IceCaveman skrifaði:Ég er að tala um það sem skiptir máli, heildar myndina. Linux er með betra kerfi undir yfirborðinu en það er takmarkað hvað hægt er að hafa samskipti við það án þess að grípa til CLI.
Þessir nördar sem vinna að Linux stunda EKKERT human research og hafa ekki hugmynd um hvað almenningur vill, þeir ætlast til þess að almenningur lagi sig að þeirra heimi en almenningur vill fá kerfi sem lagar sig að þeirra heimi og þeirra kröfum.
ok.... þú ert semsagt að segja mér að Microsoft t.d. lagar sig algjörlega að kröfum og þörfum annara, en býr ekki til sínar eigin kröfur og þarfir? Eins og t.d. þegar þeir hætta allt í einu að nota alþjóðlega samþykkta staðla og fara í staðin að nota sína eigin, og segja svo engum öðrum hvaða staðall það er, eða hvernig hann virkar? er það miklu meiri sveigjanleiki en þessir nördar sem forrita fyrir Linux sýna? Ég er ekki viss um að Unicode, HTML, og SMB séu sammála þér (Unicode sem er ekkert Universal?)
IceCaveman skrifaði:Linux menn segja gjarnar: Tölvan er ekki þjónnin þinn
en það er ganstætt við það sem almenningur vill og Microsoft og fleiri fyrirtæki reyna að koma því í verk að tölvan virki sem þjónnin þinn. Ykkur skortir alla heildar mynd á heimin, þið sjáið ekkert nema CLI og eruð virkilega íhaldsamir. Haldið margir að þróun digital ink, raddstýringa og hand gestures séu tilgangslausar.
Mikið er ég ánægður með að þú vitir hvað almenningur vill, þú t.d. veist það betur en þeir nokkur þúsund (nokkir tugir þúsunda) sem vinna við Linux forritun á einhvern hátt?
Hvort sem þú trúir því eða ekki þá er hellingur af fólki sem vinnur við Linux forritun sem gerir það til að græða pening, það eru meiraðsegja mjög stór fyrirtæki sem vinna við að forrita fyrir Linux, bæði end user apps, sem og hardware stuðning og allt þar á milli. Ég er nokkuð viss um að þessi fyrirtæki viti helvíti vel hvað fólk vill, örugglega betur en þú og ég.
Hættu að þykjast vita allt betur, hættu að þykjast vera heilagur, hættu að láta eins og það eina sem skipti máli sé MICROSOFT. Það er ekkert þannig, ég viðurkenni að Linux er ekki fyrir alla, getur þú ekki gert það sama með Windows?