Varð heldur betur fúll þegar ég fór á fætur í þag þegar ég sá að það var slökkt á PC vélinni minni (sem er venjulega í gangi 24/7) og sama hvað ég reyndi þá fékk ég hana ekki í gang Svo fóru þær tilraunir að slá út rafmagnið, fyrst bara í herberginu en svo í allri íbúðinni, og á endanum komst ég að þeirri niðurstöðu að aflgjafinn hefði gefið sig því það komu ekki einu sinni ljós á honum né á móðurborðinu og það var smá brunalykt aftanúr honum, svo nú þarf ég víst að kaupa mér nýjan
Þessi aflgjafi heitir Tagan BZ og er 700W en samkvæmt PSU calculator á Newegg.com þá á það að vera nóg fyrir mitt setup (AMD Phenom II X4, ATI Radeon HD5850, 2 x 2gb DDR3, DVD-RW og 7 x 7200RPM 3.5" HDD = 617W), er það ekki alveg rétt?
Núna vantar mig s.s. nýjan aflgjafa, hann má ekki vera minna en 700W eða amk. nóg fyrir mitt setup, helst ekki of dýr, hljóðlátur, helst modular og með minnst 8 SATA tengi.
En svo er annað smá vandamál en það er kassinn minn, Cooler Master Stacker (STC-T01), það er ekki svo auðvelt að koma hvaða aflgjafa sem er fyrir í honum þannig að það sé ekki vesen að tengja allar snúrur úr aflgjafa í allt í kassanum þar sem það er svona sér box fyrir aflgjafa efst í honum og með núverandi aflgjafa gat ég ekki tengt sumar snúrur við aflgjafann vegna þess að partur af boxinu er svoldið fyrir, það sést vonandi á eftirfarandi mynd hvað ég er að meina.
Neðri parturinn af rammanum þarna er s.s. svoldið fyrir þannig að ef það eru einhver tengi á partinum sem snýr niður á aflgjafanum þarna þá er ekki hægt að tengja við þau tengi, amk. gat ég ekki notað tengin þar á þessum aflgjafa. Á einhver svona kassa og veit hvað ég er að meina? Mælið þið með einhverjum sérstökum aflgjafa sem passar pottþétt og er ekki með svona vesen útaf boxinu?
Svo get ég að vísu líka sett aflgjafa neðst í kassanum en þegar ég reyndi það með þennan þá passaði hann ekki alveg þar sem bilið milli ristiarinnar þarna neðst og svarta plastsins rétt fyrir ofan var ekki alveg nógu mikið, sjá mynd.
Ég get svosem alveg tekið ristina úr en þá verður stórt gat þarna neðst. Það þarf hins vegar ekki að vera vandamál ef nýr aflgjafi passar þarna.
Vantar nýjan aflgjafa asap! Vantar álit og upplýsingar!
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1128
- Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
- Reputation: 8
- Staðsetning: Rivertown
- Staða: Ótengdur
Vantar nýjan aflgjafa asap! Vantar álit og upplýsingar!
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
-
- Tölvuskreytingameistari
- Póstar: 3942
- Skráði sig: Lau 22. Nóv 2008 11:14
- Reputation: 0
- Staðsetning: Siglufjörður
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Vantar nýjan aflgjafa asap! Vantar álit og upplýsingar!
Ætli þú hafir verið fórnarlamb sólgossins?? Ég slökkti á minni þegar ég fór að sofa svona til vonar og vara og kveikti ekki aftur fyrr en einhverntíman eftir hádegi...
Asus Sabertooth P67 | Intel Core i7 2700K 3.5Ghz @ 5.2GHz | Custom WC GREEN | Corsair Vengeance 16GB 1866MHz @ 2133MHz | Geforce GTX 680 2048MB | C: Samsung 830 256GB | Corsair AX850 | CM Storm Trooper (Autob0t Sk1ds) | Logitech G700 | Corsair Vengeance K60 |rigmods.com
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1128
- Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
- Reputation: 8
- Staðsetning: Rivertown
- Staða: Ótengdur
Re: Vantar nýjan aflgjafa asap! Vantar álit og upplýsingar!
Say what? Sólgos? Hvenær? Getur það drepið tölvuna? Ég er líka með Mac tölvu á sama stað og hana sakaði ekki, efast samt um að það sé vegna þess að hún sé eitthvað betri
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
-
- Tölvuskreytingameistari
- Póstar: 3942
- Skráði sig: Lau 22. Nóv 2008 11:14
- Reputation: 0
- Staðsetning: Siglufjörður
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Vantar nýjan aflgjafa asap! Vantar álit og upplýsingar!
Ég er svo paranoid en það var kveikt á tölvunni mömmu og allt í góðu með hana en þetta hefði víst getað verið möguleiki... Stofnaði þráð um þetta í gær viewtopic.php?f=9&t=46394
Asus Sabertooth P67 | Intel Core i7 2700K 3.5Ghz @ 5.2GHz | Custom WC GREEN | Corsair Vengeance 16GB 1866MHz @ 2133MHz | Geforce GTX 680 2048MB | C: Samsung 830 256GB | Corsair AX850 | CM Storm Trooper (Autob0t Sk1ds) | Logitech G700 | Corsair Vengeance K60 |rigmods.com
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1128
- Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
- Reputation: 8
- Staðsetning: Rivertown
- Staða: Ótengdur
Re: Vantar nýjan aflgjafa asap! Vantar álit og upplýsingar!
Ok, hvort sem þetta var sólgosi að kenna eða bara slit/óheppni þá sárvantar mig samt nýjan aflgjafa, ætla að kaupa eitt stykki á morgun en vil helst finna út fyrst hvaða aflgjafar passa best og svona, vil ekki lenda aftur í því að kaupa einhvern svaka góðann aflgjafa en geta svo ekki tengt nema helminginn af snúrunum við hann.
Þið sem eigið eða hafið átt svona kassa, hvernig aflgjafa voruð eða eruð þið með í honum?
Þið sem eigið eða hafið átt svona kassa, hvernig aflgjafa voruð eða eruð þið með í honum?
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
Re: Vantar nýjan aflgjafa asap! Vantar álit og upplýsingar!
Ég myndi nu bara sækja mér slípirokk/dremmel/blikkklippur/jafnvel járnsög...og fjarlægja smá af þessum ramma frekar heldur enn að láta bjóða mér það að þurfa að fara að leita að einhverjum sérsniðnum aflgjafa (sem er svo kanski bara ekkert sá aflgjafi sem að mér langar í)...
Nú já og svo er þetta nátturulega fyrsta flokks afsökun til þess að kaupa sér bæði nýann kassa og aflgjafa
Nú já og svo er þetta nátturulega fyrsta flokks afsökun til þess að kaupa sér bæði nýann kassa og aflgjafa
Tech Addicted...
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1128
- Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
- Reputation: 8
- Staðsetning: Rivertown
- Staða: Ótengdur
Re: Vantar nýjan aflgjafa asap! Vantar álit og upplýsingar!
Ég hef bara ekki aðgang að svoleiðis tólum, alltof mikið vesen fyrir mig líka. Nýr kassi væri snilld en ég ætla að bíða með það þangað til ég kaupi nýja tölvu og fer þá að nota þessa tölvu sem server.
En er enginn hérna með svona Cooler Master Stacker kassa og getur sagt mér hvernig aflgjafa þeir eru með? Það er að vísu bara vesen með tengin á þessum þar sem maður skrúfar þau föst, svona hringur sem maður skrúfar til að halda tengjunum og það er smá fyrirferðamikið festingadæmi. Örugglega flestir aðrir aflgjafar með þægilegri festingar, þarf bara að skoða það vel áður en ég kaupi
En er enginn hérna með svona Cooler Master Stacker kassa og getur sagt mér hvernig aflgjafa þeir eru með? Það er að vísu bara vesen með tengin á þessum þar sem maður skrúfar þau föst, svona hringur sem maður skrúfar til að halda tengjunum og það er smá fyrirferðamikið festingadæmi. Örugglega flestir aðrir aflgjafar með þægilegri festingar, þarf bara að skoða það vel áður en ég kaupi
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
-
- Tölvuskreytingameistari
- Póstar: 3942
- Skráði sig: Lau 22. Nóv 2008 11:14
- Reputation: 0
- Staðsetning: Siglufjörður
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Vantar nýjan aflgjafa asap! Vantar álit og upplýsingar!
Ahhh þetta er stacker... fannst hann líta eitthvaðkunnulega út Skal finna nótuna af mínum kassa og tékka hvernig aflgjafi er í stackernum mínum
Edit: Ég finn allar nótur NEMA fyrir aflgjafann (og móðurborðið)
Edit: Ég finn allar nótur NEMA fyrir aflgjafann (og móðurborðið)
Asus Sabertooth P67 | Intel Core i7 2700K 3.5Ghz @ 5.2GHz | Custom WC GREEN | Corsair Vengeance 16GB 1866MHz @ 2133MHz | Geforce GTX 680 2048MB | C: Samsung 830 256GB | Corsair AX850 | CM Storm Trooper (Autob0t Sk1ds) | Logitech G700 | Corsair Vengeance K60 |rigmods.com
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1128
- Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
- Reputation: 8
- Staðsetning: Rivertown
- Staða: Ótengdur
Re: Vantar nýjan aflgjafa asap! Vantar álit og upplýsingar!
AciD_RaiN skrifaði:Ahhh þetta er stacker... fannst hann líta eitthvaðkunnulega út Skal finna nótuna af mínum kassa og tékka hvernig aflgjafi er í stackernum mínum
Edit: Ég finn allar nótur NEMA fyrir aflgjafann (og móðurborðið)
Ansans! Enginn annar með þennan kassa?
Hvað segiði annars um aflgjafa, hvaða týpu á ég að fá mér? Og er ekki bara mjög gott að kaupa 800w frekar en 700w, bara svona til öryggis, eða er það aðeins of mikið? Á nú t.d. kannski eftir að bæta við minnið einhverntímann.
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1128
- Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
- Reputation: 8
- Staðsetning: Rivertown
- Staða: Ótengdur
Re: Vantar nýjan aflgjafa asap! Vantar álit og upplýsingar!
Engar tillögur að góðum aflgjafa? Vantar bara hljóðlátann og góðann aflgjafa helst modular og tengin verða að vera auðtengjanleg við hann, ekki eitthvað sem stendur eitthvað útfrá honum eins og á Tagan aflgjafanum.
Er að fara bara núna rétt bráðum að kaupa, væri fínt að fá uppástungur áður en ég fer, annars neyðist ég til að tala við einhvern í tölvubúð
Er að fara bara núna rétt bráðum að kaupa, væri fínt að fá uppástungur áður en ég fer, annars neyðist ég til að tala við einhvern í tölvubúð
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]