chaplin skrifaði:Hver stjórnandi IC greiddi sér um 11.000.000 kr (uþb. $90,000.00) í laun á síðasta ári.
Hvaða skoðun menn hafa, þá er umræðan af hinu góða.
En varðandi þetta einstaka dæmi, með laun stjórnenda, þá er ég sammála að mér fannst þau svolítið "há" fyrir charity-work.
En ég hafði engan samanburð.
Þannig að á sama stað og upplýsingar um laun stjórnanda "IC" eru gefin upp er hægt að skoða önnur "sambærileg" samtök. (Sem eru meira "virt", og fá fleiri stjörnur frá Charity Navigator.)
OG nb. sum þessara samtaka eru samtök sem að þeir sem eru "á móti " Invisible Children hafa mælt með að fólk styrki frekar.
Laun stjórnenda
Invisible Children: $84-89k
AMREF: $145k
Africare: $190k
Water.org: $131k
Haitian Health Foundation: $70k
HDF: $97k
Shared Interest: $80k
Camfed USA: $106k
Það sem "skekkir" myndina er, depending á hæð styrkja, hversu há prósenta laun stjórnenda er af innkomu samtakanna.
Skalinn er circa frá 0.3% og upp í tæp 3%, þar af er IC í kringum 1%.
Og einnig fjölda stjórnanda skekkir myndina, nennti ekki að taka saman en sum samtök eru bara með einn uppgefinn stjórnanda en önnur fleiri (IC er t.a.m. með 3).
Engu að síður eru samtök með einn stjórnanda með annan launakostnað þó það sé til einstaklinga sem eru ekki skilgreindir sem stjórnendur.
Alloft er megin-ástæða gagnrýni á "charity" samtök hvernig peningunum er eytt. Það er mjög réttmæt gagnrýni og heldur fólki á tánum og gott að fólk er meðvitað um hvað peningarnir fara í.
Það er t.a.m. mikið af íslendingum (mikið=hlutfallslega miðað við þá sem ég hef rætt þetta við) sem segir að það muni aldrei styrkja rauða krossinn, afþví að það sé fólk hjá rauða krossinum á launum og stjórnendur séu launaðir og það vill ekki að peningarnir fari í að borga laun.
Það er mjög einfalt að benda á laun stjórnarmanna og segja þau of há, þar sem þau eru vel yfir "meðal" árslaunum margra hérna heima.
En þegar þessi laun eru sett í samhengi við önnur góðgerðarsamtök, þá eru þau bara á "pari" við laun hjá mörgum öðrum samtökum.
(Auk þess eru "laun" ekki alveg sambærileg milli landa, þegar allt er tekið saman.)
Miðað við það litla sem ég hef lesið um þessi samtök þá myndi ég prívat og persónulega ekki styrkja þau. Heldur myndi ég velja mér önnur samtök til að styrkja ef ég væri á þeim buxunum.
En ákvörðunin byggist á allt öðrum forsendum en laun stjórnenda.
Engu að síður, þá er stór hluti fólks oft mjög "ignorant" á hvað er að gerast á mörgum stöðum í heiminum sambærilegt þessu, sérstaklega þegar fólki lætur sér detta í hug að líkja aðstæðum okkar íslendinga við aðstæður þessara ríkja eftir hrunið.
Þannig að svona viral-vitundar-vakning finnst mér vera af hinu góða.
Jafnvel þó að mönnum finnst samtökin vera "shady" og allt það, og þá eru skilaboðin að ná til milljóna einstaklinga og virðist vera að skapa fullt af umræðu.
Í mörgum tilfellum verður þetta jafnvel til þess að einstaklingar fara og leita sér frekari upplýsinga um hvað er að gerast á þessu svæði til að geta tekið þátt í þessum umræðum, sem að er frábært mál.