Hvernig á að gera góða auglýsingu?

Skjámynd

Höfundur
Klaufi
Stjórnandi
Póstar: 2350
Skráði sig: Mán 28. Des 2009 04:44
Reputation: 54
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Hvernig á að gera góða auglýsingu?

Pósturaf Klaufi » Þri 28. Feb 2012 14:32

Sælir,
Að beiðni notanda ætla ég að henda upp smá leiðbeiningum hvernig hægt er að gera snyrtilega auglýsingu.

Fyrst af öllu er að lesa yfir þessar reglur: solureglur.php

Þegar kemur að því að velja titil þá er best að nota eitthvað í stíl við þetta:
"[TS] Alienware M11x Fartölva - 2Ghz / GT335 / 8Gb" eða "[TS] Leikjaturn - 2500k / GTX560Ti / SSD"

Frekar en:
"HELLUÐ GEIMER VÉL TIL SÖLU MEÐ GJÉGGJUÐUM STÍM AKKÁNT"

Titlar verða að vera lýsandi!


Því næst kemur að því að segja frá því hvað er til sölu, ástand, ábyrgð og þ.h.

Til fyrirmyndar væri eitthvað álíka:


Sælir,
Er með eins árs gamla Alienware M11x fartölvu til sölu.
Vélin er í flottu standi, nokkrar rispur hér og þar.
Rafhlaðan endist í 7 tíma í mjög takmarkaðri vinnslu og 4-5 tíma á litla skjákortinu í mikilli vinnslu.
Búið er að skipta út lömunum á skjánum sem voru að klikka og var það viðurkenndur galli. Í því ferli er skipt um skjáinn líka.
Vélin er keypt erlendis og er því ekki í ábyrgð, öll gjöld voru borguð af vélinni við innflutning.

Ástæða sölu:
Langar að prufa stærri vél.

Spekkar:
-Örgjörvi
-Skjákort
-Vinnsluminni
-Harður diskur
-Skjár (Stærð og upplausn.)
-Rafhlaða
-Stýrikerfi

Verð: ***.***Kr.
Vinsamlegast hafið samband hér í pm, eða í tölvupósti á ekkisenda@mer.post.
Einnig er hægt að ná í mig í síma 517-0977.

Myndir:

Mynd




Ef um turn er að ræða, þá er oft gott að setja inn aldur á hverjum íhlut fyrir sig, hvar hann er keyptur og helst link beint á hann.
Annað dæmi um turnvél (Hluta stolið úr gamalli auglýsingu frá Beatmaster):

Daginn,
Er með nokkuð öflugan turn til sölu.
Allt í himnalagi og allir íhlutir í ábyrgð.
Allt keypt 25.02.2012 í Tölvubúð, nema örgjörvi og skjákort sem var keypt síðar.

Ástæða sölu:
Battlefield 3 stelur öllum tímanum mínum.

Spekkar:
-Örgjörvi: Intel Core 2 Duo E6550 [Linkur] Keypt 21.02.1999 í Tæknival
-Móðurborð: MSI G41M-P28 [Linkur]
-Skjákort: Intel GMA X4500 skjástýring á móðurborði [Linkur] Keypt 21.02.1999 í Tæknival
-Vinnsluminni: 4 GB Super Talent DDR3 1333 [Linkur]
-Harður diskur: 500 GB Western Digital Caviar SATA-2 [Linkur]
-Skrifari: Samsung TS-H552L DVD-RW [Linkur]
-Turnkassi: Silfurgrár HP Pavilion Turnkassi með 400 Watta aflgjafa [Linkur]
-Aflgjafi: Sjá að ofan.
-Stýrikerfi: Genuine Windows 7 Home Premium með OEM Serial límmiða á kassanum


Verð: ***.***Kr.
Vinsamlegast hafið samband hér í pm, eða í tölvupósti á ekkisenda@mer.post.
Einnig er hægt að ná í mig í síma 517-0977.

Myndir:
Mynd




Hvernig set ég inn myndir?

Ef myndin er á tölvunni hjá þér þarftu að byrja á að uploada henni á netið.
Mér finnst þægilegast að nota
Tinypic.com

Ef myndin er rosalega stór þá er mjög hentug stærð fyrir spjallborð 640x480, þú getur látið tinypic smækka myndina með því að velja það í "Resize" glugganum.
Mynd

Eftir það ertu kominn með nokkra linka upp, fljótlegast er að copy-a beint þann link sem byrjar á [Img].
Mynd

Þá þarf ekki annað en að paste-a því og þá kemur myndin upp.

Hvernig set ég inn linka með öðrum texta?

Til að búa til linkaðan texta gerirðu svona:

Kóði: Velja allt

[url=http://spjall.vaktin.is]Þessi texti sendir þig á forsíðuna![/url]


Takið eftir samasem merkinu fyrir framan slóðina.
Þetta verður að þessu: Þessi texti sendir þig á forsíðuna!


Ætla að láta þetta duga í bili, laga þetta til við tækifæri.
Allar ábendingar velkomnar ef það vantar eitthvað inn hjá mér!
:happy


Mynd

Skjámynd

Frost
Besserwisser
Póstar: 3206
Skráði sig: Sun 16. Ágú 2009 02:30
Reputation: 61
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig á að gera góða auglýsingu?

Pósturaf Frost » Þri 28. Feb 2012 14:49

Vona að þetta muni hjálpa þeim sem þurfa :happy


Tölva, 2 skjáir, Alltof mörg lyklaborð, þráðlaus mús og næs heyrnatól

Skjámynd

ZoRzEr
/dev/null
Póstar: 1404
Skráði sig: Þri 28. Apr 2009 12:11
Reputation: 42
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig á að gera góða auglýsingu?

Pósturaf ZoRzEr » Þri 28. Feb 2012 14:58

Hef bara tekið eftir því persónulega að með því að gera flotta lýsingu og láta myndir fljóta með færðu mun meiri athygli, og auðvitað eykur líkur á sölu / betri tilboðum.


13700K | Asus Z790 Prime| 32GB DDR5 | Zotac 4080 | 2TB 960 Pro m.2 | Corsair AX1200i | Fractal North | LG 34GN850-B
Synology DS1817+ | 20TB
USG | US-8-60W | nanoHD | Flex Mini


axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1795
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 82
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig á að gera góða auglýsingu?

Pósturaf axyne » Þri 28. Feb 2012 16:40

:happy


Electronic and Computer Engineer