Íslenskur leikja server


capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Íslenskur leikja server

Pósturaf capteinninn » Mán 27. Feb 2012 01:59

playman skrifaði:Ég verð nú bara að segja það eftir að hafa lesið þennan þráð þá fer maður að hálf skammast sín hérna fyrir marga af ykkur.
Ég kom með link, fólk skoðaði hann og svo görsamlega hraunaði yfir hann, og án þess koma með einhverjar almennilegar staðhæfingar fyrir því,
ásamt að líkja honum við ómar daða eða hvað sossem hann heitir.
Það má velvera að Gamersisland sé með einhverja skrifblindu eða eitthvað álíka, en samt skammarlegt að
aðal rökin sem hafa verið hérna skuli teingjast stafsettningu, það er nú ekki eins og þetta sé google translate hjá honum.

Hann hefur ekkert beðið fólk um pening, og er ekki að því.
Af því sem að ég hef skilið er að hann er að skoða áhugan á þessu.
Hugsanlega fór hann eithvað vitlaust að þessu, fyrir mér er þetta hugmynd sem að hann er að reyna að útfæra.

Svo er náttlega það líka, ef að hann er kanski ekki með peninga til þess að henda upp tugi/hundruði þúsunda króna vélum
með tengingum og öllu, án þess að vita hver áhugin er,
þá vill hann kanski skoða hverninn markaðurinn er og liggur í dag.
Sem ég skil mjög vel, ekki myndi ég henda upp svona projecti án þess að vita hvort að einhver áhugi er fyrir þessu, og þurfa svo að standa í skilum
fyrir búnaðinum sem búið var að setja upp, ef svo einginn hefði áhuga, eða heldi að þetta væri scam.
Ég sjálfur er oft mjög var um mig þegar að ég er að fara láta peninga til einhvers aðila fyrir þjónustu,
EN ég skoða hlutina vandlega áður en ég læt einvhern jón jónson fá aur.

Persónulega myndi ég örugglega níta mér þetta, jújú það eru til fullt af serverum um allt land og margir þeirra keyrðir uppá
heimilisvélum á ADSL tengingum sem að kanski 13 ára krakkar eru með. (veit um nokkra svona servera)
Að geta komist inná server 24/7 með stabílt ping sem er keyrt á alvöru vélbúnaði og á ljósleiðara,
bara mjög svipað og CS simnet var/er með (orðið langt síðan að ég spilaði CS)
væri bara frábært, tala nú ekki um ef að hann getur boðið uppá clan síður og teamtalk eða hvað sem að þetta allt saman heitir.

Svo það sem að hann var að tala um Eve og WoW, eins og hann sagði
framtíðar sýnin er svo sú að geta komist í samstarf við stóru aðilana.. það er ekkert sem gerist á morgun

Framtíðar sýnin og að geta er það sem að hann sagði, en ekki
að hann væri að fara að fara í samstarf eða hann væri í samstarfi við þá stóru.

P.S.
Vona ég nú bara að Gamersisland komi hérna og seygji okkur hverninn hann ætlar að framhvæma hugmyndina
og hvað verður gert.
þar að seygja ef að það er ekki búið að rakka hann það mikið niður að hann sé hættur við.


Mér sýnist flestir hafa hraunað yfir hugmyndina en ekki endilega stafsetninguna. Flestir komu með staðhæfingar fyrir því afhverju þeir höfðu ekki áhuga á því að taka þátt. Stafsetningin dró samt held ég alveg örugglega úr áhuga á þessu talsvert.

Hann var líka að athuga áhuga á þessu, mjög fáir virðast hafa áhuga á þessari hugmynd á þessu spjallborði og þá veit hann það. Hann þarf þá að útfæra þetta á einhvern annan hátt, útskýra betur hvað hann er að pæla og sýna hvað hann ætlar að byrja á að gera, ekkert að því að koma fram með langtímahugmyndirnar en það þarf að útskýra hvað hann ætlar að byrja á að gera til að fá fyrstu peningana inn.

það er í mínum huga alveg ljóst að svona þjónusta myndi geta borið sig ... en til þess að fara af stað með hana þurfum við lágmark 100 mans sem eru til búnir til að vera með fyrir 2000 kall á mánuði


Þarna er hann bara akkúrat að biðja um pening til að starta þessu.




Gamersisland
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Sun 26. Feb 2012 18:02
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Íslenskur leikja server

Pósturaf Gamersisland » Þri 28. Feb 2012 08:29

Þó það sé ljóst að það þurfi fyrir mig í það minnsta 100 manns til að starta þessu og gjaldið muni vera 2000 krónur þúsund krónur á mánuði .. þá er ekki verið að leita eftir start fjármagni.
enda hugsa ég að fyrir þá upphæð gæti jafn keypt sambærilegar græjur og ég á nú þegar. gæti trúað að ég sé með 3-4 vélar sem gætu hentað fyrir allt að 10 servera en það fer eftir leikjunum.

Hins vegar eins og áður hefur verið sagt þá ætla ég ég ekki eyða tíma og vinnu í svona verkefni án þess að hafa eitthvað í höndunum um mögulegan fjölda Kúnna.

Einhverjir voru að spá í reynslu og menntunn .. ég hef spilað tölvu leiki síðustu 30 ár og er enn að .." mæli með syndicate hann er helvíti góður þó frekar stuttur og svo á ég eftir að prufa einmitt netspilun. "
Ég hef starfarfað við alskonar hluti svo sem tölvuviðgerðir, vefsíður, einnig starfað hjá íslenskum fjarkiptafyrirtækjum, raftækja endurvinnsla er svo enn eitt verkefnið.

Ég sem stendur er ég nemi í rafeindavirkjunn við V.M.A.

þetta er ekki fyrsta verkefnið af þessari stærðar gráðu sem ég kem í gang.

Og já ég er ekki krakki sem veit ekki hvað hann hugsar ég reyndar að verða fertugur í næsta mánuði. staðreyndinn er sú að þetta verkefni hefur verið í vinnslu í ca 3ár.

en aftur að merg málsins " þar sem menn virðast allir skilja hvað þarf til þess að setja upp server og kostnað varðandi þá hljóta menn að sjá að framkvæmdinn fer fram í formi þess að kaupa helling af serverdóti og koma Því upp þar sem við höfum að gang að ljósleiðara. " " og það er ég ekki að fara að gera nema ég sjái virkilegan áhuga .. það að 50 manns sýni þessu áhuga á face book á fyrstu helgini segir mér að einhver áhugi sér fyrir hendi. "

Ég vona bara að menn hér sjái að hér um hugmynd um að ræða sem er eninhver áhugi fyrir. og það væri óskandi að menn kæmu með uppbyggilegar hugmyndir varðandi útfærslu frekar en riðurrif.



Skjámynd

Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1744
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Íslenskur leikja server

Pósturaf Kristján » Þri 28. Feb 2012 09:04

held eg tala fyrir flesta herna með þennann póst minn

til að fá innlegg okkar í að gera drauminn að veruleika fyrir alla íslenskra spilara að vera með íslenskann server fyrir alla helstu leiki þá þarf eftirfarandi:

þú og þinn bankareikningur þarf að vera algjörlega gegnsær, ef ég fárfesti einhverju svona þá vil að vita hvert peningarir eru að fara.

þú sjálfur er einhver maður á bakvið nick á facebook síðu og á spjallborði. Finnst að þessi hugmynd ætti fyrst og fremst að hafa komið hingað fyrst af öllu.
þú þyrfti að koma undir nafni og sína og sanna það sem þú sagðir í síðasta póst þínum

þetta þyrfti að vera í samstarfi við eitthvað stórt fyrirtæki, (síminn og nýherja) bara til dæmis, síminn fyrir ljósið og nýherja fyrir serverana (bara hugmynd)

það þurfti að gera félag utan um þetta þannig að þessir fjármunir og tölvurnar eru ekki heima hjá einhverjum einum eða tveim.

þetta eru bara nokkrir punkta sem mér finndist frekar basic í sambandi við svona



Skjámynd

kazzi
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 372
Skráði sig: Mið 04. Maí 2011 16:20
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Íslenskur leikja server

Pósturaf kazzi » Þri 28. Feb 2012 09:15

Í alvöru talað eða skrifað.Er ekki kennd stafsetning á Íslandi lengur? eða voru allir sofandi í tíma ?
held að flestir sem skrifa á þennan þráð ættu að skammast sín að láta svona vitlaust skrifað mál frá sér.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Íslenskur leikja server

Pósturaf dori » Þri 28. Feb 2012 09:28

Ég held að það sem flestir hérna hafa verið að gagnrýna sé ekki það að fá eitthvað fyrirtæki sem rekur leikjaþjóna á Íslandi. Það fagna því örugglega flestir (mér sjálfum gæti ekki orðið mikið meira sama).

Flestir hafa gagnrýnt að hugmyndin, eins og þú kemur henni frá þér hérna og á facebook, ber engin merki þess að hafa verið í smíðum í 3 ár. Það eru rosalega litlar upplýsingar um hvað þú ætlar að gera og hvernig þú ætlar að gera það annað en "íslenskir pay only leikjaþjónar.. samstarf við einhverja MMO kalla.." og auðviðtað má ekki gleyma "fyrir utan allt hitt sem þið gerið" (svar við einhverri spurningu á facebook).

Ef þú vilt fá jákvæð viðbrögð. Eitthvað annað en bara 50 like á facebook (sem btw segir ekki neitt). Þá þarftu að vera með eitthvað raunverulegt plan. Sýna mönnum fram á hvað þeir græða á að kaupa þjónustu frá þér frá byrjun. Ekki bara eitthvað um að seinna meir myndirðu hugsanlega kannski spegla einhverja Blizzard gæja og þannig lækka ping hjá mönnum eitthvað smá. Það er enginn að fara að borga þér 2000 kr. á mánuði fyrir eitthvað sem kannski gerist í framtíðinni.

Þér var bent á að það eru ókeypis leikjaþjónar fyrir flesta af þessum leikjum sem þú telur upp þarna nú þegar. Hvað myndi einhver avg Joe leikjaunnandi græða á því að borga þér 2000 kr. á mánuði? Hvað er þetta "allt annað sem við gerum" sem þú talaðir um á facebook?

Ef þú svarar þessum spurningum og öðrum sem fólk hefur komið með þá muntu örugglega fá jákvæðari viðbrögð. Þá er ég líka að tala um að svara þessu af alvöru ekki bara með því að henda einhverju runkefni um eitthvað sem gerist kannski í framtíðinni í fólk.

EDIT:
kazzi skrifaði:Í alvöru talað eða skrifað.Er ekki kennd stafsetning á Íslandi lengur? eða voru allir sofandi í tíma ?
held að flestir sem skrifa á þennan þráð ættu að skammast sín að láta svona vitlaust skrifað mál frá sér.

Þú ættir að skammast þín fyrir að vera með svona bull hérna. Ég held að þessi þráður sé bara mun skárri en flest sem kemur hérna inn. Það er algjör óþarfi að vera með skítkast og OT leiðindi. Reynum að fá þetta smá málefnalegt þar sem það er alveg þörf á því að útskýra það. Mun meiri þörf á því að fá útskýringu á þessari hugmynd en af hverju einhver getur ekki stafsett eitthvað.



Skjámynd

kazzi
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 372
Skráði sig: Mið 04. Maí 2011 16:20
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Íslenskur leikja server

Pósturaf kazzi » Þri 28. Feb 2012 13:03

[-X ég skammast mín bara ekkert .Þetta metnaðarleysi eða áhugaleysi hjá fólki til að skrifa rétt mál er til skammar.



Skjámynd

Plushy
Vaktari
Póstar: 2277
Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
Reputation: 20
Staðsetning: Grafarvogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Íslenskur leikja server

Pósturaf Plushy » Þri 28. Feb 2012 13:21

kazzi skrifaði:[-X ég skammast mín bara ekkert .Þetta metnaðarleysi eða áhugaleysi hjá fólki til að skrifa rétt mál er til skammar.


Byrjar setningu á stórum staf og ekki á broskalli. Það er bil á eftir punkti. Metnaðarleysi.



Skjámynd

kazzi
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 372
Skráði sig: Mið 04. Maí 2011 16:20
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Íslenskur leikja server

Pósturaf kazzi » Þri 28. Feb 2012 14:03

Hahaha alveg rétt . \:D/ svona þá




Varasalvi
Gúrú
Póstar: 512
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 15:00
Reputation: 1
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Íslenskur leikja server

Pósturaf Varasalvi » Þri 28. Feb 2012 14:07

Þessi hugmynd er ekki ganga fyrir mig, en það er bara mitt álit. Hver veit, kannski verður eitthvað úr þessu.
Ég hef engin sérstök rök, bara það sem flestir hafa nú þegar sagt. En ég er sérstaklega sammála því að stafsetningin hræðir marga í burtu. Að ´spotta´ stafsetningar villur hjá einhverjum sem er að bjóða þér þjónustu fyrir pening er bara risastórt aðvörunar merki :)
Ég skrifa oft ílla sjálfur, ég lærði aldrei íslensku í grunnskóla eða einhverjum öðrum skóla. Ég hef hinsvegar sett í vana að lesa yfir það sem ég skrifa :8)

Ég verð samt en að hrósa þér fyrir að taka að þér svona stórt verkefni, flott að það séu einhverjir sem reyna gera tölvuleikja spilun betri.



Skjámynd

tomasjonss
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 375
Skráði sig: Sun 28. Ágú 2011 18:20
Reputation: 1
Staðsetning: Þar sem loftið hættir að vera jarðneskt og jörðin fær hlutdeild í himninum
Staða: Ótengdur

Re: Íslenskur leikja server

Pósturaf tomasjonss » Þri 28. Feb 2012 14:26

kazzi skrifaði:Hahaha alveg rétt . \:D/ svona þá
Það er stór stafur á eftir punkti.



Skjámynd

zedro
Stjórnandi
Póstar: 2784
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Reputation: 128
Staðsetning: FL410
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Íslenskur leikja server

Pósturaf zedro » Þri 28. Feb 2012 14:29

ON TOPIC!
Kazzi hættu þessu stafsetninga væli!


Kísildalur.is þar sem nördin versla