Íslenskur virðisaukaskattur á App Store

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Íslenskur virðisaukaskattur á App Store

Pósturaf GuðjónR » Mán 23. Júl 2012 22:33

Tók eftir því áðan að algeng forrit kosta allt í einu $1.24 ... forrit sem kostuðu fyrir stuttu $0.99 ... og þegar ég skoðaði betur þá sá ég að engin forrit voru lengur á $0.99 ...
En $0.99 x 25.5% ísl vsk. = $1.24 ... æði :pjuke
Viðhengi
photo2.jpg
photo2.jpg (26.75 KiB) Skoðað 2384 sinnum
photo (1).PNG
photo (1).PNG (205.86 KiB) Skoðað 2381 sinnum



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Íslenskur virðisaukaskattur á App Store

Pósturaf appel » Mán 23. Júl 2012 22:35

Viðbjóður.


*-*

Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3849
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: Íslenskur virðisaukaskattur á App Store

Pósturaf Tiger » Mán 23. Júl 2012 22:38

Ég spyr nú bara.......afhverju ætti ekki að vera vsk á þessu?

ps. fáið ykkur bara US store acount og þá kostar leikurinn 99c ef þið sjáið eftir þessum krónum í ríkiskassann.



Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 663
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 61
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Íslenskur virðisaukaskattur á App Store

Pósturaf natti » Mán 23. Júl 2012 22:39

Topp #1 ástæða fyrir því að skrá ekki accountinn sinn á ísland, heldur á USA...


Mkay.

Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6399
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 465
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Íslenskur virðisaukaskattur á App Store

Pósturaf worghal » Mán 23. Júl 2012 22:39

STEINGRÍMUR!!!
JUST STAY OUT OF STEAM!


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 663
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 61
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Íslenskur virðisaukaskattur á App Store

Pósturaf natti » Mán 23. Júl 2012 22:42

worghal skrifaði:STEINGRÍMUR!!!
JUST STAY OUT OF STEAM!


Steam þarf að selja fyrir meira en einhverja ákveðna upphæð áðuren þetta kickar inn...
Lögin/Reglurnar sem voru settar um daginn um þetta snérust um online síður/verslanir sem selja fyrir meira en X á ársgrundvelli, en þeir sem selja minna þurfa ekki að innheimta vsk.


Mkay.

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Íslenskur virðisaukaskattur á App Store

Pósturaf GuðjónR » Mán 23. Júl 2012 22:44

Tiger skrifaði:Ég spyr nú bara.......afhverju ætti ekki að vera vsk á þessu?

ps. fáið ykkur bara US store acount og þá kostar leikurinn 99c ef þið sjáið eftir þessum krónum í ríkiskassann.


Af hverju ætti að vera ísl VSK á þessu?? af hverju á ísl. ríkið að fá 25.5% í sinn hlut af einhverju forriti sem einhver útlendingur gerir og ég downloda í símann minn?

Og annað, þessi $0.99 er með þarlendum VSK eða söluskatt, af hverju er hann ekki dregin frá áður en sá íslenski er settur á???
Þú ert að borga 2x söluskatt af vörunni...
Ég ætla að fá mér USA account til að sleppa við þetta andskotans rugl!



Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3849
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: Íslenskur virðisaukaskattur á App Store

Pósturaf Tiger » Mán 23. Júl 2012 22:50

GuðjónR skrifaði:
Tiger skrifaði:Ég spyr nú bara.......afhverju ætti ekki að vera vsk á þessu?

ps. fáið ykkur bara US store acount og þá kostar leikurinn 99c ef þið sjáið eftir þessum krónum í ríkiskassann.


Af hverju ætti að vera ísl VSK á þessu?? af hverju á ísl. ríkið að fá 25.5% í sinn hlut af einhverju forriti sem einhver útlendingur gerir og ég downloda í símann minn?

Og annað, þessi $0.99 er með þarlendum VSK eða söluskatt, af hverju er hann ekki dregin frá áður en sá íslenski er settur á???
Þú ert að borga 2x söluskatt af vörunni...
Ég ætla að fá mér USA account til að sleppa við þetta andskotans rugl!


Afhverju fær ríkið vsk af tölvu sem einhverju kínverji setur saman fyrir þig og þú pantar á netinu?

Það er mjög misjanf söluskattur í US, þannig að ég stórefa að verðin séu með söluskatti í appstore. Það er sama verð þótt þú verslar app í missisippi eða oregon þótt annað fylkið sé með 7% söluskatt og hitt með 0% söluskatt.



Skjámynd

teitan
Ofur-Nörd
Póstar: 238
Skráði sig: Mið 10. Mar 2010 10:23
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Íslenskur virðisaukaskattur á App Store

Pósturaf teitan » Mán 23. Júl 2012 22:57

Verðin í appstore eru án bandaríska virðistaukaskattsins, hann bætist alltaf við eftir á. Í sumum ríkjum er ekki virðisaukaskattur og þessvegna reynir fólk að velja þau ríki þegar það býr til USA account.




Manager1
Tölvutryllir
Póstar: 626
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: Íslenskur virðisaukaskattur á App Store

Pósturaf Manager1 » Mán 23. Júl 2012 23:00

Ég sé ekkert óeðlilegt við þetta.

Maður á að borga virðisaukaskatt af flestum vörum sem maður kaupir erlendis og kemur með inn í landið, það skiptir ekki máli hvort maður kemur með vöruna rafrænt eða ekki.



Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3849
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: Íslenskur virðisaukaskattur á App Store

Pósturaf Tiger » Mán 23. Júl 2012 23:01

teitan skrifaði:Verðin í appstore eru án bandaríska virðistaukaskattsins, hann bætist alltaf við eftir á. Í sumum ríkjum er ekki virðisaukaskattur og þessvegna reynir fólk að velja þau ríki þegar það býr til USA account.


Ertu nú viss um það? Ég er með minn acount í Florida sem er með 6% söluskatt og hef alltaf verið bara rukkaður um nákvæmlega þá upphæð sem er í Appstore.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Íslenskur virðisaukaskattur á App Store

Pósturaf GuðjónR » Mán 23. Júl 2012 23:02

Svo eru stjórnvöld hissa á því að fólk smygli vörum, stundi "ólögleg niðurhal" og vinni svart svo eitthvað sé nefnt.
Ef þessi skattur væri 5-7% þá kannski myndi maður ekki nenna að spá í þetta ... en ég sé ekkert sem réttlætir 25.5% þjófnað.
Ríkið gengur á undan með skattpíningu dauðans, fólki er refsað út í eitt fyrir það að hanga á þessu skeri, skattar eru hækkaðir og nýjir skattstofnar fundnir eins og það sé engin morgundagurinn og öll opinber þjónusta skorin niður á sama tíma.

Það er ekki langt síðan að það var í umræðunni að verð á tonlist.is var miklu hærra en á tonlist.com fyrir sömu lögin.
Og þegar fólk ætlaði að borga minna með því að fara inn á tonlist.com þá var það blockað .... norður kórea hvað?



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7596
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Íslenskur virðisaukaskattur á App Store

Pósturaf rapport » Mán 23. Júl 2012 23:04

Það er eðlilegt að borga VSk af þessu, hingað til hafið þið átt að gefa þessi kaup ykkar upp og greiða skattinn sjálfir við tollskráningu á þessum innflutningi...

Helv. skattasvikarar endalaust...


Við hin þurfum að greiða allt undir ykkur sem þetta land bíður upp á!!!



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Íslenskur virðisaukaskattur á App Store

Pósturaf GuðjónR » Mán 23. Júl 2012 23:07

rapport skrifaði:Það er eðlilegt að borga VSk af þessu, hingað til hafið þið átt að gefa þessi kaup ykkar upp og greiða skattinn sjálfir við tollskráningu á þessum innflutningi...

Helv. skattasvikarar endalaust...


Við hin þurfum að greiða allt undir ykkur sem þetta land bíður upp á!!!


hahahaha
þú færð mig alltaf til að brosa :megasmile



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Íslenskur virðisaukaskattur á App Store

Pósturaf Daz » Mán 23. Júl 2012 23:11

GuðjónR skrifaði:Svo eru stjórnvöld hissa á því að fólk smygli vörum, stundi "ólögleg niðurhal" og vinni svart svo eitthvað sé nefnt.
Ef þessi skattur væri 5-7% þá kannski myndi maður ekki nenna að spá í þetta ... en ég sé ekkert sem réttlætir 25.5% þjófnað.
Ríkið gengur á undan með skattpíningu dauðans, fólki er refsað út í eitt fyrir það að hanga á þessu skeri, skattar eru hækkaðir og nýjir skattstofnar fundnir eins og það sé engin morgundagurinn og öll opinber þjónusta skorin niður á sama tíma.

Það er ekki langt síðan að það var í umræðunni að verð á tonlist.is var miklu hærra en á tonlist.com fyrir sömu lögin.
Og þegar fólk ætlaði að borga minna með því að fara inn á tonlist.com þá var það blockað .... norður kórea hvað?


Það eru þá þrír kostir í stöðunni. Flytja úr landi, borga möglunarlaust eða fá skatta lagða niður og velferðarkerfið með. Það er ekki ódýrt að reka nokkur sjúkrahús, skóla osfrv. T.d. væri þá ammríka land fyrir þig, lítið niðurgreitt og maður hefur fullt val sjálfur um hvað maður vill eyða peningunum sínum í. Þegar ríkið er rekið trekk í trekk með margmilljarða halla, þá er ég ekki viss um að það fljúgi svo auðveldlega að það sé hægt að laga það með því að lækka skattana.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7596
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Íslenskur virðisaukaskattur á App Store

Pósturaf rapport » Mán 23. Júl 2012 23:23

GuðjónR skrifaði:
rapport skrifaði:Það er eðlilegt að borga VSk af þessu, hingað til hafið þið átt að gefa þessi kaup ykkar upp og greiða skattinn sjálfir við tollskráningu á þessum innflutningi...

Helv. skattasvikarar endalaust...


Við hin þurfum að greiða allt undir ykkur sem þetta land bíður upp á!!!


hahahaha
þú færð mig alltaf til að brosa :megasmile


En samt smá sannleikur í þessu...

Þar sem ég vinn hjá ríkinu/LSH þá er ég mjög meðvitaður um hvað "velferð" kostar og hvernig fólk bregst við þegar það fær ekki þá þjónustu sem það vill/þarf.

http://lsh.is/pages/14120

Verðið er líka mjög lágt hér á Íslandi þar sem laun eru í lágmarki í heilbrigðisgeiranum en kröfurnar nokkuð strangar.

t.d. fyrirburi undir 1000g = 14 - 20 milljónir... startgjald... aðrar greiningar bætast oftar en ekki við.

http://lsh.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=29384

Hvað er þetta gert oft á ári heldur þú?

21 sinni árið 2010 = 280 - 420 milljónir skv. http://lsh.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=32193

Spítalinn fær 30 milljarða á ári sama hversu margir fyrirburar fæðast.



2010 sparaði LSH - http://www.landspitali.is/lisalib/getfi ... emid=23543


Lokum Landmælingum eða RÚV eða bara einhverju öðru en því sem heldur í okkur lífinu...


Eða bara borgum skattana okkar.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Íslenskur virðisaukaskattur á App Store

Pósturaf GuðjónR » Mán 23. Júl 2012 23:35

rapport skrifaði: -...-


Já og meðan svona er skorið við nögl og krabbameinssjúkir eru sendir heim vegna úreltra tækja þá tala snillingarnir um að byggja nýtt hátæknisjúkrahús! :face
Annars þá er svo margt að hérna, t.d. þegar maður fer út og kemur heim aftur þá mæta manni yfirleitt fimm svartklæddir menn með hendur krosslagðar og mæla mann út eins og maður hafi gert eitthvað stórkostlegt af sér...
Að geta ekki fengið að kaupa apps í símann án þess að borga 25.5% í hítina er bara fáránlegt, en það er bara mín skoðun.

p.s. þú ert doldið líkur pabba þínum í skoðunum og svörum :happy



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7596
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Íslenskur virðisaukaskattur á App Store

Pósturaf rapport » Mán 23. Júl 2012 23:47

GuðjónR skrifaði:
rapport skrifaði: -...-


Já og meðan svona er skorið við nögl og krabbameinssjúkir eru sendir heim vegna úreltra tækja þá tala snillingarnir um að byggja nýtt hátæknisjúkrahús! :face
Annars þá er svo margt að hérna, t.d. þegar maður fer út og kemur heim aftur þá mæta manni yfirleitt fimm svartklæddir menn með hendur krosslagðar og mæla mann út eins og maður hafi gert eitthvað stórkostlegt af sér...
Að geta ekki fengið að kaupa apps í símann án þess að borga 25.5% í hítina er bara fáránlegt, en það er bara mín skoðun.

p.s. þú ert doldið líkur pabba þínum í skoðunum og svörum :happy




LSH er á 30 stöðum í um 80 byggingum í dag...

Hvað heldur þú að það kosti?

Það er kjánalega mikill sparnaður fólginn í að koma þessu á einn stað.

p.s. Þekkir þú senior?



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Íslenskur virðisaukaskattur á App Store

Pósturaf GuðjónR » Mán 23. Júl 2012 23:50

p.s. já ;)




IL2
Tölvutryllir
Póstar: 663
Skráði sig: Sun 06. Feb 2005 17:56
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Íslenskur virðisaukaskattur á App Store

Pósturaf IL2 » Þri 24. Júl 2012 00:07

Rapport, þetta er svo sem ekki rétti staðurinn til að ræða þetta.

Það væri enginn á móti því að borga skatt(a) ef þeir væru ekki fáranlega háir oft á tíðum og ef manni findist þeim eytt á skynsamlegum máta. Ekki það að Ísland sé eitt um þetta.

Það geta held ég allir verið samála þér um það að það sé sparnaður í því að sameina starfsemi LHS á einn stað. Þú færð mig hins vegar ekki til að samþykkja það að sköttunum okkar sé vel varið í að byggja um 4 Smáralindir/54 Ráðhús til að spara í sameiningu. Þegar ég er farin að vera samála Gísla Marteini í hans skrifum er fokið í flest skjól.

Þessi ríkisstjórn sem ÉG kaus virðist ekki geta séð það að hærri eða ný skattheimta þýðir ekki endilega hærri tekjur í kassan. Það verður gaman að sjá tölur um áfengissölu eftir Verslunarmannahelgina en ef ég man rétt var hún um 25% minni á síðasta ári en árinu áður.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7596
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Íslenskur virðisaukaskattur á App Store

Pósturaf rapport » Þri 24. Júl 2012 00:12

IL2 skrifaði:Rapport, þetta er svo sem ekki rétti staðurinn til að ræða þetta.

Það væri enginn á móti því að borga skatt(a) ef þeir væru ekki fáranlega háir oft á tíðum og ef manni findist þeim eytt á skynsamlegum máta. Ekki það að Ísland sé eitt um þetta.

Það geta held ég allir verið samála þér um það að það sé sparnaður í því að sameina starfsemi LHS á einn stað. Þú færð mig hins vegar ekki til að samþykkja það að sköttunum okkar sé vel varið í að byggja um 4 Smáralindir/54 Ráðhús til að spara í sameiningu. Þegar ég er farin að vera samála Gísla Marteini í hans skrifum er fokið í flest skjól.

Þessi ríkisstjórn sem ÉG kaus virðist ekki geta séð það að hærri eða ný skattheimta þýðir ekki endilega hærri tekjur í kassan. Það verður gaman að sjá tölur um áfengissölu eftir Verslunarmannahelgina en ef ég man rétt var hún um 25% minni á síðasta ári en árinu áður.



Ekki dissa þessa ríkisstjórn og ekki hlusta á Gísla Martein... þú ert að gera allt rangt vinur...

Og skattanir sem hafa verið lagðir ´ahafa ekki verið allir til að skapa tekjur heldur draga úr samfélagslegumkostnaði sbr. áfengi og tóbak... enda fleir sem eru að finna botninn sinn núna þegar þeir hafa ekki efni á þessu lengur...


En hverjum hérna finnst hann vera að fá lítið fyrir skattana sína og hvað borgar þá viðkomandi í skatt?



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Íslenskur virðisaukaskattur á App Store

Pósturaf GuðjónR » Þri 24. Júl 2012 00:16

rapport skrifaði:Ekki dissa þessa ríkisstjórn


úfff...ég held að flestir geti verið sammála um að þessi ríkisstjórn sé sú aaaalllllra versta frá lýðveldisstofnun...
...ekki það að ég haldi að sjálftökuflokkurinn sé eitthvað frábær og æðislegur...síður en svo...bara Steingrímur og Jóhanna virðast hafa einsett sér að gera íllt verra.

og ontopic!
burt með VSK af apps !!!!



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Íslenskur virðisaukaskattur á App Store

Pósturaf Daz » Þri 24. Júl 2012 00:28

IL2 skrifaði:Þessi ríkisstjórn sem ÉG kaus virðist ekki geta séð það að hærri eða ný skattheimta þýðir ekki endilega hærri tekjur í kassan. Það verður gaman að sjá tölur um áfengissölu eftir Verslunarmannahelgina en ef ég man rétt var hún um 25% minni á síðasta ári en árinu áður.

Á móti, þá er alls óvíst að lægri skattar eða minni skattheimta myndi skila sambærilegum tekjum. Varðandi vínið er nú líka oft sú meining að skatturinn þar sé ekki eingöngu til tekjuöflunar, heldur líka til að minnka drykkju. Ég reyndar get ekki séð hvernig hægt er að lesa neitt neikvætt úr því að áfengissala sé 25% minni og það segi ég með bjór í hönd.

GuðjónR skrifaði:
úfff...ég held að flestir geti verið sammála um að þessi ríkisstjórn sé sú aaaalllllra versta frá lýðveldisstofnun...
...ekki það að ég haldi að sjálftökuflokkurinn sé eitthvað frábær og æðislegur...síður en svo...bara Steingrímur og Jóhanna virðast hafa einsett sér að gera íllt verra.

og ontopic!
burt með VSK af apps !!!!


Þannig að ríkisstjórn sem tekur við landinu í eins vondum málum og hægt er, á HVÍÍÍÍÍNANDI KÚPUNNI (meðal annars vegna aðgerða fyrri ríkisstjórnar) er sú versta? Ekki sú sem var á undan og hjálpaði til við að setja okkur á kúpuna?
Það sem ég er að kvarta yfir er alhæfingin "allra versta frá" en ekki að það sé verið að gagnrýna ríkisstjórnina. Allar alhæfingar eru slæmar og allt það. Í það minnsta er ég ekki partur af þessum "flestir" sem þú talar um.

Svo mínar persónulegu skoðanir séu ljósar, þá finnast mér allir stjórnmálamenn jafn miklir vanvitar og fer lítið í flokkadrætti með það. Tek því þessvegna illa þegar verið er að gera greinarmun á þeim, þegar forsendan er sú að einhverjir aðrir hefðu gert allt svo miklu betur prumpandi blómalykt.
Síðast breytt af Daz á Þri 24. Júl 2012 00:38, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Íslenskur virðisaukaskattur á App Store

Pósturaf GuðjónR » Þri 24. Júl 2012 00:32

Daz skrifaði: Ég reyndar get ekki séð hvernig hægt er að lesa neitt neikvætt úr því að áfengissala sé 25% minni og það segi ég með bjór í hönd.

25% minni áfengissala þýðir ekki 25% minni áfengisdrykkja! þar er misskilningurinn.
Fólk bruggar meira og það er meira um smygl og breytt neysluminnstur. Það hefur t.d. aldrei verið meira gert upptækt af kannabis plöntum.




coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: Íslenskur virðisaukaskattur á App Store

Pósturaf coldcut » Þri 24. Júl 2012 00:38

@rapport: HEY! Ekki dissa Landmælingar! :D

Ótrúlegt hvað Íslendingar halda samt að það sé bara verið að skera niður og skattleggja til gamans. Þjóðir heimsins líta til Íslands sem fordæmi um hvernig á að vinna sig útúr kreppu. Virtir stjórnmálamenn og fræðimenn segja að Íslendingar hafi höndlað þetta mjög vel og gert nánast allt rétt.
Svo kemur Bjarni Ben-ingur og talar um að skera ennþá meira niður í heilbrigðiskerfinu, þvílík djöfulsins vitleysa. Vilja Íslendingar virkilega að kerfið verði líkara Bandaríkjunum heldur en t.d. Svíþjóð?