Sjónvarpsáskrift í dag byggir æ meira á þjónustu sem krefst móttökubúnaðar. Það sem drífur hana áfram eru möguleikar áskrifenda til að geta valið það
sjónvarpsefni sem þeir vilja sjá á þeim tíma sem hentar. Þeir vilja geta horft á sjónvarpsþætti á öðrum tíma en þegar þeir eru sendir
út. Það er þessi þörf sem Síminn er að uppfylla og til þess þarf áskrifandinn að hafa móttökutæki og gagnvirka sjónvarpstengingu,“ segir Tryggvi G. Guðmundsson hjá
Sjónvarpi Símans – heildsölu, þar sem hann svarar Ásbirni R. Jóhannessyni, forstöðumanni rafiðnaðarsviðs Samtaka iðnaðarins,
sem hann segir hafa gefið í skyn í síðasta tölublaði Fréttatímans að ekki þyrfti móttökutæki nema fyrir útsendingar gegnum
fjarskipt alagnir. Ásbjörn sagði það algengan misskilning að ekki væri hægt að taka á móti stafrænni sendingu gegnum loftnet auk þess sem
greint var frá umsögn Samtaka iðnaðarins, Samtaka atvinnulífsins og Landssambands útvegsmanna til Alþingis þar sem hvatt
var til þess að hagkvæmasti kosturinn til móttöku hljóðvarps- og sjónvarps yrði ekki fyrir borð borinn.
Tryggvi mótmælir ýmsu því sem haft var eftir Ásbirni, meðal annars því að Síminn hafi lokað Breiðbandinu. „Síminn lokaði
ekki Breiðbandinu,“ segir hann, „heldur var það uppfært í gagnvirkt IP flutningskerfi. Það eina sem lokaðist var hliðræn útsending
RÚV. Öll önnur þjónusta var áfram í boði og mikið af nýrri þjónustu bættist við án aukakostnaðar.“ Þá andmælir Tryggvi því
að aukakostnaður vegna sendinga um símalagnir sé mannréttindabrot. „Það er sami kostnaður fyrir áskrifendur hvort þeir eru
með Breiðbandslykil eða IPTV myndlykil,“ segir Tryggvi og bætir því við að skipulagsyfirvöld í Hafnarfirði hafi ekki bannað loftnet á húsum vegna Breiðbandsins. Þau hafi
bannað loftnet á þeim húsum sem tengdust kapalkerfi sem sveitarfélagið stóð sjálft að. Það bann hafi verið sett á 15 árum áður en
Síminn lagði sínar fyrstu Breiðbandslagnir.Tryggvi vísar einnig til þess sem sagði í fréttinni að betur sé staðið að málum hjá
365, sem hann segir hvorki reka né setja upp senda fyrir. „365 rekur sjónvarpsstöðvar sem dreift er á kerfum Símans og Vodafone. Vodafone rekur umtalað sendakerfi en
það streyma áskrifendur frá loftnetakerfum yfir í IP kerfin vegna þeirrar þjónustu sem gagnvirkt sjónvarp yfir fjarskiptalagnir býð-
ur upp á. Ástæðan er augljós því kostnaðurinn er sá sami en þjónustan mun meiri.“ „Það efast enginn um,“ bætir Tryggvi við,
„að hægt sé að taka við stafrænu sjónvarpsmerki með loftneti. En það er hins vegar erfiðara að veita gagnvirka þjónustu gegnum
loftnet þar sem fólk getur til dæmis pantað sjónvarpsefni utan útsendingartíma. Þess vegna eru loftnetin að fara halloka á þeim
svæðum sem fólk getur valið milli lotnets og fjarskiptalagna.“ Tryggvi segir enn fremur að sjófarendur geti ekki reitt sig á loftnet enda sé þar notuð
gervihnattadreifing. Ágæt lausn sé hins vegar að reka loftdreifingu á strjálbýlum svæðum en það stöðvi ekki þróunina í þéttbýli.
Þessi grein var í blaði (frettatiminn) í dag. er það rétt sem hann segir um kostnað. er hægt að horfa á rúv á IP án þess að borga nokkur þús auka fyrir net og leigu á móttakara?
móttaka með loftneti og tv með digital móttakara er ekki að kosta neitt mánaðargjald nema afnotagjald til rúv, ekki rétt?