Tbot skrifaði:Skattborgararnir sáu um kostnaðinn við að leggja koparinn á sínum tíma.
Koparinn mun aldrei ná sömu bandvídd og ljós, fyrir því eru nokkrar ástæður, s.s. truflanaáhrif eftir því sem tíðni hækkar í koparnum, þ.e. cross talk, og umhverfisáhrif.
Ekki hef ég heyrt mikið um prófanir á koparnum þar sem hraðinn er kominn í Tbit/s
Það er hægt að fá koparstrengi sem styðja Cat 6 eða gigabit en þeir eru orðnir sverari en gömlu símastrengirnir. Það er að vísu ekki mikið mál að keyra 50 mbit á Cat5 strengina en ég held að sumir gömlu símastrengirnir verði í smá vandræðum þá.
Þegar koparinn var lagður hér í gamla gamla daga þá vissulega borgaði þjóðin það, en hinsvegar voru engin önnur fyrirtæki á þessum markaði í samkeppni við ríkið, ólíkt nú. Síminn er nú einkavæddur eftir allt saman, og þeir sem keyptu hann borguðu fyrir koparlínurnar, enda voru þær seldar með hvort sem okkur líkar það eður ei.
Málið með koparinn er að allt símkerfi heimsins í öllum löndum byggir á kopar, þannig að þú mátt búast við mestum rannsóknum og tæknilegri þróun þar, við að reyna kreista sem mest út úr þeirri fjárfestingu. That's where the money is! Ljósleiðari er bara lúxus og nær til brot af því fólki sem tengist internetinu miðað við kopar. Að færa þetta alla yfir í ljósleiðara á eftir að taka langan tíma, marga marga áratugi.
Ljósleiðari er betri, en einsog staðan er í dag þá er það bara ekki nóg, það eru fleiri þættir sem skipta máli, og á meðan koparinn er samkeppnishæfur og veitir þá þjónustu sem samfélagið krefst þá er ljósleiðari bara einfaldlega of dýr lausn fyrir óljósa yfirburði.