Upptaka á videotæki af Amino 140 mýndlykli?

Skjámynd

Höfundur
karvel
Nörd
Póstar: 100
Skráði sig: Þri 28. Des 2010 21:27
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Upptaka á videotæki af Amino 140 mýndlykli?

Pósturaf karvel » Fös 20. Apr 2012 17:33

Er nögulleiki fyrir mig að taka upp efni í gegnum Amino myndlykil inn á videotæki? Þarf ekki fyrst að breyta stafrænni útsendingu yfir í hliðræna þannig að það virki? Vonandi hafa einhverjir vaktarar reynslu af svona æfingum og geta verið svo elskulegir að miðla til mín :-k


i5 8600K CPU @ 3.60 GHz - Gigabyte Z370M D3H - GTX 1050 D5 2GB - Samsung 970 EVO M.2 250GB - ADATA 16GB DDR4 3000 MHz - Seasonic Prime Platinum 850W - Noctua NH-D 15 - ASUS VC279H 27" IPS - Fractal Design Define R5


Blackened
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
Reputation: 14
Staðsetning: Babýlon norðursins
Staða: Ótengdur

Re: Upptaka á videotæki af Amino 140 mýndlykli?

Pósturaf Blackened » Fös 20. Apr 2012 17:36

það er s-video tengi á lyklinum.. getur pottþétt bara fengið þér svideo í scart snúru og plöggað í vídjóið og tekið upp :)



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3120
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 454
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Upptaka á videotæki af Amino 140 mýndlykli?

Pósturaf hagur » Fös 20. Apr 2012 18:08

Mæli frekar með því að þú notir mini-din yfir í SCART snúruna sem á að fylgja myndlyklinum (ef ekki, þá geturðu farið í vodafone og fengið hana).

Með þeirri snúru færðu plain old composite+L/R audio merki í gegnum SCART tengi eins og *ÖLL* vídeotæki taka við.

Myndi ekki blanda S-Video í þetta, nema VCR-ið þitt hafi S-Video inngang ;)




Blackened
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
Reputation: 14
Staðsetning: Babýlon norðursins
Staða: Ótengdur

Re: Upptaka á videotæki af Amino 140 mýndlykli?

Pósturaf Blackened » Fös 20. Apr 2012 18:13

hagur skrifaði:Mæli frekar með því að þú notir mini-din yfir í SCART snúruna sem á að fylgja myndlyklinum (ef ekki, þá geturðu farið í vodafone og fengið hana).

Með þeirri snúru færðu plain old composite+L/R audio merki í gegnum SCART tengi eins og *ÖLL* vídeotæki taka við.

Myndi ekki blanda S-Video í þetta, nema VCR-ið þitt hafi S-Video inngang ;)


Öhm.. já.. ég var víst að tala um Mini-din tengið.. ótrúlegt að ég hafi aldrei rekið mig á það.. þarsem að ég vinn við að setja þetta dót upp :oops:

Aldrei talað um annað en svideo í scart í vinnunni.. jæja.. maður lifir og lærir :D



Skjámynd

Höfundur
karvel
Nörd
Póstar: 100
Skráði sig: Þri 28. Des 2010 21:27
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Upptaka á videotæki af Amino 140 mýndlykli?

Pósturaf karvel » Fös 20. Apr 2012 21:07

Notaði snúruna sem ég fékk frá Vodafone þ.e. Mini-din í Skart. Næ að taka upp en afspilunin er í svart/hvítu :? Er líka með Skartsnúru tengda úr AV1 úr VCR í sjónvarpið. Getur verið eitthvað "conflict" í gangi :?:


i5 8600K CPU @ 3.60 GHz - Gigabyte Z370M D3H - GTX 1050 D5 2GB - Samsung 970 EVO M.2 250GB - ADATA 16GB DDR4 3000 MHz - Seasonic Prime Platinum 850W - Noctua NH-D 15 - ASUS VC279H 27" IPS - Fractal Design Define R5


gutti
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1617
Skráði sig: Lau 19. Apr 2003 22:56
Reputation: 45
Staðsetning: REYKJAVIK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Upptaka á videotæki af Amino 140 mýndlykli?

Pósturaf gutti » Fös 20. Apr 2012 21:24

þarft sennilega að stilla í myndlyklinum til fá lit eða á vídeotæki langt síðan mar hefur nota vídeotæki :baby
hvering vídeotæki ert með bara forvitni



Skjámynd

Höfundur
karvel
Nörd
Póstar: 100
Skráði sig: Þri 28. Des 2010 21:27
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Upptaka á videotæki af Amino 140 mýndlykli?

Pósturaf karvel » Fös 20. Apr 2012 21:34

JVC HR-S7500


i5 8600K CPU @ 3.60 GHz - Gigabyte Z370M D3H - GTX 1050 D5 2GB - Samsung 970 EVO M.2 250GB - ADATA 16GB DDR4 3000 MHz - Seasonic Prime Platinum 850W - Noctua NH-D 15 - ASUS VC279H 27" IPS - Fractal Design Define R5

Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3079
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 46
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Upptaka á videotæki af Amino 140 mýndlykli?

Pósturaf beatmaster » Fös 20. Apr 2012 23:58

Mynd

1. Tengdu loftnetsnúru úr tengi merkt nr. 2 á myndinni í RF-in á VHS tækinu (þú þarft að nota F-Tengi á myndlykils-endann en ekki venjulegt RF tengi á Coax kapalinn)
2. Stilltu inn Amino 140 rásina á vídeotækið
3. notaðu þá rás til að taka upp
4.?????
5. Profit


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3120
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 454
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Upptaka á videotæki af Amino 140 mýndlykli?

Pósturaf hagur » Lau 21. Apr 2012 10:42

Þetta á að virka fínt með Amino SCART snúrunni, litaleysið er líklega af því að hann er stilltur á að senda út Y/C merki (S-Video), sem skilar sér ávalt út svarthvítt í gegnum SCART nema móttökubúnaðurinn "kunni" að taka á móti S-video merki í gegnum SCART tengið, sem er frekar sjaldgæft.

Þú þarft líklega bara að fara í valmyndina og stillingar og velja Composite A/V útgang (Ekki Y/C eða S-video).