Sælir, ég setti mína fyrstu tölvu saman fyrir nokkrum mánuðum, og hefur alltaf verið eitt undirliggjandi vandamál hjá mér.
Af einhverjum ástæðum keyrir hún óvenjulega oft CHKDSK þegar ég er að boota henni upp. Ég er með löglegt windows 7 ég hef þurft að setja það upp nokkrum sinnum síðan ég byrjaði að nota hana, því hún byrjar alltaf að haga sér undarlega eftir ákveðin notkunartíma. Veit ekki alveg hvernig ég get lýst þessu, en sum forrit ákveða að hætta að keyra sig upp og annað eftir því og Windows nær ekki að bakka sig upp t.d. Ég er með eitt backup sem ég gerði eftir clean install sem ég nota núna til að laga þetta, en það er leiðinlegt að þurfa að setja öll forrit upp aftur.
Það sem ég held að sé vandir er CHKDSK fokki einhverju upp, en hverju veit ég ekki. Hver getur verið ástæðan fyrir að hún keyri það alltaf upp?
Er með 4 harða diska, einn SSD með windows setup og ekkert annað, einn 1TB með öllum forritum og gögnum, og svo eru hinir 2 gamlir HD sem eru bara með gömlum skjölum og backups.
Gæti þetta eitthvað haft með IDE, RAID og það dót að gera, sem ég hef ekkert fiktað í, enda hef ég ekki gefið mér tíma í að skilja það.
Vesen með setup!
-
- Vaktari
- Póstar: 2327
- Skráði sig: Fim 02. Apr 2009 13:16
- Reputation: 82
- Staðsetning: South side
- Staða: Ótengdur
Re: Vesen með setup!
myndi nú bara láta það klára chkdsk
Tölvan: Örgjörvi: Intel i5 3570k Skjákort: Gigabyte HD7870 OC Version Harður diskur: Mushkin Chronos 120 GB SSD Vinnsluminni: Corsair Vengeance 2x4 GB 1600 mhz Örgjörvakæling: Noctua NH-D14 Aflgjafi: Thermaltake 775w
Microsoft Certified Technology Specialist Windows 7 Configuring
Microsoft Certified Technology Specialist Windows 7 Configuring
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16576
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2137
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Vesen með setup!
Svo er líka góð regla að aftengja alla HDD nema setup HDD þegar þú fresh installerar WIN.
Kemur þannig í veg fyrir að stýrikerfið splitti sér á marga diska.
Kemur þannig í veg fyrir að stýrikerfið splitti sér á marga diska.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3089
- Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
- Reputation: 65
- Staða: Ótengdur
Re: Vesen með setup!
GuðjónR skrifaði:Kemur þannig í veg fyrir að stýrikerfið splitti sér á marga diska.
Say what ?
Það er alveg góð regla að aftengja diskana til að koma í veg fyrir að maður rúlli því á vitlausan disk
en að það fari á marga diska það hef ég aldrei upplifað.
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.
-
- Vaktari
- Póstar: 2327
- Skráði sig: Fim 02. Apr 2009 13:16
- Reputation: 82
- Staðsetning: South side
- Staða: Ótengdur
Re: Vesen með setup!
Já ég kannast við svoleiðis Windows rugling eins og Guðjón er að tala um ss. eins og einhver/eitthvað fari á annan disk eða aðra diska!
td. ætlar maður að taka auka diskinn úr og þá bootast win ekki! veit ekki hvað það var á þeim tíma en tek alltaf alla auka diska úr í dag
td. ætlar maður að taka auka diskinn úr og þá bootast win ekki! veit ekki hvað það var á þeim tíma en tek alltaf alla auka diska úr í dag
Re: Vesen með setup!
Já ég læt CHKDSK alltaf klárast.
Ok, ég prófa næst að hafa bara einn tengdan næst þegar ég installa fresh Windows.
Er BTW með 64-bita ef það skiptir einhverju máli.
Ok, ég prófa næst að hafa bara einn tengdan næst þegar ég installa fresh Windows.
Er BTW með 64-bita ef það skiptir einhverju máli.