Hvar fæ ég Vídeó flakkara sem tekur 2.5" harðan disk?


Höfundur
teitiheiti
Nýliði
Póstar: 7
Skráði sig: Fös 24. Des 2010 13:47
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Hvar fæ ég Vídeó flakkara sem tekur 2.5" harðan disk?

Pósturaf teitiheiti » Fös 16. Des 2011 23:27

Ég er búinn að leita út um allt af litlum flakkara, með vídeó afspilun, sem tekur 2.5" harðan disk.
Ég er sjómaður og nenni ekki alltaf að flækjast með þessa flottu stóru Vídeó-Flakkara sem taka 3.5" diska fram og til baka, fyrir utan að ég ferðast alltaf til og frá skipi með t.d. fartölvuna og myndavélina o.fl drasl. Allavega of mikið af dóti!

Hef aðeins fundið einn sem passaði vel í innanávasann! \:D/ Hann var mjög fínn og flottur, mjög NETTUR (Ætti því að kallast flakkari frekar enn aðrir) og með upptöku. Hann hafði þann [-X STÓRA GALLA [-X að spila ekki MKV file-a! MJÖG GALLAÐUR ÞVÍ, hentar allavega ekki mér! :thumbsd

Veit einhver hvar ég get nálgast/keypt Vídeó Flakkara fyrir 2.5" disk sem spilar MKV?



Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3089
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Hvar fæ ég Vídeó flakkara sem tekur 2.5" harðan disk?

Pósturaf lukkuláki » Fös 16. Des 2011 23:34



If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.

Skjámynd

Klaufi
Stjórnandi
Póstar: 2350
Skráði sig: Mán 28. Des 2009 04:44
Reputation: 54
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Hvar fæ ég Vídeó flakkara sem tekur 2.5" harðan disk?

Pósturaf Klaufi » Fös 16. Des 2011 23:39



Ég er búinn að leita að einhverju svona lengi!

Fer í fyrramálið að kaupa þennan ef ég finn hann.

*Edit*
Ef þessi er alveg eins nema viftulaus, þá tek ég hann frekar, er einhver sem þekkir muninn?
Sé að hann tekur Gb disk en sá engan annan mun, enda vantaði á spekkana miðað við hinn..
Klikkaðu á mig!


Mynd

Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3089
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Hvar fæ ég Vídeó flakkara sem tekur 2.5" harðan disk?

Pósturaf lukkuláki » Fös 16. Des 2011 23:53

Klaufi skrifaði:


Ég er búinn að leita að einhverju svona lengi!

Fer í fyrramálið að kaupa þennan ef ég finn hann.

*Edit*
Ef þessi er alveg eins nema viftulaus, þá tek ég hann frekar, hefur einhver reynslu af því?
Klikkaðu á mig!


Þetta er nákvæmlega sami flakkarinn bara með svokölluðu "sidewinder kit" sem er líka hægt að kaupa aukalega fyrir betri kælingu það
er svo ekkert mál að stjórna viftunni í gegnum notendaviðmótið og hafa hana á off ef maður er með þetta kit eða taka hana úr sambandi.
En viftan fer alltaf af stað ef hann er USB tengdur en maður er ekkert með þá svo lengi USB tengda nema við gagnaflutning.
Það er til WiFi loftnet á þá líka en get ekki mælt með því þar sem hraðinn er ekki nógu góður til að færa gögn á þann hátt.
Átti svona, alveg ágætir flakkarar notaði minn bara allt of lítið.


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.

Skjámynd

Klaufi
Stjórnandi
Póstar: 2350
Skráði sig: Mán 28. Des 2009 04:44
Reputation: 54
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Hvar fæ ég Vídeó flakkara sem tekur 2.5" harðan disk?

Pósturaf Klaufi » Fös 16. Des 2011 23:57

Vantar jólagjöf fyrir gamla mannin, hann er svo fastur á að vera með 2.5" (ferðast mikið), og þetta er sá eini sem ég hef séð sem mér lýst á.

Ætla að skella mér á einn svona á morgun M/Sidewinder ef hann er til og finna Gb disk einhversstaðar, sýnist Tölvutek vera með fínt verð á Samsung diskum.

*Sýnist ég vera að fara að versla í Tölvutek í fyrsta skipti á ævinni*

Er ekki Sidewinder kælingin 3k virði að þínu mati?


Mynd


Kristján Gerhard
Gúrú
Póstar: 522
Skráði sig: Mið 17. Maí 2006 20:27
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Hvar fæ ég Vídeó flakkara sem tekur 2.5" harðan disk?

Pósturaf Kristján Gerhard » Fös 16. Des 2011 23:59

Er sjálfur með svona Xtreamer og hann hefur reynst mér mjög vel, það koma reglulega updates á firmware'ið á græjunni með fixum og nýjum fídusum. Er ekki með sidewinder kittið en þar sem að ég er ekki með disk í honum þá hef ég bara slökkt á viftunni í honum. Get mælt með þessari græju.



Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3089
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Hvar fæ ég Vídeó flakkara sem tekur 2.5" harðan disk?

Pósturaf lukkuláki » Lau 17. Des 2011 00:16

Ég myndi taka hann með sidewinder kittinu já
http://www.xtreamer.net/xtreamer/overview.aspx


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.

Skjámynd

Klaufi
Stjórnandi
Póstar: 2350
Skráði sig: Mán 28. Des 2009 04:44
Reputation: 54
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Hvar fæ ég Vídeó flakkara sem tekur 2.5" harðan disk?

Pósturaf Klaufi » Lau 17. Des 2011 17:06

lukkuláki skrifaði:Ég myndi taka hann með sidewinder kittinu já
http://www.xtreamer.net/xtreamer/overview.aspx



Verslaði eitt stk áðan, usb netkortið og náði mér í 1Tb disk, þetta er bara snilld hvað þetta er lítið og sætt!
Viðmótið er hrikalega skemmtilegt líka, prufaði hann uppfrá..
Tók usb netkortið þrátt fyrir að þú mældir ekki með því þar sem að mig langar að prufa það bæði heima og uppi í bústað..


Þetta er eitthvað sem ég er búinn að vera að leita að lengi, og uppfyllir allar kröfurnar frá gamla.
*Gamli þráðurinn..*


Mynd