlega bara sölu trikk þannig séð..

En útaf þessu þarf að passa sig líka smá þegar það er verið að setja inn verð á svona vörum.. og líka þeir sem skoða þetta og fara eitthvað eftir þessu..

Svo viðskiptavinir þurfa náttúrlega að gera smá heimavinnu líka.. ég t.d. sjálfur fer voðalítið eftir vaktinni þar sem maður veit nú nokkurn vegin hverjir eru með bestu verðin ( oftast ) og skoða svo bara sjálfur heimasíðurnar og fer á staðinn og skoða aðeins betur.. eins og ég sagði.. til að tryggja að maður fær það sem er verið að leita af.. þarf að ransaka þetta sjálfur smá.. en ekki allir sem kunna á þetta og þurfa hjálp.. og þess vegna nota þeir náttúrlega vaktina..

Misjafnt eftir fólki =]