Hugbúnaðarverkfræði - HÍ vs. HR ?

Hugmyndadeild, kvartanadeild og gleðideild

Höfundur
htdoc
Ofur-Nörd
Póstar: 248
Skráði sig: Mán 09. Maí 2011 22:45
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Hugbúnaðarverkfræði - HÍ vs. HR ?

Pósturaf htdoc » Lau 25. Feb 2012 21:22

Jám, ég er spenntur fyrir hugbúnaðarverkfræðinni og langar að starta umræðu um val á milli HÍ og HR.

Þið sem eruð annað hvort í hugbúnaðarverkfræði hjá HÍ eða HR endilega komið með ykkar álit, kosti og ókosti :) (en plís ekki koma með comment eins og "HR sökkar" eða "HÍ er ömurlegur")

Ég veit sáralítið um muninn á þessum skólum í þessari grein, nema það að skólagjaldið hjá HR er mun hærra.
Síðan hef ég heyrt að almennt er mun meira hópaverkefni í HR en í HÍ, er það þannig í hugbúnaðarverkfræðinni?
Er annars námið mjög svipað í þessum tveimur skólum.

Með fyrir fram þökkum, :)



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: Hugbúnaðarverkfræði - HÍ vs. HR ?

Pósturaf appel » Lau 25. Feb 2012 23:57

HR = meira hands on verkefnavinna

Veit ekki með HÍ þar sem ég hef ekki verið í HÍ.


*-*


Gislinn
FanBoy
Póstar: 769
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 01:07
Reputation: 50
Staða: Ótengdur

Re: Hugbúnaðarverkfræði - HÍ vs. HR ?

Pósturaf Gislinn » Sun 26. Feb 2012 02:23

Ég er að gera meistaraverkefni í verkfræði í HÍ og HR (sameiginleg verkefni ásamt nokkrum fyrirtækjum sem koma að verkefninu), ég tók B.Sc. í HÍ. Báðir skólar mjög fínir.

Hef samt enga reynslu af hugbúnaðarverkfræðinni beint og hef tekið miklu fleiri kúrsa í HÍ en í HR.

Eins og þetta var áður þá var skiptingin:
HR = praktískt
HÍ = fræðilegt

Núna er þetta basically mjög svipað. Örfáir áfangar í verkfræði eru meira að segja kenndir sameiginlega í HR og HÍ (s.s. nemendur sem sitja tímana eru bæði úr HR og HÍ).


common sense is not so common.

Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Hugbúnaðarverkfræði - HÍ vs. HR ?

Pósturaf Gúrú » Sun 26. Feb 2012 03:41

Það er Vaktari sem að var í henni hjá HÍ en er núna heldur betur í henni í HR en hann er sofandi akkúrat í augnablikinu,
læt hann samt vita af þessum þræði þó að spurningin sé mjög óskilgreind. :)


Modus ponens


Höfundur
htdoc
Ofur-Nörd
Póstar: 248
Skráði sig: Mán 09. Maí 2011 22:45
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Hugbúnaðarverkfræði - HÍ vs. HR ?

Pósturaf htdoc » Sun 26. Feb 2012 10:38

Gúrú skrifaði:Það er Vaktari sem að var í henni hjá HÍ en er núna heldur betur í henni í HR en hann er sofandi akkúrat í augnablikinu,
læt hann samt vita af þessum þræði þó að spurningin sé mjög óskilgreind. :)


Takk fyrir ;)

@ appel og Gislinn: takk fyrir svörin ;)




vonlaus
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Þri 28. Feb 2012 14:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hugbúnaðarverkfræði - HÍ vs. HR ?

Pósturaf vonlaus » Mið 07. Mar 2012 02:21

Sæll,

Ég er í nákvæmlega sömu hugleiðingum og þú! Ætla í hugbúnaðarverkfræði en er í vandræðum með að gera upp á milli hvort ég ætla í HÍ eða HR. Þannig að ég væri endilega til í að sjá fleiri svör ef einhverjir fleiri hafa eitthvað til málanna að leggja?



Skjámynd

Eiiki
/dev/null
Póstar: 1408
Skráði sig: Þri 09. Nóv 2010 14:23
Reputation: 2
Staðsetning: 1101101
Staða: Ótengdur

Re: Hugbúnaðarverkfræði - HÍ vs. HR ?

Pósturaf Eiiki » Mið 07. Mar 2012 08:33

HÍ er meira krefjandi myndi ég segja. Stendur meira á eigin fótum, þar sem þú ert ekki í bekkjarkerfi eins og í HR. Fyrsta önnin er mjög strembin þar sem fáir þekkja hvorn annan og að leysa dæmin sjálfur heima getur reynst stundum mjög erfitt. Yfir heildina litið þá er námsefnið fræðilegra í HÍ, ég persónulega vill meina að það geri ekkert nema að dýpka skilning.
Svo munar náttúrulega öllu á peningnum :)


Asrock Z68 Pro3-M | i7 2600k | Intel 520 Series 120 GB | GTX 560-Ti | 8GB 1866Mhz | Home made Mahogany case |Custom Water Cooling
Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=47846


Höfundur
htdoc
Ofur-Nörd
Póstar: 248
Skráði sig: Mán 09. Maí 2011 22:45
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Hugbúnaðarverkfræði - HÍ vs. HR ?

Pósturaf htdoc » Fös 09. Mar 2012 19:00

Eiiki skrifaði:HÍ er meira krefjandi myndi ég segja. Stendur meira á eigin fótum, þar sem þú ert ekki í bekkjarkerfi eins og í HR. Fyrsta önnin er mjög strembin þar sem fáir þekkja hvorn annan og að leysa dæmin sjálfur heima getur reynst stundum mjög erfitt. Yfir heildina litið þá er námsefnið fræðilegra í HÍ, ég persónulega vill meina að það geri ekkert nema að dýpka skilning.
Svo munar náttúrulega öllu á peningnum :)


takk fyrir svarið :)
En hvað meinarðu með að það sé bekkjarkerfi í HR?
Ég talaði við 2 nemendur sem eru í hugbúnaðarverkfræði í HÍ og þeir voru að tala um að það væri mikið um það að fólk væri að hanga saman niðri í Nörd og væri mikið að vinna verkefnin saman, en það er kannski bara mismunandi upplifun hjá nemendum



Skjámynd

Eiiki
/dev/null
Póstar: 1408
Skráði sig: Þri 09. Nóv 2010 14:23
Reputation: 2
Staðsetning: 1101101
Staða: Ótengdur

Re: Hugbúnaðarverkfræði - HÍ vs. HR ?

Pósturaf Eiiki » Fös 09. Mar 2012 21:11

htdoc skrifaði:
Eiiki skrifaði:HÍ er meira krefjandi myndi ég segja. Stendur meira á eigin fótum, þar sem þú ert ekki í bekkjarkerfi eins og í HR. Fyrsta önnin er mjög strembin þar sem fáir þekkja hvorn annan og að leysa dæmin sjálfur heima getur reynst stundum mjög erfitt. Yfir heildina litið þá er námsefnið fræðilegra í HÍ, ég persónulega vill meina að það geri ekkert nema að dýpka skilning.
Svo munar náttúrulega öllu á peningnum :)


takk fyrir svarið :)
En hvað meinarðu með að það sé bekkjarkerfi í HR?
Ég talaði við 2 nemendur sem eru í hugbúnaðarverkfræði í HÍ og þeir voru að tala um að það væri mikið um það að fólk væri að hanga saman niðri í Nörd og væri mikið að vinna verkefnin saman, en það er kannski bara mismunandi upplifun hjá nemendum

Já nemendur para sig saman til að vinna verkefni þegar fer að líða á fyrsta árið því þá fer fólk að kynnast betur. Í HÍ eru flestir 1. árs kúrsarnir fyrirlestrar en ég er ekki alveg viss með þetta í HR, ég held að kennslan þar sé á bekkjarformi, þar sem nemendur eru svona í kringum 20-30 en ekki 100 eins og í fyrirlestrum í HÍ.


Asrock Z68 Pro3-M | i7 2600k | Intel 520 Series 120 GB | GTX 560-Ti | 8GB 1866Mhz | Home made Mahogany case |Custom Water Cooling
Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=47846


fremen
Græningi
Póstar: 47
Skráði sig: Mið 18. Jún 2008 13:35
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hugbúnaðarverkfræði - HÍ vs. HR ?

Pósturaf fremen » Fös 09. Mar 2012 21:39

Eiiki skrifaði:
htdoc skrifaði:
Eiiki skrifaði:HÍ er meira krefjandi myndi ég segja. Stendur meira á eigin fótum, þar sem þú ert ekki í bekkjarkerfi eins og í HR. Fyrsta önnin er mjög strembin þar sem fáir þekkja hvorn annan og að leysa dæmin sjálfur heima getur reynst stundum mjög erfitt. Yfir heildina litið þá er námsefnið fræðilegra í HÍ, ég persónulega vill meina að það geri ekkert nema að dýpka skilning.
Svo munar náttúrulega öllu á peningnum :)


takk fyrir svarið :)
En hvað meinarðu með að það sé bekkjarkerfi í HR?
Ég talaði við 2 nemendur sem eru í hugbúnaðarverkfræði í HÍ og þeir voru að tala um að það væri mikið um það að fólk væri að hanga saman niðri í Nörd og væri mikið að vinna verkefnin saman, en það er kannski bara mismunandi upplifun hjá nemendum

Já nemendur para sig saman til að vinna verkefni þegar fer að líða á fyrsta árið því þá fer fólk að kynnast betur. Í HÍ eru flestir 1. árs kúrsarnir fyrirlestrar en ég er ekki alveg viss með þetta í HR, ég held að kennslan þar sé á bekkjarformi, þar sem nemendur eru svona í kringum 20-30 en ekki 100 eins og í fyrirlestrum í HÍ.


Nei. Drífðu þig í HR, HÍ er fyrir steingervinga sem neita að þróast.




Nuketown
Ofur-Nörd
Póstar: 265
Skráði sig: Sun 10. Júl 2011 20:09
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hugbúnaðarverkfræði - HÍ vs. HR ?

Pósturaf Nuketown » Fös 09. Mar 2012 22:49

Eiiki skrifaði:HÍ er meira krefjandi myndi ég segja. Stendur meira á eigin fótum, þar sem þú ert ekki í bekkjarkerfi eins og í HR. Fyrsta önnin er mjög strembin þar sem fáir þekkja hvorn annan og að leysa dæmin sjálfur heima getur reynst stundum mjög erfitt. Yfir heildina litið þá er námsefnið fræðilegra í HÍ, ég persónulega vill meina að það geri ekkert nema að dýpka skilning.
Svo munar náttúrulega öllu á peningnum :)


þetta er kolrangt.. í HR er ekki bekkjarkerfi. Þá eru alveg 100-200 manns saman í tíma i fyrirlestrum og 1x í viku eru dæmatímar þar sem er bara 20-30 manns eða eitthvað að fá hjálp með verkefni.



Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Hugbúnaðarverkfræði - HÍ vs. HR ?

Pósturaf intenz » Sun 11. Mar 2012 18:01

Bekkjarkerfi í HR, hvar fékkstu þessa vitleysu. :sleezyjoe


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64

Skjámynd

Eiiki
/dev/null
Póstar: 1408
Skráði sig: Þri 09. Nóv 2010 14:23
Reputation: 2
Staðsetning: 1101101
Staða: Ótengdur

Re: Hugbúnaðarverkfræði - HÍ vs. HR ?

Pósturaf Eiiki » Sun 11. Mar 2012 18:39

Nuketown skrifaði:þetta er kolrangt.. í HR er ekki bekkjarkerfi. Þá eru alveg 100-200 manns saman í tíma i fyrirlestrum og 1x í viku eru dæmatímar þar sem er bara 20-30 manns eða eitthvað að fá hjálp með verkefni.

Ég byðst afsökunar, en ég tók það fram í seinna commentinu mínu að ég var ekki alveg viss hvernig þessu væri háttað í HR með kennsluna..
Eiiki skrifaði:Já nemendur para sig saman til að vinna verkefni þegar fer að líða á fyrsta árið því þá fer fólk að kynnast betur. Í HÍ eru flestir 1. árs kúrsarnir fyrirlestrar en ég er ekki alveg viss með þetta í HR, ég held að kennslan þar sé á bekkjarformi, þar sem nemendur eru svona í kringum 20-30 en ekki 100 eins og í fyrirlestrum í HÍ.


Asrock Z68 Pro3-M | i7 2600k | Intel 520 Series 120 GB | GTX 560-Ti | 8GB 1866Mhz | Home made Mahogany case |Custom Water Cooling
Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=47846


Tesli
spjallið.is
Póstar: 473
Skráði sig: Fim 13. Feb 2003 14:37
Reputation: 28
Staða: Tengdur

Re: Hugbúnaðarverkfræði - HÍ vs. HR ?

Pósturaf Tesli » Sun 11. Mar 2012 19:40

Það eru svo margir að tala um að HR sé svo mikið í tengslum við vinnumarkaðinn og praktísk hópaverkefni séu í hávegum höfð.
Ég er í verkfræði í HR og það er engin sérstök tenging við vinnumarkaðinn og verkefnin eru bara fræðileg og alveg eins og í HÍ (þekki marga þar í verkfræði).
Aðrir sem ég þekki í tölvunarfræðinni hafa mjög svipaða sögu af henni og ég af verkfræðinni.
Held að þessar HR klisjur eigi bara við viðskiptafræðina.