Vandamál með óhljóð í móðurborðinu!

Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Þri 04. Maí 2004 15:11

Hörde skrifaði:Spurning hvort það sé ekki bara tilfellið, að þegar örrinn nær vissu hitastigi þá keyri viftann örlítið hraðar eða hægar, og gefi frá sér öðruvísi hljóð?

gæti verið, búinn að sækja speedfan og athuga hraðan á viftunni þegar hljóðið er og þegar það er ekki



Skjámynd

Spirou
has spoken...
Póstar: 154
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:22
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Spirou » Þri 04. Maí 2004 15:53

Hörde skrifaði:Merkilegt nokk var ég að uppfæra örrann minn upp í 2500. Ég fæ svipuð hljóð, nema hjá mér er það þannig að þegar tölvan idlear kemur skrítið hátíðnihljóð, sem hverfur ef ég set einhverja vinnslu á örrann. Skrítnast af öllu er að það hverfur ef ég undirklukka hann niður í 133mhz fsb. Ég á eftir að athuga hvort það sé viftan, en hún gefur frá sér mjög leiðinlegt (hátíðni)hljóð í allri vinnslu.

Spurning hvort það sé ekki bara tilfellið, að þegar örrinn nær vissu hitastigi þá keyri viftann örlítið hraðar eða hægar, og gefi frá sér öðruvísi hljóð?


Ég var að uppfæra tölvu um daginn sem var með Aopen silent eitthvað powersupply frá 1999. Þetta PSU virkaði þannig að þegar örgjöva notkunin fór upp fyrir ákveðið stig þá hækkaði hún hraðann á viftunni. Galli við þetta var bara sá að það var hundleiðinlegt hátíðni surg frá PSU þegar þá var í "silent mode" og þegar vifta var á fullum snúning þá var hávaðinn bara í raun minni vegna þessa. Það var samt ekki það versta, það versta var að hún var alltaf að hoppa á milli "silent" og normal vegna þess að örgjörvinn í tölvum fer oft upp í 100% í einhverjar sekúndur þannig að ég var gjörsamlega úrvinda þegar ég var búinn að uppfæra vélina :?




Höfundur
dreki
Græningi
Póstar: 40
Skráði sig: Mán 19. Apr 2004 11:28
Reputation: 0
Staðsetning: Hérna
Staða: Ótengdur

Pósturaf dreki » Mið 05. Maí 2004 14:07

Bendill skrifaði:ég myndi trúa að þetta væri suð sem kæmi frá spennustýringunni fyrir örgjörvann. En stundum getur tíðnin frá móðurborði og örgjörva haft skrýtin áhrif á málma og efni í kringum sig...


hmmm... já gæti verið eitthvað svoleiðis sem myndi líklega þýða að móbóið væri eitthvað gallað. En þetta virðist ekki vera þekkt vandamál því að MSI kannast ekki við þetta en þetta er reyndar frekar nýtt borð frá þeim (ný útgáfa af neo2) þannig að þetta hefur kannski ekki komið almennilega í ljós ennþá...???

Vandamálið er, eins og Gnarr benti réttilega á, er að þeir eru ekki beint að drepast úr þjónustulipurð þarna hjá Tæknibæ/Computer.is verkstæðinu!! Ég hef 3 þurft að eiga við þá og alltaf hefur verið eitthvað vesen. Fyrst var það bilað/gallað minni sem þeir skiptu um á endanum, verst að það tók þá f**king 8 daga að gera það!

Næst keypti ég usb minniskubb hjá þeim sem reyndist gallaður, ég fór með hann til þeirra og þeir staðhæfðu að hann væri í fínu lagi þannig að ég tók hann aftur tilbaka. Að sjálfsögðu var hann það ekki þannig að ég prófaði hann og einangraði vandamálið við það að zip skrár stærri en 1 mb urðu corruptaðar þegar maður setti þær yfir á kubbinn en ef zip skráin var undir 1 mb þá virkaði þetta fínt. Ég aftur upp í Tæknibæ og greindi þeim frá þessu, beið í ca korter á meðan þeir tékkuðu á þessu. Síðan kom gaurinn og tilkynnti að þetta væri ekkert mál því að hann hefði kóperað stóra EXE skrá og það var ekkert vandamál!!! :roll: Ég vildi helst spyrja hvort að hann væri eitthvað vangefinn greyið en sat á mér og rak hann til baka að prófa zip skrá í þetta skiptið... síðan leið og beið og eftir 20 mín þá var mér nóg boðið (tekur engar 20 min að kópera 1+mb zip skrá... þá að gerandinn sé vangefinn!) og rauk inná verkstæðið (verslunin var mannlaus) og komst að því að það voru allir FARNIR í mat!!! djöfull fauk í mig þá... :evil:

Í þriðja skiptið uppfærði ég vél fyrir vinkonu mína og eftir smá tíma gaf örraviftan sig. Hún fór með vélina til þeirra og þeir skiptu gölluðu viftunni út en létu einhverja cheap a@@ viftu í staðinn sem framleiddi meiri hávaða en sú gallaða, þegar þeim var bent á það þá voru þeir bara með stæla... :roll:

Þannig að eins og gefur að skilja þá er ég ekkert sérstaklega áfjáður í að eiga við verkstæðið hjá þeim enn einu sinni... A.m.k. er ég búin að læra mína lexíu, ég versla ALDREI aftur hjá computur.is/tæknibæ aftur!!! Skítakompaní...! :x



Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Mið 05. Maí 2004 16:54

ég skil nú ekki alveg afhverju það skipti minnið máli hvernig skrá var á því, hélt að þetta væri bara alltsaman 0 og 1 fyrir minninu?
En það að þeir hafi farið í mat er náttla óásættanlegt! :evil: þetta eru náttla fáránleg vinnubrögð. Veit um einn sem var að vinna þarna og bossinn sagði honum að vera bara að vinna í einni tölvu í einu, og vera sem lengst í hverri til þess að geta skrifað sem flesta tíma á viðgerðina....... :evil: :evil: