Sælir vaktarar
Er að skella mér í tölvunarfræði í HÍ næsta haust. Er einhver sérstök fartölva sem þið mælið með í það nám.Ætla ekki að fara mikið yfir 130 kallinn. Allar ábendingar vel þegnar. Og já veit einhver hvort að það sé eitthvað vit að vera með makka í slíku námi?
Takk fyrir
Bkv, SS
fartölva fyrir tölvunarfræði nám
-
- /dev/null
- Póstar: 1408
- Skráði sig: Þri 09. Nóv 2010 14:23
- Reputation: 2
- Staðsetning: 1101101
- Staða: Ótengdur
Re: fartölva fyrir tölvunarfræði nám
Makkinn virkar fínt í það, hef séð marga í tölvunarfræðinni með macca og eru alveg að meika það. En sjálfur er ég PC maður og er mín persónulega ráðlegging ekki mac
En best er að hafa hafa gott lyklaborð, passlega stórann skjá, og góða batterísendingu ef þú ert að fara að kóða bara. Algjör snilld er svo að hafa stórann skjá heima þegar þú ferð að vinna með langa kóða.
Leiðinlegt er að dröslast með stórar og þungar tölvur þannig ég myndi ekki vera að taka mér mikið stærra en 13". Ef að ég væri að kaupa mér fartölvu í dag myndi ég taka þessa og skella SSD í hana. En þá erum við kannski komnir full langt yfir budget.
Þessi lítur ágætlega út. Taka svo Mushkin Chronos SSD disk með henni eða jafnvel Intel 520 sem er klárlega betri diskur.
En best er að hafa hafa gott lyklaborð, passlega stórann skjá, og góða batterísendingu ef þú ert að fara að kóða bara. Algjör snilld er svo að hafa stórann skjá heima þegar þú ferð að vinna með langa kóða.
Leiðinlegt er að dröslast með stórar og þungar tölvur þannig ég myndi ekki vera að taka mér mikið stærra en 13". Ef að ég væri að kaupa mér fartölvu í dag myndi ég taka þessa og skella SSD í hana. En þá erum við kannski komnir full langt yfir budget.
Þessi lítur ágætlega út. Taka svo Mushkin Chronos SSD disk með henni eða jafnvel Intel 520 sem er klárlega betri diskur.
Asrock Z68 Pro3-M | i7 2600k | Intel 520 Series 120 GB | GTX 560-Ti | 8GB 1866Mhz | Home made Mahogany case |Custom Water Cooling
Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=47846
Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=47846
-
- Besserwisser
- Póstar: 3963
- Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
- Reputation: 0
- Staðsetning: Seltjarnarnes
- Staða: Ótengdur
Re: fartölva fyrir tölvunarfræði nám
Takkinn milli Z og shift. Að hafa hann ekki eru stór mistök.
"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."
-
- Bannaður
- Póstar: 5677
- Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
- Reputation: 1
- Staðsetning: ;)
- Staða: Ótengdur
Re: fartölva fyrir tölvunarfræði nám
Bróðir minn keypti sér Thinkpad E520 á 90 þúsund fyrir núverandi skólaár. Hann hefur ekki fundið fyrir neinum óþægindum með henni, en sér fram á að stærri verkefni í þyngri forritum verði ekki hröð sem elding, en það er bara fórnarkostnaðurinn við að kaupa ódýrari tölvu.
Modus ponens
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1795
- Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
- Reputation: 82
- Staðsetning: DK
- Staða: Ótengdur
Re: fartölva fyrir tölvunarfræði nám
Personulega tæki ég vél með 15" skjá a.m.k 14"
þreytandi að píra augun við litla skjái.
þreytandi að píra augun við litla skjái.
Electronic and Computer Engineer
-
- Vaktari
- Póstar: 2192
- Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
- Reputation: 0
- Staðsetning: /dev/random
- Staða: Ótengdur
Re: fartölva fyrir tölvunarfræði nám
ManiO skrifaði:Takkinn milli Z og shift. Að hafa hann eru stór mistök.
FTFY!
@OP: Annars bara að fá sér létta og meðfærilega tölvu, sjálfur tæki ég aldrei stærri en 13". Ég er sjálfur með Macbook í skólanum og ef þú fílar svoleiðis þá er það mjög sniðugt (tæki þá Macbook Air), ég persónulega þoli varla að nota Maccann og vill frekar tölvu sem er með "venjulegt" lyklaborð og auðvelt er að setja upp Linux á.
Ég ætla nú ekki að fara að stofna til einhvers stýrikerfa-stríðs hérna en fyrst þú ert að fara í HÍ þá mundi ég ráðleggja þér að nota Ubuntu, Fedora, Mint sem stýrikerfi á tölvunni. Talandi af eigin reynslu í tölvunarfræði í HÍ þá hefur það verið kostur uppá þægindi miðað við OS X/Windows-notendur (ég vinn oftast í gegnum ssh-tengingu á Linux vél).
P.S. PLÍS ekki snúa þessu upp í e-ð OS-wars! Þetta er mitt álit!
SolidFeather skrifaði:USA keyboard layout er nottla möst ef þú ert að farað forrita. Just sayin'.
hjartanlega sammála! en það er persónubundið eins og margt annað...
-
- Vaktari
- Póstar: 2730
- Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
- Reputation: 159
- Staða: Ótengdur
Re: fartölva fyrir tölvunarfræði nám
USA keyboard layout er nottla möst ef þú ert að farað forrita. Just sayin'.
Re: fartölva fyrir tölvunarfræði nám
ManiO skrifaði:Takkinn milli Z og shift. Að hafa hann ekki eru stór mistök.
Tek undir þetta.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3760
- Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
- Reputation: 123
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: fartölva fyrir tölvunarfræði nám
Held að flestir noti bara enskt layout þegar þeir forrita, enda íslenska layoutið með einstaklega kjánalega staðsetningu á sérstöfum.
Annars þarftu ekkert sérstaklega öfluga tölvu í tölvunarfræði. Myndi allan tímann fá mér tölvu með góðu lyklaborði, góðum skjá og meðfærilega vél.
Annars þarftu ekkert sérstaklega öfluga tölvu í tölvunarfræði. Myndi allan tímann fá mér tölvu með góðu lyklaborði, góðum skjá og meðfærilega vél.
Re: fartölva fyrir tölvunarfræði nám
Ef þú ætlar að taka tölvugrafík áfangann, í raun 3. árs áfangi en hægt að taka á 2. þá þarftu tölvu með skjákorti sem styður OpenGL 3.1 eða 3.2
-
- Besserwisser
- Póstar: 3337
- Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
- Reputation: 35
- Staðsetning: /dev/null
- Staða: Ótengdur
Re: fartölva fyrir tölvunarfræði nám
Visual Studio er þungt helvíti, þyngsta forritið sem ég hef þurft að keyra í mínu tölvunarfræðinámi, þannig tölvan þarf að geta höndlað það. En það er í HR, veit ekki hvort þeir noti Visual Studio í HÍ.
En já, semi öflug létt meðfærileg tölva með miklu minni (a.m.k. 4GB), skarpur skjár, gott lyklaborð með <|> takkanum á réttum stað (það verður virkilega þreytt með tímanum að þurfa að skipta endalaust yfir í íslenskt/enskt lyklaborð).
En já, semi öflug létt meðfærileg tölva með miklu minni (a.m.k. 4GB), skarpur skjár, gott lyklaborð með <|> takkanum á réttum stað (það verður virkilega þreytt með tímanum að þurfa að skipta endalaust yfir í íslenskt/enskt lyklaborð).
i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64
-
- Vaktari
- Póstar: 2192
- Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
- Reputation: 0
- Staðsetning: /dev/random
- Staða: Ótengdur
Re: fartölva fyrir tölvunarfræði nám
intenz skrifaði:Visual Studio er þungt helvíti, þyngsta forritið sem ég hef þurft að keyra í mínu tölvunarfræðinámi, þannig tölvan þarf að geta höndlað það. En það er í HR, veit ekki hvort þeir noti Visual Studio í HÍ.
Ég var einmitt að spá í að segja þetta en HR er svolítil "Windows-sjoppa" (ekki illa meint þó mér finnist það asnalegt) og þú þarft aldrei að nota Visual Studio í HÍ! Það eru til miklu meira lightweight IDE's ef menn vilja nota svoleiðis, sjálfur nota ég bara vim fyrir Java, Python, C++, Scheme, Haskell, Caml o.s.frv.
intenz skrifaði:En já, semi öflug létt meðfærileg tölva með miklu minni (a.m.k. 4GB), skarpur skjár, gott lyklaborð með <|> takkanum á réttum stað (það verður virkilega þreytt með tímanum að þurfa að skipta endalaust yfir í íslenskt/enskt lyklaborð).
Ég þarf ALDREI að skipta á milli íslensks og ensks lyklaborðs manually því gluggakerfin í Linux muna hvaða layout(software) þú notar í hverju forriti og svo er ég reyndar líka með "app" í Maccanum mínum sem sér um þetta! Browser og skype eru með íslenskt-layout en terminal með US-layout, skil ekki þegar menn eru að væla yfir þessu...
<|> takkarnir eru að mínu mati á miklu betri stað á US-layout en það er auðvitað bara mín skoðun, reyndar langflestir reyndir forritarar sem ég þekki forrita með US-layout(software) því goggarnir(<>), bæði skástrikin(/\), pípan(|), tildan(~), slaufusvigar({}) og brackets([]) eru á miklu betri stað plús það að þessar tvær gerðir af gæsalöppum(" " og ' ') eru á sama takka sem er mikið mun þægilegra. IS-layout(software) er skelfilegt með alla þessa takka að mínu mati.
Re: fartölva fyrir tölvunarfræði nám
coldcut skrifaði:Ég þarf ALDREI að skipta á milli íslensks og ensks lyklaborðs manually því gluggakerfin í Linux muna hvaða layout(software) þú notar í hverju forriti og svo er ég reyndar líka með "app" í Maccanum mínum sem sér um þetta! Browser og skype eru með íslenskt-layout en terminal með US-layout, skil ekki þegar menn eru að væla yfir þessu...
<|> takkarnir eru að mínu mati á miklu betri stað á US-layout en það er auðvitað bara mín skoðun, reyndar langflestir reyndir forritarar sem ég þekki forrita með US-layout(software) því goggarnir(<>), bæði skástrikin(/\), pípan(|), tildan(~), slaufusvigar({}) og brackets([]) eru á miklu betri stað plús það að þessar tvær gerðir af gæsalöppum(" " og ' ') eru á sama takka sem er mikið mun þægilegra. IS-layout(software) er skelfilegt með alla þessa takka að mínu mati.
Ótrúlega hljótið þið allir að vera afkastamiklir forritarar ef það skiptir svona miklu máli að geta komist í þessa takka svona rosalega hratt, við erum að tala um alveg 1/20 úr sekúndu örugglega sem sparast. Ég nota alltaf íslenskt lyklaborð af því að ég vil stundum geta notað íslenska stafi í editornum mínum og mér finnst það vinna hitt vandamálið (að það sé aðeins þægilegra (~, ", ', [, { etc.) vs. að geta ekki (<|>)).
Það má vera að þetta sé ekki á besta staðnum en það breytir því ekki að það er hægt að gera þetta. Að vera með US physical layout er líka fokk ömurlegt því að þá geturðu ekki verið með íslensku í skelinni þinni og notað <|> sem er alveg ömurlegt. Þú ættir að vita það notandi Linux. Og já, það eru alveg valid use case fyrir íslensku í skelinni.
Svo er líka hitt að þegar þú ert búinn að venja þig á lóðréttan enter takka þá getur verið mjög erfitt að nota láréttan (og öfugt). Þannig að þú ert bundinn við að vera hálf vangefinn í vélritun á annarra manna lyklaborðum.
Þetta eru megin ástæðurnar fyrir því að ég vil hafa ISO lyklaborð og íslenskt layout en ekki ISO með US eða ANSI með US. Kannski hafið þið pælt þetta ennþá betur út en ég og komist að þeirri niðurstöðu að það sé samt betra að hafa ANSI lyklaborð/ISO með US layout og ef svo er megið þið endilega upplýsa mig.
-
- Vaktari
- Póstar: 2192
- Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
- Reputation: 0
- Staðsetning: /dev/random
- Staða: Ótengdur
Re: fartölva fyrir tölvunarfræði nám
@dori: Ég er búinn að segja það áður og segi það aftur að þetta er auðvitað algjörlega persónubundið! ManiO byrjaði þessa umræðu á þessum þræði en ekki ég btw
- En nei ég sé aldrei ástæðu til að nota íslensku í skelinni hvort eð er þannig að það böggar mig ekki.
- Varðandi enter takkann þá er það aftur persónubundið og ég þoli ekki lóðréttan enter takka eins og er á íslenska layoutinu.
- Varðandi hraða þá er það ekki það eina sem skiptir máli heldur finnst mér líka skipta hversu þægilegt það er að ýta á takkana og þar finnst mér US-layout (hardware og software) þægilegra.
Ég keypti fartölvu með US-layout fyrir 3 árum (hafði skrifað á IS-layout í möööörg ár þá) og ég vandist því á no time og ég mun ALDREI skipta til baka því mér finnst þetta þægilegra.
- En nei ég sé aldrei ástæðu til að nota íslensku í skelinni hvort eð er þannig að það böggar mig ekki.
- Varðandi enter takkann þá er það aftur persónubundið og ég þoli ekki lóðréttan enter takka eins og er á íslenska layoutinu.
- Varðandi hraða þá er það ekki það eina sem skiptir máli heldur finnst mér líka skipta hversu þægilegt það er að ýta á takkana og þar finnst mér US-layout (hardware og software) þægilegra.
Ég keypti fartölvu með US-layout fyrir 3 árum (hafði skrifað á IS-layout í möööörg ár þá) og ég vandist því á no time og ég mun ALDREI skipta til baka því mér finnst þetta þægilegra.
Re: fartölva fyrir tölvunarfræði nám
coldcut skrifaði:@dori: Ég er búinn að segja það áður og segi það aftur að þetta er auðvitað algjörlega persónubundið! ManiO byrjaði þessa umræðu á þessum þræði en ekki ég btw
Satt. Auðvitað persónubundið. En ég myndi mæla með því að hafa ISO lyklaborð fyrir alla þá sem hafa ekki sérstaklega tekið afstöðu í þessum efnum. Hitt lokar miklu frekar á möguleika.
-
- Vaktari
- Póstar: 2730
- Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
- Reputation: 159
- Staða: Ótengdur