Gæti ekki verið meira ósammála, en hvað um það.
Rökin hans:
1.Forsetinn lýsti því yfir að hann hygðist bíða með að hefja kosningabaráttu sína þangað til framboðsfrestur hefði runnið út. Það sveik hann.
Taktík, allir frambjóðendur reyna að beita einhverjum leiðum til að auka líkur á kjöri. Sjálfsagt að sitjandi forseti reyni það líka.
2.Það sem forsetinn hafði þá fram að færa var nákvæmlega sama lygin og áðurnefndur framsóknarmaður, Hjörleifur Hallgrímsson, byggir stuðning sinn við Ólaf á. Þóra er frambjóðandi óvinsællar ríkisstjórnar.
Er ekki sammála því, en hvort eða hvenær Ólafur sagði þetta veit ég ekki. Finnst þetta lélegt skot á Ólaf. Afhverju má hann ekki nýta sér tækifæri til að skjóta á andstæðinga sína og láta þá svara fyrir sig? Afþví að hann er sitjandi forseti? Hinir frambjóðendurnir skjóta föstum skotum á Ólaf í hverju viðtalinu á fætur öðru, ekki eru búnir til svona listar um þá.
3.Forsetinn réðst að starfsheiðri maka Þóru, Svavars Halldórssonar, með bláköldum lygum. Óþarfi ætti að vera að fara nánar út það hér. Hvert orð af rógi Ólafs um Svavar hefur verið rekið öfugt ofan í hann.
Það er nú vægast sagt óheppilegt að maki annars frambjóðenda skrifi frétt um mótframbjóðenda hans. Þetta er ekki svaravert. Hvernig hefði fólk tekið í það að Dorrit væri fréttakona hjá Vísi og fjallaði um Þóru á einn eða annan hátt? Illa séð.
4.Forsetinn lýgur því að hann geti komið í veg fyrir að Íslendingar verði þvingaðir inn í Evrópusambandið án þess að það yrði fyrst samþykkt í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta er einfaldlega rangt. Ólafur Ragnar Grímsson hlýtur að vita það, hann er ekki vitlaus. Samt hefur honum tekist að telja þjóðinni trú um að núverandi ríkisstjórn, sem er á síðasta snúningi, hafi í hyggju að troða þjóðinni inn í sambandið að henni óforspurðri og hann geti komið í veg fyrir það.
Ég trúi þessari ríkisstjórn nú til alls, Samfylkingin er nú alveg vís til að troða okkur inn í ESB skjái þau leik á borði. Fínt að hafa einhvern stabílan sem myndi ekki sætta sig við það.
5.Tvær tilvitnanir. „Það er þó einlæg ósk mín að þjóðin muni sýna því skilning þegar stöðugleiki hefur skapast í stjórnskipan landsins og stjórnarfari og staða okkar í samfélagi þjóðanna hefur skýrst ákveði ég að hverfa til annarra verkefna áður en kjörtímabilið er á enda og forsetakjör fari þá fram fyrr en ella.“ (Ólafur Ragnar Grímsson, 4. mars 2012) „Ég hef aldrei sagt að ég ætlaði bara að vera í tvö ár. Þetta er áróður sem reynt var að læða að fólki, m.a með fréttunum sem Svavar bjó til á RÚV þegar verið var að kanna framboð Þóru. Það hefur alltaf verið skýrt að ég býð mig fram til fjögurra ára.“
Sé ekki ósannindi... hann fullirðir ekki að hann hætti eftir 2 ár, hann vonar að fólk sýni því skilning ef hann metur það svo. Hann fær minn skilning.
6.Ólafur Ragnar lýgur því að hann hafi sparað þjóðinni stórfé með því að synja Icesave lögunum undirskriftar. Staðreyndin er sú að hann samþykkti möglunar- og umyrðalaust mun óhagstæðari samning en þann sem hann síðar vísaði til þjóðarinnar.
Auðvitað synjaði hann samningnum þegar það var kominn betri samningur. Það að verri samningur hafi farið í gegn breytir ekki þeirri staðreynd að hann synjaði slæmum samningi. Fær prik frá mér fyrir það.
7.Ólafur Ragnar Grímsson lýgur því að hann geti orðið forseti allrar þjóðarinnar. Sitjandi forseti, sem helmingur þjóðarinnar getur ekki hugsað sér að styðja til áframhaldandi setu, verður aldrei sameiningartáknið eða sáttasemjarinn sem við þurfum nú á að halda.
Það að fólk geti verið ósammála er ekki merki um sundrung. Sameiningartákn getur líka þýtt að hann ætli sér að gera það sem er þjóðinni fyrir bestu til lengri tíma, ekki að allir verði sammála öllum allsstaðar.
Er reyndar ekki viss hvað ég kýs, en finnst Þóra ekki góður kostur, og tel engar líkur á að einhver hinna frambjóðendanna nái kjöri. Best of the worst?