MCITP - Kerfisstjórnun.
MCITP - Kerfisstjórnun.
Eitthverjir hér sem hafa sitthverja reynslu af þessari gráðu? Er að spá í að taka þetta í ntv.
Er með MSTC gráðuna og finnst mér hún ekki vera að hjálpa mér mikið í því að fá vinnu.
Maður er alltaf að sjá auglýst eftir þessu þannig maður er nokkuð bjartsýnn að fá alavega eitthvað út úr þessu.
En eitthver með reynslu af þessu eða eitthverja innsýn? Þessi virði?
http://www.ntv.is/?i=402
Er með MSTC gráðuna og finnst mér hún ekki vera að hjálpa mér mikið í því að fá vinnu.
Maður er alltaf að sjá auglýst eftir þessu þannig maður er nokkuð bjartsýnn að fá alavega eitthvað út úr þessu.
En eitthver með reynslu af þessu eða eitthverja innsýn? Þessi virði?
http://www.ntv.is/?i=402
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 664
- Skráði sig: Fim 04. Des 2008 10:29
- Reputation: 17
- Staða: Ótengdur
Re: MCITP - Kerfisstjórnun.
Hvaða MCTS gráðu ertu með? Það hjálpar að vera með þessa gráðu þegar að þú ert að sækja um vinnu, ég lærði slatta þegar að ég tók hana.
Annars myndi ég mæla með að fara í Proment og taka MCITP+Exchange, kostar reyndar 100k meira en það er engu að síður 200k minna en þær kosta í sitthvoru lagi, og exchange gráðan mun líka hjálpa helling við að fá vinnu.
Annars myndi ég mæla með að fara í Proment og taka MCITP+Exchange, kostar reyndar 100k meira en það er engu að síður 200k minna en þær kosta í sitthvoru lagi, og exchange gráðan mun líka hjálpa helling við að fá vinnu.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3175
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 546
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: MCITP - Kerfisstjórnun.
Ef þú lærir basic stöffið í kringum þetta allt saman þá tel ég þig nokkuð öruggan með vinnu þótt þú takir gráðunar eða ekki (Þær hjálpa þó oft á tíðum).
DNS og póstur (Exchange) skilja hvernig það virkar ,IP tölur - subnetting , powershell sem forritunarmál.
Mcitp+Exchange persónulega fannst mér betra að fara á það námskeið þegar ég var búinn að vinna við þetta í smá tíma þ.e.a.s þá nýttist námskeiðið mér betur og ég gat spurt kennarana útí hluti sem maður var ekki að ná.Er búinn með 70-640 prófið er á leiðinni í 70-642 prófið í næstu viku. Fór á námskeiðið í Promennt og maður lærði helling á því námskeiði , t.d lokaverkefnið var að hanna tölvukerfi 2-3 í hóp og útbúa kerfishandbók með upplýsingum um kerfið.
Annars gangi þér vel með að sækja um vinnu , been there
DNS og póstur (Exchange) skilja hvernig það virkar ,IP tölur - subnetting , powershell sem forritunarmál.
Mcitp+Exchange persónulega fannst mér betra að fara á það námskeið þegar ég var búinn að vinna við þetta í smá tíma þ.e.a.s þá nýttist námskeiðið mér betur og ég gat spurt kennarana útí hluti sem maður var ekki að ná.Er búinn með 70-640 prófið er á leiðinni í 70-642 prófið í næstu viku. Fór á námskeiðið í Promennt og maður lærði helling á því námskeiði , t.d lokaverkefnið var að hanna tölvukerfi 2-3 í hóp og útbúa kerfishandbók með upplýsingum um kerfið.
Annars gangi þér vel með að sækja um vinnu , been there
Just do IT
√
√
Re: MCITP - Kerfisstjórnun.
Nú langar sjálfum mér að taka CCNA gráðu. Hvernig virkar þessi niðurgreiðsla verkalýðsfélaganna?
Re: MCITP - Kerfisstjórnun.
Já það er spurning um að keyra bara á þetta þarna niðrí promennt. Vonandi er maður ekki að skella sér í skuldir fyrir ekki neitt
-
- Besserwisser
- Póstar: 3175
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 546
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: MCITP - Kerfisstjórnun.
Samt spurning hvort Ntv eða Promennt henti þar sem kennsluaðferðir eru mjög ólíkar í þessum skólum.
Mér fannst Ntv þegar ég fór þar henta mér sem algjörum nýliða en Promennt er meira að kenna eftir bókinni og láta fólk vinna verkefnin í tímum, myndi kynna mér hvað henti þér betur og fá að vita hvernig kennslunni er háttað í Ntv.
Mér fannst Ntv þegar ég fór þar henta mér sem algjörum nýliða en Promennt er meira að kenna eftir bókinni og láta fólk vinna verkefnin í tímum, myndi kynna mér hvað henti þér betur og fá að vita hvernig kennslunni er háttað í Ntv.
Just do IT
√
√
Re: MCITP - Kerfisstjórnun.
hrabbi skrifaði:Hún er mismunandi eftir félögum. Í hvaða félagi ertu?
Ætli ég sé bara ekki í VLFA.
Re: MCITP - Kerfisstjórnun.
Er með MCTS (windows 7 configuring) gráðuna líka og ég ætla mér líklega í MCITP í haust hjá NTV enda frábært að vera þar er búinn að vera líka i sama veseni eins og þú að fá vinnu en þá er ekkert annað í stöðuni en að mennta sig bara meira í þessu. Kláraði líka Comptia námskeið hjá NTV er reyndar ekki kominn með gráðuna.
Tölvan: Örgjörvi: Intel i5 3570k Skjákort: Gigabyte HD7870 OC Version Harður diskur: Mushkin Chronos 120 GB SSD Vinnsluminni: Corsair Vengeance 2x4 GB 1600 mhz Örgjörvakæling: Noctua NH-D14 Aflgjafi: Thermaltake 775w
Microsoft Certified Technology Specialist Windows 7 Configuring
Microsoft Certified Technology Specialist Windows 7 Configuring
Re: MCITP - Kerfisstjórnun.
tdog skrifaði:hrabbi skrifaði:Hún er mismunandi eftir félögum. Í hvaða félagi ertu?
Ætli ég sé bara ekki í VLFA.
Það félag er t.d. aðili að ríkismennt og landsmennt :
http://rikismennt.is/default.asp?sid_id ... 002|&tId=1
http://landsmennt.is/default.asp?sid_id ... 002|&tId=1
Re: MCITP - Kerfisstjórnun.
Annað sem mig langar að forvitnast um.
Veit eitthver hvort það sé hægt að fá þessar bækur hér á landi? as in mcitp bækurnar
Amazon bara málið?
http://www.microsoft.com/learning/en/us ... cale=en-us?
Veit eitthver hvort það sé hægt að fá þessar bækur hér á landi? as in mcitp bækurnar
Amazon bara málið?
http://www.microsoft.com/learning/en/us ... cale=en-us?
-
- Besserwisser
- Póstar: 3175
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 546
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: MCITP - Kerfisstjórnun.
Get jafnvel selt þér mínar notaðar ef þú hefur áhuga.
Þær eru vel með farnar
En já Amazon gæti hentað þér ágætlega ef þú villt fá þær nýjar.
Þær eru vel með farnar
En já Amazon gæti hentað þér ágætlega ef þú villt fá þær nýjar.
Just do IT
√
√
-
- has spoken...
- Póstar: 174
- Skráði sig: Sun 15. Jan 2006 23:53
- Reputation: 0
- Staðsetning: Rvk
- Staða: Ótengdur
Re: MCITP - Kerfisstjórnun.
Tók MCITP síðasta haust hjá NTV.
Það var allur gangur á því hvernig mönnum gékk að fá vinnu.
Ég er með nokkurra ára reynslu úr tölvuviðgerðum, er með A+, Network+, sjö MS gráður og góð meðmæli frá síðustu þrem vinnuveitendum. Ég fékk ekki einu sinni viðtal þegar ég sótti um hjá þessum stóru (Advania, Nýherji) á meðan aðrir sem voru með mér í bekk voru ráðnir þangað áður en þeir kláruðu prófin.
En það er erfitt að meta forsendur hvers og eins, hlutir eins og reynsla, sambönd og framkoma spila mikið inní. Það er ekki eins og gráðan útvegi manni starf heldur þarf að bera sig eftir björginni. Svo þarf maður að hafa smá heppni líka.
Hvort þessi námskeið séu 'worth it': að mínu mati eru þau of dýr. Amk. þar sem ég var þá var þetta mikið beint upp úr bókinni, staf fyrir staf. Og ef þú (eins og ég var) ert að kynnast AD í fyrsta skiptið þá kannt þú efnið einfaldlega ekki nógu vel til þess að vita hvaða spurninga þú átt að spyrja. Þannig að það að sitja í tíma á meðan kennari messar yfir þér upp úr bókinni skilar þér ekki miklu meira en það að lesa bækurnar sjálfur og fikta í þessu heima hjá þér. Ef þú hefur sjálfsaga og tæknibúnað til þess, það er.
Fín tilbreyting að setjast á skólabekk aftur en ég mundi allavega ráða fólk frá því að steypa sér í skuldir til þess að taka þessi námskeið.
Ég ákvað að leita mér að vinnu erlendis að námskeiðinu loknu og var eftir tvær vikur búinn að ráða mig í fínt djobb (í Finnlandi) - það með því einu að svara nógu mörgum atvinnuauglýsingum.
Þegar ég var að leita mér að vinnu í Svíþjoð þá var nóg til af help desk störfum - sem að mér fannst lítt spennandi en getur verið góður staður til að byrja á ef þú ert nýr í bransanum. Sú mynd sem ég fékk þar var á þá leið að MCITP mun ekki skila þér ofar en help desk, nema þú hafir einhverja frekari menntun eða viðeigandi reynslu úr atvinnulífinu. Þegar það kom að 'alvöru' kerfisstjóradjobbum þá var alltaf gerð krafa um miklu breiðari þekkingu. Algengustu punktarnir (umfram Win + AD) voru eitthvað á þessa leið: Linux, SQL, CCNA, Sharepoint, SCCM.
Nota bene, fyrir hvert eitt tæknimannadjobb sem ég sá auglýst sá ég þrjú störf við forritun. Just sayin...
Það var allur gangur á því hvernig mönnum gékk að fá vinnu.
Ég er með nokkurra ára reynslu úr tölvuviðgerðum, er með A+, Network+, sjö MS gráður og góð meðmæli frá síðustu þrem vinnuveitendum. Ég fékk ekki einu sinni viðtal þegar ég sótti um hjá þessum stóru (Advania, Nýherji) á meðan aðrir sem voru með mér í bekk voru ráðnir þangað áður en þeir kláruðu prófin.
En það er erfitt að meta forsendur hvers og eins, hlutir eins og reynsla, sambönd og framkoma spila mikið inní. Það er ekki eins og gráðan útvegi manni starf heldur þarf að bera sig eftir björginni. Svo þarf maður að hafa smá heppni líka.
Hvort þessi námskeið séu 'worth it': að mínu mati eru þau of dýr. Amk. þar sem ég var þá var þetta mikið beint upp úr bókinni, staf fyrir staf. Og ef þú (eins og ég var) ert að kynnast AD í fyrsta skiptið þá kannt þú efnið einfaldlega ekki nógu vel til þess að vita hvaða spurninga þú átt að spyrja. Þannig að það að sitja í tíma á meðan kennari messar yfir þér upp úr bókinni skilar þér ekki miklu meira en það að lesa bækurnar sjálfur og fikta í þessu heima hjá þér. Ef þú hefur sjálfsaga og tæknibúnað til þess, það er.
Fín tilbreyting að setjast á skólabekk aftur en ég mundi allavega ráða fólk frá því að steypa sér í skuldir til þess að taka þessi námskeið.
Ég ákvað að leita mér að vinnu erlendis að námskeiðinu loknu og var eftir tvær vikur búinn að ráða mig í fínt djobb (í Finnlandi) - það með því einu að svara nógu mörgum atvinnuauglýsingum.
Þegar ég var að leita mér að vinnu í Svíþjoð þá var nóg til af help desk störfum - sem að mér fannst lítt spennandi en getur verið góður staður til að byrja á ef þú ert nýr í bransanum. Sú mynd sem ég fékk þar var á þá leið að MCITP mun ekki skila þér ofar en help desk, nema þú hafir einhverja frekari menntun eða viðeigandi reynslu úr atvinnulífinu. Þegar það kom að 'alvöru' kerfisstjóradjobbum þá var alltaf gerð krafa um miklu breiðari þekkingu. Algengustu punktarnir (umfram Win + AD) voru eitthvað á þessa leið: Linux, SQL, CCNA, Sharepoint, SCCM.
Nota bene, fyrir hvert eitt tæknimannadjobb sem ég sá auglýst sá ég þrjú störf við forritun. Just sayin...
____________________
Starfsmaður @ hvergi
Starfsmaður @ hvergi
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 663
- Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
- Reputation: 61
- Staðsetning: 107
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: MCITP - Kerfisstjórnun.
AngryMachine skrifaði:[...]
Basically what he said. Til að fá sem mest úr námskeiðunum þá er voða gott að vera byrjaður á einhverju, vera búinn að prófa sig áfram oþh.
Með einni ágætis vél + vmware (eða sambærilegu) geturu sett upp fínt MS lab með domain-controller, exchange og whatnot.
Samhliða þessum námskeiðum er hvort eð er mælt með að nemendur geri þetta fyrir heimalærdóm...
+ Einhverja af þessum kennslubókum (hvort að fólk kaupi/fái lánað/"fái lánað" er svo annar handleggur.)
Það er hægt að komast ótrúlega langt á self-study + áhuga (auk þess að menn átta sig þá stundum betur á hvar áhuginn liggur).
Námskeið eru líka góð, en þegar þú ert komin(nn) með smá grunn þá hefuru líka betri hugmynd um hvar sé best að skerpa á og færð mun meira úr námskeiðinu...
Varðandi atvinnu og þessar (og/eða aðrar) gráður.
Lang flest fyrirtæki horfa alltaf fyrst og fremst á háskóla-gráður, bæði hér og erlendis.
Enda gera lang-flestar atvinnuauglýsingar kröfu um háskólapróf, og umsóknin kemst oft ekki lengra en atvinnumiðlunin eða starfsmannadeild fyrirtækisins ef það er ekkert háskólapróf.
Auðvitað eru undantekningar á þessu, en af gefinni reynslu vil ég endilega hvetja menn til að leggja þessar gráður ekki að jöfnu við háskólagráðu.
Hitt varðandi þessar gráður, þær hjálpa alveg svakalega til við að komast "ofar" í atvinnuumsóknabunkann og eykur líkur á að umsóknin sé tekin til greina.
Það er nefninlega alveg ótrúlegasta fólk sem sækir um starf tæknimanns, alveg frá því að vera "tölvufólk" og út í að vera "bílsmiður, kann að vísu ekkert á tölvur en hef áhuga á að læra nýja hluti".
Sumir segja reyndar á umsóknunum að þeir kunni mjög vel á tölvur, og telja svo upp Word, Excel, Access og PowerPoint sem helstu sviðin...
Þannig að, og nú tala ég af reynslu, ef ég er með 50+ umsóknir fyrir framan mig, 10 segjast kunna á tölvur, gerum ráð fyrir að allir séu með háskólapróf eða amk "sambærilega menntun", en 3 einstaklingar eru með MCITP/MSTC/CCNA/CCNP ..., þá fara þessir 3 fremst í hópinn yfir umsóknir sem eru skoðaðar nánar.
Svo er einnig það, að mörg fyrirtæki eru að berjast við að halda einhverjum "Partner" status, og þá skipta gráðurnar töluverðu máli fyrir fyrirtækið, þar sem það þarf að sýna fram á að það sé með starfsfólk með réttar/up to date gráður til að geta haldið partner statusnum...
Og þá getur verið forskot að vera með (t.d MS) gráður á bakinu...
tdog skrifaði:Nú langar sjálfum mér að taka CCNA gráðu.
Nú veit ég ekkert hvort þú kannt e-ð á networking eða ekki...
En ef þú getur ekki komist yfir routera til að setja upp lab og prófa, þá geturu notað dynamips/GNS3 (emulator) til að setja upp LAB, nælt þér í nokkrar bækur og farið svo að læra
Mkay.
-
- FanBoy
- Póstar: 708
- Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
- Reputation: 123
- Staða: Ótengdur
Re: MCITP - Kerfisstjórnun.
Sýndarvélar eru ótrúlegt snilld. Mæli með þeim í allt fikt sem fólki dettur í hug MS eða non MS varning.
Háskólagráða eður ei. Númer eitt er að hafa áhuga, ástríðu jafnvel vera manískur í því sem þið hafið áhuga á því að gera. Það skilar manni ótrúlega langt.
Undirritaður hefur starfað fyrir 3 - 70 þúsund manna fyrirtæki og fékk ekki inngöngu í menntaskóla. Fyrir alla muni látið ekki einhver prófskírteini standa í vegi fyrir ykkur. Það er hægt að gera allt sem manni dettur í hug. En þau skemma ekki fyrir.
Háskólagráða eður ei. Númer eitt er að hafa áhuga, ástríðu jafnvel vera manískur í því sem þið hafið áhuga á því að gera. Það skilar manni ótrúlega langt.
Undirritaður hefur starfað fyrir 3 - 70 þúsund manna fyrirtæki og fékk ekki inngöngu í menntaskóla. Fyrir alla muni látið ekki einhver prófskírteini standa í vegi fyrir ykkur. Það er hægt að gera allt sem manni dettur í hug. En þau skemma ekki fyrir.
natti skrifaði:AngryMachine skrifaði:[...]
Basically what he said. Til að fá sem mest úr námskeiðunum þá er voða gott að vera byrjaður á einhverju, vera búinn að prófa sig áfram oþh.
Með einni ágætis vél + vmware (eða sambærilegu) geturu sett upp fínt MS lab með domain-controller, exchange og whatnot.
Samhliða þessum námskeiðum er hvort eð er mælt með að nemendur geri þetta fyrir heimalærdóm...
+ Einhverja af þessum kennslubókum (hvort að fólk kaupi/fái lánað/"fái lánað" er svo annar handleggur.)
Það er hægt að komast ótrúlega langt á self-study + áhuga (auk þess að menn átta sig þá stundum betur á hvar áhuginn liggur).
Námskeið eru líka góð, en þegar þú ert komin(nn) með smá grunn þá hefuru líka betri hugmynd um hvar sé best að skerpa á og færð mun meira úr námskeiðinu...
Varðandi atvinnu og þessar (og/eða aðrar) gráður.
Lang flest fyrirtæki horfa alltaf fyrst og fremst á háskóla-gráður, bæði hér og erlendis.
Enda gera lang-flestar atvinnuauglýsingar kröfu um háskólapróf, og umsóknin kemst oft ekki lengra en atvinnumiðlunin eða starfsmannadeild fyrirtækisins ef það er ekkert háskólapróf.
Auðvitað eru undantekningar á þessu, en af gefinni reynslu vil ég endilega hvetja menn til að leggja þessar gráður ekki að jöfnu við háskólagráðu.
Hitt varðandi þessar gráður, þær hjálpa alveg svakalega til við að komast "ofar" í atvinnuumsóknabunkann og eykur líkur á að umsóknin sé tekin til greina.
Það er nefninlega alveg ótrúlegasta fólk sem sækir um starf tæknimanns, alveg frá því að vera "tölvufólk" og út í að vera "bílsmiður, kann að vísu ekkert á tölvur en hef áhuga á að læra nýja hluti".
Sumir segja reyndar á umsóknunum að þeir kunni mjög vel á tölvur, og telja svo upp Word, Excel, Access og PowerPoint sem helstu sviðin...
Þannig að, og nú tala ég af reynslu, ef ég er með 50+ umsóknir fyrir framan mig, 10 segjast kunna á tölvur, gerum ráð fyrir að allir séu með háskólapróf eða amk "sambærilega menntun", en 3 einstaklingar eru með MCITP/MSTC/CCNA/CCNP ..., þá fara þessir 3 fremst í hópinn yfir umsóknir sem eru skoðaðar nánar.
Svo er einnig það, að mörg fyrirtæki eru að berjast við að halda einhverjum "Partner" status, og þá skipta gráðurnar töluverðu máli fyrir fyrirtækið, þar sem það þarf að sýna fram á að það sé með starfsfólk með réttar/up to date gráður til að geta haldið partner statusnum...
Og þá getur verið forskot að vera með (t.d MS) gráður á bakinu...tdog skrifaði:Nú langar sjálfum mér að taka CCNA gráðu.
Nú veit ég ekkert hvort þú kannt e-ð á networking eða ekki...
En ef þú getur ekki komist yfir routera til að setja upp lab og prófa, þá geturu notað dynamips/GNS3 (emulator) til að setja upp LAB, nælt þér í nokkrar bækur og farið svo að læra
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1020
- Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
- Reputation: 206
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: MCITP - Kerfisstjórnun.
Ég tók MCITP hjá NTV fyrir einhverjum 2 árum
Það var mjög fínt, góður kennari (Vann hjá EJS, núna hjá Advania)
Fekk vinnu um leið hjá Skyggni, er núna hjá Advania.
Gott stuff
Next up CCNA eða eitthvað
Það var mjög fínt, góður kennari (Vann hjá EJS, núna hjá Advania)
Fekk vinnu um leið hjá Skyggni, er núna hjá Advania.
Gott stuff
Next up CCNA eða eitthvað
CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video