Kosningaþráðurinn 2012

Allt utan efnis

Hver fær þitt atkvæði sem forseti?

Atkvæðagreiðslan endaði Lau 30. Jún 2012 19:00

Herdís Þorgeirsdóttir
0
Engin atkvæði
Ólafur Ragnar Grímsson
78
59%
Hannes Bjarnason
3
2%
Andrea Ólafsdóttir
1
1%
Þóra Arnórsdóttir
16
12%
Ari Trausti Guðmundsson
13
10%
Skila auðu/kýs ekki
15
11%
Veit ekki
6
5%
 
Samtals atkvæði: 132


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Pósturaf AntiTrust » Mið 20. Jún 2012 23:03

Gæti ekki persónulega verið meira sama, hef ekki nokkra trú á þetta embætti sem valdastöðu.

Finnst Ólafur oft hafa staðið sig vel í gegnum tíðina en hann hefur verið óvenju cocky undanfarið sem hefur farið einstaklega í taugarnar á mér.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Pósturaf urban » Mið 20. Jún 2012 23:09

http://www.dv.is/forsetakosningar/konnun/

nkkuð skemmtilega uppsett könnun.
en já, ég held að ég kjósi Ólaf, vill einfaldlega hafa hann þarna á meðan að þessi ríkisstjórn er við stjórnartaumana, semsagt þangað til það er búið að kjósa nýja stjórn sem að vissulega er studd af meirihluta þjóðarinnar.

Hann einfaldlega hefur veitt þeim "aðhald" síðustu árin, eitthvað sem að ég sé ekki fram á að Þóra komi til með að gera, og því miður held ég að hinir frambjóðendurnir eigi einfaldlega ekki séns


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Klaufi
Stjórnandi
Póstar: 2350
Skráði sig: Mán 28. Des 2009 04:44
Reputation: 54
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Pósturaf Klaufi » Mið 20. Jún 2012 23:10

AntiTrust skrifaði:Gæti ekki persónulega verið meira sama, hef ekki nokkra trú á þetta embætti sem valdastöðu.

Finnst Ólafur oft hafa staðið sig vel í gegnum tíðina en hann hefur verið óvenju cocky undanfarið sem hefur farið einstaklega í taugarnar á mér.


Var einmitt að spá í þetta.

Er það ekki bara vegna þess að hann er svo áberandi þessa dagana, reyna að vera sýnilegur?


Mynd

Skjámynd

g0tlife
1+1=10
Póstar: 1179
Skráði sig: Mán 05. Nóv 2007 15:57
Reputation: 166
Staðsetning: Sit í fanginu hans Guðjóns
Staða: Ótengdur

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Pósturaf g0tlife » Mið 20. Jún 2012 23:18

FriðrikH skrifaði:Ég kaus Ólaf áður en get ekki kosið hann aftur. Maðurinn er nánast búinn að eyðileggja það forsetaembætti sem var hér áður og nokkur sátt var um, hann er búinn að gera embættið pólitískt. Á meðan embættið er pólitískt þá verður ekki mikil sátt um það.

Mér finnst líka mjög lélegt af manni sem er með doktorsgráðu í stjórnmálafræði að vera að draga málefni inn í þessar kosningar sem koma því ekkert við, líkt og Evrópusambandsaðild. Það er hápólitískt mál og á að vera ákveðið á Alþingi og í þjóðaratkvæðisgreiðslu. Ef forsetinn er að lýsa sig fylgjandi/andsnúinn svona málum þá er hann á sama tíma búinn að loka fyrir það að vera eitthvað sameiningartákn. Það er einfaldlega mjög alvarlegt mál og mikil breyting að gera forsetaembættið svona pólitískt. Það versta er að Ólafur veit nákvæmlega hvað hann er að gera, honum er bara sama vegna þess að hann er einhver tækifærissinnaðasti pólitíkus sem þetta land hefur alið (deilir kannski tiltlinum með Kristni H Gunnarssyni).

Fyrir mitt leiti Sýnist mér Ari Trausti vera besti kosturinn. Mér finnst þó gaman hvað hann Hannes er búinn að koma manni á óvart, alveg óvitlaus gaur.



Þú veist að Jóhanna og co. vildi gera nefnd utan um þetta eða eins og var gert um icesave til að ákveða þetta. Þá þarf mann eins og Óla sem mundi segja NEI, það mun vera þjóðaratkvæðisgreiðsla. Ef ég man það rétt þá var þetta svona í hollandi. Meiri hluti landsins vildi ekki fara í EU en samt fóru þau.


Intel i9-10900KF // Nvidia RTX 3080 // 2x 1TB M.2 // 1TB Samsung 860 Evo // G.Skill 32GB Ripjaws V 3600MHz // ASRock Z490 Extreme4 // Samsung Odyssey G7 32''

My CPU's Hot But My Core Runs Cold


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Pósturaf AntiTrust » Mið 20. Jún 2012 23:22

Klaufi skrifaði:Var einmitt að spá í þetta.

Er það ekki bara vegna þess að hann er svo áberandi þessa dagana, reyna að vera sýnilegur?


Mér hefur fundist hann einfaldlega vera með yfirlæti þegar hann er á meðal annarra bjóðanda. Það má vel vera að það hafi í raun aldrei neinn annar átt séns á að vinna, en mér finnst hann hafa spilað sig of öruggann og vantað alla auðmýkt í hann. Kostur sem ég hefði viljað sjá í leiðtoga.



Skjámynd

g0tlife
1+1=10
Póstar: 1179
Skráði sig: Mán 05. Nóv 2007 15:57
Reputation: 166
Staðsetning: Sit í fanginu hans Guðjóns
Staða: Ótengdur

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Pósturaf g0tlife » Mið 20. Jún 2012 23:45

AntiTrust skrifaði:
Klaufi skrifaði:Var einmitt að spá í þetta.

Er það ekki bara vegna þess að hann er svo áberandi þessa dagana, reyna að vera sýnilegur?


Mér hefur fundist hann einfaldlega vera með yfirlæti þegar hann er á meðal annarra bjóðanda. Það má vel vera að það hafi í raun aldrei neinn annar átt séns á að vinna, en mér finnst hann hafa spilað sig of öruggann og vantað alla auðmýkt í hann. Kostur sem ég hefði viljað sjá í leiðtoga.


Málið er bara að oft hafa þáttastjórnendur verið að reyna skjóta á hann tricky spurningum og leiðinlegum en málið með Óla að þú nærð honum ekki, það er kostur við leiðtoga. Óli verður ekki kjaftstopp og hann bara snýr umræðunni við held að þetta video sannar best hvað hann Ólafur kallinn getur gert undir pressu.

http://www.youtube.com/watch?v=e2VuElk5 ... re=related


Intel i9-10900KF // Nvidia RTX 3080 // 2x 1TB M.2 // 1TB Samsung 860 Evo // G.Skill 32GB Ripjaws V 3600MHz // ASRock Z490 Extreme4 // Samsung Odyssey G7 32''

My CPU's Hot But My Core Runs Cold

Skjámynd

FriðrikH
Geek
Póstar: 895
Skráði sig: Lau 22. Sep 2007 20:25
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Pósturaf FriðrikH » Mið 20. Jún 2012 23:45

Gotlife, það er alveg klárt að Ísland fer ekki í ESB nema að meirihluti styðji það í þjóðaratkvæði. Ef það ætti að ganga gegn vilja þjóðarinnar í svo stóru máli þá held ég að allir frambjóðendurnir mundu stíga þar inn í.



Skjámynd

g0tlife
1+1=10
Póstar: 1179
Skráði sig: Mán 05. Nóv 2007 15:57
Reputation: 166
Staðsetning: Sit í fanginu hans Guðjóns
Staða: Ótengdur

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Pósturaf g0tlife » Mið 20. Jún 2012 23:50

FriðrikH skrifaði:Gotlife, það er alveg klárt að Ísland fer ekki í ESB nema að meirihluti styðji það í þjóðaratkvæði. Ef það ætti að ganga gegn vilja þjóðarinnar í svo stóru máli þá held ég að allir frambjóðendurnir mundu stíga þar inn í.


Sagði bara að það var talað um það þarna hjá þessum vintri að gera nefnd um þetta einhverskonar sem kosið væri í eða alles sem mundi ákveða þetta. Það var hugmynd sem fór ekki í gegn. En hvað ef það hefði farið í gegn og orðið þannig eins og var með icesave ? Eina það sem ég er að meina að það er gott að vita af einhverjum á bessastöðum sem þorir að segja nei þegar það þarf og hérna er fínt video fyrir þig líka

http://www.youtube.com/watch?v=JVvfzdhq ... ture=share


Bætt við: Held að ég sé búinn að koma mínu á framfarir og nokkur rök afhverju ég mun kjósa Ólaf en ætla leyfa öðrum að komast að


Intel i9-10900KF // Nvidia RTX 3080 // 2x 1TB M.2 // 1TB Samsung 860 Evo // G.Skill 32GB Ripjaws V 3600MHz // ASRock Z490 Extreme4 // Samsung Odyssey G7 32''

My CPU's Hot But My Core Runs Cold

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16575
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Pósturaf GuðjónR » Fim 21. Jún 2012 00:02

Magnað að sjá niðurstöðurnar hérna, ef við berum þær saman við könnun sem var gerð fyrir stuttu af Gallup að mig minnir en þá var úrtakið um 800 manns eða 12x fleiri en tölurnar eru nánast eins. Minnir samt að Þóra hafi mælst með aðeins meira fylgi...en auðvitað minnkar það í hvert sinn sem hún lendir í rökræðum. Og leikritið sem ST2 setti upp í Hörpunni Þóru til stuðnings snérist upp í andhverfu sína og tætti af henni fylgið. Enda ömurleg að aðför að Ólafi sem stóð það af sér eins og hetja.




capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Pósturaf capteinninn » Fim 21. Jún 2012 00:30

Er að gera upp á milli Óla og Þóru.

Mér finnst samt alger steypa að gera Óla að einhverri þjóðarhetju sem muni bjarga okkur undan ESB aðild og núverandi ríkisstjórn.
Þeir eru aldrei að fara að setja okkur í ESB án þess að hafa stuðning þjóðarinnar til þess sem þyrfti að koma með þjóðarkosningum. Sjálfstæðisflokkurinn held ég að hafi skitið upp á bak með því að tilkynna að þeir ætli að taka til baka kvótakerfisbreytingarnar því að eftir því sem mér skilst vilji meirihluti þjóðarinnar koma á breytingum á þessu kerfi.
Ég held að Óli sé búinn að vera of lengi og ég held líka að hann fái rosalega mikið af atkvæðum því Dorrit er svo vinsæl hjá þjóðinni.

Mér líst ekkert á Herdísi og finnst hún eiginlega bara djók, finnst hún alltaf vera hrokafull og með stæla þegar ég heyri í henni í fjölmiðlum. Mér skilst að hún hafi verið að kenna lögfræði á Bifröst á sama tíma og hún var að klára masterinn í HÍ eða HR. (man ekki nákvæmlega hvernig þetta var)

Þarf að lesa mér meira til um Hannes, Andreu og Ara. Sá að það var frekar gott coverage í Grapevine um þau öll sem ég ætla að lesa.

Annars sýnist ég vera ósammála Gotlife varðandi flestallt í stjórnmálum, nákvæmlega engar breytingar hafa verið gerðar á Sjálfstæðisflokknum eins og fyrir hrun sem ég tel að þeir beri meginorsök á (Framsókn er næst á eftir þeim og Samfylking þar á eftir). Ólafur er góður að rökræða enda atvinnupólitíkus og fyrrum blaðamaður sjálfur. Hann var held ég fyrsti fréttamaðurinn sem spurði stjórnmálamenn óundirbúnum spurningum og fyrir það fær hann stórt kudos frá mér.

tdog skrifaði:Mitt atkvæði fær Hannes Bjarnason. Hann er nýtt blóð og svo er hann líklegastur til þess að vera með byssuleyfi!


tdog fæ mitt atkvæði fyrir langbestu röksemdafærsluna fyrir sínu atkvæði, mér fannst þetta mjög fyndið

Ef einhver af þessum forsetaframbjóðendum myndi segjast ætla að berjast fyrir að koma breytingum á stjórnarskrá sem Stjórnlagaráð (sem var kosið af almenning í landinu) hannaði myndi ég hiklaust kjósa þann frambjóðanda.
Einn maður, eitt atkvæði og persónukos er eina leiðin til að koma á alvöru lýðræði í landinu
Ég skil ekki afhverju það er ekkert fjallað um þessar stjórnarskrárbreytingar lengur, Alþingi á klárlega ekki að ráða því hvort þær komi á eða ekki, við ættum að fá atkvæðagreiðslu um hvort þessar breytingar eigi að koma á eða ekki. Ég nota oft samlíkingu til að lýsa þessu: Þú myndir ekki leyfa glæpamanni (þingmenn) stjórna því hvort hann fengi refsingu (gífurlegt tap þingflokks vegna minnkandi vægis landsbyggðaratkvæða). Einfaldasta leiðin til að sjá hvernig þingmenn vildu ekki þessar breytingar var að sjá að formaður nefndarinnar um breytingarnar var Vigdís Hauksdóttir sem er yfirlýstur andstæðingur nokkurra breytinga á stjórnarskránni.

Annars veit ég ekki hvað ég geri ef Sjálfstæðisflokkurinn fær aftur stjórn á landinu, með því verður það endanlega staðfest að Íslendingar eigi ekki að hafa sjálfstjórnunarrétt því þeir vita ekkert hvað þeir eru að gera. Fella okkur bara undir hatt Danmerkur eða Noregs eða eitthvað.




Höfundur
Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Pósturaf Bjosep » Fim 21. Jún 2012 00:40

hannesstef skrifaði:Mér líst ekkert á Herdísi og finnst hún eiginlega bara djók, finnst hún alltaf vera hrokafull og með stæla þegar ég heyri í henni í fjölmiðlum. Mér skilst að hún hafi verið að kenna lögfræði á Bifröst á sama tíma og hún var að klára masterinn í HÍ eða HR. (man ekki nákvæmlega hvernig þetta var)



Herdís er menntaður stjórnmálafræðingur með doktorsgráðu í lögfræði. Hún var skipaður prófessor við lagadeild Bifrastar og tók síðan grunnnámið í lögfræði í HR eftir það. Í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við það, bara skondið.




capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Pósturaf capteinninn » Fim 21. Jún 2012 00:54

Bjosep skrifaði:
hannesstef skrifaði:Mér líst ekkert á Herdísi og finnst hún eiginlega bara djók, finnst hún alltaf vera hrokafull og með stæla þegar ég heyri í henni í fjölmiðlum. Mér skilst að hún hafi verið að kenna lögfræði á Bifröst á sama tíma og hún var að klára masterinn í HÍ eða HR. (man ekki nákvæmlega hvernig þetta var)



Herdís er menntaður stjórnmálafræðingur með doktorsgráðu í lögfræði. Hún var skipaður prófessor við lagadeild Bifrastar og tók síðan grunnnámið í lögfræði í HR eftir það. Í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við það, bara skondið.


Var hún þá ekki að kenna lögfræði á Bifröst án þess að hafa lært lögfræði?
Eða fékk hún Doktorsgráðu í Lögfræði, skipuð prófessor á Bifröst og fór svo í grunnám í lögfræði í HR til að rifja upp eða eitthvað?




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Pósturaf AntiTrust » Fim 21. Jún 2012 01:04

hannesstef skrifaði:
Var hún þá ekki að kenna lögfræði á Bifröst án þess að hafa lært lögfræði?
Eða fékk hún Doktorsgráðu í Lögfræði, skipuð prófessor á Bifröst og fór svo í grunnám í lögfræði í HR til að rifja upp eða eitthvað?


Þú getur fengið master og doktorinn í lögfræði án þess að hafa tekið BA í lögfræðinni.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16575
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Pósturaf GuðjónR » Fim 21. Jún 2012 01:31

AntiTrust skrifaði:
hannesstef skrifaði:
Var hún þá ekki að kenna lögfræði á Bifröst án þess að hafa lært lögfræði?
Eða fékk hún Doktorsgráðu í Lögfræði, skipuð prófessor á Bifröst og fór svo í grunnám í lögfræði í HR til að rifja upp eða eitthvað?


Þú getur fengið master og doktorinn í lögfræði án þess að hafa tekið BA í lögfræðinni.


Ég veit um einn sem fór á Bifröst með enga mentun umfram samræmdu prófin í 10 bekk og útskrifaðist sem viðskiptalögfræðingur þaðan 2 eða 3 árum síðar...
Talandi um að fá réttindi í seríospakka :face



Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4339
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 392
Staða: Ótengdur

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Pósturaf chaplin » Fim 21. Jún 2012 01:49

Mynd

Mynd



Skjámynd

IceThaw
Fiktari
Póstar: 99
Skráði sig: Mán 07. Maí 2012 20:43
Reputation: 4
Staðsetning: Vesturland
Staða: Ótengdur

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Pósturaf IceThaw » Fim 21. Jún 2012 08:43

Ólafur kann að fara með það takmarkaða vald sem forseti hefur, get ekki séð hann misnota það. Finnst það ekki pólitískt að hafa skoðun á t.d. hvort honum lítist vel á ESB eða ekki enda myndi þjóðaratkvæðagreiðsla gefa fólkinu valkost en slæmt ef hann myndi ýta undir ákvarðanir hjá fólki hvað það ætti að velja, held samt að megnið af fólki vilji ekki ESB alveg sama hvað hann myndi segja.

Orðheppinn, kemur vel fyrir og ekki síður Dorrit (ísland stórasta land í heimi hahah, samt fín), missti konuna sína útaf hvítblæði minnir mig en missti ekki styrk til þess að vera forseti? Ég heyrði í umræðu í vinnunni minni að Sjálfstæðismenn hefðu kallað hann Óla svín forðum, en núna líki þeim hann? Get ekki séð þetta alveg pólitískt hvað hann á að gera með sitt vald því annaðhvort lendir það hjá þjóðinni á endanum ef svo fer, eða illa kosið alþingi sem enginn þolir (sem fólk kaus sjálft) fer með það eins og þeim sýnist. Finnst einmitt Jóhanna vera að fara með þetta eins og í myndinni sem fylgdi fyrr í þráðinum, finnst ég alltaf vera heyra meira og meira um heimilislaust fólk sem fékk enga hjálp eða höndlar ekki niðurskurðina.

Nenni samt ekki að fá neinn upp á móti mér hérna þetta eru bara mínar skoðanir :D sé ekki annars að það sé hægt að velja vitlausan forseta öðruvísi en að hann myndi hleypa framhjá sér málefnum/vandræðum sem þjóðin ætti að fá að hafa eitthvað að segja um:) (( sem ég held að Þóra myndi gera :twisted: ))




Kosmor
has spoken...
Póstar: 178
Skráði sig: Fös 20. Maí 2011 19:03
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Pósturaf Kosmor » Fim 21. Jún 2012 15:56

Ég er orðinn pínu skotinn í Andreau eftir að hafa séð hana í fyrsta þættinum af Baráttan um Bessastaði, Hún er gríðalega klár, kemur vel fyrir og er með bein í nefinu. Ef hún væri aðeins eldri fengi hún mjög líklega mitt atkvæði.

Þóra sýnir okkur bara meira og meira hveru óhæf hún sé með hverju viðtali og rökræðum sem hún fer í.

Ég mun ekki kjósa Hannes Bjarnason vegna þess að hann talar ekki 100% íslensku og það er lágmarkskrafa sem ég set við atkvæði mitt.

Herdís er svolítið skemmtilegur frambjóðandi og mér finnst hún langskemmtilegust af frambjóðendunum, hún er bráðklár, snjöll í kjaftinum og komin með lífsreynslu sem nýtist vel í starfinu sem hún sækist eftir, hún gerir líka kosningabaráttuna mun líflegri.

Ari Trausti er vissulega klár og skemmtilegur, en hann vantar einhvern sjarma, eða það vantar eitthvað í hann, átta mig ekki allveg á því hvað það er.

En, raunin er að Ólafur er bara sá hæfasti, eins og í viðtalinu við Ólaf sem g0tlife sendi inn þá sé ég ekki neinn annan frambjóðanda komast með tærnar þar sem Ólafur er með hælana í þeim málum, og mörgum öðrum. Mitt atkvæði fer mjög líklega til hans.




Moquai
Gúrú
Póstar: 597
Skráði sig: Fös 12. Nóv 2010 22:23
Reputation: 3
Staðsetning: 127.0.0.1
Staða: Ótengdur

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Pósturaf Moquai » Fim 21. Jún 2012 17:37

I will be amazed, ef eitthver annar en Óli verður kosinn.


Samsung S27A950D 27" 120Hz - NZXT Phantom - GTX 1060 - i5 3570k @ 4.70GHz /w Noctua NH-D14 - Mushkin 4x4GB Redline 1866MHz - MSI H77MA-G43 - Sennheiser HD 598 /m Xonar STX Essence

Skjámynd

tomasjonss
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 375
Skráði sig: Sun 28. Ágú 2011 18:20
Reputation: 1
Staðsetning: Þar sem loftið hættir að vera jarðneskt og jörðin fær hlutdeild í himninum
Staða: Ótengdur

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Pósturaf tomasjonss » Fim 21. Jún 2012 18:01

Óli mun líklega sigra en ég vil endilega sjá þátttakendur fara yfir 100. Það er 91 búinn að kjósa, nokkrar í viðbót og þá fer þetta að verða pínu löglegt




biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Pósturaf biturk » Fös 22. Jún 2012 11:00

hvar kýs maður utan kjördæmis? ég verð lang í burtistan þegar það er kosið :face


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Pósturaf dori » Fös 22. Jún 2012 11:09

tomasjonss skrifaði:Óli mun líklega sigra en ég vil endilega sjá þátttakendur fara yfir 100. Það er 91 búinn að kjósa, nokkrar í viðbót og þá fer þetta að verða pínu löglegt

Verður samt seint marktæk könnun þar sem þetta er svolítið einsleitur hópur sem við höfum hérna (kyn, aldursdeifing etc.)



Skjámynd

Victordp
vélbúnaðarpervert
Póstar: 951
Skráði sig: Mán 06. Apr 2009 00:15
Reputation: 0
Staðsetning: Vesturbær
Staða: Ótengdur

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Pósturaf Victordp » Fös 22. Jún 2012 11:32

tdog skrifaði:Mitt atkvæði fær Hannes Bjarnason. Hann er nýtt blóð og svo er hann líklegastur til þess að vera með byssuleyfi!

Skarplega athugað, kæmi samt ekkert á óvart ef að Óli væri með byssuleyfi. Sé hann og Pútín fyrir mér útí skógi í Rússlandi að veiða.


|Macbook Air 2013|
|NZXT H440W|ASUS P8Z68-V/GEN3|Intel i5 2500k|MSI 560TI Twin Frozr III|16GB Corsair Vengence DDR3 1600mhz|EVGA 750W Modular|
! VERSLA EKKI VIÐ TÖLVUVIRKNI !


Höfundur
Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Pósturaf Bjosep » Fös 22. Jún 2012 12:13

biturk skrifaði:hvar kýs maður utan kjördæmis? ég verð lang í burtistan þegar það er kosið :face


Sýslumanni. Getur að ég held kosið hjá hvaða sýslumanni sem er. Hann sér um að póstleggja atkvæðið þitt fyrir þig.



Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1582
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 58
Staða: Ótengdur

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Pósturaf Xovius » Fös 22. Jún 2012 14:59

Mitt mat er eiginlega að það atkvæði sem ekki fer til þóru eða óla sé sóað atkvæði þar sem hinir virðast engann möguleika eiga á að vinna og þar sem ég er ekkert sérstaklega hrifinn af Óla og hef ekkert á móti Þóru ætla ég að kjósa hana.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Pósturaf dori » Fös 22. Jún 2012 15:17

Xovius skrifaði:Mitt mat er eiginlega að það atkvæði sem ekki fer til þóru eða óla sé sóað atkvæði þar sem hinir virðast engann möguleika eiga á að vinna og þar sem ég er ekkert sérstaklega hrifinn af Óla og hef ekkert á móti Þóru ætla ég að kjósa hana.

Mjög röng hugsun. Þú átt að kjósa þann sem þú ert hrifnastur af. Ekki þann sem (þú heldur að) hinir ætla að kjósa. Ef þú gerir það þá fyrst ertu farinn að sóa atkvæðinu þínu.