DNS Server með ranga vísun


Höfundur
Palm
has spoken...
Póstar: 183
Skráði sig: Þri 09. Sep 2003 21:01
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

DNS Server með ranga vísun

Pósturaf Palm » Sun 06. Jún 2004 09:12

Vissi ekkert hvar ég átti að pósta þessari spurningu - set hana hér - vona að það sé í lagi.

Ég keypti domain á namesecure.com nýlega. Þá er domainið sjálfkrafa látið vísa á einhverja temp síðu hjá þeim.
Ég prófaði að fara inn á síðuna mina (frá minni heimatölvu) og sá þessa temp síðu hjá þeim.
Síðan í gær þá lagaði ég þessar stillingar hjá namesecure og vísaði þessu urli á rétta ip tölu.
Það virkar alveg fínt þegar ég prófa það frá öðrum tölvum en minni heimatölvu - hins vegar alltaf þegar ég prófa það frá minni heimatölvu þá er mér ennþá vísað á þessa temp síðu hjá þeim.
Það sem ég held að sé málið er að dns serverinn sem mín heima tölva er að nota er með gamla ip tölu hjá sér í minni og er ekki að uppfæra það.
Get ég ekki einhvern veginn þvingað minn dnsserver (sem ég veit reyndar ekkert hver er) til að sækja ofar í keðjuna nýrri ip tölu svo þetta lagist?
Veit að þetta á líklega eftir að lagast í vikunni sjálfkrafa einhvern tímann en vil helst fá þetta í lag sem fyrst ef það er hægt.

Palm



Skjámynd

djjason
Ofur-Nörd
Póstar: 258
Skráði sig: Fim 06. Maí 2004 23:39
Reputation: 0
Staðsetning: Boston, MA
Staða: Ótengdur

Pósturaf djjason » Sun 06. Jún 2004 12:49

Ef þú ert á windows þá geturu breytt hosts skránni. Hún er í c:\windows\system32\drivers\etc\.


"Only wimps use tape backup: _real_ men just upload their important stuff on ftp, and let the rest of the world mirror it"
- Linus Thorvalds


Höfundur
Palm
has spoken...
Póstar: 183
Skráði sig: Þri 09. Sep 2003 21:01
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Palm » Sun 06. Jún 2004 12:55

takk fyrir þetta svar.
Já er á windows xp pro.
Hvernig á ég að breyta henni.

setja línu sem er ca. svona:
http://www.mitturl.net iptalaávélinni

Ég prófaði þetta svona ef fékk það ekki til að virka...

Palm



Skjámynd

djjason
Ofur-Nörd
Póstar: 258
Skráði sig: Fim 06. Maí 2004 23:39
Reputation: 0
Staðsetning: Boston, MA
Staða: Ótengdur

Pósturaf djjason » Sun 06. Jún 2004 13:59

Ættir að vera með færslu sem væri td svona
127.0.0.1 localhost

Þá geriru bara alveg eins
iptalanáservernum http://www.mittdomain.com

Ef þú ert með router og fasta ip tölu og er bakvið routerinn eins og ég skildi póstinn þinn fyrst....þá seturu iptöluna sem localnetstöluna á vélinni ekki föstu töluna sem þú skráðir á netinu.


"Only wimps use tape backup: _real_ men just upload their important stuff on ftp, and let the rest of the world mirror it"

- Linus Thorvalds


Höfundur
Palm
has spoken...
Póstar: 183
Skráði sig: Þri 09. Sep 2003 21:01
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Palm » Sun 06. Jún 2004 14:19

Takk kærlega þetta virkaði.
Alger snilld!

Palm




kiddisig
Fiktari
Póstar: 63
Skráði sig: Mán 28. Júl 2003 01:39
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf kiddisig » Sun 06. Jún 2004 15:19

Það er samt ekki sniðugt að breyta hosts skránni. Ef þú ætlar að breyta A færslunni fyrir lénið þitt seinna, þá þarftu að breyta hosts skránni aftur.

DNS-ar hafa ákveðna stillingu sem heitir Time-to-live (skammstafað TTL). TTL segir til um hversu langur tími aðrir DNS-ar eigi að geyma zone skrárnar í cache. Oftast eru það 86400 sekúndur, sem eru 24 klukkutímar (þó ræður sá sem sér um DNS-ana því algjörlega). T.d. ef þú ert með .is lén þá verður TTL að vera 86400 sekúndur, annars samþykkir Isnic ekki DNS uppsetninguna og þar að leiðandi fær maður ekki úthlutað lén frá þeim. Allar no-ip.biz færslur hafa að mig minnir 15 sec TTL, sem er rosalega lítill tími. Þeir þurfa samt sem áður að hafa það þannig þar sem þeir bjóða upp á "dynamic" þjónustu, þar sem ef þú ert með dynamic en ekki static external IP tölu, þá getur þú fengið nafnið þitt hjá no-ip.biz á nýju IP töluna þína á innan við 15 sec. Ef þú hefur verið nýbúinn að fara inn á síðuna þína og breytt svo færslunni, þá getur tekið upp undir 24 tíma fyrir færsluna að breytast aftur, ef TTL er stillt á 86400 sekúndur hjá þeim sem hýsa lénið þitt í DNS hjá sér. Margir stórir þjónar, t.d. eins og root DNS þjónarnir uppfæra sig bara á 72. tíma fresti. Þess vegna er það oft þannig að ef þú sækir um lén, þá getur tekið upp undir 72 tíma þangað til það virkar "worldwide". Það góða við að hafa hátt TTL er það að ef DNS þjónarnir fara niður í einhvern tíma, þá geta DNS færslurnar virkað í allt að þeim tíma sem TTL-ið er stillt á. Getur samt vel verið að þær detti næstum því strax út ef það er langt síðan að nafnaþjónninn sem þú mundir nota hafi cache-að færslurnar. Það skapar líka mun minna álag á nafnþjónana að hafa hátt TTL.

Ég mundi sleppa því að fikta við hosts skránna og bíða frekar eftir að DNS þjónninn sem þú notar cache-ar aftur færslurnar. Ef þú nennir ekki að bíða, þá mundi ég ráðleggja þér að nota annan DNS þjón sem hefur ekki ennþá cache-að færslurnar.


There can be only one.

Skjámynd

djjason
Ofur-Nörd
Póstar: 258
Skráði sig: Fim 06. Maí 2004 23:39
Reputation: 0
Staðsetning: Boston, MA
Staða: Ótengdur

Pósturaf djjason » Sun 06. Jún 2004 18:27

Alveg klár á því að þetta er kanski ekki ideal lausn en hann vildi quick and easy leið til að laga þetta.


"Only wimps use tape backup: _real_ men just upload their important stuff on ftp, and let the rest of the world mirror it"

- Linus Thorvalds