Hvernig græju til að senda ADSL TV inn í önnur herbergi?

Skjámynd

Höfundur
Sera
Ofur-Nörd
Póstar: 254
Skráði sig: Lau 04. Okt 2003 19:14
Reputation: 13
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Hvernig græju til að senda ADSL TV inn í önnur herbergi?

Pósturaf Sera » Lau 25. Feb 2012 13:07

Veit einhver hvort það er til einhver magnari eða græja til að senda ADSL TV merkið í önnur sjónvörp á heimilinu ? Annað en að fá annan afruglara frá Símanum.
Annað hvort að senda TV signalið frá router inn á rafmagnið svipað og ég geri með netið í gegnum rafmagnstengla. Eða einhverja græju sem ég get notað til að send signalið inn á sjónvarpskerfið mitt, ég er með TV tengla í öllum herbergjum en signalið kemur bara frá Coax ekki frá digital og merkið er frekar slappt þó ég sé með magnara á endanum.
Vona að þetta skiljist, er ekki mikill sérfræðingur í Sjónvörpum :)

Vantar sem sagt ráð um hvernig ég tengi önnur sjónvörp á heimilinu inn á ADSL TV kerfið án annars afruglara.


*B.I.N. = Bilun í notanda*

Skjámynd

Oak
Bara að hanga
Póstar: 1590
Skráði sig: Fim 15. Okt 2009 16:51
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig græju til að senda ADSL TV inn í önnur herbergi?

Pósturaf Oak » Lau 25. Feb 2012 13:11

http://www.elnet.is/

Þeir geta hjálpað þér þarna.

Átt að geta fengið græju sem tekur scart merkið og breytt því yfir á coax í húsinu en þá geturðu náttúrulega ekki skipt um stöð nema á einum stað.


i7 950 @ 3.2 GHz | Scythe Yasha | GA-X58A-UD3R | Mushkin 12GB kit (3x4GB) DDR3 1333MHz | PNY GTX570 | HDD 1 TB | Tacens 700W | 24" ViewSonic | W7 x64

Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3089
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig græju til að senda ADSL TV inn í önnur herbergi?

Pósturaf lukkuláki » Lau 25. Feb 2012 14:18

Taktu TV-out coax á myndlyklinum þínum plöggaðu því í magnara og pluggaðu magnaranum í coax sem liggur í hin sjónvörpin.
Ég á efni (magnara ofl.) ef þú vilt kaupa ódýrara ég var með þetta í magnara og hann splittaði þessu í 4 sjónvörp á efri hæðinni en nýlega setti ég cat5 í þetta, annan afruglara og tók loftnetssnúruna burt.

Er með þennan magnara og tengin sem þarf í þetta.
http://www.eico.is/?item=161&v=item

Vona að ég sé ekki að misskilja þig.


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.