appel skrifaði:PC bla bla... þetta er bara tölva. PC var það sem í gamla daga kallaðist "Personal Computer" og þá gat fólk fengið sé tölvu heim til sín, oftast IBM. Skilgreiningin skiptir svosem ekki máli í dag því tölvutæknin er orðin "beyond personal computer".
Apple er bara annarskonar tölvuframleiðandi heldur en allir hinir. Nefnið mér eitt nýtt sem hefur komið frá Dell, Hewlett-Packard, Lenovo eða bara einhverjum sem hefur verið "nýtt", þ.e. ekki áframhald á "same old".
Apple er bara einfaldlega leiðtogi hvað þetta varðar. Í raun má segja að allir séu byrjaðir að apa eftir Apple í dag.
Nefndu mér eitt nýtt sem apple hefur komið með... "iPad" var til. Apple settu það í minni umbúðir og gerðu þetta meiri tískuvöru en annað sem hafði komið út.
En annars er mín skoðun sú að þetta snústi rosalega mikið um persónulegt val. Ég hef lítið á móti fólki sem fílar mac í botn. Persónulega hef ég alltaf verið hrifinn af windows stýrikerfinu yfir Apple. Mögulega vegna þess að þegar ég byrjaði að fikta í tölvum var ég á windows. Mín reynsla er sú að mjög margir sem hafa alist upp með windows og kunna virkilega vel á það að raða tölvuíhlutum saman haldi enn í windows. Ég er sjálfur mjög íhaldssamur. Fólk ræður auðvitað yfir sínum eigin fjármunum en ég hef séð rosalega marga sem kunna ekki að lesa úr tölvuspekkum kaupa mac tölvur á fleiri fleiri hundruðu þúsunda og notar þær ekki meira en í að skoða póstinn sinn og mbl.is.
Pabbi minn er einn af þeim sem hefur eytt ég veit ekki hvað miklu í Apple vörur. Hann er einn af þeim sem veit vægast sagt ekki jack shit um tölvur. Hann keypti sér iMac borðtölvu, mac fartölvu og tvo iPhone fyrir sig og konuna. Þetta var samankomið yfir 600þ kr. Það tók mig kringum ár að kenna þessum manni að opna e-mailið sitt. Nú eru liðin circa 2 ár og þetta er allt orðið úrelt. Borðtölvan ræður enn ágætlega við mjög basic hluti eins og netráp ofl. Fartölvan er hálfónýt en símarnir eru góðir því þeir eru nýjir.
Áður en einhver fer að kalla mig asna og bjána vill ég taka fram að ég hef ekkert á móti apple. Apple er án efa góð vara fyrir rétta aðilla. Rosalega flottar tölvur. Eina ástæðan afhverju ég neita því að fá mér apple vöru er vegna þess að ég er svo þrjóskur og íhaldssamur. Þegar mér líkar við eitthvað og finnst það þæginlegt sé ég enga ástæðu til að breyta til. Ég nota Borðtölvuna hans föður míns daglega því hún er í herbergi við innganginn og er mjög þæginlegt að komast snögglega á netið. Ég hef notast við mac amk 1 sinni í viku í ca eitt og hálft ár en ég hef enn enga einustu hugmynd hvernig þetta stýrikerfi virkar. Þetta er eins og að vera lokaður í pappakassa, mér finnst rosalega erfitt að multitaska án þess að hafa allt krumpað saman á skjánum í einu. Ég hef lent í alveg gríðarlega miklum compatability issues! Alveg ótrúlega mikið af svoleiðis dæmum.
Nota windows og Mac daglega en kýs windows sem mína einkavél.
Mbk,
Elisvk