Maður verður feitur og orkulaus ef maður borðar ekki morgunmat og líkaminn fer strax að brenna vöðvum.
Maður verður líka alltaf að fá sér prótein shake bara um leið og maður sleppir lóðinu! Annars er æfingin til einskis og maður brennir vöðvum.
Maður verður líka að hætta að éta klukkan 6 á kvöldin, annars fer allt beint á bumbuna.
Hnébeygjur undir 90 gráðum eyðileggja á manni hnén, tala nú ekki um æfinguna sem að þú svona tekur stöng upp af jörðinni (réttlyfta or some?) það gjörsamlega rústar bakinu á þér.
Lengi lifi bro science.
Mæli með að renna í gegnum:
http://www.leangains.com/2010/10/top-te ... unked.htmlAth, ég er ekkert á móti því að fólk fái sér morgunmat, bara frekar þegar því er alltaf haldið fram að maður Þurfi að fá sér morgunmat og það sé algjörlega nauðsynlegt.
Líka að maður þurfi að vera síétandi til að líkaminn svelti nú ekki og byrji að brenna vöðvum.