Ég er helst að leita að hærri upplausn en 1080p, sama hvort það sé 16:10 eða 16:9 skjár, en er þó til í að skoða 1080p skjá ef hann er með góðgæti eins og 120Hz eða álíka.
Er t.d. núna með 23" Samsung skjá sem er 16:9 með 2048x1152 í upplausn.
chaplin skrifaði:Ég myndi persónulega ekki fá mér 27" sem er 1080P, þyrfti að vera 1440.
Mig langar rosalega í IPS skjá, það sem er að stöðva mig er delay tíminn, að vísu e-h sem maður á bara að finna fyrir í FPS leikjum en það jú auðvita eini leikurinn sem ég spila.
Svo langar mig í 120Hz skjá, ekki fyrir 3D tæknina og eru því miður ekki nógu margir skjáir sem koma til greina, en þá er Samsung 2233 mjög sterkur enda fyrsta "alvöru" 120Hz skjárinn.
Ef ég ætlaði að fá mér IPS skjá, þá væri það Dell U2410 - 120Hz skjár, Samsung 2233.
Hefurðu séð svona 1080p 27" skjá ? Er það alveg hræðilegt þegar maður situr innan við meter frá honum ?
Ef ekki, hvað finnst þér um þessa Samsung skjái ? (S27A750 á 100 þúsund og S27A950 á 135 þúsund)
Þú talar um U2410.. Hvað er það sem réttlætir þennann 50 þúsund króna mun á honum og U2412M ? Er það þess virði ?
Svo er Samsung 2233 úr myndinni fyrir mig þar sem ég vill skjá 24" eða stærri skjá