[?] Vantar smá ráðleggingar - Hljóðlátari tölva
[?] Vantar smá ráðleggingar - Hljóðlátari tölva
Svona er vélin í dag, á eftir að skipa út þessum venjulegu 80MM viftum fyrir þessar 11DB sem eru seldar í Task... EF þið haldið að það dugi. Svo var ég að spá í að kaupa hljóðeinangrandi efni eins og er selt í Start en ég nenni ekki út í kópavog, er einhver önnur búð sem selur eitthvað svona hljóðeinangrandi?
- Viðhengi
-
- tolva.jpg (46.88 KiB) Skoðað 1584 sinnum
-
- Besserwisser
- Póstar: 3929
- Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
- Reputation: 0
- Staðsetning: Kópavogur
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: [?] Vantar smá ráðleggingar - Hljóðlátari tölva
IceCaveman skrifaði:Svo var ég að spá í að kaupa hljóðeinangrandi efni eins og er selt í Start en ég nenni ekki út í kópavog
Rofl.
Re: [?] Vantar smá ráðleggingar - Hljóðlátari tölva
gumol skrifaði:IceCaveman skrifaði:Svo var ég að spá í að kaupa hljóðeinangrandi efni eins og er selt í Start en ég nenni ekki út í kópavog
Rofl.
Ertu að halda því fram að ég þori ekki þangað útaf Voffanum?
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1794
- Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
- Reputation: 82
- Staðsetning: DK
- Staða: Tengdur
Re: [?] Vantar smá ráðleggingar - Hljóðlátari tölva
IceCaveman skrifaði:Ertu að halda því fram að ég þori ekki þangað útaf Voffanum?
Voffinn að vinna hjá Start.is
eða heima fyrir ofan þá eða eitthvað
eða eru start.is gaurar komnir með stóran voffa
Electronic and Computer Engineer
-
- spjallið.is
- Póstar: 405
- Skráði sig: Þri 02. Sep 2003 14:52
- Reputation: 0
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Svo maður svari þessi nú í alvöru að þá skaltu kaupa þér SilenX 350W á 6.175 í Tölvuvirkni, eina Papst PA8412NGL á 3.500 í Task, Zalman CNPS7000A-ALCU á 4.000 krónur í t.d. Task og láta gott heita.
Þú skalt ekki kaupa þér neitt hljóðeinangrandi efni. Það hefur lítil áhrif, er máske punkturinn yfir i-ið ef aðrir hlutir eru í lagi. Ég myndi ekki taka þessar Noiseblocker viftur í Task. Panaflo 80mm eru bestar (ég er með svoleiðis) en þær fást ekki á Íslandi - verður að panta hjá Dorothy í UK.
Það er alveg nóg að hafa eina viftu í tölvunni og þá að aftan. Þú skalt keyra Papst viftuna á 5-7V (fá sér viftustilli eða gera eins og á http://www.silentpcreview.com/article6-page1.html )
Það er líka mjög gott að klippa út viftugrillin bæði að framan og aftan (hægt að gera með stórri töng). Það lækkaði allavega hitann hjá mér um þónokkrar gráður.
Þú þarft ekkert meira nema hávaðinn í harða disknum fari að pirra þig. Þá setur þú hann í teygju.
Þú skalt ekki kaupa þér neitt hljóðeinangrandi efni. Það hefur lítil áhrif, er máske punkturinn yfir i-ið ef aðrir hlutir eru í lagi. Ég myndi ekki taka þessar Noiseblocker viftur í Task. Panaflo 80mm eru bestar (ég er með svoleiðis) en þær fást ekki á Íslandi - verður að panta hjá Dorothy í UK.
Það er alveg nóg að hafa eina viftu í tölvunni og þá að aftan. Þú skalt keyra Papst viftuna á 5-7V (fá sér viftustilli eða gera eins og á http://www.silentpcreview.com/article6-page1.html )
Það er líka mjög gott að klippa út viftugrillin bæði að framan og aftan (hægt að gera með stórri töng). Það lækkaði allavega hitann hjá mér um þónokkrar gráður.
Þú þarft ekkert meira nema hávaðinn í harða disknum fari að pirra þig. Þá setur þú hann í teygju.
Re: [?] Vantar smá ráðleggingar - Hljóðlátari tölva
IceCaveman skrifaði:gumol skrifaði:IceCaveman skrifaði:Svo var ég að spá í að kaupa hljóðeinangrandi efni eins og er selt í Start en ég nenni ekki út í kópavog
Rofl.
Ertu að halda því fram að ég þori ekki þangað útaf Voffanum?
hehe, enginn nefndi það, skrítið að þér skuli strax detta það í hug
-
- spjallið.is
- Póstar: 405
- Skráði sig: Þri 02. Sep 2003 14:52
- Reputation: 0
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
IceCaveman skrifaði:skipio taka af viftugrillin það voru nú nokkrar dauðar hrossaflugur á skjákortinu mínu um dagin og það var með grillinum á, ef ég tek þau af verð ég pottþétt komin með geitunga þarna inn einhvern daginn
Ef þú ert með rykfilter að framan (þú ert með svoleiðis, ekki satt!?) skiptir litlu máli hvort grillið er á að framan og sömuleiðis skiptir grillið að aftan engu svakalegu máli að þessu leyti því það þyrfti býsna öfluga flugu til að sleppa lifandi í gegnum viftu sem blæs lofti út úr tölvunni!
Hinsvegar kann ég ekkert mjög vel við að hafa loftgat á hliðinni nema þá helst ef það væri sérstakur loftstokkur niður að örgjörvaviftunni frá gatinu.