Day-Z mod fyrir Arma 2: CO

Skjámynd

Höfundur
GullMoli
Vaktari
Póstar: 2485
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Day-Z mod fyrir Arma 2: CO

Pósturaf GullMoli » Mið 23. Maí 2012 00:58

Sælir.

Langar bara að forvitnast um hvort einhver hérna sé að spila þetta Zombie mod fyrir Arma 2 leikinn. Bróðir minn er búinn að vera spila þetta eins og ég veit ekki hvað síðustu daga svo ég ákvað að kynna mér þetta. Endaði með því að ég keypti mér Arma 2 leikinn og er að ná í hann via steam einmitt núna :D

Arma 2 & Operation Arrowhead kosta $30 á steam sem gerir um 4.000 kr krónur (það er talað um að maður þurfi bæði upprunalega leikinn og OA leikinn = Arma 2: Combined Operations) en sjálft Day-Z mod'ið er svo frítt, reyndar ennþá í Alpha stage en ekkert smá nett.


Heimasíða modsins: http://www.dayzmod.com
About: http://dayzmod.com/about.php

Í mjög fáum orðum er þetta virkilega raunverulegur zombie apoc leikur í huge mappi; "A 225 km2 open world post-soviet state". Þú þarft að vera virkilega varkár með allt sem þú gerir og getur ekki skotið niður fleiri tugi zombie-a líkt og þú ert vanur (L4D t.d.) heldur þarftu að spara allt saman og svo eru einnig bandits í leiknum sem þú þarft að hafa áhyggjur af. Nær ómögulegt er að ferðast á næturnar þar sem nóttin er dimm, þá meina ég svo dimm að þú sérð ekki rassgat nema ef tunglið skín í gegnum skýin, eða þú sért svo vel búinn að hafa ljós eða blys. Tíminn er einnig realtime, s.s. einn klukkutími ingame er einn klukkutími í raunveruleikanum.

Mér skilst að serverarnir séu oftast 50 manna en séu dæmi um 75 manna servera. Svo geta verið þúsundir zombie'a á hverjum server. Annars er þetta enn í Alpha stage svo framtíðin er björt.

Eitt sem mér finnst alveg brilliant er:
Persistent Server - Fed up of spending so many hours working towards a goal or finding supplies and then the server crashes on you losing all your progress? Well with the DayZ server all stat's are saved to our external database so where ever you log off, whatever you have will be keep on you next time you come back in. This means you can spend however long you want doing what you want to do. As long as you don't die during the night!



Arma 2 leikurinn kom úr árið 2010 og varð mjög söluvænn, svo lækkaði salan með tímanum eins og með alla leiki. En með tilkomu Day-Z mod þá skaust leikurinn aftur í topp sætið yfir mest seldu leikina á steam og það í þó nokkra daga, og er núna t.d. í þriðja sætinu. Talað er um að þetta mod hafi fimmfaldað söluna á leiknum sjá hér.

Mjög flott en langt gameplay video má finna hér: http://www.youtube.com/watch?v=HZAerQWynjE
Stutt gameplay video: http://www.youtube.com/watch?v=mOB7YGgREFg

Greinar um leikinn frá PC-Gamer má finna hér og hér.

Annars ef einhverjir ákveða að spila þá látiði mig vita, er að reyna fá nokkra félaga mína í þetta með mér svo hægt verði að spila saman :D

--------

Hvernig skal setja leikinn + DayZ upp.

Ég mæli með því að kaupa hann í gegnum steam, http://store.steampowered.com/sub/4639/

Sækið leikinn og setjið þá báða upp.
Keyrið Arma 2 fyrst í gang og keyrið svo Arma 2 Operation Arrowhead í gang (veljið Combined Operations í launch glugganum). Þetta er gert svo að allt skráist rétt í registery.

Eftir að hafa keyrt báða leikina í gang einu sinni þá getið þið sótt nýjustu Beta útgáfuna af leiknum hér; http://www.arma2.com/beta-patch.php
Þetta er lítil setup skrá, oftast um 8MB.

Eftir að hafa keyrt þetta install þá farið þið í folderið þar sem leikurinn er, nánar tiltekið hingað;

\Steam\steamapps\common\arma 2 operation arrowhead\Expansion\beta\

Afritið "dll" folderið og "arma2oa.exe" skránna og færið yfir í \arma 2 operation arrowhead\ möppuna (aftur um 2 möppur). Ýtið svo bara á yes þegar þetta spyr hvort þú viljir afrita yfir hin skjölin.


Þá er leikurinn alveg tilbúinn og það á bara eftir að setja upp sjálft DayZ moddið.

Lang besta og auðveldasta leiðin er að nota "Six Updater"; http://www.six-updater.net/p/download.html
Veljið Quick Play fyrir einhvern random server eða veljið einhver spes server og veljið "Check/Update/Play".

Þetta er forrit sem sér til þess að DayZ moddið sé alltaf up to date og er m.a. líka server browser. Ég nota þetta hinsvegar einungis til þess að uppfæra moddið og ég keyri svo leikinn í gang með Steam því þá er ég með Steam overlay sem mér finnst virkilega hentugt.

Ef þið viljið nota steam til að keyra moddið í gang þá þurfið þið að opna það og hægriklikka á ARMA 2: Operation Arrowhead, velja properties og svo "Set Launch Options".
Þar setjið þið inn eftirfarandi textarunu:
-beta=Expansion\beta;ca;Expansion\beta\Expansion -mod=@DayZ;ca -nosplash -mod=@dayz -world=empty

Núna getiði notað steam til að keyra leikinn/moddið í gang. Þið þurfið bara að muna að nota alltaf Operation Arrowhead og velja "Combined Forces".


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"

Skjámynd

Frost
Besserwisser
Póstar: 3206
Skráði sig: Sun 16. Ágú 2009 02:30
Reputation: 61
Staða: Ótengdur

Re: Day-Z mod fyrir Arma 2: CO

Pósturaf Frost » Mið 23. Maí 2012 01:31

Vá þetta er spennandi :shock:


Tölva, 2 skjáir, Alltof mörg lyklaborð, þráðlaus mús og næs heyrnatól


Orri
vélbúnaðarpervert
Póstar: 936
Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
Reputation: 152
Staða: Ótengdur

Re: Day-Z mod fyrir Arma 2: CO

Pósturaf Orri » Mið 23. Maí 2012 14:23

Einn mest spennandi leikur sem ég hef séð nýlega..
Þurfa aðeins að laga gunplay-ið en annars frábært..

Ef maður er að spila með vini sínum, eru ekki frekar miklar líkur á að þið spawnið sitthvoru meginn á mappinu ?




arons4
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 130
Staða: Ótengdur

Re: Day-Z mod fyrir Arma 2: CO

Pósturaf arons4 » Mið 23. Maí 2012 16:01

Average life expectancy: 0 hours 28 minutes.



Skjámynd

Höfundur
GullMoli
Vaktari
Póstar: 2485
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Day-Z mod fyrir Arma 2: CO

Pósturaf GullMoli » Mið 23. Maí 2012 20:26

Ég var að athuga með það að spila nokkrir saman, það er víst ekki hægt að spawna á sama stað, nema fyrir algjöra tilviljun. Annars er bara að respawna aftur og aftur þar til þið lendið á sama stað eða reyna að hittast á ákveðnum stað með hjálpa korta (notast þá við nöfn á bæjum og álíka). Oftast er það þannig að fólk spawnar einhversstaðar á ströndinni.

Fann eitt mega nett internactive map:
http://teamfackin.com/moocow/dayz/map/

Og svo bara image file:
http://www.dayz.pl/wp-content/uploads/2 ... al_Map.jpg



Svo bjó ég til opna steam grouppu sem þið megið endilega joina ef þið hafið áhuga á þessu:
http://steamcommunity.com/groups/day-z-island


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"


Orri
vélbúnaðarpervert
Póstar: 936
Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
Reputation: 152
Staða: Ótengdur

Re: Day-Z mod fyrir Arma 2: CO

Pósturaf Orri » Fim 24. Maí 2012 02:06

GullMoli, keyptir þú Arma 2 af Steam ?
Ef svo er, taldist þetta sem erlent niðurhal ?



Skjámynd

Höfundur
GullMoli
Vaktari
Póstar: 2485
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Day-Z mod fyrir Arma 2: CO

Pósturaf GullMoli » Fim 24. Maí 2012 02:21

Orri skrifaði:GullMoli, keyptir þú Arma 2 af Steam ?
Ef svo er, taldist þetta sem erlent niðurhal ?


Já það gerði ég, en ég hef ekki hugmynd um hvort að þetta taldist sem innlent eða ekki (gagnamagns síða Hringdu virkar ekki :P). Grunar þó að þetta hafi verið erlent enda ekkert svo vinsæll leikur og hraðinn var heldur ekki líkur því sem maður fær innanlands.

Annars ætti að vera lítið mál að henda steam-backup af þessu á t.d. Deildu, þar sem þetta eru alveg 15GB.


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"


Orri
vélbúnaðarpervert
Póstar: 936
Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
Reputation: 152
Staða: Ótengdur

Re: Day-Z mod fyrir Arma 2: CO

Pósturaf Orri » Fim 24. Maí 2012 02:52

GullMoli skrifaði:Já það gerði ég, en ég hef ekki hugmynd um hvort að þetta taldist sem innlent eða ekki (gagnamagns síða Hringdu virkar ekki :P). Grunar þó að þetta hafi verið erlent enda ekkert svo vinsæll leikur og hraðinn var heldur ekki líkur því sem maður fær innanlands.

Annars ætti að vera lítið mál að henda steam-backup af þessu á t.d. Deildu, þar sem þetta eru alveg 15GB.

Hvernig virkar Steam-backup, kaupi ég þá leikinn á Steam, en downloada ekki og installa svo þessu backup ?

Er að spá í þessu fyrir vin minn sem er búinn að kaupa en á ekki nóg gagnamagn til að ná í hann erlent..
Ég næ bara í hann erlent nema þá þú sért að bjóða mér meiri hraða :guy




Varasalvi
Gúrú
Póstar: 512
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 15:00
Reputation: 1
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Day-Z mod fyrir Arma 2: CO

Pósturaf Varasalvi » Fim 24. Maí 2012 03:13

Vá, takk fyrir að deila þessu, ætla svo pottþétt að prófa þetta :)



Skjámynd

Höfundur
GullMoli
Vaktari
Póstar: 2485
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Day-Z mod fyrir Arma 2: CO

Pósturaf GullMoli » Fim 24. Maí 2012 12:18

Orri skrifaði:Hvernig virkar Steam-backup, kaupi ég þá leikinn á Steam, en downloada ekki og installa svo þessu backup ?

Er að spá í þessu fyrir vin minn sem er búinn að kaupa en á ekki nóg gagnamagn til að ná í hann erlent..
Ég næ bara í hann erlent nema þá þú sért að bjóða mér meiri hraða :guy


Já í raun og veru. Ég bý til backup image af leiknum í gegnum steam sem t.d. þú gætir svo notað í "restore backup".

Annars er ég alveg til í að henda því á Deildu ef fólk er í vandræðum með gagnamagnið :P


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"


Orri
vélbúnaðarpervert
Póstar: 936
Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
Reputation: 152
Staða: Ótengdur

Re: Day-Z mod fyrir Arma 2: CO

Pósturaf Orri » Fim 24. Maí 2012 17:11

Jæja þá er maður búinn að ná í og installa öllu klabbinu..
Núna lendir maður í Waiting for server response á öllum serverum sem ég fer á, eða þá svokallað "debug forest" sem er greinilega einhver spawn-bug.
Meira vesenið en líklegast bara álag á master-server útaf því að akkúrat núna eru flestir að spila..
Amk eru spilarar að tala um það á chattinu á serverinum sem ég er að bíða á núna..



Skjámynd

Höfundur
GullMoli
Vaktari
Póstar: 2485
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Day-Z mod fyrir Arma 2: CO

Pósturaf GullMoli » Fim 24. Maí 2012 19:59

Jáá einmitt, álagið getur orðið svakalegt. Enda er þetta mod orðið svo rugl vinsælt á mjög stuttum tíma. Hef samt ekki lent í neinum vandræðum með leikinn sjálfur.

EDIT:
Annars spilaði ég hann í fyrsta skiptið í gær.
Ég byrjaði rétt hjá einhverjum mjög litlum bæ sem var samt hinum megin við litla á. Ég ákvað að synda bara yfir frekar en að labba einhverja langa leið. Það gekk bara vel og ég hélt áfram í átt að bænum, var svo kominn frekar nálægt einu húsi þegar ég sé að einn zombie er rétt hjá mér og annar skríðandi aðeins fyrir aftan. Þeir virðast ekki hafa tekið eftir mér svo ég í einhverju panici ákveð að hlaupa aftur í vatnið, þá sprettur zombie'inn á eftir mér og út í vatnið (hætta þegar þeir eru komnir ákveðið langt úti) og ég enda á því að skjóta þá báða... sem voru stór mistök. Á örskömmum tíma voru helling af zombies komnir. Ég skaut þar til ég átti ekki fleiri skot eftir og þá var gæjinn minn orðinn svo kaldur eftir að hafa verið of lengi í vatninu að hann var farinn að hósta og titra alveg rosalega mikið, ásamt því að missa blóð (health) hægt og rólega.
Þessu lauk með því að ég reyndi að spretta inní hús en ég komst ekki mjög langt :(

Drulluskemmtilegt, virkilega raunverulegt sem maður er einmitt ekki vanur í svona leikjum. Þeir snúast alltaf bara um að drepa allt og alla.


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"


Varasalvi
Gúrú
Póstar: 512
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 15:00
Reputation: 1
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Day-Z mod fyrir Arma 2: CO

Pósturaf Varasalvi » Fim 24. Maí 2012 23:12

GullMoli skrifaði:Jáá einmitt, álagið getur orðið svakalegt. Enda er þetta mod orðið svo rugl vinsælt á mjög stuttum tíma. Hef samt ekki lent í neinum vandræðum með leikinn sjálfur.

EDIT:
Annars spilaði ég hann í fyrsta skiptið í gær.
Ég byrjaði rétt hjá einhverjum mjög litlum bæ sem var samt hinum megin við litla á. Ég ákvað að synda bara yfir frekar en að labba einhverja langa leið. Það gekk bara vel og ég hélt áfram í átt að bænum, var svo kominn frekar nálægt einu húsi þegar ég sé að einn zombie er rétt hjá mér og annar skríðandi aðeins fyrir aftan. Þeir virðast ekki hafa tekið eftir mér svo ég í einhverju panici ákveð að hlaupa aftur í vatnið, þá sprettur zombie'inn á eftir mér og út í vatnið (hætta þegar þeir eru komnir ákveðið langt úti) og ég enda á því að skjóta þá báða... sem voru stór mistök. Á örskömmum tíma voru helling af zombies komnir. Ég skaut þar til ég átti ekki fleiri skot eftir og þá var gæjinn minn orðinn svo kaldur eftir að hafa verið of lengi í vatninu að hann var farinn að hósta og titra alveg rosalega mikið, ásamt því að missa blóð (health) hægt og rólega.
Þessu lauk með því að ég reyndi að spretta inní hús en ég komst ekki mjög langt :(

Drulluskemmtilegt, virkilega raunverulegt sem maður er einmitt ekki vanur í svona leikjum. Þeir snúast alltaf bara um að drepa allt og alla.


Sjálfur finnst mér best að drepa bara aldrei zombies nema að þeir elti mig, drep bara aðra players og stel þeirra drasli. Hey, það er ekkert að því, it´s a tough world and i´ve got to survive :p




Orri
vélbúnaðarpervert
Póstar: 936
Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
Reputation: 152
Staða: Ótengdur

Re: Day-Z mod fyrir Arma 2: CO

Pósturaf Orri » Fös 25. Maí 2012 00:49

Varasalvi skrifaði:Sjálfur finnst mér best að drepa bara aldrei zombies nema að þeir elti mig, drep bara aðra players og stel þeirra drasli. Hey, það er ekkert að því, it´s a tough world and i´ve got to survive :p

Mikið þoli ég ekki svona spilara..
Á þeim stutta tíma sem ég hef spilað hef ég náð að vinna saman með 4 manneskjum (1 í hvert skipti) og það er eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert..
Að hjálpast að og vinna saman að því að lifa af er svo mikið skemmtilegra heldur en að vera cheap aumingi sem drepur bara alla og stelur draslinu þeirra.



Skjámynd

Höfundur
GullMoli
Vaktari
Póstar: 2485
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Day-Z mod fyrir Arma 2: CO

Pósturaf GullMoli » Fös 25. Maí 2012 00:52

Varasalvi skrifaði:
GullMoli skrifaði:Jáá einmitt, álagið getur orðið svakalegt. Enda er þetta mod orðið svo rugl vinsælt á mjög stuttum tíma. Hef samt ekki lent í neinum vandræðum með leikinn sjálfur.

EDIT:
Annars spilaði ég hann í fyrsta skiptið í gær.
Ég byrjaði rétt hjá einhverjum mjög litlum bæ sem var samt hinum megin við litla á. Ég ákvað að synda bara yfir frekar en að labba einhverja langa leið. Það gekk bara vel og ég hélt áfram í átt að bænum, var svo kominn frekar nálægt einu húsi þegar ég sé að einn zombie er rétt hjá mér og annar skríðandi aðeins fyrir aftan. Þeir virðast ekki hafa tekið eftir mér svo ég í einhverju panici ákveð að hlaupa aftur í vatnið, þá sprettur zombie'inn á eftir mér og út í vatnið (hætta þegar þeir eru komnir ákveðið langt úti) og ég enda á því að skjóta þá báða... sem voru stór mistök. Á örskömmum tíma voru helling af zombies komnir. Ég skaut þar til ég átti ekki fleiri skot eftir og þá var gæjinn minn orðinn svo kaldur eftir að hafa verið of lengi í vatninu að hann var farinn að hósta og titra alveg rosalega mikið, ásamt því að missa blóð (health) hægt og rólega.
Þessu lauk með því að ég reyndi að spretta inní hús en ég komst ekki mjög langt :(

Drulluskemmtilegt, virkilega raunverulegt sem maður er einmitt ekki vanur í svona leikjum. Þeir snúast alltaf bara um að drepa allt og alla.


Sjálfur finnst mér best að drepa bara aldrei zombies nema að þeir elti mig, drep bara aðra players og stel þeirra drasli. Hey, það er ekkert að því, it´s a tough world and i´ve got to survive :p


Tjah, það er satt með að drepa zombies. Finnst samt skemmtilegast að lifa bara af með öðrum eins og Orri segir. Er samt að spila þetta núna með félaga mínum og við rákumst á 3 aðra Íslendinga á sama servernum, enginn þeirra af vaktinni haha.

Hugsa að það verði tekið gott hóp-spil um helgina með þessu fólki. Annars erum við á server sem heitir:
DayZ Zombie RPG - UK {SAS} (v1.5.8.4) dayzmod.com - Hosted by http://www.thesas...

ef þið viljið joina, reyndar kolniðamyrkur og við erum að rembast við að finna hvorn annan :lol:


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"


capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Day-Z mod fyrir Arma 2: CO

Pósturaf capteinninn » Fös 01. Jún 2012 03:18

Eruði ennþá að spila?

Var að horfa á þetta myndband og núna er ég mjög spenntur fyrir þessum leik, kaupi hann kannski á næstu dögum




Varasalvi
Gúrú
Póstar: 512
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 15:00
Reputation: 1
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Day-Z mod fyrir Arma 2: CO

Pósturaf Varasalvi » Fös 01. Jún 2012 14:46

Orri skrifaði:
Varasalvi skrifaði:Sjálfur finnst mér best að drepa bara aldrei zombies nema að þeir elti mig, drep bara aðra players og stel þeirra drasli. Hey, það er ekkert að því, it´s a tough world and i´ve got to survive :p

Mikið þoli ég ekki svona spilara..
Á þeim stutta tíma sem ég hef spilað hef ég náð að vinna saman með 4 manneskjum (1 í hvert skipti) og það er eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert..
Að hjálpast að og vinna saman að því að lifa af er svo mikið skemmtilegra heldur en að vera cheap aumingi sem drepur bara alla og stelur draslinu þeirra.


Finnst ekki gaman að spila með einhverju random fólki, ef ég þekkti einhverja til að spila með þá væri það örugglega mikið skemmtilegra. En besta leiðin til að lifa af þegar þú ert einn, er að treysta engum og stela hlutum af öðru fólki.
Ég er nú ekki alveg hjart laus samt, veit að það er leiðinlegt að vera drepinn eftir að hafa verið lifandi í marga klukkutíma eða daga. Ég drep bara aðra ef ég þarf virkilega hlutina hans eða ég treysti þeim bara alls ekki.

En þetta er leikurinn, þú getur aldrei treyst öllum svo það verða alltaf mikið af morðum. Ég vil frekar vera morðinginn heldur en fórnarlambið :)




Orri
vélbúnaðarpervert
Póstar: 936
Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
Reputation: 152
Staða: Ótengdur

Re: Day-Z mod fyrir Arma 2: CO

Pósturaf Orri » Mið 06. Jún 2012 14:45

Varasalvi skrifaði:Finnst ekki gaman að spila með einhverju random fólki, ef ég þekkti einhverja til að spila með þá væri það örugglega mikið skemmtilegra. En besta leiðin til að lifa af þegar þú ert einn, er að treysta engum og stela hlutum af öðru fólki.
Ég er nú ekki alveg hjart laus samt, veit að það er leiðinlegt að vera drepinn eftir að hafa verið lifandi í marga klukkutíma eða daga. Ég drep bara aðra ef ég þarf virkilega hlutina hans eða ég treysti þeim bara alls ekki.

En þetta er leikurinn, þú getur aldrei treyst öllum svo það verða alltaf mikið af morðum. Ég vil frekar vera morðinginn heldur en fórnarlambið :)

Afhverju finnst þér ekki gaman að spila með random fólki ?
Það er með því skemmtilegra sem ég geri í þessum leik, fyrir utan að spila með vinum mínum.
Eina manneskjan sem mér fannst ekki gaman að spila með var einhver gaur sem talaði lítið sem ekkert á chattinu og fór asnalegar leiðir.
Þegar ég hitti hann lét hann mig hafa blóðpakka til að gefa sér blóð og gaf mér svo blóð í staðinn, og hann var með riffil og fleiri flottheit þannig ég ákvað að fara með honum.
Það entist stutt þar sem ég þurfti að fara en það var eflaust eina skiptið sem ég skemmti mér ekki með annarri manneskju í leiknum.

Þegar ég hef séð/hitt fólk sem er ekki treystandi þá fer ég bara.
Óþarfi að drepa það nema þá það reyni að drepa mig. Og hingað til hefur það ekki enn gerst að ég drepi aðra manneskju.



Skjámynd

Stingray80
Gúrú
Póstar: 536
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 16:28
Reputation: 13
Staða: Tengdur

Re: Day-Z mod fyrir Arma 2: CO

Pósturaf Stingray80 » Sun 10. Jún 2012 20:21

Langar gríðarlega að prófa þetta!



Skjámynd

Höfundur
GullMoli
Vaktari
Póstar: 2485
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Day-Z mod fyrir Arma 2: CO

Pósturaf GullMoli » Sun 10. Jún 2012 22:29

Reynum að taka gott spil í vikunni eða um næstu helgi. Endilega joinið bara Steam groupinn, skal gera "Event" við tækifæri. Gætum kannski kíkt á Mumble eða álíka og spilað saman.

Ef þið hafið áhuga þá getið þið sent mér PM ef þið eruð með Skype þar sem ég er með litla grouppu þar fyrir Day-Z þar.


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"

Skjámynd

Höfundur
GullMoli
Vaktari
Póstar: 2485
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Day-Z mod fyrir Arma 2: CO

Pósturaf GullMoli » Mið 13. Jún 2012 01:00

http://kotaku.com/5917891/the-best-zomb ... socialflow

Stefnir allt í spil á föstudaginn kl 21:00!


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"

Skjámynd

g0tlife
1+1=10
Póstar: 1179
Skráði sig: Mán 05. Nóv 2007 15:57
Reputation: 166
Staðsetning: Sit í fanginu hans Guðjóns
Staða: Ótengdur

Re: Day-Z mod fyrir Arma 2: CO

Pósturaf g0tlife » Mið 13. Jún 2012 01:26

gaman að rekast á þennann þráð 10 min eftir að ég keipti leikinn, þetta er náttúrulega bara alpha mode. Verður gaman að spila og fylgjast með þróun á þessum leik


Intel i9-10900KF // Nvidia RTX 3080 // 2x 1TB M.2 // 1TB Samsung 860 Evo // G.Skill 32GB Ripjaws V 3600MHz // ASRock Z490 Extreme4 // Samsung Odyssey G7 32''

My CPU's Hot But My Core Runs Cold


paze
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 364
Skráði sig: Mán 31. Okt 2011 18:04
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Day-Z mod fyrir Arma 2: CO

Pósturaf paze » Mið 13. Jún 2012 08:11

Búinn að spila hann í ca. 2 mánuði. Er leiðtogi með stærri klönum í leiknum. Eigum nokkra bíla, tjaldstæði og allir auðvitað þungvopnaðir með öll gadgets.

Clanið heitir COA - Coalition of the South.

Ef einhverjum langar að forvitnast um klanið þá getiði addað mig á steam: bjarni dk.

Eru 2 íslendingar í klaninu atm.




bixer
</Snillingur>
Póstar: 1022
Skráði sig: Lau 14. Nóv 2009 14:38
Reputation: 1
Staðsetning: 101
Staða: Ótengdur

Re: Day-Z mod fyrir Arma 2: CO

Pósturaf bixer » Mið 13. Jún 2012 11:02

er hægt að kaupa steam leiki án þess að vera með kreditkort???? langar í þennann leik en ég á ekki kreditkort og allir í útlöndum...




Varasalvi
Gúrú
Póstar: 512
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 15:00
Reputation: 1
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Day-Z mod fyrir Arma 2: CO

Pósturaf Varasalvi » Fim 14. Jún 2012 18:36

GullMoli skrifaði:http://kotaku.com/5917891/the-best-zombie-mod-in-gaming-now-has-a-wicked+cool-cinematic-trailer?utm_campaign=socialflow_kotaku_facebook&utm_source=kotaku_facebook&utm_medium=socialflow

Stefnir allt í spil á föstudaginn kl 21:00!


Eg ætla líklegast að taka þátt í þessu á morgun. Ertu að plana að nota mumble? Bara svo ég get haft það tilbúið.