intenz skrifaði:Fyrir hvern þá? Barn?
Android er mjög notendavænt og auðvelt í notkun. Homescreens, app drawer, settings.... auðveldara getur það ekki verið.
Android er nefninlega ekkert alltof notendavænt.
Margar leiðir til að gera sama hlutinn, stillingar með óþarfa mörgum valmöguleikum.. alltof flókið fyrir hinn almenna notenda.
Mamma mín, frænka mín, afi minn og frændi eiga það öll sameiginlegt að kunna gott sem ekkert á Android símann sinn, sérstaklega þegar það kemur að því að stilla eitthvað.
Þau eru samt ekki tæknifötluð en öll kunna þau ágætlega á tölvur.
Ef þau hefðu efni á því myndi ég allann tímann ráðleggja þeim að fá sér iPhone frekar en Android síma, jafnvel Windows Phone 7..
Svo að þurfa utanaðkomandi forrit til að fylgjast með og framlengja batterísendinguna framyfir einn dag er ekki eitthvað sem ég kalla notendavænt.
Þótt ykkur/okkur "tölvunördunum" finnist Android einfalt og notendavænt þá finnst hinum almenna neytenda það ekkert endilega.
Maini skrifaði:Hann er alveg flottur, og kerfið flott, en við erum ekki að ræða það hérna heldur vélbúnaðinn. (og verð)
Nú ? Ég hélt að við værum að tala um símann í heild sinni.
Maini skrifaði:Samsung fá útgáfu af android og sérhanna þá útgáfu fyrir símana sína, er það ekki sérstalega hannað fyrir SG2 ?
Samsung GS2 er android sími, byggður fyrir android, er það ekki sérstaklega hannað fyrir android ?
Skin fyrir stýrikerfi != sérhönnuð útgáfa.
Auk þess eru fæst "öppin" á Android Market sérhönnuð fyrir SGII, er það ekki ?
Tölvan mín er smíðuð fyrir Windows, en hún gæti svo sannarlega verið betri með stýrikerfi sem er hannað fyrir tölvuna mína.
Og til að enda svarið mitt á sömu nótum og þitt, þá er þetta
Maini skrifaði:Vá segja spekkarnir ekki allt, ok farðu og fáðu þér Pentium 1 tölvu með 256mb minni og keyrðu Win 7 á henni.
barnalegasta kommentið á vaktinni.