Hárrétt hjá Danna.
Og þessir ábyrgðarskilmálar hjá Epli standast ekki lög.
3. gr. Lögin eru ófrávíkjanleg.
Ekki er heimilt að semja um eða bera fyrir sig kjör sem eru neytanda óhagstæðari en leiða mundi af lögum þessum.
Ef það er já t.d. skipt um jack-tengi, þá kemur ný 2 ára ábyrgð á jack-tengið eitt og sér, en restin af iPodnum rennur úr ábyrgð 2 árum eftir kaup.
tdog skrifaði:Má þetta? Er ekki lögbundin 5 ára ábyrgð og 2ja ára kvörtunarréttur neytenda á öllum vörum seldum á Íslandi?
Neimm, það er ekki 5 ára ábyrgð á öllum vörum, bara þeim vörum sem færa má góð rök fyrir því að eigi að endast í 5 ár, en það hugtak er voðalega teygjanlegt og hefur, eftir því sem ég bezt veit, aldrei verið háð mál sem hefur farið fyrir rétt varðandi þetta. Það hafa mörg mál farið fyrir Neytendasamtökin eða þess háttar stofnanir, en þau gefa aðeins álit sitt og svo ákveður fyrirtækið/neytandinn hvort hann vilji að málið gangi lengra.