Tollflokkun á tölvuskjáum


Höfundur
blitz
Of mikill frítími
Póstar: 1780
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Tollflokkun á tölvuskjáum

Pósturaf blitz » Mán 30. Apr 2012 09:35

Er að skoða að taka inn 27" IPS skjá en vill vera viss í hvaða tollflokk hann fer.

Samkvæmt tollur.is er það bara 25,5% vaskur (reiknivél -> Tölvubúnaður -> Skjáir og myndvörpur eingöngu nothæfir fyrir tölvur) en mig grunar að tollurinn flokki þetta öðruvísi.

Einhver?


PS4


vesley
Kóngur
Póstar: 4257
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 192
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Tollflokkun á tölvuskjáum

Pósturaf vesley » Mán 30. Apr 2012 09:39

Hann gæti dottið í sama tollflokk og sjónvörp ef það er HDMI á skjánum, ég á samt alltaf erfitt með að trúa því.

Annars er það bara VSK og enginn tollur.



Skjámynd

Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1744
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Tollflokkun á tölvuskjáum

Pósturaf Kristján » Mán 30. Apr 2012 09:40

var það ekki eitthvað með að ef skjárinn er með hdmi tengi þá er hann sjónvarp.

ALLS EKKI VISS en minnir að hafa lesið það herna einhverstaðar.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Tollflokkun á tölvuskjáum

Pósturaf dori » Mán 30. Apr 2012 09:45

Tollstjórinn tók stjórnsýsluákvörðun fyrir ekki svo löngu síðan um að skjáir með DisplayPort tengi væru sjónvörp. Löngu áður var búið að ákveða slíkt með HDMI tengi. Það er alveg 99% líkur á að þessi skjár sem þú ert með sé flokkaður sem sjónvarp nema hann sé bara með VGA/DVI.

Þetta er auðvitað mjög kjánalegt og það sér það hver maður með einhverja tækniþekkingu að þetta meikar ekki sense en svona er löggjöfin/stjórnsýslan okkar heimsk.




Höfundur
blitz
Of mikill frítími
Póstar: 1780
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Tollflokkun á tölvuskjáum

Pósturaf blitz » Mán 30. Apr 2012 09:58

Skjárinn er með dual DVI, ekki hdmi né displayport.

Ætla að hafa samband við Tollinn


PS4

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Tollflokkun á tölvuskjáum

Pósturaf dori » Mán 30. Apr 2012 10:18

Dual DVI á að vera eingöngu til notkunar við tölvur. En ég myndi einmitt hafa samband við tollinn fyrirfram til að fá ekki leiðilegan reikning sem þú getur ekkert gert nema borgað (eða sent skjáinn til baka).

Sem er samt svo fáránlegt því að sams konar skjár sem er með HDMI en enga hátalara er ekkert meira sjónvarp en kostar miklu meira útaf þessum vörugjöldum...




Gilmore
spjallið.is
Póstar: 416
Skráði sig: Mán 05. Feb 2007 14:44
Reputation: 4
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tollflokkun á tölvuskjáum

Pósturaf Gilmore » Mán 30. Apr 2012 10:59

Ég keypti Dell 30" IPS skjá í janúar og þurfti að borga vsk + vörugjöld og tolla því hann er með display port og hdmi.


Intel 486 80mhz, 2MB RAM, VGA 256k skjákort, Soundblaster AWE 32, WD 730MB HDD, 28k modem, 14" Samsung monitor.

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7591
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Tollflokkun á tölvuskjáum

Pósturaf rapport » Mán 30. Apr 2012 12:02

Allir skjáir með Display port hækkuðu fyrri um 6-10 mánuðum vegna þessara Tol fanatica ...

En vissu þið að skv. tollskrá þá er búið að flytja inn tvo kjarnakljúfa !!!



Skjámynd

AciD_RaiN
Tölvuskreytingameistari
Póstar: 3942
Skráði sig: Lau 22. Nóv 2008 11:14
Reputation: 0
Staðsetning: Siglufjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tollflokkun á tölvuskjáum

Pósturaf AciD_RaiN » Mán 30. Apr 2012 12:26

rapport skrifaði:Allir skjáir með Display port hækkuðu fyrri um 6-10 mánuðum vegna þessara Tol fanatica ...

En vissu þið að skv. tollskrá þá er búið að flytja inn tvo kjarnakljúfa !!!

Ef það er það sama og nuclear reactor þá var einhver að segja mér þetta um daginn og að það væri eitthvað verið að vinna í því að koma af stað nuclear power plant á Íslandi :neiii

Það hefur aldrei neitt verið að marka þennan aðila þannig að ég hélt að þetta væri bara ein lygin í viðbót...


Asus Sabertooth P67 | Intel Core i7 2700K 3.5Ghz @ 5.2GHz | Custom WC GREEN | Corsair Vengeance 16GB 1866MHz @ 2133MHz | Geforce GTX 680 2048MB | C: Samsung 830 256GB | Corsair AX850 | CM Storm Trooper (Autob0t Sk1ds) | Logitech G700 | Corsair Vengeance K60 |rigmods.com

Skjámynd

Demon
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 365
Skráði sig: Þri 20. Jan 2004 20:13
Reputation: 10
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Tollflokkun á tölvuskjáum

Pósturaf Demon » Mán 30. Apr 2012 12:47

Gilmore skrifaði:Ég keypti Dell 30" IPS skjá í janúar og þurfti að borga vsk + vörugjöld og tolla því hann er með display port og hdmi.


Ertu til í að gefa upp hvað þú borgaðir fyrir gripinn?

Væri til í að kaupa svona skjá sjálfur en er einmitt hræddur um að þetta sé frekar dýrt þegar maður flytur þetta heim.




Gilmore
spjallið.is
Póstar: 416
Skráði sig: Mán 05. Feb 2007 14:44
Reputation: 4
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tollflokkun á tölvuskjáum

Pósturaf Gilmore » Mán 30. Apr 2012 13:55

Það var eitthvað tæplega 300 þús. Ég var búinn að reikna með svona 220 - 240 þús. Hefði betur keypt hann í gegnum buy.is, en hann kostar 250 þús þar.


Intel 486 80mhz, 2MB RAM, VGA 256k skjákort, Soundblaster AWE 32, WD 730MB HDD, 28k modem, 14" Samsung monitor.

Skjámynd

Demon
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 365
Skráði sig: Þri 20. Jan 2004 20:13
Reputation: 10
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Tollflokkun á tölvuskjáum

Pósturaf Demon » Mán 30. Apr 2012 14:23

Gilmore skrifaði:Það var eitthvað tæplega 300 þús. Ég var búinn að reikna með svona 220 - 240 þús. Hefði betur keypt hann í gegnum buy.is, en hann kostar 250 þús þar.


Úff. Sweet skjár samt er það ekki? :)




Gilmore
spjallið.is
Póstar: 416
Skráði sig: Mán 05. Feb 2007 14:44
Reputation: 4
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tollflokkun á tölvuskjáum

Pósturaf Gilmore » Mán 30. Apr 2012 14:45

Hann er það......þvílík myndgæði, ekki hægt að bera það saman við TH skjái, allt annar klassi.

Leikir sjúklega flottir í þessum skjá og líka bara gott að hafa svona mikið skjápláss í allri vinnslu. Photoshop og Premier t.d.

Gallinn er sá að þegar maður ætlar að endurnýja, þá verður maður að kaupa annan skjá í þessum klassa.....erfitt að sætta sig við eitthvað annað hér eftir.


Intel 486 80mhz, 2MB RAM, VGA 256k skjákort, Soundblaster AWE 32, WD 730MB HDD, 28k modem, 14" Samsung monitor.


Ulfi
Nýliði
Póstar: 10
Skráði sig: Lau 23. Ágú 2003 21:04
Reputation: 0
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Tollflokkun á tölvuskjáum

Pósturaf Ulfi » Þri 03. Júl 2012 21:57

blitz skrifaði:Er að skoða að taka inn 27" IPS skjá en vill vera viss í hvaða tollflokk hann fer.

Samkvæmt tollur.is er það bara 25,5% vaskur (reiknivél -> Tölvubúnaður -> Skjáir og myndvörpur eingöngu nothæfir fyrir tölvur) en mig grunar að tollurinn flokki þetta öðruvísi.

Einhver?


Ertu búinn að flytja hann inn? Hvernig gekk það?




DabbiGj
Gúrú
Póstar: 529
Skráði sig: Mið 10. Mar 2010 16:11
Reputation: 43
Staða: Ótengdur

Re: Tollflokkun á tölvuskjáum

Pósturaf DabbiGj » Þri 03. Júl 2012 23:26

reglan var að skjáir þyrftu að hafa composite til að flokkast sem sjónvörp



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Tollflokkun á tölvuskjáum

Pósturaf dori » Þri 03. Júl 2012 23:29

DabbiGj skrifaði:reglan var að skjáir þyrftu að hafa composite til að flokkast sem sjónvörp

Reglan er að skjáir mega ekki hafa neitt annað en VGA+DVI tengi til að flokkast sem tölvuskjáir. HDMI/DisplayPort -> sjónvörp.




Ulfi
Nýliði
Póstar: 10
Skráði sig: Lau 23. Ágú 2003 21:04
Reputation: 0
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Tollflokkun á tölvuskjáum

Pósturaf Ulfi » Þri 03. Júl 2012 23:36

dori skrifaði:
DabbiGj skrifaði:reglan var að skjáir þyrftu að hafa composite til að flokkast sem sjónvörp

Reglan er að skjáir mega ekki hafa neitt annað en VGA+DVI tengi til að flokkast sem tölvuskjáir. HDMI/DisplayPort -> sjónvörp.


Ég er að skoða skjá á Ebay og stendur með stórum stöfum

This is for Desktop, Only using DVI-D link (Dual Link) og það eru ekki öll skjákort sem styðja það einu sinni. Mitt gerir það reyndar.

Þanning ég var að spá hvort einhverjir hafa reynt að flytja þá inn.




Höfundur
blitz
Of mikill frítími
Póstar: 1780
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Tollflokkun á tölvuskjáum

Pósturaf blitz » Mið 04. Júl 2012 08:46

Ulfi skrifaði:
blitz skrifaði:Er að skoða að taka inn 27" IPS skjá en vill vera viss í hvaða tollflokk hann fer.

Samkvæmt tollur.is er það bara 25,5% vaskur (reiknivél -> Tölvubúnaður -> Skjáir og myndvörpur eingöngu nothæfir fyrir tölvur) en mig grunar að tollurinn flokki þetta öðruvísi.

Einhver?


Ertu búinn að flytja hann inn? Hvernig gekk það?


Nei, en skv. samtali við Tollinn þá myndi slíkur skjár bara bera vsk, ekki toll.


PS4


wICE_man
Kerfisstjóri
Póstar: 1293
Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
Reputation: 35
Staðsetning: Í kísildalnum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tollflokkun á tölvuskjáum

Pósturaf wICE_man » Mið 04. Júl 2012 10:35

Það er merkilegt að við skulum þurfa að pæla í þessu. Tölvuskjáir eru tölvuskjáir :P

Tollstjóri er að beita túlkunarreglum á rangan hátt og hunsa athugasemdir við flokkinn sem tölvuskjáir eru í. Það er verið að kæra hann af nokkrum aðilum og þetta verður vonandi komið í eðlilegt horf sem fyrst. Á meðan verða menn bara að halda áfram að flytja inn hálf-úrelda skjái :(


Tölvuverslunin Kísildalur, staðurinn þar sem nördin versla :)
...og btw þá er ég innvígður og innmúraður í Kísildal