Virðisaukaskattur hjá Netverslunum!
Re: Virðisaukaskattur hjá Netverslunum!
Ætli það verði ekki á endanum greiðslumiðlanirnar sem muni þurfa að taka VSK til hliðar fyrir ríkið...
-
- Vaktari
- Póstar: 2011
- Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
- Reputation: 276
- Staðsetning: 110 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Virðisaukaskattur hjá Netverslunum!
rapport skrifaði:Ætli það verði ekki á endanum greiðslumiðlanirnar sem muni þurfa að taka VSK til hliðar fyrir ríkið...
en ef maður notar td Paypal fer það nokkið í gegnum greiðslumiðlun á Íslandi? Verður það kanski þannig að maður þarf að borga vsk af inneignum sem maður kaupir hjá Paypal?
| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |
Re: Virðisaukaskattur hjá Netverslunum!
Klemmi skrifaði:Ég verð samt að vera sammála Rapport, mér þykir þetta ekkert annað en eðlilegt, en það verður erfitt að framfylgja þessu þar sem þetta þarf að vera gert í samráði við síðurnar úti, og hætt við að einhverjar ákveði að hætta að selja Íslendingum þar sem við erum mjög lítill markaðshópur og ekki víst að vesenið borgi sig fyrir þá
Sama og ég var að hugsa... Það er nóg af leikjum nú þegar sem ekki er hægt að kaupa á t.d. steam.. eins og Batman Arkam city, Dirt 3 og fl. , bara því við erum á Íslandi. Ef það bætist við aukavesen gætu þessar búðir alveg ákveðið að loka á ísland því það stendur ekki undir kostnaði að vesensast með auka vask og vesen.
i7 4770k, MSI H97M-G43, 4x8GB, Corsair TX650W, CM silencio 550
Ryzen 3600, MSI B550I Gaming Edge Wifi, GTX 1660 Super, 2x16GB, DAN Cases A4-SFX V4.1
Ryzen 3600, MSI B550I Gaming Edge Wifi, GTX 1660 Super, 2x16GB, DAN Cases A4-SFX V4.1
-
- Besserwisser
- Póstar: 3835
- Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
- Reputation: 157
- Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
- Staða: Ótengdur
Re: Virðisaukaskattur hjá Netverslunum!
einarhr skrifaði:Enda tók ég fram Rafræn Vörur í mínu innleggi!. Það er haugur af fyrirtækjum sem selja forrit og leiki á netinu, í USA, Evrópu og Asíu og þá er ég ekki að tala um Risana eins og Steam og Amazon. Ég kaupi td stóran hluta af mínum tölvuleikjum hjá Netverslun í Tævan. Eitthvað hlítur það að kosta fyrir Ríkið að ganga frá öllum þessum samningum við tugi landa í heiminum og hef ég enga trú á því að allar netverslanir í heiminum sem selja Rafræna vöru fái þessi skilaboð frá Steina Joð.
Var ekki viss um að orðið rafrænt væri nógu skýrt bara, ég persónulega efast um að mikið af peningum frá Íslandi dreifst mjög mikið milli netverslanna (þ.e.a.s aðalupphæðirnar fara í Steam og líklega Apple og Google farsímamarkaðina. Annað er mögulega svo lítið að það fellur undir 1 milljón króna lágmarkið.)
Ég efast um að hér sé um mjög flókna samninga að ræða. Skattstjóra berast upplýsingar um vefverslun sem selur íslendingum, ef hún er staðsett í löndum þar sem við erum með einhverskonar skattasamning við (innan ESB, bandarísk) þá er haft samband við þá og þeir beðnir um að greiða VSK til íslenska ríkisins eins og við á. Þannig myndi ég giska á að þetta færi fram.
-
- Vaktari
- Póstar: 2484
- Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
- Reputation: 235
- Staðsetning: NGC 3314.
- Staða: Ótengdur
Re: Virðisaukaskattur hjá Netverslunum!
Klemmi skrifaði:Ég verð samt að vera sammála Rapport, mér þykir þetta ekkert annað en eðlilegt, en það verður erfitt að framfylgja þessu þar sem þetta þarf að vera gert í samráði við síðurnar úti, og hætt við að einhverjar ákveði að hætta að selja Íslendingum þar sem við erum mjög lítill markaðshópur og ekki víst að vesenið borgi sig fyrir þá
Einmitt, væri nú ekki beint gaman ef Steam loka nú bara á okkur :l
Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||
NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||
"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"
NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||
"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"
Re: Virðisaukaskattur hjá Netverslunum!
segjum sem svo að ég kaupi leik af steam á 30$, ég er með nettengingu hjá vodafone, borga 6000 fyrir tenginguna með 40 gb niðurhali, 2000 fyrir tenginguna sjálfa og 4000 fyrir erlenda niðurhalið, 4000/40 = 100 kr gb, segjum að leikurinn sé 10 gb, kostar leikurinn þá ekki 39 $ með sendingarkosnaði, og svo skatturinn ofan á það sem væri 4800*1.225= 5800 fyrir 30$ leik, það finnst mér skítt
portal 2 kostar 30 dollara á steam venjulega, sem er 5800, hann kostar 6500 hjá elko + 1305, maður er samt að spara með því að kaupa á steam...
portal 2 kostar 30 dollara á steam venjulega, sem er 5800, hann kostar 6500 hjá elko + 1305, maður er samt að spara með því að kaupa á steam...
Kubbur.Digital
-
- Kóngur
- Póstar: 6372
- Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
- Reputation: 455
- Staðsetning: fyrir aftan þig
- Staða: Ótengdur
Re: Virðisaukaskattur hjá Netverslunum!
kubbur skrifaði:segjum sem svo að ég kaupi leik af steam á 30$, ég er með nettengingu hjá vodafone, borga 6000 fyrir tenginguna með 40 gb niðurhali, 2000 fyrir tenginguna sjálfa og 4000 fyrir erlenda niðurhalið, 4000/40 = 100 kr gb, segjum að leikurinn sé 10 gb, kostar leikurinn þá ekki 39 $ með sendingarkosnaði, og svo skatturinn ofan á það sem væri 4800*1.225= 5800 fyrir 30$ leik, það finnst mér skítt
portal 2 kostar 30 dollara á steam venjulega, sem er 5800, hann kostar 6500 hjá elko + 1305, maður er samt að spara með því að kaupa á steam...
muna samt að vodafone hostar marga leikjafæla fyrir steam svo við þurfum ekki að eiða erlendu downloadi
CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow
-
- Besserwisser
- Póstar: 3337
- Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
- Reputation: 35
- Staðsetning: /dev/null
- Staða: Ótengdur
Re: Virðisaukaskattur hjá Netverslunum!
Skattleggja bara allt sem mögulegt er að skattlegja, það er eina haldbæra lausnin sem þessir froðuheilar sjá.
Verst bara að skattahækkanir bera lítinn sem engan hagvöxt.
Verst bara að skattahækkanir bera lítinn sem engan hagvöxt.
i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64
Re: Virðisaukaskattur hjá Netverslunum!
Hvað er svona óeðlilegt við að borga VSK af vörum sem maður kaupir?
Þó að þett hafi sloppið hingað til, þá var það "heppni".
Það er allt rétt við þessa skattlagningu (eykur samkeppnishæfi innlendrar starfsemi) en ég set bara ??? við hvernig á að framkvæma þetta.
Nú munu sumir finna glufur á kerfinu og geta keypt ódýrt og selt dýrt = það verður til svartur markaður...
Svo má spyrja sig, er það gott eða slæmt?
Þó að þett hafi sloppið hingað til, þá var það "heppni".
Það er allt rétt við þessa skattlagningu (eykur samkeppnishæfi innlendrar starfsemi) en ég set bara ??? við hvernig á að framkvæma þetta.
Nú munu sumir finna glufur á kerfinu og geta keypt ódýrt og selt dýrt = það verður til svartur markaður...
Svo má spyrja sig, er það gott eða slæmt?
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 919
- Skráði sig: Fim 13. Mar 2008 00:39
- Reputation: 17
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Virðisaukaskattur hjá Netverslunum!
Það er bara ekki til aumara mál til þess að grenja útaf, ég kaupi oft rafrænt afhenta vöru á netinu. Ef um Amazon er að ræða þá er upphæðin yfirleitt alltaf í 10$ +/- 2,6 svo við erum að tala um VSK að upphæð ISK 300 og ég kaupi 20 - 30 bækur á ári svo heildar greiðsla er innan við 10.000. Mér finnst þetta ekkert súrt á meðan greiðslan fer hérna heim, og endar í ríkiskassanum.
Ekki treysta því að fólk skilji þig þó að það setji upp gáfulegan svip og segji já.
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 919
- Skráði sig: Fim 13. Mar 2008 00:39
- Reputation: 17
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Virðisaukaskattur hjá Netverslunum!
GullMoli skrifaði:Klemmi skrifaði:Ég verð samt að vera sammála Rapport, mér þykir þetta ekkert annað en eðlilegt, en það verður erfitt að framfylgja þessu þar sem þetta þarf að vera gert í samráði við síðurnar úti, og hætt við að einhverjar ákveði að hætta að selja Íslendingum þar sem við erum mjög lítill markaðshópur og ekki víst að vesenið borgi sig fyrir þá
Einmitt, væri nú ekki beint gaman ef Steam loka nú bara á okkur :l
það væri nú lélegur rekstur á fyrirtæki sem lokaði bara á viðskiftavini sína, ætli séu ekki til ca 20.000 íslenskir reikningar hjá þeim. Þetta verður eins og með Ceeriosið framleiðandinn aðlagar sig að kröfum markaðarins, ef hann vill halda honum.
Ekki treysta því að fólk skilji þig þó að það setji upp gáfulegan svip og segji já.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3835
- Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
- Reputation: 157
- Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
- Staða: Ótengdur
Re: Virðisaukaskattur hjá Netverslunum!
methylman skrifaði:Það er bara ekki til aumara mál til þess að grenja útaf, ég kaupi oft rafrænt afhenta vöru á netinu. Ef um Amazon er að ræða þá er upphæðin yfirleitt alltaf í 10$ +/- 2,6 svo við erum að tala um VSK að upphæð ISK 300 og ég kaupi 20 - 30 bækur á ári svo heildar greiðsla er innan við 10.000. Mér finnst þetta ekkert súrt á meðan greiðslan fer hérna heim, og endar í ríkiskassanum.
7% vsk af bókum, stafrænum sem blaðrænum.
Varðandi að Steam loki á Íslendinga, þá er það ekkert sérstaklega líklegt, en ef það borgar sig ekki fyrir þá að setja upp þessa aðgreiningu fyrir íslendinga, þá loka þeir bara á frekari viðskipti. Lögmál markaðarins. Mér finnst það samt ólíklegt.
Re: Virðisaukaskattur hjá Netverslunum!
Ríkisskattstjóri er að gera ráð fyrir því að stærstu síðurnar séu með umboðsmann á Íslandi til þess að sjá um skattskil fyrir sig.
Er ekki í lagi spyr ég nú bara.
Það er alger ógerningur að fylgjast með þessu og verðið lækkar ef þú notar playmo.tv og skráir account í USA frekar. Þá geta síðurnar sjálfar ekki heldur séð hvar þú ert að downloada þessu.
Er ekki í lagi spyr ég nú bara.
Það er alger ógerningur að fylgjast með þessu og verðið lækkar ef þú notar playmo.tv og skráir account í USA frekar. Þá geta síðurnar sjálfar ekki heldur séð hvar þú ert að downloada þessu.
Re: Virðisaukaskattur hjá Netverslunum!
I rauninni var þetta alltaf skattskylt, áður var bara ábyrgð kaupandans að skila virðisaukaskattinum, sem náttúrulega gerðist ekki.
Ég er sammála nokkrum hér að ofan, mér finnst þetta bara mjög eðlilegt. Það er líka erfitt fyrir innlenda aðila að vera í samkeppni við erlenda aðila sem þurfa ekki að greiða íslenskan vsk, sem í flestum tilfellum er hærri en sá erlendi. Kostnaður þeirra af vörunni í talsvert lægri.
Ég er sammála nokkrum hér að ofan, mér finnst þetta bara mjög eðlilegt. Það er líka erfitt fyrir innlenda aðila að vera í samkeppni við erlenda aðila sem þurfa ekki að greiða íslenskan vsk, sem í flestum tilfellum er hærri en sá erlendi. Kostnaður þeirra af vörunni í talsvert lægri.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3835
- Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
- Reputation: 157
- Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
- Staða: Ótengdur
Re: Virðisaukaskattur hjá Netverslunum!
bolti skrifaði:Ríkisskattstjóri er að gera ráð fyrir því að stærstu síðurnar séu með umboðsmann á Íslandi til þess að sjá um skattskil fyrir sig.
Er ekki í lagi spyr ég nú bara.
Það er alger ógerningur að fylgjast með þessu og verðið lækkar ef þú notar playmo.tv og skráir account í USA frekar. Þá geta síðurnar sjálfar ekki heldur séð hvar þú ert að downloada þessu.
Það getur verið sami "umboðsmaður" fyrir allar netverslanirnar, fullkomlega eðlilegt að verslun sem vill selja í ákveðnu landi hafi einhverskonar umboðsmann í því landi. Svo eru það ekki rök fyrir að sleppa skattlagningu að "það er svo auðvelt að svindla á þessu".
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6793
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Virðisaukaskattur hjá Netverslunum!
Finnst að það megi nú alveg líta á svona niðurhal sem "grænt fyrir umhverfið"-thing og sleppa VSK vegna þess. Niðurhal á vörum kemur í veg fyrir aukin gróðurhúsaáhrif vegna flutninga, auk þess að það eru engar óþarfa umbúðir, plastdrasl, pappír osfrv.
Áfram niðurhal og rafbækur
Áfram niðurhal og rafbækur
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3750
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
- Reputation: 474
- Staðsetning: Undir hægra megin
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Virðisaukaskattur hjá Netverslunum!
Voðalega er furðulegt að menn séu á móti þessu.
þú kaupir tónlist á tonlist.is og borgar af henni VSK
þú kaupir tónlist á (setja inn nafn á erlendri síðu sem að selur tónlist) og borgar VSK af henni.
eða vilja menn kannski frekar sleppa þessu og láta hækka almenna skatta hérna heima meira ?
þú kaupir tónlist á tonlist.is og borgar af henni VSK
þú kaupir tónlist á (setja inn nafn á erlendri síðu sem að selur tónlist) og borgar VSK af henni.
eða vilja menn kannski frekar sleppa þessu og láta hækka almenna skatta hérna heima meira ?
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
-
- has spoken...
- Póstar: 181
- Skráði sig: Mið 13. Feb 2008 16:57
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Virðisaukaskattur hjá Netverslunum!
skil ekki alveg hvernig það gengur upp að láta hvert einasta fyrirtæki útí heimi innheimta íslenskan vsk.
og hvernig gengur þetta með inn/útskatt. á bara innheimta útskatt?
og hvernig gengur þetta með inn/útskatt. á bara innheimta útskatt?
-
- 1+1=10
- Póstar: 1176
- Skráði sig: Mán 05. Nóv 2007 15:57
- Reputation: 166
- Staðsetning: Sit í fanginu hans Guðjóns
- Staða: Ótengdur
Re: Virðisaukaskattur hjá Netverslunum!
Las hérna frábært blogg um þetta mál, mæli með að allir renni yfir þetta.
http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/entry/1212955/
http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/entry/1212955/
Intel i9-10900KF // Nvidia RTX 3080 // 2x 1TB M.2 // 1TB Samsung 860 Evo // G.Skill 32GB Ripjaws V 3600MHz // ASRock Z490 Extreme4 // Samsung Odyssey G7 32''
My CPU's Hot But My Core Runs Cold
My CPU's Hot But My Core Runs Cold
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 921
- Skráði sig: Sun 05. Jan 2003 23:37
- Reputation: 0
- Staðsetning: Keflavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Virðisaukaskattur hjá Netverslunum!
Þetta er mjög eðlileg þróunn og svo sem ekkert út á hana að setja. En maður er bara orðinn svo þreyttur á öllu sem heitir álagning hér á íslandi.
Það er ekki bara ríkið sem er að kafa ofaní vasana hjá okkur. Mér finnst álagning kaupmanna vera ansi mikil líka.
Smá dæmi: Ég var í Seattle síðasliðinn nóvember og verslaði mér slatta af Levi's vörum, sem voru reinda á útsölu.
Fyrir þessar vörur borgaði ég með 9% vat 37.000 isl.kr hefðu kostað mig um 60.000 isl.kr ef enginn útsala hefði verið.
Ég fór í Levi's í kringlunni til að a.t.h hvað þetta hefði kostað hér heima, bara svona til að réttlæta eiðsluna úti í Seattle
Mér brá heldur betur þegar ég var búinn að reikna þetta út, litlar 162.000 isl.kr
Bara eitt leður belti sem ég borgaði 20$ fyrir en átti að kosta 30$ kostaði 16.900 kr í kringluni.
Með óbreittu ástandi mun ég ekki kaupa mér föt á Íslandi aftur.
Vildi bara nefna þetta útaf blogg færslunni sem g0tlife vísaði á.
Skrifa þetta á iPad 2 64Gb 3G/WiFi sem ég fékk mér einnig í Seattle á 45.000 kr minna en hér heima
Gleðilegt nýtt ár
Það er ekki bara ríkið sem er að kafa ofaní vasana hjá okkur. Mér finnst álagning kaupmanna vera ansi mikil líka.
Smá dæmi: Ég var í Seattle síðasliðinn nóvember og verslaði mér slatta af Levi's vörum, sem voru reinda á útsölu.
Fyrir þessar vörur borgaði ég með 9% vat 37.000 isl.kr hefðu kostað mig um 60.000 isl.kr ef enginn útsala hefði verið.
Ég fór í Levi's í kringlunni til að a.t.h hvað þetta hefði kostað hér heima, bara svona til að réttlæta eiðsluna úti í Seattle
Mér brá heldur betur þegar ég var búinn að reikna þetta út, litlar 162.000 isl.kr
Bara eitt leður belti sem ég borgaði 20$ fyrir en átti að kosta 30$ kostaði 16.900 kr í kringluni.
Með óbreittu ástandi mun ég ekki kaupa mér föt á Íslandi aftur.
Vildi bara nefna þetta útaf blogg færslunni sem g0tlife vísaði á.
Skrifa þetta á iPad 2 64Gb 3G/WiFi sem ég fékk mér einnig í Seattle á 45.000 kr minna en hér heima
Gleðilegt nýtt ár
**Intel E8400 3.0GHz**Gigabyte EP45-UD3L**GeIL Ultra Plus 4GB 2x2GB**Inno3D iChill GTX275**SAMSUNG SyncMaster 2693HM :D**1x1.5Tb**1x1Tb**1x750GB**1x500GB**Antec 1000W PSU** Með LFC kveðju Gerrard
Re: Virðisaukaskattur hjá Netverslunum!
@hsm: það er ekki bara álagning hjá kaupmönnum sem stjórnar þessu. Athugaðu hvað þú hefðir keypt þetta á einhversstaðar á meginlandi Evrópu. T.d. á Bretlandi eða í Þýskalandi. Þessi bandarísku fyrirtæki skipta markaðnum niður í svæði og yfirleitt eru hlutirnir mun ódýrari í Bandaríkjunum en annars staðar.