Karl skrifaði:Já ég þarf geisladrif öll tónlist er á geisladiskum og barnamyndirnar fyrir krakkana vil ekki downloada þeim.
Þá virkar að vera með utanáliggjandi USB drif, rippa þetta og eiga á HDD.
Ég keypti flottustu tegund af MacBookPro 17" fyrir jólin 2010 og mitt fyrsta verk var að rífa DVD drifið úr og setja SSD drif í staðinn.
Setti DVD drifið í usb tengd box sem ég keypti á 3k að mig minnir. Ég hef ekki notað það í eitt einasta skipti.
Er með iMac líka sem ég keypti í október á síðasta ári, hef aldrei sett DVD eða CD rom disk í drifið.
Enda eru Apple að fara að hætta að nota DVD drif í vélunum sínum, fyrsta skrefið tóku þeir á síðasta ári þegar þeir hættu að selja stýrikerfi með nýjum vélum á DVD diskum.