Jæja, nú líst mér ekki á blikuna
Ég skipti yfir til Hringdu í byrjun árs, fékk þennan litla router þeirra en hringi svo örfáum dögum seinna og spyr hvort ég geti nokkuð skilað honum þar sem hann henti mér ekki. Mér er sagt að það sé ekkert mál, svo lengi sem það sé innan 14 daga.
Næsta dag kem ég með routerinn og þeir vilja ekki leyfa mér að skila, þá segi ég þeim að þeir eigi hljóðritaða upptöku þar sem mér er tjáð að ég geti skilað honum. Þá loks taka þeir við honum ásamt kennitölu og reikningsnúmeri. Nokkrum mánuðum og símrhingingum síðar hef ég ekki enn fengið endurgreitt.
Sömuleiðis var verið að taka eftir því að netinu var ekki sagt upp hjá Símanum svo við höfum verið að fá reikninga frá þeim.
Heimasíminn virkaði aldrei eins og til var ætlast, búin að þurfa að standa í heilmiklu veseni og var í lokin ákveðið að hætta við síman frá Hringdu, samt sem áður er rukkað fyrir hann.
Ég man þegar ég var hjá þeim að sækja um netið þá var þar kona sem varaði mig við því að fara yfir til þeirra því hún væri í endalausu veseni þar sem hún var ennþá að borga reikninga til fyrri internetveitu
Veit einhver hvað það er opið lengi hjá þeim í þjónustuverinu sjálfu? Þetta er nefnilega ekkert að fara lagast með einfaldri símhringinu.